Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR  B
tfttmiHaMfe
STOFNAÐ 1913
65.tbl.76.árg.
FOSTUDAGUR 18. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Panama
Stjórnar-
herinn
herðir tökin
Panamaborg, Reuter.
HERMENN eru nú hvarvetna á
verði í Panamaborg og virðist
Manuel Antonio Noriega hers-
höf ðingi enn vera fastur í sessi
en í fyrradag var gerð árang-
urslaus tilraun til að steypa hon-
um af stóli.
Manuel Solis Palma, sem nú
gegnir forsetaembættinu, gaf í
gær út tilskipun um að opinber
þjónustufyrirtæki, vatns- og raf-
magnsveitur, samgöngumál, fjar-
skipti og sjúkrahús, skyldu lúta
stjórn hersins en vegna verkfalla
hefur starfsemi þeirra verið lömuð
að miklu leyti. Bankar í Panama
hafa verið lokaðir frá 4. mars og
innstæður stjórnarinnar í Banda-
ríkjunum hafa verið frystar.
Stjórnin er í raun gjaldþrota og
hefur enga peninga til að greiða
laun 150.000 ríkisstarfsmanna. í
gær var þó kennurum greiddur
hluti launa sinna en það var með
ávísun, sem hvergi er hægt að
skipta.
Utvarpið í Panama, sem herinn
stjórnar, fór í gær hörðum orðum
um „svikarana", sem reyndu að
bylta Noriega, en foringi þeirra var
Leonidas Macias ofursti og fjórir
ónefndir yfírmenn aðrir.
Flestum ber saman um, að það
ástand, sem nú er í Panama, geti
ekki varað lengi og ekki endað
með öðru en falli Noriega. Margir
Panamabúar virðast einnig ætlast
til þess, að Bandaríkjamenn fínni
lausn á pólitískum og efnahagsleg-
um þrengingum landsmanna.
„Bandaríkjastjórn ól þessa nöðru
við brjóst sér og nú verður hún
að losa okkur við hana," var haft
eftir kennara einum.
Reuter
Flugslys í Kólombíu:
Ottast
um af drif
136 manna
Bogota. Reuter.
ÓTTAST er um afdrif 136
manna, farþega og áhafnar
Boeing 727-þotu f rá kólombíska
flugfélaginu Avianca, en hún
hrapaði í gær tii jarðar nokkr-
um minútum eftir flugtak frá
borginni Cucuta.
Flugvélin, sem var í innanlands-
flugi, hrapaði til jarðar í 20 km
fjarlægð frá Cucuta og sagði tals-
maður Avianca, að um borð hefði
verið 131 farþegi og fimm manna
áhöfn. Björgunarmenn voru ekki
komnir á slysstað þegar síðast
fréttist og því ekki vitað hvort ein-
hverjir lifðu af. Meðal farþeganna
voru tvö knattspyrnulið frá ríki-
solíufyrirtækinu í Kólombíu.
Bandarisku hermennirnir, sem sendir hafa verið til Hondúras, eru úr úrvalssveitum hersins og hafa
flestir einhverja reynslu af stríðsátökum. Myndin var tekin þegar þeir fyrstu fóru um borð í flugvélarn-
ar, sem fluttu þá til Hondúras.
Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við innrás sandinista:
Sérþjálfað herlið
komið tíl Hondúras
Tegucigalpa, Managua, Washington, Reuter.
BANDARÍSKIR hermenn voru í
gær sendir til Hondúras til
styrktar stjórnarhernum en í
fyrradag sakaði Bandarikja-
stjórn sandinistastjórnina í Nic-
Reuter
Við dauðans dyr
Michel Delepine, 35 ára gamall Belgi, brosti í gær til blaðamanna og
annarra, sem komu til að heimsækja hann á sjúkrahúsið, og ekki að
ástæðulausu því að hann hafði verið talinn látinn en er nú lifandi.
