Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR  B
STOFNAÐ 1913
57.tbl.76.árg.
MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Gagnrýna frétta-
fiutning af óeirðum
Fórnarlambanna minnst í Jerevan
Moskvu, Reuter.
VIKURITIÐ Moskvu-fréttir gagnrýndi í gær sovésk yf irvöld fyrir
að hafa ekki gefið nægar upplýsingar um rósturnar í Azerbajdzhan
og Armeníu í siðasta mánuði. í grein sem byggð er á fréttum og
upplýsingum sem blaðamenn fengu af atburðunum segir, að frétta-
flutningur af óeirðunum hafi einkennst af „seinagangi og hiki".
í greininni í Moskvu-fréttum sem
verið hefur framarlega í flokki blaða
sem krafist hafa aukins og ná-
kvæmari fréttafiutnings í anda
„glasnosf-stefnu Gorbatsjovs Sov-
étleiðtoga, segir meðal annars:
„Engar áreiðanlegar upplýsingar
fengust frá yfirvöldum um óróleik-
ann sem hrundið var af stað af
smáglæpamönnum í Azerbajdz-
han," og blaðið bætir því við að
ástæða uppþotanna hafi verið orð-
rómur og kjaftasögur.
Engar fréttir voru af óeirðunum
í sovéskum fjölmiðlum í gær. Sam-
kvæmt fréttum JKeuíers-fréttastof-
unnar tóku hins vegar þúsundir
Armena þátt í minningarathöfn í
gær í Jerevan um þá sem féllu í
óeirðunum. Að sögn sovéskra emb-
ættismanna féll 31 maður er Az-
erbajdzh önum og Armenum laust
saman í borginni Súmgajt í Az-
erbajdzh an um síðustu mánaða-
mót. Blómsveigur var lagður á
minnismerki um þá sem féllu í átök-
um við Tyrki árið 1915 og síðan
var gengið að Óperu-torginu þar
sem flutt voru ávörp. Stór hluti
þeirra sem þátt tóku í minningarat-
höfninni voru konur en í gær
var alþjóðlegi kvennadagurinn.
IRA-menn felldir á Gíbraltar:
Sprengiefni finnst
í bifreið á Spáni
Madríd, Reuter.
SPÁNSKA logreglan fann
sprengju í gær í bifreið í bænum
Marbella. Hafði hún verið tekin
á leigu í bæ í nágrenni Marbella.
Bifreiðin er talin hafa verið á
vegum írskra skæruliða, sem
skotnir voru á Gíbraltar á sunnu-
dag.
I bifreiðinni, sem er af gerðinni
Ford Fiesta, fundust fímm pakkar
af sprengiefni og klukka sem hugs-
anlega hefur verið ætluð til að tíma-
setja sprengingu, að sögn tals-
manns lögreglunnar. Bifreiðin
fannst í neðanjarðar-bílageymslu í
miðborg Marbella, sem er 50 kíló-
metra frá bresku nýlendunni
Gíbraltar, þar sem þrir skæruliðar
voru skotnir af öryggislögreglu á
sunnudag. Lögreglan hefur leitað
að sprengiefni frá því mennirnir
þrír, sem allir voru meðlimir írska
lýðveldishersins, IRA, voru skotnir.
Breska stjórnin hefur lýst því
yfir að viðbrögð öryggislögreglunn-
ar hafi komið í veg fyrir árás IRA
á Gíbraltar. Talsmaður innanríkis-
ráðuneytisins á Spáni sagði í sam-
tali við iteuters-fréttastofuna að
sprengiefnin sem fundust væru
samskonar og IRA notaði alla jafna
í sprengjuárásir sínar. Klukkan sem
fannst í bflnum var stillt á 11.20,
sem er sami tími og skipt var um
varðliðasveitir við bústað landstjór-
ans á Gíbraltar, athöfn sem dregur
að fjölda áhorfenda.
IRA-mennirnir sem skotnir voru
skildu eftir hvíta Renault-bifreið við
bústað landstjórans á Gíbraltar og
er talið að þeir hafi gert það til
þess að geta síðar komið þar með
bifreið sem hefði að geyma virka
sprengju. Telur lögregla að málið
sé að mestu upplýst.
Sjá einnig „Thatcher hvött...
á bls. 31.
Thor tekur við verðlaununum
THOR Vilhjálmsson rithöfundur tók við bókmennta-
verðlaunum Norðurlandaráðs í Tónlistarhöllinni í
Ósló í gær. Hann er þriðji íslendingurinn sem fær
verðlaunin, hinir eru Ólafur Jóhann Sigurðsson og
Snorri Hjartarson. Það var Jan P. Syse, forseti
Norðurlandaráðs, sem afhenti Thor verðlaunin og
sést hann á myndinni ásamt Thor og Elsi Hátemáki-
Olander, fyrrum forseta Norðurlandaráðs.
Við afhendingu verðlaunanna sagði Ingmar Sved-
berg finnski fulltrúinn í úthlutunarnefndinni þegar
hann kynnti Thor Vilhjálmsson og ritverk hans að
verðlaunabókin, Grámosinn glóir, væri í 'senn mikil
og hrífandi íslensk skáldsaga og mikil og hrífandi
norræn skáldsaga.
