Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
29.tbl.76.árg.
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkjaforseti:
Hyggst hvergi
láta af stuðn-
ingi sínum við
kontrana
Washiugton og Tegucigalpa, Reuter.
FULLTRÚI Bandaríkjaforseta,
vcittist. í gær harðlega að fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings fyrir að
fella beiðni forsetans um fjár-
hagsaðstoð við kontraskœruliða,
sem berjast gegn stjórn sandínista
í Nicaragua. I sömu yfirlýsingu
var þeim áminningarorðum beint
að sandinistasljórninni í Managua
að hún mœtti ekki hvika frá þeim
breytingum f lýðræðisátt sem
kveðið er á um í friðarsamkomu-
lagi Mið-Amerfkurfkja.
í yfirlýsingu Marlins Fitzwater
sagði meðal annars' að þessi úrslit í
þinginu „kipptu undirstöðunni undan
baráttu hinna hugrökku karla og
kvenna [kontraskæruliða] á þessari
viðkvæmu stundu friðarviðleitni í
Mið-Ameríku."
Fitzwater ítrekaði að kontrarnir
nytu enn stuðnings forsetans, en vildi
ekki tjá sig um með hvaða hætti
forsetinn hygðist styðja þá. Sagði
hann aðcins að forsetinn hygðist nú
ráðfæra sig við leiðtoga þingsins sem
og leiðtoga Mið-Amerlkuríkja um
„með hvaða hætti mætti best byggja
á hinum mikla árangri Mið-Ameríku-
stefnu okkar undanfarin sex ár".
Vísaði Fitzwater til þess að þegar
Reagan hefði náð kjöri hefði Costa
Rica verið eina lýðræðisrfkið í Mið-
Ameríku, en nú væri Nicaragua eitt
það ekki.
í ríkjum Mið-Ameríku var ákvörð-
un fulltrúadeildarinnar yfirleitt
fagnað, en í Hondúras leyndi stjórn-
in ekki áhyggjum sínum af því að
stjórn sandfnista kynni að hætta við
frekari breytingar í lýðræðisátt.
Leiðtogar kontraskæruliða sögðu
að vissulega væru úrslitin þeim von-
brigði, en lýstu þvf þó jafnframt yfír
að þeir hygðust ekki hætta frelsis-
baráttunni f heimalandi sínu.
Sjá forystugrein á miðopnu og
nánari fregnir af úrslitum at-
kvæðagreiðslunnar á síðu 24:
„Verðumaðlátareynaá . . ."
Morgunblaðio/Kristinn Ingvarsson/AP
KA UPIÐ EKKIFISKINN ÞEIRRA
Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hafa Greenpeace-samtökin hrund-
ið af stað áróðursherferð gegn íslenskum fiskafurðum á Bretlandi,
Bandarfkjunum og Vestur-Þýskalandi í því skyni að knýja íslensk stjórn-
völd til þess að láta af hvalveiðum S vísindaskyni, en vísindaveiðarnar
telja samtökin yfirskyn eitt. í gær var veggspjaldi komið fyrir á fjölförn-
um stað í Lundúnaborg og var meðfylgjandi mynd tekin þegar starfsmenn
Greenpeace unnu að þvf að setja það upp. Sem sjá má stendur skutul-
byssan nokkuð upp úr veggspjaldinu, en í baksýn er Esjan. Fyrirsögn
veggspjaldsins er: „Kaupið ekki fisk af slátrara," en undir er letrað:
„íslendingar drepa hvali. Kaupið ekki fiskinn þeirra. Greenpeace."
Sjá nánari fregnir á síðu 29.
Holst ræðir sovéska flot-
ann í Bonn og Washington
JOHAN Jergen Holst, varnar-
málaráðherra Noregs, heldur f
dag til viðræðna við ráðamenn f
Vestur-Þýskalandi og f Banda-
ríkjunum. Talsmaður norska
.utanrikisráðuneytisins sagði við
blaðamann Morgunblaðsins að
Holst hygðist meðal annars ræða
breytingar sem Sovétmenn hafa
gert á hluta kafbátaflotans á
Noregshafi, sem skýrt var frá f
Morgunblaðinu f gær.
ísrael:
Tveir hermenn
falla í árás PLO
fsrael, Reuter.
