Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B  OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
60.tbl.76.árg.
LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Efnahagsaðgerðir í Noregi:
Launin hækka
uml%áárinu
Ósló. Reuter.
Minnihlutastjórn norska Verkamannaflokksins kynnti í gær að-
gerðir sínar í efnahagsmálum en þær felast aðallega í þvi að setja
miklar skorður við launahækkunum. Gert er ráð fyrir, að á þessu
ári nemi almenn launahækkun ekki nema einu prósenti tíl jafnaðar.
Búist er við, að tillðgur stjórnarinnar verði samþykktar á þingi.
„Vegna þessara ráðstafana get-
um við gert okkur vonir um minn.
verðhækkanir og aukna samkeppn-
isgetu norsks iðnaðar enda er það
forsenda fyrir velferðinni og fullri
atvinnu," sagði Gro Harlem Brundt-
land forsætisráðherra á blaða-
mannafundi í gær og Gunnar Berge
fjármálaráðherra sagði, að erfið-
leikarnir í norskum efnahagsmálum
fælust í víxlhækkun launa og verð-
lags. „Hún getur ekki haldið
áfram," sagði hann.
Norðmehn eiga við það að stríða,
að verðið fyrir Norðursjávarolíuna,
burðarásinn í efnahagslífinu, hefur
farið lækkandi, viðskiptajöfnuður-
inn er mjög óhagstæður og verð-
bólgan um 7%, miklu meiri en í
flestum viðskiptalöndum þeirra í
Evrópu. Launastöðvunin á að
standa fram í apríl á næsta ári en
hún þýðir í raun, að almenn kaup-
hækkun á árinu nema til þeirra
lægstlaunuðu verður ein norsk
króna, rúmar sex ísl. kr., á tímann.
Efnahagsmálasérfræðingar hafa
fagnað ráðstöfunum stjórnarinnar
en aðra sögu er að segja af 350.000
launþegum, sem eru í félögum utan
norska alþýðusambandsins. I gær
lögðu margir þeirra niður vinnu í
tvær stundir til að mótmæla því,
að stjórnin hafði aðeins samið við
alþýðusambandið og 800.000 fé-
laga þess um launastefnuna.
Reuter
Þessi bðrn f Vfn voru dálítíð andaktug á svip þegar þau og
margir landar þeirra minntust þess f gær með einnar mfnútu
þögn, að fyrir 50 árum máðu Hitler og hermenn hans Aust-
urríki af landakortínu.
Innlimun Austurríkis 12. mars 1938:
Blygðumst okk-
ar fyrir fortíðina
í DAG, 12. mars, er hálf ðld liðin síðan Austurriki var innlimað
f Þýskaland nasismans og hefur þess verið minnst með ýmsum
hættí f landinu. Eru þetta erfið tímamót fyrir Austurríkismenn
því að margir fögnuðu á sfnum tíma sameiningunni við Þýska-
land og Waldheim-málið hef ur orðið til að minna óþyrmilega á
fortíðina.
í sjónvarpsávarpi, sem Kurt
Waldheim, forseti Austurríkis,
flutti í fyrrakvöld, baðst hann
afsökunar á þeim glæpum, sem
austurriskir nasistar frömdu i
stríðinu, og Leopold Gratz, forseti
þingsins, sagði f gær, þegar hann
afhjúpaði minnismerki um þing-
menn, sem nasistar drápu, að öll
þjóðin ætti að blygðast sín fyrir
það, sem gerðist í landinu eftir
sameininguna við Þýskaland.
„Guð blessi Austurríki" voru
síðustu orð Kurts Schuschniggs
Austurríkiskanslara fyrir fimmtfu
árum þegar hann sagði af sér
vegna þrýstings frá Hitler og lét
embættið í hendur nasistanum
Artur Seyss-Inquart. í viðtali, sem
Anna Bjarnadóttir, fréttaritari
Morgunbíaðsins í Zurich, hefur
átt við Otto von Habsburg, son
Karls I, sfðasta keisara Austurrfk-
is, kemur meðal annars fram, að
hann hafi árangurslaust reynt að
fá Schuschnigg til að veíta Þjóð-
verjum viðnám. Segir hann m.a.
í viðtalinu:
„Ég vildi, að Austurríki að-
hefðist eitthvað svo að landið yrði
áfram merkt inn á landabréf þótt
það væri hernumið. Auk þess var
agnarsmár möguleiki, að hern-
aðaraðgerðir Þjóðverja mistæk-
just. Mér fannst Schuschnigg
komast einkar illa að orði þegar
hann sagðist ekki vilja bera
ábyrgð á að blóði Þjóðverja yrði
úthellt. Ég hefði orðað það öðru-
vísi. Ég hefði sagt, að ég vildi sjá
hvort herra Hitler vildi úthella
blóði Þjóðverja."
Sjá „Sameining Evrópu ..." á
miðopnu og frétt á bls. 30.