Svo langt var raunar komið, að útfararstjórinn ætlaði að fara að kistu-
leggja Delepine þegar hann veitti því athygli, að líkaminn var allur
miklu mýkri og liðugri en vant er að vera með lfk. Tókst læknum síðan
að vekja Delepine af dáinu en sem betur fer man hann ekkert eftir
„dauða" sínum og útför, sem næstum varð.
aragua um að hafa sent 2.000
hermenn ihn yfir landamærin til
Hondúras. Hondúrasstjórn hóf í
gær liðsflutninga til landamær-
anna en stjórnin í Managua þver-
tekur fyrir, að hermenn hennar
hafi farið yfir landamærin og
hefur krafist skyndifuhdar í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Hondúrasstjórn skýrði frá því í
fyrrakvöld, að herlið sandinista,
stutt stórskotaliði og flugvélum,
hefði ráðist inn yfir landamærin í
Olancho-héraði og í framhaldi af
því ákvað Bandaríkjastjórn að
senda 3.200 sérþjálfaða hermenn
til Hondúras. Komu þeir fyrstu í
gærmorgun og átti liðsflutningnum
að vera lokið á sólarhring. Verða
þeir ekki sendir til landamæranna,
heldur verða þeir við æfingar í 200
km fjarlægð.
Stjórn sandinista hefur neitað að
hafa sent hermenn inn yfir landa-
mærin til Hondúras og í gær fór
Daniel Ortega, forseti landsins,
fram á, að öryggisráð SÞ krefðist
tafarlauss brottflutnings banda-
ríska herliðsins frá Hondúras. Sagði
hann einnig, að ekki yrði hvikað frá
stórsókn á hendur skæruliðum í
Nicaragua en það hefur vakið
nokkra furðu, að til hennar er efnt
á sama tíma og fyrir dyrum stend-
ur ný lota í friðarviðræðunum við
þá.
Miguel D'Escoto, utanríkisráð-
herra Nicaragua, hafði í gær sam-
band við Jim Wright, forseta banda-
rísku fulltrúadeíldarinnar, og full-
vissaði hann um, að sandinista^
stjórnin hefði skipað hernum að
„fara burt frá alþjóðlegum marka-
línum". Þótt Ortega neiti ásökunum
um innrás í Hondúras þykir ekki
unnt að skilja þessi ummæli á ann-
an veg en þann, að sandinistaherinn
hafi í raun farið yfir landamærin í
sókninni gegn skæruliðum.
Síðustu atburðir í Mið-Ameríku
hafa valdið miklum áhyggjum þar
og víða annars staðar. Þykir sum-
um, að Bandaríkjastjórn sé að gera
úlfalda úr mýflugu í því skyni að
Karíbahaf
Tegucigalpa
Sandínistar ráöast
gegn kontraskæru-
liðum uppi í fjöllum
Managija*^\   NICARACaUA
o    100 \ X^V^          )
SJÆKKAÐ
SVÆÐI
tryggja meiri stuðning við skæru-
liða í Nicaragua og kom það m.a.
fram í yfirlýsingu mexíkönsku ríkis-
stjórnarinnar. Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, for-
dæmdi hins vegar innrás sandinista
í Hondúras.
Grænlensku rækjutogararnir:
Sparnaður við að
landa í Hafnarfirði
Nuuk. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORSTJÓRI grænlenska útgerðarfélagsins AAK, Karl Olsen,
sagði í gær í viðtali við grænlenska útvarpið, að fjárhagslegur
sparnaður væri aðalástæðan f yrir því, að grænlenskir rækjutogar-
ar tækju nú Hafnarfjörð fram yfir ísafjörð sem löndunarstað.
Olsen sagði, að löndunargjöld
væru nokkru lægri í Hafnarfirði
en ísafirði en meira máli skipti
þó, að frá Hafnarfirði er örstutt
til' Reykjavíkur. Þegar græn-
lensku rækjutogararnir landa í
íslenskum höfnum er oft skipt um
áhafnir og það munar því miklu
fjárhagslega fyrir útgerðina að
þurfa ekki að kosta ferðir til og
frá ísafirði. Landanir grænlensku
togaranna hafa verið mikil tekju-
lind fyrir Ísafjarðarbæ og hefur
bæjarstjórnin beðið íslensk stjórn-
völd um að skerast í leikinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60