ÞRÍR palestfnskir hryðjuverkamenn laumuðust i
gær inn fyrir landamæri ísraels og drápu tvo ísra-
elska hermenn í sama mund og ríkin fyrir botni
Miðjarðarhafs bjuggu síg undir komu sérlegs seiidi-
manns Bandarikjaforseta, en vænst er að hann hafi
nýjar tillögur um heimastjórn Pálestfnuaraba í far-
teskinu.
Talsmaður ísraelshers sagði að einn hryðjuverka-
mannanna hefði verið felldur og annar handtekinn, en
sá þriðji komst óhultur yfir norðurlandamærin á ný.
Hryðjuverkamennirnir særðu einn hermann auk hinna
föllnu um það bil IV2 km fyrír innan landamærin.
í borginni Sídon í suðurhluta Líbanons lýsti talsmað-
ur Frelsissamtaka Palestínu (PLO) hryðjuverkinu á
hendur samtaka sinna. Talið er að með árásinni hafi
PLO viljað hvetja til frekari óeirða Palestínuaraba á
hernumdum svæðum ísraeis á vesturbakka Jórdanár
og Gaza-svæðinu. Frá því að óeirðirnar þar hófust fyrir
tæpum tveimur mánuðum hafa 43 Palestínuarabar látið
lífið í þeim.
Þá var tilkynnt f gær að ekki yrði af fyrirhugaðri för
grísks skips til ísraels með útlæga Palestfnuaraba.
j,                                              Reuter
ísraelskir hermenn standa vörð við lfk liðsmanns
PLO, sem felldur var i hryðjuverkaárás samtak-
anna í gær.
Johan Jorgen Hoist sagði í ræðu
er hann flutti á miðvikudág að fram
hefðu komið vísbendingar um að
Sovétmenn hefðu komið stýriflaug-
um fyrir í kafbátum sem áður hefðu
borið langdrægar kjarnorkueld-
flaugar. Sagði hann Norðmenn hafa
af því áhyggjur að risaveldin kæmu
til með að leggja meiri áherslu en
áður á langdrægar stýriflaugar í
skipum og kafbátum.
Holst sagði Sovétmenn ráða yfir
langdrægri stýriflaug sem bæri teg-
undarheitið SS-N 21 og svipaði
henni til hinnar bandarísku Toma-
hawk-flaugar. „Margt bendir til þess
að kafbátar, sem áður báru lang-
drægar kjarnorkuflaugar, hafi verið
teknir til hafnar og að gerðar hafi
verið á þeim breytingar til þess að
þeir geti borið SS-N 21-flaugar,"
sagði norski varnarmálaráðherrann.
Bætti hann við að þessi þróun gæti
raskað stöðugleika og skapað
spennu á norðurslóðum. Auk þess
kynni ríkjum Evrópu að standa ógn
af nýjum kjarnorkuvopnum sem
koma myndu í stað þeirra landeld-
flauga uppræta skal, samkvæmt
afvopnunarsáttmálanum, sem undir-
ritaður var í Washington í desember.
James Webb, flotamálaráðherra
Bandarfkjanna, sem staddur var hér
á landi í gær og í fyrradag, kvaðst
ekki vilja tjá sig um þetta mál er
hann var inntur álits á blaðamanna-
fundi sem haldinn var í gær í
Ráðherrabústaðnum. Webb kom
hingað til lands til að kynna sér
starfsemi varnarliðsins á Keflavíkur-
fiugvelli, auk þess sem hann átti
viðræður við Þorstein Pálsson, for-
sætisráðherra, og Steingrím
Hermannsson, utanríkisráðherra.
Webb sagði á fundinum að það eftir-
lit sem varnarliðið hefði með ferðum
sovéskra kafbáta væri ákaflega mik-
ilvægt fyrir aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins í ljósi þeirrar ógnar
sem stafaði af kafbátaflota Sovét-
manna á Norðurhöfum.
Sjá viðtal við Webb á sfðu 24.
Waldheim-málið:
Júgóslavar
svara nefnd-
inni í dag
Belgrað, AP.
BÚIST er við þvi að f dag svari
júgóslavnesk stjórnvöld beiðni
alþjóðlegrar rannsóknaraefnd-
ar um aðstoð við rannsókn á
meintri aðild Kurts Waldheim,
Austurrfkisforseta, að stríðs-
glæpum nazista.
Enn er ófundið frumrit sím-
skeytis, sem birt var f Der Spiegel
á dögunum, en það var sagt geta
bent til sektar Waldheims. Sagn-
fræðingurinn Dusan Plenca, sem
sagður er hafa fundið skeytið,
segist hins vegar ætla að birta
það nk. sunnudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52