Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
35
Morgunblaðið/BAR
Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins í ræðustól
á miðstjórnarfundi flokksins
vitnuðu sumir í árið 1982 þegar
Framsóknarflokkurinn sat í ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen. Þá
hefðu aðrir flokkar ekki getað kom-
ið sér saman um neinar aðgerðir.
Nú þyrfti hinsvegar að bregðast
skjótt við. Páll Pétursson formaður
þingflokks Framsóknarflokksins
sagði að samstarfsmenn flokksins
virtust vera sallarólegir nú eins og
þá og það væri veikleiki þessarar
ríkisstjórnar að ráðherrar fram-
sóknarflokksins skipuðu ekki þau
ráðuneyti sem ættu að hafa frum-
kvæði um stjórn efnahagsmála.
Hinsvegar hefðu kjósendur ekki
kosið Framsóknarflokkinn til að
hafa 12-15 milljarða viðskiptahalla
á þessu ári, eða til þess að taka
þá efnahagskollsteypu sem fram-
undan væri ef ekkert væri að gert.
Hann sagði þó að engir möguleikar
hefðu verið á annari meirihluta-
stjórn en raun varð á. Alþýðubanda-
lagið hefði verið flakandi í sárum,
Sjálfstæðisflokkur og Borgara-
flokkur hefðu ekki getað unnið sam-
an og Kvennalistinn hefði verið
stikkfrí og væri raunar meiriháttar
vandamál í íslenskum stjórnmálum.
Framsóknarflokkurinn hefði síðan
starfað af heilindum í stjróninni
meðan Jón Baldvin Hannibalsson
færi um landið í bullandi kosninga-
baráttu og Þorsteinn Pálsson væri
í fýlu út í Steingrím Hermannsson.
Jón Kristjánsson alþingismaður
sagði að í ríkisstjórninni væri
pólítískur ágreiningur milli Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
um áherslur á hvar ætti að draga
úr og erfitt væri að fá samstarfs-
flokka til að viðurkenna það að ein-
staklingar og fyrirtæki í þjóðfélag-
inu þyrftu að draga saman seglin,
einkum á Höfuðborgarsvæðinu þar
sem fjárfestingin hefði farið úr
böndunum. Hann sagðist þó vilja
leggja áherslu á það að leysa ætti
málin á grundvelli ríkisstjórnarinn-
ar og hann sagðist trúa því að þar
væri hægt að taka á þessum málum
en ef svo væri ekki yrði að láta
sverfa til stáls.
Ólafur Þ. Þórðarson sagði að í
tæpt ár hefði staðið yfir dýrasta
starfsþjálfunarnámskeið hjá for-
sætisráðherra en nú væri seinasta
tækifærið til að ná fram þeirri
breytingu sem nauðsynleg er svo
Framsókn geti haldið áfram að
styðja stjórnina.
Þórður Ingvi Guðmundsson sagði
að ef ekki næðist samkomulag á
næstu 60 dögum um efnahagsað-
gerðir sem tryggðu áframhaldandi
rekstrargrundvöll atvinnuveganna
og útrýmingu viðskipahalla, ætti
Framsóknarflokkurinn að ganga úr
ríkisstjórninni og ganga til kosn-
inga um þær tillögur sem lagðar
yrðu fram á miðstjórnarfundinum.
Þórður Ólafsson sagðist óttast mjög
að flokkurinn ætlaði að beygja sig
fyrir samstarfsflokkunum í ríkis-
sjórninni og sagðist ætla að verja
landsbyggðina. Því legði hann fram
tillögu um að miðstjórnarfundurinn
samþykkti, vegna þeirrar óvissu um
hvort samstaða náist í ríkisstjórn
til róttækra aðgerða í byggða-, at-
vinnu-, efnahags- og fjármálum, að
miðstjórn komi aftur til fundar eigi
síðar en 10. júní 1988.
