Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
13.tbl.76.árg.
SUNNUDAGUR 17. JANUAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Færeyjar:
Brennu-
vargurinn
enn á ferð
Þórshöfn í Færejjum, frá Snorra Hall-
liórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
í LIDINNI viku lét brennuvargur-
ínn í Færeyjum til skarar skríða
eina ferðina enn og hefur ekki
tekist að hafa hendur í hári hans.
í þetta skiptið var það húsnæði
Bílaveiðufélagsins í Havnardölum,
sem varð fyrir barðinu á illvirkjan-
um, en verr hefði getað farið, því
í sama húsi voru miklar birgir
fisks, sem flattur var í haust.
Brennuvargurinn fór upp á loftið
þar sem félagið er með fundarsal og
kveikti þar í borðum og stólum. Til
allrar hamingju var svo kalt og rakt
innandyra að eldurinn náði ekki að
magnast. Hefði hann gert það er
hætt við að eldurinn hefði breiðst út
til kjallarans, en þar voru fiskbirgð-
irnar. Byggingin var tryggð fyrir
jafnvirði tæplegá einnar og hálfrar
milljónar fslenskra króna.
Að undanförnu hefur gengið far-
aldur eldsvoða í Færeyjum og er
óhugur í fólki vegna þessa. Er svo
komið að rhenn treysta sér vart til
þess að skilja hús eftir mannlaus af
ótta við að brennuvargurinn fari á
kreik, en lögreglan er engu nser um
málið.
ísrael:
Utlagarnir
hóta sjálf s-
morðsárásum
Ksara í Libanon, Tel Aviv. Reuter.
EINN fjögurra Palestfnumanna
sem Israelar ráku úr landi hótaði
að hann og félagar hans myndu
leggja í sjálfsmorðsárás gegn
ísrael ef þeir fengju ekki að snúa
til sins heima. Shimon «Peres, ut-
anríkisráðherra Israels, sagði í
sjónvarpi í ísrael á föstudagskvöld
að Israelsmenn þyrftu að hefja
samningaviðræður um herteknu
svæðin hið fyrsta.
Mennirnir fjórir sem fluttir voru
til Líbanon á miðvikudag hótuðu því
á fundi sem þeir héldu í Ksara í
Líbanon, að þeir muni grípa til
hefndaraðgerða ef þeir fá ekki að
fara aftur til ættjarðar sinnar. Tak-
ist það ekki sögðust þeir myndu gera
svifdrekaárás á ísraelskar herbúðir
eða smygla sér inn í landið sem
„mennskar sprengjur" með sprengi-
belti um sig miðja. í yfirlýsingu sem
mennirnir fjórir hafa sent til Rauða
krossins segir að þeir muni neyta
allra bragða til að komast til Pal-
estínu.
Peres sagði í ísraelska sjónvarpinu
að samningaviðræður yrðu að hefjast
þrátt fyrir óeirðirnar á hernumdu
svæðunum. „Eina leiðin til að binda
enda á óeirðirnar er með samningum
við Jórdani," sagði Peres, en ítrekaði
að skilyrði fyrir viðræðum væri að
friður ríkti á hernumdu svæðunum.
Sjötíu særðust og einn var skotinn
til bana þegar til óeirða kom við Al
Aqsa-moskuna í Jerúsalem á föstu-
dag. Hafa því 38 látist síðan óeirðirn-
ar hófust á herteknu svæðunum í
desember byrjun. Sett var útgöngu-
bann á fjórtán flóttamannabúðir á
herteknu svæðunum í gær og herinn
hafði uppi mikinn viðbúnað.
í Ijósaskiptunum
Morgunblaðið/RAX
Markaðurinn:
Uppsveifla siglir í kjöl-
far jákvæðra hagtalna
New York, Reuter.
MIKILL uppgangur hefur verið á fjármálamörkuðum heimsins eftir
að hagtölur nóvembermánaðar voru birtar í Bandaríkjunum á föstu-
dag. Bandaríkjadalur hefur hækkað f verði og í framhaldi af þvi
hækkuðu hlutabréf víða um heim i verði auk þess sem bandarísk
rikisskuldabréf hafa styrkst mjög í sessi. Samkvæmt hagtölunum
minnkaði viðskiptahalli Bandaríkjanna um 25% í mánuðinum.
Útflutningur Bandaríkjanna
jókst um 9,4% í nóvember og nam
23,8 milljörðum Bandaríkjadala,
sem er nýtt met, en rekja má þessa
aukningu til lækkandi gengis dals-
ins að undanförnu. „Viðskiptahall-
inn byrjaði að lækka í fyrra og
hann mun lækka enn frekar á þessu
ári," spáði John Wilson, aðalhag-
fræðingur Bank of America í San
Francisco.
Óttast var að ef þróun viðskipta-
hallans yrði ekki snúið við í
nóvember myndi dalurinn falla enn
frekar. Það hefði síðan væntanlega
haft í för með sér hærri vexti.
Eftir að Bandaríkjastjórn urðu
gleðitíðindin ljós spáðu sérfræðing-
ar hennar því að útflutningur
mynda aukast enn frekar og að
vöxtur í efnahagslífi, sem staðið
hefur undanfarin sex ár, myndi
halda áfram þrátt fyrir bakslagið
sem varð síðastliðinn október þegar
verðbréf féllu allsnarlega í verði og
dalurinn með. Ekki þótti heldur
spilla fyrir að verðbólga í Banda-
ríkjunum jókst ekkert í síðasta
mánuði þrátt fyrir að ýmsar blikur
væru á lofti.                >
Dalnum vegnaði vel á gjaldeyris-
mörkuðum og hefur ekki yerið
jafnhár í verði gagnvart vestur-
þýska markinu í tvo mánuði.
Ekki voru þó allir jafnbjartsýnir
á ástand mála og sagði Joachim
Zimmermann, yfirmaður gjaldeyr-
isdeildar Berliner Bank AG, að ekki
væri komið sumar þó einhver hefði
eygt svölu á flugi. Var álit hans
að vissulega væri hér um góð tíðindi
að ræða, en engan veginn í líkingu
við það sem fjármálamenn æsktu.
Kosið á Haítí í dag
Port-Au-Prince, Reuter.
HENRI Namphy f orseti herf or-
ingjastjórnarinnar á Haíti
skoraði á fólk að neyta atkvæð-
isréttar síns i kosningunum sem
eiga að fara fram i landinu i
dag.
Ottast er að gripið verði til of-
beldis á kosningadaginn líkt og
gerðist 29. nóvember á síðasta
ári þegar 30 borgarar voru skotn-
ir er þeir voru að kjósa í Port-Au-
Prince. Herinn er í viðbragðsstöðu
um allt land og í sjónvarpsávarpi
á föstudag skoraði Namphy á
þjóðina að taka þátt í kosningun-
um.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64