Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR MEÐ FERÐABLAÐI
*rauMH*frÍfe
STOFNAÐ 1913
72.tbl.76.árg.
LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forsetakosning-
arnar í Frakklandi:
Mitterr-
and hefur
mest fylgi
Parfs, Reuter.
FRANCOIS Mitterrand, forseti
Frakklands, nýtur mesta fylgis
frambjóðenda í forsetakosning-
um sem fram fara þann 24.
apríl. Þetta kemur fram í skoð-
anakönnun sem Louis Harris-
stofnunin gerði í vikunni.
38% aðspurðra sögðu ætla að
kjósa hinn 71 árs gamla forseta í
fyrstu umferð. Jacques Chirac for-
sætisráðherra nýtur fylgis 21,5%
kjósenda. Fylgi Raymonds Barres,
fyrrum forsætisráðherra, hefur
verið á hraðri niðurleið og var hon-
um spáð 18% fylgi í skoðanakönn-
uninni. Áður voru menn sammála
um að Barre væri líklegur til að
velta Mitterrand úr sessi. Stjórn-
málaskýrendur segja að Barre hafi
orðið að lúta í lægra haldi fyrir
líflegri kosningabaráttu Chiracs og
hæfileikum Mitterrands til að
höfða til miðjumanna meðal kjós-
enda. Sumir ganga svo langt að
segja að Chirac og Mitterrand séu
farnir að „berjast yfir jarðneskum
leifum Barres".
Öllum skoðanakönnunum ber
saman um að Mitterand muni
leggja hvorn hinna sem er í ann-
arri umferð kosninganna sem fram
fer þann 8. maí ef enginn fær yfir
50% atkvæða í fyrri umferðinni.
Stuðningsmenn Mitterrands berj-
ast nú undir kjörorðinu „Kjósum
forsetann til forseta".
Þrátt fyrir aldurinn segist Mitt-
errand vera við hestaheilsu. í við-
tali í gær sagðist hann þó vera
fylgjandi því að kjörtímabilið yrði
stytt úr sjö árum í fimm.
Sjá grein um f rönsku f orseta-
kosningarnar á miðopnu.
Tékkóslóvakía:
Fjölmenn mót-
mæli kaþólikka
Bratislava, Reuter.
Óeirðaiögregla í borginni Brat-
islava í Tckkóslóvakíu leysti í gær
upp friðsamleg mótmæli kaþó-
likka. Mörg þúsund manns krðf ð-
ust aukins trúfrelsis og voru þetta
fjölmennustu mótmæli í iandinu í
áraraðir.
Yfirvöld höfðu bannað mótmælin
en skipuleggjendur þeirra virtu orð
stjórnvalda að vettugi. Eftir að
margir höfðu kveikt á kertum og
hafið sálmasöng fyrir framan Þjóð-
leikhús Bratislava beitti lögregla
vatnsslöngum gegn fólkinu. Þegar
ljóst var að það hefði ekki áhrif var
sprautað úr kraftmiklum vatns-
dælum á mannfjöldann og vopnuð
lögregla ruddi torgið fyrir framan
leikhúsið með hjálp sérþjálfaðra
hunda. Að sögn vitna voru nokkrir
handteknir.
Fyrr um daginn hafði útvarpsstöð
rikisins útvarpað áskorun til almenn-
ings um að taka ekki þátt í mótmæl-
unum og var hún sögð vera komin
frá kaþólsku  kirkjunni.  Talsmenn
kirkjunnar neita því að hafa gefið
út slíka áskorun.
Kaþólska kirkjan í Tékkóslóvakíu
hefur í vaxandi mæli krafist aukins
trúfrelsis í landinu. Frantisek Tom-
asek kardináli hefur hvatt lands-
menn til að skrifa undir áskorun til
stjórnvalda um aukna trúarlega
menntun í skólum landsins og um
rétt til þess að gagnrýna marx-
lenínismann.' Að sögn kirkjunnar
manna hafa a.m.k. 300.000 manns
skrifað undir áskorunina.
Reuter
Palestfnumaður slöngvar steinvðlu í átt til ísraelskra hermanna í
bænum Hebron á vesturbakka Jórdanár. Tveir Palestinumenn féllu
I átökum við ísraelsher í gær.
Israel:
Blóðug átök á her-
numdu svæðunum
Ramallah á vesturbakkanum, Washington,
ÍSRAELSKIR hermenn felldu
tvo Palestfnumenn, særðu 26
og handtóku 80 manns í hörð-
um átökum nærri bænum
Hebron á vesturbakka Jórdan-
ár í gær. Hinir látnu, sem voru
um tvítugt, féllu þegar her-
menn skutu á hundruð Pal-
estínumanna     sem     vörpuðu
Noregur:
Algert hmn í þorsk-
veiðunum við Lófót
ÓhIú. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsiiu.
HEITA má, að þorskveiðarnar
við Lófót hafi brugðist algjör-
lega og er það alvarlegt áfall
fyrir norska bátaflotann.
Fram að þessu hafa aðeins
veiðst 4.500 tonn en í fyrra var
aflinn 18.000 tonn.