Upptökurfrá átökunum
Reuter
Armenar, sem komið hafa til Moskvu, hafa haft
þangað með sér myndbönd með upptökum af átökun-
um í hinu umdeilda héraði Nagorno-Karabakh. Eru
þau sex klukkustunda löng og sýna atburði þriggja
daga { höfuðstað héraðsins, Stepanakert, brunnin
og brennandi hús, bfla og strætisvagna; fólk, sem
hefur slasast í óeirðunum og mikinn mannfjölda
hrópa niður Pjotr Demísjov, fyrsta aðstoðarforsætis-
ráðherra Sovétríkjanna. Hafa Armenarnir komið
eintaki af upptökunum til Mfkhaíls Gorbatsjovs, leið-
toga Sovétríkjanna, til að sýna hve alvarleg átökin
voru. Myndin að ofan var tekin í borginni Kirovakan
í Armeníu 25. febrúar þegar þúsundir manna efndu
til mótmæla á aðaltorginu. Komust fréttamenn Reut-
ers yfir hana eftir óopinberum leiðum.
Iran-Irak:
Fallast á vopna-
hlé í „borgastríði"
Olíukaup Irana á Vesturlöndum vekja undrun
Nikóaíu, Amsterdam. Reuter.
ÍRANIR lýstu yfir f gærkvöld,
að þeir hefðu ákveðið að hætta
árásum á borgir f írak en þá um
daginn hðfðu írakar skotið 11
eldflaugum á íranskar borgir og
fylgt þeim eftir með miklum
árásum sprengjuflugvéla. íranir
hafa keypt aUverulegt magn af
unninni olíu f Vestur-Evrópu og
hafa þessi olfukaup vakið mikla
undrun.
írakar höfðu áður gefið írönum
frest til miðs dags í gær til að
hætta árásum á borgir f írak og
áskildu sjálfum sér rétt til að eiga
síðasta orðið í „borgastríðinu". Fyrr
um daginn skutu þeir 11 eldflaug-
um á borgir í Iran, meðal annars á
hina helgu borg Qom, og sendu
síðan tugi sprengjuflugvéla til árása
á mikilvæg skotmörk. íranir skutu
tveimur eldflaugum á Bagdad en
lýstu síðan yfir, að þeir ætluðu að
hætta „borgastríðinu" ef írakar
gerðu slíkt hið sama.
Gffurlegt tjón hefur orðið í eld-
flaugaárá8unum á borgirnar og
hundruð manna látist. íranir hófu
þær fyrir alllöngu en í þessari
sfðustu hrinu hafa frakar verið mun
stórtækari og ráða augljóslega yfír
miklu fleiri eldflaugum. Á það vafa-
laust sinn þátt í, að íranir láta sér
lynda vopnahlé, sem frakar hafa
ákveðið.
Fréttir um, að íran, sjálft olíu-
framleiðsluríkið, hafi keypt stóra
olíufarma í Vestur-Evrópu háfa
vakið mikla undrun enda er ekki
vitað til, að það hafi gerst áður.
Nýlega keyptu íranir t.d. 240.000
tonn af dfsilolfu af vestur-þýsku
fyrirtæki og orðrómur er um fleiri
álfka samninga. íranskar olíu-
hreinsistöðvar hafa orðið illa úti í
árásum íraka en ekki er Ijóst hvort
þessi miklu olfukaup bendi til, að
Iranir séu ekki lengur sjálfum sér
nægir um hreinsaða brennsluolíu.
Þingi Norðurlandaráðs lokið:
Mstaðan tíl EB
eitt aðalmálið
Óttló. Frá Steingrimi Sigurgeirayni, blaðamanni Morgunblaðaún.
I»1NG1 Norðurlandaráðs, því
36. f röðinni, lauk f Ósló f gær
með afgreiðslu fjárlaganna og
jafnframt var frá þvf skýrt, að
næsta þing yrði haldið f Stokk-
hólmi í febrúar að ári.
- ólafur G. Einarsson, formaður
fslensku sendinefndarinnar, sagði
í viðtali við Morgunblaðið, að al-
menna umræðan á þinginu hefði
ekki sfst einkennst af tilraunum
vinstrimanna til að ræða um ut-
anrfkismál ríkja utan Norðurlanda
en einna merkustu samþykktina
sagði hann hafa verið gerða um
samstarf þjóðanna í menningar-
og æskulýðsmálum.
Matthfas Á. Mathiesen, sem er
einn af norrænu samstarfsráð-
herrunum, sagði, að fyrir þingið
hefði verið ljóst, að Norðurlönd
og Evrópubandalagið yrðu eitt
aðalmálið og hefði það berlega
komið i ljós f almennu umræðun-
um. Sagði Matthfas, að eftir þing-
ið væri á því aukinn skilningur,
að Norðurlöndin yrðu að auka
samstarfið í viðskiptamálum og
hrinda í framkvæmd hugmyndinni
um norrænan heimamarkað.
Sjá fréttir frá þinginu á bls. 29.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64