Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
75.tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Málgagn sovéska kommúnistaflokksins:
Thatcher sökud um
andsovéskan áróður
Moskvu, Reuter.
MÁLGAGN sovéska kommúnista-
flokksins, Pravda, sakaði f gær
bresku stjórnina um að halda á
loft andsovéskum skoðunum sem
einkenndust af „sjálfbirgingi og
siðleysi".
í grein sem birtist í Prövdu í gær
segir að á undanförnum árum hafi
Bretar komist til áhrifa á alþjóðavett-
vangi. Þessi nýja staða þeirra hafi
krafist breyttrar afstöðu, þar sem
ekki væri rúm fyrir „kaldastríðs-
hugsunarhátt". „Þótt Bretar hafi lýst
sig fylgjandi fækkun kjarnorkuvopna
á alþjóðlegum vettvangi, hefur at-
höfn ekki fylgt orðum," segir í
Prövdu. „Sjálfsbirgingsháttur og sið-
leysi á ekkert skylt við áhuga á ör-
yggi í heiminum eða velferð Bret-
lands."
Blaðið segir að breska rfkisstjórnin
beri ábyrgð á því hversu lftill árang-
ur náðist í afvopnunarmálum á fundi
NATO-ríkjanna í Brussel fyrr í þess-
um mánuði. Segir blaðið að Margar-
et Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, hafi beitt andsovéskum áróðri
til að knýja fram samþykki við tillög-
ur sínar um endurnýjun á herafla
bandal agsríkj anna.
Pravda heldur því fram að á fund-
inum í Brussel hafi Thateher hvatt
til andstöðu við Sovétríkin innan
NATO og meðal annars hafi hún
lagt til að krafist yrði fækkunar í
hefðbundnum herafla Austantjalds-
landanna. Pravda minnist ekki einu
orði á það, að breski forsætisráð-
herrann hældi Míkhaíl Gorbatsjov
fyrir hugrekkið sem hann sýndi með
umbótatillögum sínu.
Herteknu svæðin í ísrael:
Fregnir berast af mann-
falli þrátt fyrir lokun
Reuter
Sameinuðu þjóðirnar, Jerúsalem. Reuter.
HERSVEITIR      ísraelsmanna
særðu 11 Palestínumenn í átökum
á herteknu svæðunum í gær. Sam-
tök erlendra blaðamanna í ísrael
hafa kært lokun herteknu svæð-
anna tíl hæstaréttar landsins.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
mun koma saman í dag til að fjalla
um aðgerðir ísraelsstjórnar á her-
teknu svæðunum að sögn Clovis
Maksouds, talsmanns Arababanda-
lagsins hjá Sameinuðu þjóðunum eft-
ir að hann átti fund með Javier Perez
de Cuellar framkvæmdastjóra SÞ.
Palestínska fréttaþjónustan, sem
er í eigu araba, greindi frá því í gær
að 10 manns hefðu fallið í bænum
Zeita á vesturbakka Jórdanár, nærri
bænum Tulkarem, þar sem unglingar
settu upp götuvígi og köstuðu
bensínsprengjum að bilum ísraels-
manna. Ekki er hægt að fá þessar
féttir staðfestar vegna þess að frétta-
menn fá ekki að fara inn á herteknu
svæðin vegna banns ísraelsstjórnar.
Blaðamenrí hafa kært lokun her-
teknu svæðanna til hæstaréttar og
að sögn Roberts Slaters, formanns
samtaka erlendra fréttamanna, var
þess farið á leit við hæstarétt að
hann gefi fyrirmæli um að stjórnvöld
leyfi fréttamönnum aðgang að her-
teknu svæðunum.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forkosningar Repú-
blikanaflokksins:
Robert Dole
hættur við
þátttöku
Waahington, Reuter.
ROBERT Dole, öldungardeildar-
þingmaður, tilkynnti í gærkvöldi
að hann drægi síg úr baráttunni
um að verða útnefndur forseta-
efni repúblikana og lýsli yfir
sluðniugi við George Bush vara-
forseta. Bush er nú öruggur um
útnefningu en Dole var helsti
keppinautur hans meðal repúblik-
ana.
Robert Dole sagðist vera hættur
þátttöku í forkosningum Repúblik-
anaflokksins á blaðamannafundi í
gærkvöldi og hvatti samtímis flokks-
bræður sína til að flykkjast um Ge-
orge Bush. Hann sagðist óska vara-
forsetanum til hamingju og óskaði
honum góðs gengis í forsetakosning-
unum í nóvember. Þegar öllu væri á
botninn hvolft skipti mestu að repú-
blikanar héldu Hvíta húsinu.
Sjá Erlendan vettvang á bls. 20
og„Jacksonsækir..."ábls.31.
Ástandið versnar stöðugt í Panama. Lögreglumaður í Panamaborg
sést hér veifa gúmmikylfu að stjórnarandstæðingum sem hlaupa
undan barsmiðum og táragasi lögreglunnar.
Delvalle fyrrum forseti Panama:
Allt leyfilegt til að
losna við Noriega
.Washington, Panamaborg, Caracas. Reuter.
FYRRUM forseti Panama, Eric
Arturo Delvalle sem dvelur í út-
legð í Bandaríkjunum, vill að
Bandaríkjastjórn og stjórnir ann-
arra ríkja, gripi til aðgerða til
þess að aðstoða stjórnarandstæð-
inga við að koma Manuel Antonio
Noriega herforingja frá völdum
í  Panama.  Þetta  kom  fram  á
blaðamannafundi sem Jose Sosa,
sendiherra Panama, hélt í Wash-
ington í gær.
