Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 35 Þmgmeim starfi 2 vikur við framleiðslustörf UNNUR Sólrún Bragadóttir, varaþingmaður Alþýðubanda- iagsins á Austurlandi, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að þingmenn, aðrir en ráð- herrar, verði ár hvert gert skylt að starfa tvær vikur við þjón- ustu- eða framleiðslustörf. Unnur Sólrún Bragadóttir (Abl/Al) mælti fyrir þingsályktun- artillögu sinni um vettvangsþekk- ingu þingmanna í sameinuðu þingi í gær. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að undirbúa skuli breytingar á starfi þingmanna, ann- arra en ráðherra, sem feli í sér að þingmönnum verði ár hvert skylt að starfa tvær vikur við almenn framleiðslu- eða þjónustustörf í sínu kjördæmi. Jafnframt skyldunni sé þetta réttur sem þingmanni ber. Þessar starfsvikur falli inn í starf þingmanna á jafneðlilegan hátt og viðvera á þingfundum gerir nú. I þessu skyni verði sett á fót nefnd á vegum Alþingis til að undirbúa breytinguna. Nefndin starfi í náinni samvinnu við samtök launafólks og atvinnurekenda. Miðað skal við að Raforkumál og blýfrítt bensín TVÆR þingsályktunartillögur voru samþykktar af Sameinuðu þingi í gær. Sú fyrri fjallar um ráðstafanir til úrbóta í raforku- málum Norður-Þingeyjarsýslu og hin síðari um hugsanlega notkun á blýlausu bensíni á íslandi. Tillagan um raforkumál Norður- Þingeyjarsýslu hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að gera ráðstafanir til úrbóta í raf- orkumálum Norður-Þingeyjarsýslu.“ Einnig samþykkti Alþingi svo hljóðandi tillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er meti hvort taka eigi í notkun blý- laust bensín og hvaða aðgerða sé þörf til að svo geti orðið. Nefndin ljúki störfum eigi síðar en fyrir árs- lok 1988. Kostnaður við störf nefnd- arinnar greiðist úr ríkissjóði." nefndin skili áliti fyrir upphaf næsta þings.“ Unnur Sólrún sagði að sláandi fáir þingmenn kæmu úr almennum framleiðslu- eða þjónustustörfum sem stór hluti þjóðarinnar ynni. Það hefði margoft komi fram í tali þing- manna hversu mikilvægt væri að bakgrunnur þeirra væri sem fjöl- breytilegastur og að Alþingi endur- speglaði það þjóðfélag sem það stjórnaði. Ef svo ætti að vera þyrftu þingmenn að kynnast þeim störfum sem minnst væru metin og lægst væru launuð. Hún teldi eðlilegt að fyrirtækin sem tækju þingmenn í HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, svaraði í gær fyrirspurn frá Guðmundi Ágústssyni (B/Rvk) um notkun jarðhita í stað olíu í fiskimjöls- verksmiðjur. Ráðherrann sagði að tilraun með þetta væri nú að fara af stað í Grindavík og myndi hún leiða í ljós hversu hagkvæm svona breyting væri. Halldór Ásgrímsson sagði að nokkrum sinnum hefði verið gerð athugun á hagkvæmni þess að nota jarðorku í stað olíu í fiskimjölsverk- smiðjum. Niðurstaðan hefði ávallt orðið sú að þetta hentaði vel en verksmiðjurnar væru ekki staðsett- ar nálægt jarðhitasvæðum. í Grindavík stæði nú til að fara að nota jarðhita frá Svartsengi. Áætl- að verð á gufunni væri þriðjungur olíuverðsins og myndi þetta því spara um 10% af rekstrarkostnaði. Það bæri þó að hafa í huga að verð gufunnar réðist af flutningslengd. Nú væri um að ræða þijár hafn- ir þar sem jarðgufa væri talin vera nógu nálægt, Grindavík, Straums- vík og Húsavík. Tilraunin í vinnu greiddu þeim ekki laun, en að föst þingmannslaun breyttust þann tíma og í staðinn kæmu laun samsvarandi þeim er þeir hefðu fengið á viðkomandi vinnustað. Að lokum sagði Unnur að nokkr- ir þingmenn hefðu látið þann vilja í ljós að þessi tillaga yrði dregin tilbaka. Taldi hún að þeir er svo töluðu hefðu mesta þörf á starfs- skiptum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) tók einnig til máls um þessa til- lögu. Hún sagði hana vera skemmti- lega og tók jákvætt í innihald henn- ar. Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra. Grindavík myndi leiða j' ljós hvort um hagkvæma breytingu væri að ræða. Fiskimj ölsverksmiðjur: Jarðhitatilraun í Grindavík STUTTAR ÞINGFRETTIR FUNDIR voru í sameinuðu þingi og neðri deild í gær. I sameinuðu þingi svöruðu ráð- herrar fyrirspurnum og tvær þingsályktunartillögur voru samþykktar. Neðri deild af- greiddi stjórnarfrumvarp um endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts til sjávarútvegs. Einnig mælti Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, fyrir frumvarpi. um ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Umræð- unni var frestað klukkan 16 en hófst síðan aftur klukkan 20.30. Stefnt er að því að af- greiða frumvarpið sem lög í dag. Tveir varaþingmenn Tveir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær. Ellert Eiríksson tók sæti Matthíasar Á. Mathies- en (S/Rn) og Björn Gíslason tók sæti Sighvats Björgvinssonar (A/Vf). Björn hefur ekki áður setið á Alþingi. Viðskiptajöfnuður við einstök lönd Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra (fyrir hönd utanríkisráðherra), svöruðu í gær fyrirspurn frá Inga Birni Albertssyni (B/Vl) um hvort þeir hygðust gera eitthvað til að jafna þann óhagstæða mun sem væri á innflutningi Islendinga frá all- mörgum löndum og útflutningi þeirra þangað. Ráðherramír sögðu ríkisstjórnina ekki hafa uppi áform í þeim efnum, fríverslun væri meginreglan í viðskiptum okkar við önnur lönd. Viðskiptaráðherra sagði að við ættum að selja á bestu markað- ina og flytja inn þaðan sem hag- stæðast væri verð. Jöfnuður í viðskiptum okkar við útlönd í heild væri síðan allt annað mál. Kosningaréttur íslendinga erlendis Jón Sigurðsson, dómsmála- ráðherra, svaraði í gær fyrir- spurn frá Kristínu Halldórsdótt- ur (Kvl/Rn) um hvort dómsmála- ráðuneytið hygðist bæta stöðu þeirra Islendinga sem búsettir væru erlendis og gætu því ekki neytt kosningaréttar hér á landi. Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar væru nú um 10.500 Islendingar, 18 ára og eldri, bú- settir erlendis. Ekki væru til nákvæmar tölur um hver margir hefðu neytt kosningaréttar síns í síðustu kosningum. Hann sagði að við heildarendurskoðun á kosningalögunum yrði reynt að bæta stöðu þessa fólks, t.d. með fjölgun kjörstaða. Bjórinn í nefnd NEÐRI deild afgreiddi í gær bjórfrumvarpið til allsheijar- nefndar. Fyrstu umræðu lauk rétt fyrir miðnætti í fyrradag en atkvæðagreiðslu var þá fre- stað. Erfiðlega gekk að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu og þó forseti endurtæki atkvæða- greiðsluna nokkrum sinnum tóku ekki nógu margir þingmenn þátt í henni. Ólafur G. Einarsson (S/Rn) bað þá um nafnakall og tókst þannig að afgreiða málið. Tveir þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, Stefán Valgeirs- son (SJF/Ne) og Steingrfmur J. Sigfússon (Abl/Ne). Steingrímur J. sagði að efnislega eins fnur^ varpið hefði komið til afgreiðslu nefndarinnar og væri því ekkert því til fyrirstöðu að taka efnislega afstöðu til frumvarpsins. Hann væri andvígur efni þess og greiddi því ekki atkvæði með því að það kæmi til frekari/ umræðu í deild- inni. Næst var greitt um að vísa málinu til allsheijarnefndar og bað þá Ólafur Þ. Þórðarson um nafna- kall. Bættist hann síðan í hóp þeirra er sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Félag veggfóðrarameistara: 60 ára afmælis minnst Sérfróður maður fylgisF með hreindýrastofninum