Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
63.tbl.76.árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Samskipti Bandaríkjanna og Panama:
Tilskipanir Nor-
iega hundsaðar
Panamahorg, Reuter.
STJÓRN Manuels Antonio Noriega, herforíngja í Panama, tilkynnti
í gær að bandarískum stjórnarerindreka hefði verið visað úr landi.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum skýrðu hins vegar frá því að tílskipun
þessi yrði virt að vettugi þar eð hún hefði ekki boríst frá lögformleg-
um yfirvöldum í Panama.
Panamastjórn fyrirskipaði yfír-
manni fjölmiðladeildar bandaríska
sendiráðsins að hafa sig á brott úr
landinu innan tveggja sólarhringa
og var hann sagður hafa gerst sek-
ur um athæfi sem ekki sæmdi stöðu
hans en það orðalag er yfirleitt
notað er erlendir sendiráðsmenn eru
sakaðir um njósnir. Bandaríkja-
stjórn tilkynnti hins vegar að fyrir-
mæli þessi yrðu hðfð að engu þar
eð þau hefðu ekki borist frá stjórn
Erics    Delvalle,    fyrrum    forseta
Bandaríkin:
Jesse Jack-
son spáð sigri
Chicago, Reuter.
Blökkumannaleiðtoginn Jesse
Jackson spáði því í gær að hann
myndi fara með sigur af hólmi
í forkosningum Demókrata-
flokksins Í Illinois-ríki í Banda-
ríkjunum, sem fram fóru í gær.
Kjörstöðum hafði ekki verið lok-
að er Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöld en talið var mjög líklegt
að spá Jacksons myndi rætast.
Samkvæmt skoðanakönnunum sem
gerðar voru í Illinois í gær benti
allt til þess að George Bush varafor-
seti bæri sigurorð af helsta keppi-
naut sínum, öldungadeildarmannin-
um Robert Dole í forkosningum
repúblikana. Var gert ráð fyrir því
að Bush sigraði með allt að 30 pró-
senta mun. Dole sagði að enn væri
eftir að kjósa í fjölmörgum ríkjum
og baráttan væri ekki úti enn.
Stjórnmálaskýrendur vestra eru
hins vegar almennt þeirrar skoðun-
ar að staða hans sé orðin næsta
vonlítil.
landsins, sem Noriega setti af ekki
alls fyrir löngu.
Spennan í samskiptum Panama
og Bandaríkjanna fór enn vaxandi
er tilkynnt var í New York í gær
að tímabundið lögbann hefði verið
sett á eigur stjórnar Noriega í
bandariskum bönkum. Delvalle
fyrrum forseti hefur hvatt til þess
að eigur stjórnarinnar verði „fryst-
ar" í Bandaríkjunum þar til Noríega
hefur verið komið frá völdum.
Bandaríkjastjórn hefur þegar gripið
til efnahagsþvingana í þessu skyni
en Noriega hefur verið ákærður
fyrir að standa að baki skipulegri
dreifingu eiturlyfja í Bandaríkjun-
um.
í gær hótaði stjórn Noriega að
hætta raforkusölu og annarri þjón-
ustu við Bandaríkjamenn sem eru
að störfum við Panamaskurðinn á
þeim forsendum að þeir hefðu ekki
staðið við greiðsluskuldbindingar
sfnar. Stjórnarandstæðingar efndu
til mótmæla í Panamaborg í gær
og beittu lögreglumenn táragasi til
að dreifa mannfjöldanum.
Router
Mynd þessi var tekin í Búdapest i gær er stjórnarandstæðingar f óru
um götur borgarinnar og krðfðust lýðræðis og frelsis. Meðal annars
var lagður blómsveigur að minnismerki um Lajos Btthyany, sem
fyrstur manna gegndi embætti forsætisráðherra Ungverjalands.
Norðurslóðir:
Eyðing ós-
onlagsins
uggvænleg
Ósló. WaahwgUm, NTB, Keuter.
ÓSONLAGIÐ yfir Noregi og
norðurslóðum hefur minnkað um
sex til sjö prósent yfir vetrarmán-
uðina á undanförnum sextán
árum. Kom þetta fram í gær á
ráðstefnu vísindamanna, sem
haldin er í Washington í Banda-
ríkjiinuin.
Að sögn norska jarðeðlisfræðings-
ins Frode Stordal eyðist ósonlagið
mun hraðar á þessum slóðum en
talið hafði verið og segir hann
ástæðu til að hafa verulegar áhyggj-
ur af þessari þróun.
Ósonlagið liggur í um 40 kíló-
metra hæð yfir jörðu og ver menn
fyrir útfjólubláum geislum sólar en
of mikil geislun getur orsakað húð-
krabbamein. Eyðing ósonlagsins or-
sakast fyrst og fremst af notkun
ýmissa efna og er því mannanna
verk. Kváðust vísindamennirnir ætla
að samdráttur í ósonlaginu gæti
haft mjög víðtæk áhrif, meðal ann-
ars á uppskeru og fiskistofna.
Frode Stordal sagði í gær að
bandaríska geimvísindastofnunin
NASA hefði ákveðið að senda sér-
fræðinga til Noregs á næsta ári til
að fylgjast með þróuninni yfir norð-
urheimskautssvæðinu.