í upphafi þakkarræðu sinnar sagði Thor Vil-
hjálmsson: „Við lifum á tímum hinnar upphöfnu
lágkúru. Hins íburðarmikla auvirðis. Öll skynjum
við að við þörfnumst einhvers annars. Það kemur
ekki mál við mig þótt menn séu að syngja eða láta
syngja yfír sér, eða allir í kór: la det svinge — en
mætti ég spyrja: Hvað á að sveiflast og hvernig?
Kannski fest upp á hæsta gálga, eða bara dingla
eins og sprellikarl, eða hengilmæna með taktmæli?"
Sjá fréttir frá þingi Norðurlandaráðs á bls. 31
og ræður Þorsteins Pálssonar, Matthíasar A.
Mathiesens og Thors Vilhjálmssonar á miðopnu.
Stefndi í yfirburða-
sigur Georges Bush
Washington, Reuter.
FLEST benti til þess að George
Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, myndi vinna yf irburða-
sigur í forkosningum flokkanna
vestra þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gær. Mikil spenna rikti
meðal stuðningsmanna Bush
vcgna þessa, en hann haf ði látið
raun gæti
Pólland:
Lögregla réðst með kylf-
um gegn mótmælendum
Varsját Reuter.
TIL ÁTAKA kom milli lögreglu
og mótmælenda í borginni
Kraká í Póllandi í gær. Pólskir
stúdentar efndu til fjöldafunda
í fjórum borgum til að minnast
þess að 8. mars 1968 réðist lög-
regla á mótmælagðngu stúdenta
í Varsjá.
Atburðurinn í Varsjá 1968 er
talinn hafa komið af stað víðtæk-
ustu stúdentaóeirðum sem orðið
hafa í landinu. Var efnt til þeirra
vegna aðgerða yfirvalda gegn gyð-
ingum og menntamönnum. Þús-
undir háskólaborgara voru reknir
frá störfum og 20.000 gyðingar
flýðu land.
Að sögn sjónarvotta í Kraká í
gær barði lögreglan mótmælendur
með kylfum. Stúdentar, undir for-
ystu rektors háskólans, Grzegorz
Bialkowskis, hlóðu götuvígi úr
ruslatunnum og almenningsbekkj-
um og köstuðu grjóti að lögregl-
unni. Þrír slösuðust í barsmíðum
lögreglunnar og talið er að allt að
hundrað manns hafi verið hand-
teknir. Ekki kom til átaka á fjölda-
fundum í Varsjá og Gdansk.
í málgagni pólska kommúnista-
flokksins Trybuna Ludu í síðustu
viku var viðurkennt að árið 1968
hefðu stúdentar krafist lýðræðis-
legra breytinga og hefðu ranglega
verið kallaðir endurskoðunar-
sinnar. Einnig sagði í blaðinu að
aðgerðir sem beinst hefðu gegn
gyðingum og menntamönnum
hefðu verið harðneskjulegar og
valdið miklum harmi.
Reuter
hafa eftir sér að
valið  staðið
um    hver
yrði   næsti
forseti
Banda-
ríkjanna.
Forkosning-
ar repúblik-
ana    fóru
fram  í  17
ríkjum,   en
demókratar
gengu    til
kjörborðs  f
20 ríkjum. f George Bush!
kosmngun-
um  eru  valdir  fulltrúar,  sem
sækja munu landsfundi flokk-
anna síðsumars, og þar verða
forsetaframbjóðendur    þeirra
valdir. Talið var að meðal dcmó-
krata myndi Michael Dukakis,
ríkisstjóri Massachusettes, vinna
mest  á,  en  svertinginn  Jesse
Jackson  fylgja honum  fast á
hæla.
Samkvæmt skoðanakönnunum
sjónvarpsstöðva, sem gerðar voru
utan við kjörstaði, naut Bush
allt að þrisvar sinnum meira fylgis
en öldungadeildarþingmaðurinn
Robert Dole og ekki talið ólíklegt
að Bush sigraði í öllum ríkjunum
17. Bush var þó varkár í orðavali,
minnugur þess að í New Hampshire
var Dole spáð naumum sigri, en
Bush sigraði svo með talsverðum
mun.
Þegar Bush kaus í heimaríki sínu
Texas lét hann þau orð falla að ef
kosinn yrði „ótvíræður og sajmfær-
andi sigurvegari" í forkosningum
repúblikana hefði um leið verið kjör-
inn næsti forseti Bandaríkjanna.
Hjá báðum flokkunum var til
mikils að vinna fyrir frambjóðend-
ur, því samanlögð tala þeirra full-
trúa, sem kosið var um, nemur um
einum þriðja allra landsfundarfull-
trúa.
I herbúðum demókrata voru þeir
Michael Dukakis og Jesse Jackson
sigurstranglegastir. Það kynni þó
að draga úr fylgi Dukakis að tals-
vert virtist vera um það í þeim níu
ríkjum, þar sem menn ráða í for-
kosningunum hvors flokksins þeir
kjósa, að demókratar ráðstöfuðu
atkvæði sínu í forvali repúblikana.
Það gæti hins vegar styrkt stöðu
Jesse Jacksons til muna.
Sjá  ennfremur  á  síðu  30,
„Demókratar      í      val-
þröng ..."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64