Enn lifa að vísu fimm vikur
af vertíðinni í Lófót en Asbjörn
Rasch, ráðuneytisstjóri í sjávar-
útvegsráðuneytinu, segir, að
ástandið sé „mjög alvarlegt" og
í Lófót er almennt talað um al-
gert hrun í veiðunum. Til þessa
hefur þorskveiðin við Lófót aldrei
verið minni en 1986. Þá var hún
14.000 tonn en augljóst er, að
aflinn verður miklu minni nú.
f blaðinu Dagens Næringsliv
sagði, að til að bæta gráu ofan
á svart fengist nú helmingi minna
fyrir fiskinn en í fyrra. Þá var
heildarverðmæti vertíðaraflans í
Lófót 276 milljónir nkr., rúmlega
1,7 milljarðar ísl. kr., en fram
að þessu hafa aðeins fengist fyr-
ir hann 40 millj. nkr., 247 millj.
isl.
Hlutur sjómannanna 2.200 er
heldur ryr eða aðeins 20.000
nkr., 124.000 ísl., til jafnaðar
það, sem af er vertíðinni. Var
mörg útgerðin, einkum í Norður-
Noregi, illa stödd fyrir en nú tek-
ur steininn úr. Sem dæmi um
ástandið má nefna, að í Statens
Fiskarbank nema aðeins vextir
af skuldum, sem gjaldféllu í
fyrra, 140 millj, nkr., 864 milljón-
um ísl. kr.
Reuter.
steinum að þeim. Að minnsta
kosti 107 manns hafa látist í
óeirðunum síðan þær hófust
þann 9. desember. Samkvæmt
skoðanakönmin dagblaðs í
ísrael sem gerð var fyrr í vik-
unni eru 72% ísraela fylgjandi
harðari aðgcrðum gegn upp-
þotum Palestiniimanna á her-
numdu svæðunum. Einungis
6% aðspurðra fannst viðbrögð
hersins of harkaleg og afgang-
uriim var sáttur við núverandi
stefnu.
I sömu skoðanakönnun kemur
fram að meirihluti ísraela styður
friðaráætlun Bandaríkjamanna
um hvernig koma megi á friði í
Mið-Austurlöndum. í dag hittir
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tvo Bandaríkja-
menn að máli, sem eru að sögn
utanríkisráðuneytisins nátengdir
palestínskum stjórnmálaöflum.
Israelar líta á mennina, sem heita
Edward Said og Ibrahim Abu
Lughod, sem félaga í Þjóðarráði
Palestínu, „útlagaþingi" Pal-
estínumanna, sem er nátengt
Frelsissamtökum Palestínu, PLO.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, sagðist í gær hafa þungar
áhyggjur af fundi Shultz með
mönnunum tveimur. Hann vísaði
til þess að Bandaríkjastjórn hét
því árið 1975 að ræða ekki við
fulltrúa PLO nema samtökin við-
urkenndu ísraelsríki, skrifuðu
undir ályktanir Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna númer 242 og
338 og létu af hryðjuverkum.
í gær lauk fimm daga ráðstefnu
ríkja múhameðstrúarmanna í
Amman í Jórdaníu. Niðurstaðan
var einróma stuðningur við mót-
mæli Palestínumanna á hernumdu
svæðunum. I lokaályktun fundar-
ins er heitið stuðningi við „upp-
reisn palestínsku þjóðarinnar uns
óvinurinn, ísrael, er farinn frá
landi Palestinumanna".
Stjórnar-
kreppa í
Færeyjum
Þórshofn. Frá Snorra Halldórssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins í Fœreyj-
um.
KOSNINGAR eru á næsta leiti
í Færeyjum, eftir að upp úr
samstarfi flokkanna, sem
myndað hafa landstjórnina,
slitnaði i fyrrinótt. Það var
ágreiningur um frumvörp til
j.ifnréttislaga og um staðfest-
injrii greinar um kynþáttamis-
munun í dönsku hegningarlög-
unum sem leiddi til stjórnar-
slita af hálfu Kristilega þjóð-
arflokksins.
Atli Dam, lögmaður, sagði í
gær að ekki væri búið að ákveða
kjördag en þó yrði örugglega
kosið fyrir 8. nóvember, en þá
líkur yfirstandandi kjörtímabili
lögþingsins.
A fundi landstjórnarinnar í
fyrrakvöld höfnuðu hinir stjórn-
arflokkarnir kröfu Kristilega
þjóðarflokksins um að fimmvörp-
in tvö, sem lögð höfðu verið fram
í lögþinginu, yrðu dregin til baka.
Eftir fundinn rituðu leiðtogar
flokksins bréf til Atla Dams og
sögðust ekki lengur bundnir af
stjórnarsáttmálanum.
Lestrekstá skólabíl
Reuter
Lest ók á skólabil i Katalóníu á Spáni í gær með þeim afleiðing-
um að 15 létu lífið þar af 12 ung börn. Orsök slyssins var að
hlið við brautarteina stóð á sér og lokaði ekki veginum yfir þá
eins og venjulega þegar lest fer hjá. Börnin voru úr barnaskóla
i nágrenninu og voru á leið í skoðunarferð er slysið varð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88