Þessi tillaga var lögð til hliðar á
fundinum en því bætt í stjórn-
málaályktunina að fundurinn feldi
framkvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins að fylgjast með framvindu
þessara mála og boða miðstjórnina
til fundar að nýju svo fljótt sem
ástæða þætti til.
ytt ástand
Sigurðardóttir, þingmaður Kvennalistans
reytt frá því sem var fyrir þennan
ksins og þær hugmyndir sem fram
lar komið fram áður," sagði Málm-
Kvennalistans, er húnvar innt álits
' Framsókuarflokksins um helgina.
>r orð um tilefni þessa fundar og
J ræða þar og gef ið í skyn að mik-
'a koðnað niður f meðferðinni hjá
íur.
plaggi. Það er til dæmis mjög óljóst
hvað þeir eiga við með hugmynd-
inni um tímabundið gjald á mann-
virki önnur en íbúðarbyggingar.
Hvað er átt við þarna? Á að leggja
tímaundið gjald á fiskeldisstöðvar,
fjárhúsbyggingar eða skóla?"
Málmfríður benti ennfremur á
að í ályktun miðstjórnar Framsókn-
arflokksins væri að finna klaufaleg-
ar og mótsagnakenndar athuga-
semdir, til dæmis þar sem rætt er
um hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga. „Þar segir að hann skuli
nýttur til að jafna aðstöðumun, en
ég veit ekki betur en að það standi
í lögum að þetta sé hlutverk hans,"
sagði Málmfríður. Aðspurð kvaðst
hún ekki sjá að þessi fundur, né
önnur fundarhöld stjórnarflokk-
anna um helgina hefðu breytt
nokkru um stöðu ríkisstjórnarinnar.
„Þetta stjórnarsamstarf hefur verið
viðkvæmt og titrandi frá upphafi
og ég sé ekki að þetta breyti nokkr-
um sköpuðum hlut. Það má hins
vegar segja að þessi ályktun mið-
stjórnar Framsóknarflokksins sé
eins konar viðvörun til hinna flokk-
anna og ekki nema gott eitt um
það að segja að flokkar setjist niður
og ræði starf og árangur ráðherra
sinna í ríkisstjórn," sagði Málm-
fríður Sigurðardóttir, þingmaður
Kvennalistans.
Allt loft farið úr
Framsóknarflokkniim
- segir Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins
„ÞESSU fundarboði Framsóknarflokksins fylgdu vissulega væntingar
meðal fólks um að nú yrði tekið á aðsteðjandi vandamálum. En að
honum afstöðnum virðist sem allt loft sé farið úr fundarmönnum
og mér sýnist að tilgangurinn með fundinum hafi ekki verið neinn
annar en sá, að vekja athygli á Framsóknarflokknum, og enginn
veit hvert þetta Ioft hefur farið. Niðurstaðan af fundinum er eng-
in," sagði Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, er hann
var inntur álits á fundarhöldum stjórnarsinna nú um helgina. Albert
sagði að staða ríkisstjórnarinnar hefði ekkert breyst við þessi fundar-
höld og að hún væri að sinum dómi áfrani mjög veik.
„Staða stjórnarinnar hefur bara
versnað ef eitthvað er", sagði Al-
bert ennfremur. „Það sem mér
finnst hins vegar furðulegast við
atburði helgarinnar eru ummæli
fjármálaráðherra,  sem  að mínum
dómi eru algjörlega ábyrgðarlaus.
Jón Baldvin er sá fjármálaráðherra
sem hefur aukið útgjöld ríkisins
mest allra svo lengi sem ég man.
Hann hefur aukið útgjaldahlið fjár-
laga úr 43 milljörðum króna í 65
til 67 milljarða og þar með skapað
þennslu sem er að sprengja þjóð-
félagið. Til að ná jöfnuði milli tekna
og útgjalda hefur hann aukið skatt-
heimtu á fólkið í landinu sem nem-
ur um 22 til 25 milljörðum á einu
ári. Að hann skuli leyfa sér að tala
eins og allt sé í lagi er svo ábyrgðar-
laust að engu tali tekur og í raun-
inni eru þessi ummæli ráðherrans
það fréttnæmasta eftir þessa helgi. ^
Framsóknarflokkurinn er hins veg- *
ar ekkert öðruvísi en hann var fyr-
ir þennan fund, nema að það er
heldur minni vindur í honum," sagði
Albert Guðmundsson, formaður
Borgaraflokksins.
