Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 ísland og EB; Skynsemi eða skinhelgi eftírJón Baldvin Hannibalsson Ummæli mín um samstarf í vam- ar- og öryggismálum virðast hafa vakið upp gömul slagorð um verslun með land o.þ.h. Þama virðist hafa verið komið við sektarkennd og tvískinnung hjá stjómmálamönnum. Ég vil segja í upphafí, að þetta mál er miklu umfangsmeira en svo að því verði í heild gerð skil í 10 mínútna langri ræðu eins og þeirri sem ég flutti í Stokkhólmi. Það er mikilvægt, að loks hefur tekist að bijótast í gegnum þagn- armúr, sem hefur umlukið þetta mál á undanfömum ámm. Stjóm- málamenn hafa þama bmgðist þeirri skyldu sinni að vekja máls á umræðuefnum morgundagsins. Það hefur komið í hlut ýmissa forystu- manna atvinnulífsins, nú síðast Magnúsar Gunnarssonar í mjög góðu viðtali í Alþýðublaðinu 13. febrúar, að ýta mönnum til verka í umræðunni um Evrópu, Ameríku og ísland um næstu aídamót. í samningum okkar við ná- grannaþjóðimar hefur hvað eftir annað birst sérstaða okkar á landa- bréfinu og samstaða okkar með nágrönnunum í vamarmálum. Við höfum aldrei þurft að setja verðmiða á landið okkar og munum aldrei gera það, en við höfum alltaf samið af styrk og vafalaust notið þess að vera í samstarfi þjóða, sem hafa sömu skoðanir og við á örygg- ismálum þessa heimshluta. í Bandaríkjunum hafa ráðuneyti vamarmála, viðskipta- og utanrík- ismála nána samvinnu í verslunar- og viðskiptasamningum við aðrar þjóðir. í Evrópu er hafður á sami háttur. Á íslandi birtast þessi þrjú verkefni ríkisins í einum og sama manninum, Steingrími Hermanns- syni utanrfkisráðherra. Þeir sem ekki gera sér grein fyrir því hvem- ig þessir þættir vefast saman eiga ekkert erindi í pólitík. Það væri fullkominn bamaskap- ur að ímynda sér að sérstaða okkar í Norður-Atlantshafinu og samstað- an með lýðræðisríkjunum í NATO hafi ekki haft áhrif á milliríkja- samninga hér á undanfömum ámm. Muna menn ekki eftir þorskastríð- inu og man ég ekki rétt að Steingrímur Hermannsson hafi kynnt Bandaríkjamönnum skoðana- könnun um afstöðuna til vamarliðs- ins þegar hann ræddi við þá fyrir vestan I haust um hvalamál? í ræðunni bendi ég á hvemig utanríkisviðskipti íslands við Evr- ópubandalagið hafa þróast frá því á síðasta áratug þannig að ríflega helmingur af útflutningi og inn- flutningi íslands er við Evrópu- bandalagsríkin, þær afleiðingar sem það kann að hafa fyrir sam- keppnisaðstöðu okkar á Evrópu- markaði ef Norðmenn ganga í bandalagið og þá óvissu og vanda- mál sem tollamál bandalagsins geta skapað í utanríkisviðskiptum ís- lendinga í framtíðinni. Ég eins og flestir aðrir íslendingar sem um þessi mál hafa fjallað kemst að þeirri niðurstöðu að aðild íslands að bandalaginu komi ekki til greina hafi hún í för með sér aðgang Evr- ópubandalagsríkja að fískveiðilög- sögunni. í framhaldi leita ég svara við því hvaða kosti við höfum og bendi á þann möguleika að efla samstarf við Evrópubandalagsríkin á sviði öryggis- og vamarmála. Það er algjör misskilningur ef menn ætla að égþsé hér að ræða um sérstök herstöðvaréttindi til handa Evrópubandalaginu hér á landi. Ef grannt er skoðað er ég í raun að ræða um frekari útfærslu á þeirri stefnu sem hófst í tfð Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráð- Jón Baldvin Hannibalsson herra og Alþýðuflokkurinn hefur stutt, þ.e. að auka virkari þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu m.a. með auknu samstarfi við Evr- ópuríkin á sviði öryggis- og vamar- mála. Þessi stefna íslenskra stjóm- valda hefur m.a. komið fram í aukn- um tvihliða tengslum við ýmis Evr- ópuríki innan Atlantshafsbanda- lagsins, að hér á landi er nú stáð- sett hollensk kafbátaleitarvél ásamt áhöfii o.fl. Staðreyndin er sú að vamar- samningurinn við Bandaríkin gefur svigrúm til þess að efla þátttöku annarra ríkja í vömum íslands og þá um leið Norður-Atlantshafsins. Það sem gefur til kjmna áhuga Evrópuríkja á slíku samstarfi ætti að vera þeim augljóst sem fylgst hafa með þróuninni í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna á undan- fömum árum. Ég bendi þar sérstak- lega á augljósan áhuga fyrir því meðal Evrópuríkja Atlantshafs- bandalagsins að auka vægi álfunn- ar í bandalaginu til að geta haft meiri áhrif á stefnu þess en raunin hefur verið allt frá því að það var stofnað. í viðtali við Morgunblaðið þ. 10. júní 1986 bendir Willy De Clercq sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins á að hann hafí tiikynnt ríkisstjóm íslands að Evrópubandalagið sé reiðubúið til að taka upp alhliða viðræður við hana um alla þætti samstarfs okkar. í ályktun flokks- stjómar Sjálfstæðisflokksins frá því í nóvember 1986 er rætt um nauð- sjm þess að samskipti íslands við Evrópubandalagið verði grandskoð- uð frá vfðtækara sjónarhomi en því er lýtur að verslun og viðskiptum. Mér er spum, um hvað ætla menn að ræða í alhliða viðræðum sem einblína ekki á verslun og við- skipti? Hvaða önnur mál geta verið mikilvægari í slíkum viðræðum en öryggis- og vamarmálin? Öryggis- pólitík miðar að því að viðhalda fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar og tekur ekki einungis til hemaðar- legra þátta heldur einnig pólitískra og eftiahagslegra. Utanríkisvið- skiptamál eru þar með hluti af ör- yggispólitík en ekki einangruð frá henni. Höfundur er fjármálaráðherra. UÓSRITUNARVÉLAR ÐaD homogsólásetf eru bólstruð í mjúkan o.amp sem þakinn er Dacronló og klætt með krómsútuðu, anilíngegnumlituðu nautaleðri (eins og yfir leðrið á skónum þínum) á slitflötum með gerfileðri á grind utan- verðri þar sem ekkert reynir á í sliti. SEM SAGT ÚRVALSVARA Á GÓÐU VERÐI Flott sett Flott verð Flott verð Dallas hornin og Dallas sófasettin eru með háu baki og mjúkri bólstrun sem gerir þau svo þægileg að sitja í og liggja út af í 0G EKKIFÆLIR VERÐIÐ FRÁ LEÐUR: 6 sæta horn ísia mVnd) 97.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 5 sæta horn 92.880,- útb. 23.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 3+1+1 sófasett (sjá mynd) 92.880,- útb. 23.000,- og ca.6-7.000 á mán. 3+2+1 sófasett 99.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. ÁKLÆÐI' 6 sæta horn ^a mVnd) 76.280,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 5 sæta horn 72.960,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 72.960,- útb. 20.000. ca. 5-6.000 á mán. 3+2+1 sófasett 79.590,- útb. 20.000. ca' 5-6.000 á mán. Og auðvitað borgarðu útborgunina eða þá allt saman með Visa og Euro. húsgagn»höllin REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.