FÉLAG veggfóðrarameistara í Reykjavík er 60 ára í dag, föstudaginn 4. mars. Stofnda- gurinn er 4. mars 1928. í tilefni afmælisins hefur stjórn félagsins gestamóttöku í samko- musal meistarafélaganna í Skip- holti 70 eftir kl. 17. Á myndinni EFTIRFARANDI ályktun • var samþykkt á fundi Borgarmálafé- lags jafnaðarmanna sl. laugardag. Fundur Borgarmálafélags jafnað- armanna, haldinn 27. febrúar, harm- ar þá rangtúlkun sem frumvarp ríkis- hér að ofan eru stjómarmenn Fé- lags veggfóðrarameistara en þeir eru, talið frá vinstri: Jóhann Ein- arsson gjaldkeri, Hrafnkell Björns- son varaformaður, Örn Guð- mundsson formaður, Guðmundur J. Kristjánsson framkvæmdastjóri, Steinþór Eyþórsson ritari. og Jón Ólafsson meðstjómandi. stjómar Þorsteins Pálssonar um kaupleiguíbúðir hefur fengið í fjöl- miðlum. Félagið hvetur ríkisstjómina til þess að kynna frumvarpið betur og tryggja að það verði að lögum fyrir vorið. Hreindýranefnd Skotveiðifé- lags Islands hefur beðið Morgun- blaðið að birta eftirfarandi fréttatilkynningu: Vegna mikillar umljöllunar í fjöl- miðlum undánfarna daga um að hreindýr séu að falla úr hor eða sjúkdómum vill hreindýranefnd SKOTVÍS vekja athygli á eftirfar- andi atriðum. 1. Fyrir tæpum tveimur árum vann nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins drög að frumvarpi til laga um veiðar og friðun hreindýra. I þessum frumvarpsdrögum eru ítarleg ákvæði um hver skuli hafa frumkvæði að björgun hreindýra í hörðum ámm. Einnig er þar gert ráð fyrir fastri stöðu sérfróðs aðila, sem hefði yfirumsjón með að sam- hæfa eftirlit og rannsókn á hrein- dýrastofninum. Vegna frétta um dauða all- margra dýra undanfarið er sérlega brýnt að þessi drög verði lögð fram og kynnt á hinu virðulega Alþingi og þau afgreidd sem lög hið fyrsta. Minna má á að heimildarmönnum frétta af dauða dýranna ber illa saman um aldur dýra sem fallið hafa og allar orsakir. 2. Hreindýranefnd Skotvís legg- ur áherslu á, að þegar í stað verði skipaður sérfróður maður af ráðu- neytinu til að annast skráningu og sýnatöku úr þeim dýrum sem fallið hafa og sýnin send til greiningar að Keldum. 3. Einnig skal bent á þá stað- reynd, að erlendis þykir það sjálf- sögð skylda yfirvalda, að sjá um, að villtum dýrum sé komið til bjarg- ar á viðeigandi hátt þegar hart er í ári og eru þar hreindýr engin undantekning. Með slíkum aðferð- um er að verulegu leyti komið í veg fyrir skemmdir af völdum hreindýra KirKjubæjarklaustri. ÚTIHÚS brunnu til kaldra kola á bænum Keldunúpi i Hörgs- landshreppi í gær, en um klukkan 11 varð vart við eld í hlöðu og fjósi á bænum. I fjós- inu voru 14 nautgripir og tókst bóndanum að koma þeim út í tæka tíð. í öðru húsi sam- byggðu voru fjórir kálfar og tókst nauinlega að bjarga þeim. Þegar slökkvliðið kom á vett- á viðkvæmum tijágróðri eins og gerst hefur undanfarið á Héraði. Ákvæði um þessa hluti er að fínna í ofangreindum frumvarpsdrögum. 4. Hreindýrin á Íslandi, sem eru þjóðareign — eru að verðmæti um 90 millj. króna. Verðmæti árlegs meðalveiðikvóta er um 19 milljónir króna. Ofangreind frumvarpsdrög gera einnig ráð fyrir, að ákveðinni fjár- hæð árlegs veiðikvóta sé varið til bjargar dýrum í hörðum árum. vang voru húsin alelda og brunnu þau til kaldra kola en fjárhúsi, sem sem sambyggt var, tókst að bjarga. í hlöðunni var meirihluti heyforða ábúenda, um 5 þúsund baggar, og talið er að þeir séu allir ónýtir. Tjónið er því mikið og tilfinnanlegt fyrir ábúenduma, Elínu Pálsdóttur og Guðna Bergs- son. Eldsupptök eru ókunn. Ályktaðum kaupleigu Útihús brunnu til kaldra kola
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.