Framsóknarmenn bera
mikla ábyrgð á ástandinu
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins, segir að núverandi efnahagsvandi sé að miklu leyti síðustu
ríkisstjórn að kenna. Þess vegna beri f ramsóknarmenn að miklu leyti
ábyrgð á þeim vanda, sem þeir krefjist nú lausnar á með harðari
aðgerðum. Fjármálaráðherra sagðist einnig telja að gengisfelling
kæmi ekki til greina. Þetta kom fram í ræðu Jóns Baldvins á efna-
hagsmálaráðstefnu fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavik
á sunnudag.
„Er það sanngjarnt af samstarfs-
aðilum okkar í ríkisstjórn að brigsla
okkur jafnaðarmönnum Um vilja-
leysi til athafna, kjarkleysi eða úr-
ræðaleysi? Stjórnarmyndunarvið-
ræðurnar síðastliðið vor sýndu að
milli okkar og framsóknarmanna
var samstaða um að vilja jafnvel
harðari aðgerðir í efnahagsmálum
við upphaf stjórnarsamstarfsins,"
sagði Jón Baldvin. „Felur krafan
um harðari aðhaldsaðgerðir ekki i
sér viðurkenningu á því að síðasta
ríkisstjórn, undir forystu framsókn-
armanna, hafi verið verri en af var
látið fyrir kosningar? Staðfestir það
ekki að Framsóknarflokkurinn ber,
ef nokkuð er, meiri ábyrgð á því
ástandi sem nú er við að fást en
aðrir stjórnmálaflokkar einfaldlega
vegna þess að hann hefur setið í
öllum ríkisstjórnum á íslandi
síðustu 17 ár?"
Jón Baldvin rakti nokkur atriði
úr tíð síðustu stjórnar, sem nú
kæmu mönnum í koll, þar á meðal
hrun Útvegsbankans, mikinn kostn-
að við byggingu flugstöðvar í Kefla-
vík, yfirtöku skulda Sjóefnavinnsl-
unnar, offjárfestingu í orkumálum,
halla á rfkisbúskapnum og óstjórn
í landbúnaðarmálum, þar sem ekki
væri spurt um það hvaða fé væri
ætlað landbúnaðinum á fjárlögum,
heldur eytt stjórnlaust.
Fjármálaráðherra sagði að efna-
hagsaðgerðir núverandi ríkisstjórn-
ar væru hins vegar nú þegar farnar
að bera árangur; dregið hefði úr
verðbólgu, fjárfestingaráformum,
útlánum, neyslukapphlaupi, inn-
flutningi, launaskriði og samkeppni vf
um vinnuafl. Það væri fjarstæða
að krefjast gengisfellingar nú, með
henni væri komið aftan að launa-
fólki í. landinu, sem treyst hefði á
verðhjöðnunarstefnu ríkisstjórnar-
innar við gerð kjarasamninga.
Gengisfelling um 15% myndi koma
verðbólgu í 50%, rýra kaupmátt um
7-8% og auka enn á erlenda skulda-
byrði. Það væri líka út í hött að
ætla að lækka vexti um leið og
verðbólga ryki upp.
„Það sem ríður á í þessu stjórnar-
samstarfi er að ná samstöðu um
úrræðin, og ekki undir þrýstingi
fjölmiðla eða sérhagsmunahópa,
heldur að yfirlögðu ráði," sagði fjár-
málaráðherra.
Jón Baldvin sagði að tillögur
miðstjórnarfundar Framsóknar-
flokksins væru sér ekkert nýnæmi,
þær hefðu allar verið til umræðu í
efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar.
„Það þurfti ekki að halda neinn
fund til þess að fá þetta fram,"
sagði fjármálaráðherra.