Sendiherrann sagði blaðamönnum
að forsetinn hefði orðað það svo í
ákalli sinu til Bandaríkjastjórnar að
„allar aðgerðir til að koma Noriega
frá völdum eru réttlætanlegar".
„Fólkið í Panama hefur gripið til
Rí*uter
Leysingar í
V-Þýskalandi
MESTU vorflóð síðustu fimm
árin í Vestur-Þýskalandi hafa
orðið sex mönnum að bana. Flóð-
in virðast hafa náð hámarki og
er búist við að vatnsborð fari að
lækka úr þessu, að sögn opinbers
starfsmanns í gær.
Loka þurfti 42 þjóðvegum vegna
vatnselgs og skipaumferð um Rín
er bönnuð þar til sjatnað hefur í
ánni. FJytja þurfti fólk á brott úr
nokkrum þorpum við Dóná og ótt-
ast er að skemmdir af völdum flóð-
anna séu miklar, meðal annars er
óttast að skemmdir hafi orðið í eldri
bæjarhluta Kölnar. Þorpið Sinzig
við Rín var umflotið vatni i gær
eins og sjá má á myndinni.
Eldflaugasala Kínverja til Saudi-Arabíu:
Bandaríkjastjórn ber að
koma í veg fyrir viðskiptín
New York, Washington. Reuter.
DAGBLAÐIÐ New York Timea fjallar í' leiðara í gær um sölu
Kinverja á meðaldrœgum eldflaugum til Saudi-Arabíu. Heldur blað-
ið þvi fram að Bandaríkjamönnum beri að þrýsta á Kínverja um
að afhenda Saudi-Aröbum ekki eldflaugarnar, sem geta - borið
kjarnaodda. Dagblaðið Washington Post segir Kínverja hafa beitt
brögðum til þess að halda vopnasölunni leyndri f meira en tvö ár.
í forystugrein New York Times
segir að Saudi-Arabar geti með
kínversku eldflaugunum, sem
draga um 3.500 kílómetra, hæft
skotmörk í ísrael, Sovétríkjunum
Og Egyptalandi. Telur leiðarahöf-
undur lítið vit í kaupum þessum
án þess að gert sé ráð fyrir að
unnt verði að búa eldflaugarnar
kjarnorkuhleðslum. Segir hann að
eldflaugarnar, sem eru af gerðinni
CSS-2 og eru einnig nefndar
„Austanvindur",   magni   mjög
spennu í þessum heimshluta verði
þær settar upp.
„Kínverjar fullyrða með helgi-
svip að þeir muni aldrei selja
Saudi-Aröbum kjarnaodda í eld-
flaugarnar. Með því að hefja sölu
á eldflaugum þessum flýta
Kínverjar fyrir því að ríki sem nú
ráða yfir þeirri tækni sem nauðsyn-
leg er til að smíða kjarnorkuvopn
eignist eldflaugar til að bera ger-
eyðingavopn gegn óvinveittum
ríkjum," segir greinarhöfundur og
bætir við að eldflaugum þessum
verði einungis unnt að beita til
árása á borgir brjótist út átök þar
eð þær séu ekki sérlega nákvæm-
ar. „Stjórn Rpnalds Reagans for-
seta er í lófa lagið að skýra
kínverskum stjórnvöldum frá því
að vopnasalan geti komið í veg
fyrir að bandarískur hátæknibún-
aður til hernaðarnota verði seldur
til Kína," segir í greininni.
Í frétt í dagblaðinu Washington
Post í gær segir að bandaríska
leyniþjónustan hafi ekki staðið sig
í stykkinu. Kínverjar hafi sam-
þykkt söluna í meginatriðum árið
1985 en bandaríska leyniþjónustan
hafi ekki haft veður af henni fyrr
en fyrir tveimur mánuðum.
allra aðgerða annarra en vopnaðra,"
sagði sendiherrann. „Það vill að
Noriega fari frá." Sosa sagði að hann
myndi ræða við bandarísk yfirvöld í
dag til þess að biðja þau að grípa
til þeirra ráða sem þyrfti til að koma
Noriega frá völdum. „Ein af tillögun-
um felur í sér að sérsveitir verði
sendar á vettvang til að handtaka
Noriega," sagði hann.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
varaði Noriega við því í gær að þolin-
mæði Bandaríkjamanna væru tak-
mörk sett. Viðvörun þessi kom i kjö1-
far þess að ráðist var á bandaríska
blaðamenn ásamt fjölda stjórnarand-
stæðinga á hóteli í Panamaborg í
gær. Voru blaðamenn og stjórnar-
andstæðingar teknir höndum en út-
lendingum var fljótlega sleppt úr
haldi. „Það hefur ætið verið stefna
bandarískra stjórnvalda að gæta
þegna sinna. Hafi Bandaríkjastjórn
sagt að hún muni ekki grípa til hern-
aðaríhlutunar verða allir aðilar að
gera sér grein fyrir hvar mörkin
liggja," er haft eftir Marlin Fitz-
water talsmanni Bandaríkjastjórnar
í gær. Sagði Fitzwater að blaða-
mennirnir hefðu mátt þola barsmíðar
og hefði blaðamaður dagblaðsins Los
Angeles Times slasast alvarlega.
Tuttugu og tvö ríki í rómönsku
Ameríku gagnrýndu Bandaríkin fyrir
efnahagsaðgerðir gegn Panama og
skoruðu á stjórnvöld að láta af þeim.
Segir í yfirlýsingu ríkjanna að þau
munu íhuga beiðni Panama um efna-
hagsaðstoð. Meðal þeirra ríkja sem
skrifuðu undir yfirlýsinguna voru
Kúba og Chile.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64