Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
94.tbl.76.árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólland;
Ný verkfalls-
alda í upp-
siglingu?
Varqjá, Reuter.
UM ÞAÐ bU 4.000 pólskir verka-
menn f Lenín-stálsmiðjunni f
Nowa Huta f Suður-Póllandi fóru
f verkfall í gær, en það siglir f
kjölfar verkafalls opinbers verka-
lýðsf élags f borginni Bydgozscz f
fyrradag, en þvf lauk með þvf að
yfirvSld féUust á 60% kauphækk-
un. Það var fyrsta meiriháttar
verkfaU f Póllandi frá árinu 1981
og hafa embættismenn kommún-
istaflokksins af þvf áhyggjur að f
kjölfar þessarar undanlátssemi
kunni að sigla ný verkfallsalda.
Verkfallsmenn krefjast hærra
kaups og vilja að fulltrúar Samstöðu,
sem reknir voru eftir setningu her-
laga í desembermánuði árið 1981,
verði endurráðnir. Jerzy Urban, tals-
maður stjórnarinnar í Varsjá, stað-
festi að verkfall væri í Lenín-stál-
smiðjunni en sagði að aðeins 900
verkamenn ættu hlut að máli.
Að sögn Samstöðu, hinna ólöglegu
verkalýðssamtaka, var verkfallsund-
irbúningur hafinn í Huta Stalowa
Wola, þar sem 18.000 manns eru í
vinnu, en tilefnið er brottrekstur
tveggja Samstöðumanna, en þeir
voru reknir fyrir að skipuleggja
5.000 manna mótmælafund.
Sjá ennfremur frétt á sfðu 23.
Keuter
Þór með klakagrímu
Líkneski þetta af Ása-Þór er á Maríutorginu í Stokkhólmi, en
eftír óvænt kuldakast í fyrrinótt bar þrumuguðinn þessa sérkenni-
legu klakagrímu.
Þingkosningar í Suður-Kóreu:
Roh Tae Woo tap-
ar þingmeirihluta
Seoul, Reuter.
SÍGA virtist ætla á ógæfuhUðina fyrir stiórnarflokkinu í Suður-Kóreu
þegar búið var að telja 80% atkvæða í þingkosningum þar eystra, sem
fram fóru í gær. Miðað við þær tölur má ætla að alís beri hinn Lýðræð-
islegi réttlœt isflokkur Roh Tae Woo forseta aðeins sigur úr býtum f
85 kjördæmum af 224. Talið var að stjórnarandstöðufiokkarnir tveir
og óháðir frambjóðendur myndu sigra í 136 þeirra, en engu var spáð
um þau þrjú kjördæmi, sem þá eru ótalin.
Samkvæmt ríkissjónvarpsstöð
Suður-Kóreu fær Lýðræðislegi rétt-
lætisflokkurinn 38 uppbótarþingsæti
að auki, en það nægir honum eigi
að sfður ekki til þess að ná þeim 150
sæta meirihluta sem þarf í þinginu,
enda er 36 uppbótarsætum öðrum
úthlutað til hinna flokkanna. Á þingi
eru 299 þingmenn.
Stjórnarandstöðuflokkur Kim Dae
Jung, Flokkur friðar og frelsis, vann
mest á i kosningunum og kom sigur
hans talsvert á óvart. Bendir allt til
þess að hann verði stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn, en til þessa hef-
ur Sameingarflokkur Kim Young
Sam verið þeirra stærstur.
Stjórnmálaskýrendur segja næsta
víst að pólitísk ringulreið verði f
Suður-Kóreu eftir kosningarnar, þar
sem stjórnin muni sig hvergi geta
hrært.
10 ára byltingarafmæli í Af ganistan:
Afganir hyggjast
berjast til þrautar
Saudar rjúfa stjórn-
málatenffsl við Irani
Kyatlh, Reuter.                             Vi..,»^
Ryatlh, —
STJÓRN Saudf Arabfu sleit f gær stióramálasambandi við íran og
skipaði stjórnarerindrekum þeirra að hafa sig á brott innan viku.
„Saudí Arabfa hefur ákveðið að slfta stjórnmálasambandi við íslamska
lýðveldið íran ... vegna óvinveittrar afstöðu þess gagnvart Konung-
dæmi Saudí Arabfu og vísvitandi misgjörða, sem beint er gegn grund-
vaUarhagsmunum þess," sagði meðal annars í tilkynningu Saudf
Arabfu. Samband Saudf Arabíu og írans hefur verið með stirðasta
mótí að undanförnu, en Saudar og bandamenn þeirra við Persaflóa
hafa stutt yfirleitt íraka í hinni átta ára löngu styrjöld þeirra við írani.
upp að nýju skömmu síðar sem ekk-
ert sé."
Samskipti ríkjanna versnuðu þó
fyrst til muna í fyrra þegar til
fjöldaóeirða kom í Mekku, helgasta
vé múslima. Þá féllu 402 pílagrím-
ar, að mestu leyti íranir.
Saudar sökuðu írani um að hafa
smyglað sprengiefni inn í landið
þegar á árlegri pílagrímsheimsókn
þeirra til Mekku stóð og sögðu þá
hafa komið í því skyni að útbreiða
trúarkenningar sínar og fremja
hermdarverk. íranir vísuðu þessum
ásökunum á bug.
Síðastliðjnn sunnudag réðust sex
varðbátar írana á olíuskip á Persa-
flóa, en það var í eigu Saudí Arabíu.
I Lundúnum sagði Mahdi Varzi,
sem er fyrrverandi stjórnarerindreki
írans, að Saudar hefðu vafalaust
gripið til þessa ráðs til þess að koma
í veg fyrir að atburðirnir í Mekku
endurtaki sig. Pílagrímsheimsóknir
hefjast í júlí.