Fjölmennustu mótmæli í Ungverjalandi frá 1956:
Þúsundir manna krefj-
ast frelsis og lýðræðis
Búdapest, Reuter.
RÚMLEGA tiu þúsund manns
tóku þátt í kröfugöngu á götuin
Búdapest i gær og kröfðust sjálf-
stæðis, lýðræðis og umbóta. Eru
þetta fjölmennustu mótmæli i
landinu frá árinu  1956 er sov-
Fjárlög á Bretlandi:
Mikill hagnaður af
rekstri ríkissjóðs
London, Reuter.
NIGEL Lawson, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti frumvarp fyr-
ir næsta fjárlagaár á þingi f gær. Gert er ráð fyrir að hagnaður
verði af rekstrí ríkissjóðs i fyrsta skipti frá árinu 1969.
Lægsta tekjuskattsþrep lækkar
um tvö prósent og verður 25 pró-
sent en hæsta skattþrepið verður
nú 40 prósent (stað 60 áður. Þing-
menn Verkamannaflokksins gerðu
hróp að Lawson er hann skýrði frá
þessu og varð hann að gera tíu
mínútna hlé á ræðu sinni. Áður
hafði Lawson þurft að gera 15
mínútna hlé á ræðuflutningnum er
greidd voru atkvæði um hvort vísa
bæri Alex Salmond, þingmanni
Skoska þjóðernisflokksins, út úr
þingsalnum eftir að hann hafði
ítrekað truflað fjármálaráðherrann.
Elstu menn á Bretlandi muna ekki
eftir viðlíka uppákomu við flutning
ræðu   fjármálaráðherra   á   þingi.
Samkvæmt frumvarpinu verða
fjárframlög til heilbrigðisþjón-
ustunnar ekki aukin þrátt fyrir
verkföll starfsmanna og áköf til-
mæli stjórnarandstæðinga um að
gripið verði til róttækra ráðstafana
til að bæta hana.
Áætlað er að tekjuafgangur
ríkissjóðs á næsta fjárlagaári, sem
hefst í næsta mánuði, verði um
þrír milljarðar punda (um 210 millj-
arðar Isl. kr.).
Reuter
Nigel Lawson smellir kossi á
kinn eiginkonu sinnar i gær.
Taskan lúna geymdi fjárlaga-
frumvarpið samkvæmt gamalli
hefð.
éskar hersveitir brutu á bak aftur
uppreisn alþýðu manna þar. Fyrr
um daginn höfðu öryggislög-
reglumenn handtekið fjóra
þekkta andófsmenn og var því
ákaft mótmælt á fjöldafundi, sem
ef nt var til í lok kröf ugöngunnar
i Búdapest.
I gær voru 140 ár liðin frá því
ljóðskáldið Sandor Petöfi leiddi upp-
reisn Ungverja gegn Austurríkis-
mönnum, sem í þá daga voru herra-
þjóð landsmanna. A sfðasta ári
leyfðu stjórnvöld í fyrsta skipti frá
árinu 1956 að þessa dags yrði
minnst í Ungverjalandi og tóku þá
um tvö til þrjú þúsund manns þátt
í fundahöldum í Búdapest af því
tilefni. Árið 1986 voru mótmæli
andófsmanna hins vegar brotin á
bak aftur með lögregluvaldi.
„1948, 1918 og 1956 reyndum
við að gera drauma okkar um frelsi,
jafnrétti, sjálfstæði og stöðu meðaí
þjóða hins siðmenntaða heims að
veruleika," sagði heimspekingurinn
og andófsmaðurinn Gaspar Miklos
Tamas er hann ávarpaði fólksfjöld-
ann í gær. „Enn fer því fjarri að
þessum markmiðum hafi verið náð,"
bætti hann við. Hvatti hann leiðtoga
sem „glatað" hefðu „trausti þjóðar-
innar" til að segja af sér og fór
ekki á milli mála að þessari áskorun
var beint til Janos Kadars, sem hef-
ur stjórnað ungverska kommúnista-
flokknum frá 1956.
Undanfarnar tvær vikur hafa
kröfur um ritfrelsi orðið sífellt há-
værari í Ungverjalandi eftir að
stjórnvöld höfnuðu beiðni um 150
blaðamanna og 50 menntamanna
um leyfi til að stofna samtök í anda
„glasnost"-stefnu Míkhaíls Gorb-
atsjovs Sovétleiðtoga til að stuðla
að bættri upplýsingamiðlun í
landinu. Hafa öryggisverðir skorið
upp herör gegn sjálfstæðum út-
gáfufyrirtækjum í kjölfar þessa.
Gaspar Tamas sagði í ávarpi sínu
að lýðræði yrði aldrei komið á í
landinu á meðan lögregluaðgerðir
sem þessar væru látnar viðgangast.
Vitnaði hann einnig til þess að fjór-
ir andófsmenn hefðu verið hand-
teknir fyrr um daginn. Þessu svar-
aði mannfjöldinn með því að hrópa:
„Við mótmælum, við mótmælum."
Lögreglusveitir höfðu sig ekki í
frammi á meðan á mótmælunum
stóð. Að sögn heimildarmanna
Seuters-fréttastofunnar í Búdapest
tóku ekki færri en tíu þúsund manns
þátt í fundahöldunum og sagði einn
þeirra þetta sýna að styrkur stjórn-
arandstæðinga færi ört vaxandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64