-
Framsóknarflokkiirinn hef-
ur gefist upp á gagnrýninni
- segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins
„ÞESSI miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins skilar harla léttvæg-
um árangri, ef árangur skyldi kalla. Maður veltir þvi í raun og veru
fyrir sér hvers vegna fundurinn hafi verið haldinn, því hann hlýtur
að gera hin stóru orð forystumanna Framsóknarf lokksins æríð mark-
laus á næstunni. Ég get að þvi leyti veríð sammála Þorsteini Páls-
syni að í þessarí samþykkt miðstjóraar Framsóknarflokksins er ekki
að finna neinar tillögur varðandi þann mikla vanda sem við er að e^ja
í efnahagsmálum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður AI-
þýðubandalagsins, um nýafstaðinn miðstjórnarfund Framsóknar-
flokksins. Hann sagði að fundurínn sýndi að Framsóknarflokkurinn
hefði gefist upp á að gagnrýna ríkisstjórnina og ekki þorað að leggja
neitt undir. Sú ákvörðun Alþýðubandalagsins, að beita sér fyrir þvi
að flutt verði vantrauststillaga á ríkisstjórnina, værí því enn rökrétt-
arí nú, að loknum fundum tvcggja stjórnarflokka um hclgina og að
fengnum yfirlýsingum forsætisráðherra.
Ölafur Ragnar sagði að engar
raunhæfar tillögur um lausn á að-
steðjandi efhahagsvanda kæmu
fram í ályktun miðstjórnarfundar-
ins. „Hins vegar er í skjalinu rétt-
mæt lýsing á hrikalegu ástandi í
íslenskum efnahagsmálum, sem
formaður Framsóknarflokksins líkti
í janúar við bruna Rómaborgar.
Hafi vandamál þá líkst bruna eru
þau nú orðin að eldhafi sem eru á
góðri leið með brenna upp stórum
þáttum f grundvallaratvinnuvegum
okkar og eru að kippa stoðunum
undan heilu byggðarlögunum,"
sagði Ólafur Ragnar ennfremur.
Hann sagði að þess vegna hefðu
menn átt von á markvissari tillög-
um, enda hefði það verið boðað af
forystu Framsóknarflokksins. „En
það gerðist ekki. í staðinn eru sett
fram ýmis almenn markmið, sem
margir geta tekið undir, en fela
ekki í sér neinar lausnir. Einnig er
þama að finna safn af ýmsum hug-
myndum um hinar og þessar aðger-
ir í efhahagsmálum, sem margar
hverjar má alveg skoða, en eru utan
við kjarna þessara stóru vanda-
mála."
Aðspurður um stöðu ríkisstjórn-
arinnar eftir atburði helgarinnar
sagði Ólafur Ragnar meðal annars:
„Stjórnin er að því leyti til sterkari
að Framsóknarflokkurinn hefur
gefist upp f gagnrýni á rfkisstjórn-
ina og ekki þorað að leggja neitt
undir og þess vegna geta Þorsteinn
Pálsson og Jón Baldvin hlakkað
yfir niðurstöðum fundarins. En á
hinn bóginn veikir fundurinn ríkis-
stjórnina á því sviði sem öllu máli
skiptir, það er að segja getu hennar
til að glíma við þau stóralvarlegu
vandamál sem við íslendingar
stöndum frammi fyrir. Því það er
er auðvitað ekkert gamanmál að
svo áhrifaríkur stjórnmálaflokkur
sem Framsóknarflokkurinn skuli -g
skila auðu blaði og þjóðin vera engu
nær eftir þessa fundi Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins eða
viðtölin við Þorstein Pálsson, hvort
ríkisstjórnin ætlar yfir höfuð að
gera nokkuð og þá hvað. Sú ákvörð-
un Alþýðubandalagsins, sem tekin
var fyrir helgi, að beita sér fyrir
því að vantrauststillaga verði flutt
á ríkisstjórnina er því enn rökrétt-
ari nú að loknum fundum stjórnar-
flokkana um helgina og að fengnum
yfírlýsingum        forsætisráðherra.
Umræðan um vantrauststillöguna m
mun varpa skýru ljósi á þá stöðu
sem þjóðmálin eru komin í, annars
vegar sundurþykka og aðgerðar-
lausa ríkisstjórn og hins vegar
hrikalegustu erfiðleika sem íslend-
ingar hafa staðið frammi fyrir í
langan tíma," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68