„Ég held að þetta sé mjög heppi-
leg leið tiLþess að komast hjá því
að veita írönum vegabréfsáritanir
og sneiða þannig hjá nýju blóðbaði,"
sagði Varzi. Hann sagði að ekki
væri ólíklegt að stjórnmálasamband
yrði tekið upp stuttu eftir pílagríms-
fðrina. „í Miðausturlöndum slíta ríki
stjórnmálasambandi  og taka þau
Varzi, sem er sérfræðingur í mál-
efnum svæðisins og flytur einatt
fyrirlestra um þau, taldi ólíklegt að
atburður þessi hefði nokkur áhrif á
fund OPEC-ríkja og olíuútflutnings-
ríkja utan samtakanna, sem nú fer
fram í Vín, en þar reyna ríkin að
koma sér saman um framleiðslu-
kvóta á olíu og leiðir til þess að
halda olíuverði stöðugu, reynist ekki
unnt að hækka það. Benti Varzi á
að eftir óeirðirnar í Mekku í fyrra
hefðu ríkin haldið samráði sínu innan
OPEC áfram, enda þótt heiftarlegar
orðsendingar gengju á milli höfuð-
borganna.
Kabúl, Reuter.
HALDQ) var upp á tíu ára af-
mæU kommúnistabyltingarínnar
i Af ganistan i gær og hétu bæði
skæruliðar og leppstjórn Sovét-
manna þvi, að halda baráttunni
áfram eftír brottför innrásar-
hers Sovétríkjanna. Varnarmála-
ráðherra landsins, Mohammed
Rafi, sagði þjóðina vera lang-
þreytta á strf ðinu og f riðarþurf i,
en bætti við: „Her okkar er reiðu-
búinn til þess að berjast fyrir
friði og landi — við munum aldr-
ei leyfa stiórnarandstöðunni að
koma óþverraáætlunum sínum í
framkvæmd." Harðorðar yfirlýs-
ingar beggja aðila þykja lítt til
þess fallnar að auka friðarhorfur
í landinu, en striðið er taUð hafa
kostað tæpa eina og hálfa milljón
Afgana lífið.
I Kabúl var haldin mikil hersýn-
ing og í heiðurstúkunni við hlið
Najibullah forseta sat Vladímír
Orlov, fyrsti aðstoðarforseti Rúss-
neska ríkjasambandsins. Vakti það
athygli  vestrænna  stjórnarerind-
reka að Sovétmenn skyldu ekki
senda háttsettari fulltrúa til hátíða-
haldanna. Fyrir einum og hálfum
mánuði var skipaður nýr sendiherra
Sovétríkjanna f landinu og var þá
mál manna að hann væri einnig
tiltölulega lágtsettur embættismað-
ur. Velta vestrænir stjórnmálaský-
rendur í Moskvu nú vöngum yfír
því hvort Sovétmenn hyggist draga
úr samskiptum sínum við Afganist-
an og hafa þau á svipuðu stigi og
viðönnur ríki þriðja heimsins.
Á blaðamannafundi, sem skæru-
liðaforinginn Gulbuddin Hekmatyar
hélt í Peshawar í Pakistan, hét
hann því að frelsisbaráttan myndi
haida áfram og fordæmdi það sem
hann kallaði „tortímingaráratug-
inn". Sagði hann að 1,3 milljónir
Afgana hefðu fallið í stríðinu, 1,5
milljónir hefðu verið limlestar, 5
milljónir hefðu flúið land og 70%
þess litla lands, sem hægt væri að
yrkja, hefði verið lagt í eyði.
Sjá ennfremur frétt á síðu 21.
Kúrdar í Moskvu mót-
mæla efnahernaði Iraka
Moskvu, Reuter.
KÚRDÍSKIR stúdentar f Moskvu fóru í
klukkustundarlanga mótmælagöngu um mið-
borg Moskvu í gær. Hrópuðu þeir vígorð
gegn Saddam Hussein íraksforseta og héldu
á lofti myndum af brenndum og afskræmdum
börnum, sem þeir segja vera fómarlömb
efnaheraaðar Iraka.
Lögreglan leyfði stúdentunum að ganga frá
Rauða torginu og frámhjá stjórnarbyggingum á
Moskvubökkum áður en þeir voru stöðvaðir. írak
og Sovétríkin hafa með sér vináttusamning og
Sovétmenn hafa selt írökum vopn í miklum
mæli. í gær staðfestu embættismenn á vegum
Sameinuðu þjóðanna að þeir hefðu rannsakað
fólk í íran og írak, sem orðið hefði fyrir barðinu
á efnavopnum.
Að sögn stúdentanna voru þeir að minnast
sorgardags, en í gær voru 40 dagar liðnir frá
meintri efnavopnaárás íraka á Kúrdaþorpið
Halabaja, sem er í austurhluta íraks og íranir
hertóku í miðjum marsmánuði.
Rannsóknarnefnd SÞ skýrði frá þvi í gær að
fólk, sem þeir hefðu rannsakað í íran og írak,
hefði greinilega verið fórnarlömb efnavopna,
aðallega sinnepsgass, en einnig hefðu nokkrir
orðið fyrir taugagasi. Fjölmargir írananna voru
óbreyttir borgarar, en allir írakanna voru her-
menn.
Notkun efnavopna er bönnuð samkvæmt
Genfarsáttmálanum frá 1925. Niðurstaða nefnd-
arinnar hefur verið afhent Öryggisráði SÞl til
umfjöllunar.
Reuter
Nokkrir Kúrdanna á Rauða torginu,
en f baksýn má sjá gUtta í hluta kirkju
heilags BasUs.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48