Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Minning: Jón Hjálmarsson Fæddur 9. október 1924 Dáinn 18. apríl 1988 Vinur minn og góður ráðgjafí, Jón Hjálmarsson fyrrv. erindreki ASÍ, er fallinn frá, langt um aldur fram, aðeins 63 ára gamall. Það eru ekki margir dagar síðan hann gekk á minn fund, ásamt öðrum stjómarmönnum Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni, til þess að reifa áform og tillögur um að koma upp félagsmiðstöð og samastað fyrir eldri kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu til samveru- stunda, tómstundaiðju og heilsu- ræktar. Jón var einn af hvatamönnum að stofnun þessa félagsskapar fyrir tveimur árum og bar hag samborg- ara sinna mjög fyrir bijósti eins og hann reyndar gerði alla sína tíð. Það voru engin elli- eða þreytu- merki á málflutningi nafna míns. Hann ræddi ekki liðna tíð heldur framtíðaráform af þeim hugsjóna- eldmóði sem nærðist af umhyggju fyrir samborgurum, en var á sama tíma tempraður raunsæi og ábyrgð- artilfínningu, í anda þeirra lífsvið- horfa sem Jón tileinkaði sér ungur. Kynni okkar Jóns hófust fyrir tæpum áratug, þegar ég settist í ritstjórastól Alþýðublaðsins. Jón var einn þeirra reyndu og rótgrónu Reykjavíkurkrata sem lagði hlustir við málflutningi nýja ritstjórans. Hann átti oft leið á ritstjómarskrif- stofur Alþýðublaðsins, til að ræða málefni líðandi stundar. Ég veitti því strax eftirtekt að þama var sérstakur maður á ferð. Jón var jafnaðarmaður af hugsjón. Hann hugsaði sína pólitík út frá gagnrýninni umhyggju fyrir mál- stað verkalýðshreyfíngar og vinn- andi fólks. Hann þekkti sögu verka- lýðshreyfíngarinnar og Alþýðu- flokksins í þaula. Það sem hann miðlaði mér af þeirri sögu kom mér að góðu haldi þegar ég tók að kynna mér innviði Alþýðuflokksins í Reykjavík. Jón Hjálmarsson var einn þessara fágætu hugsjóna- manna, sem aldrei hugsa um eigin hag heldur ævinleg um framgang málstaðar og máiefna sem hann batzt ungur ástfóstri við. Jón Hjálmarsson var ekki einasta fróður um lífsbaráttu og pólitík fyrri tíðar. Hann hafði lært af reynslunni og vildi gjaman leggja sitt af mörk- um til að bæta fyrir fyrri mistök okkar hreyfíngar og treysta sam- stöðu vinnandi fólks um samtök sín og meginstefnu fremur en ala á fyrri misklíðarefnum. Þess vegna var Jón Hjálmarsson umburðar- lyndur gagnvart mönnum og mál- efnum. Hann var fróður, íhugull og gagnrýninn á leiðir — en ævinlega jákvæður í afstöðu sinni. Þess vegna var bæði gaman að gagnlegt að ræða við hann málefni líðandi stundar og að setja þau í stærra samhengi fortíðar og framtíðar. Það kom því eins og af sjálfu sér að ég leitaði í smiðju til nafna míns þegar sækja þurfti og veija málstað okkar jafnaðarmanna_ í fólkorr- ustum stjómmálanna. Á það reyndi strax í alþingiskosningum 1979 og í þeirri kosningabaráttu, sem háð hefur verið síðan, bæði bæjar- og Alþingiskosningum. Þá er ekki síður eftirminnilegt samstarfíð innanflokks, í nefnda- vinnu og á málfundum þar sem Jón Hjálmarsson lét sig sjaldan vanta. Ég treysti því að aðrir verði til þess að gera lífshlaupi og æviferli Jóns Hjálmarssonar betri skil f minningarorðum, því að þessar línur em hripaðar á blað á stolnum stundum milli funda. En að leiðar- lokum vil ég nota tækifærið og þakka Jóni Hjálmarssyni fómfúst og óeigingjamt starf, í bókstafleg- um skilningi þeirra orða, f þágu jafnaðarstefnu, verkalýðshreyfíng- ar og Alþýðuflokksins. Eftirlifandi konu hans, Huldu Þorsteinsdóttur, bömum þeirra og öðmm vanda- mönnum flyt ég hugheilar samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Með nokkmm orðum langar mig til að minnast Jóns Hjálmarssonar sem í dag er til moldar borinn. Það má segja að kynni okkar Jóns hafí fyrst hafíst fyrir rúmlega þremur ámm þegar við hófum við- ræður, nánast fyrir tilviljun, um nauðsyn þess að stofna samtök manna, sem orðnir vom 60 ára og eldri, með það markmið í huga, að efla innbyrðis kynni þeirra og sam- starf um að sinna áhugamálum sínum, gera þeim efri árin létt- bærari og ánægjulegri en ella. Jón var einn aðalforgöngumanna um stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þann 15. mars 1986 og hann var einnig aðal- hvatamaður að stofnun svonefnds Opins húss sem var ein aðallífæð félagsins. Hann var kjörinn gjald- keri félagsins og síðasta árið var hann varaformaður þess. Það sem einkenndi Jón í störfum sínum fyrir FEB var brennandi áhugi á öllu því sem hann taldi til heilla félaginu og helgaði því þá þekkingu og þann kraft sem hann bjó yfír. Jón flutti mál sitt af krafti og einurð og hans síðustu orð vom hvatning til samstjómarmanna sinna um að hvika hvergi frá þeim málum sem félagið berst fyrir og hafði þá efst í huga nauðsyn þess að félagið eignaðist sitt eigið félags- heimili. Nokkmm mínútum síðan var hann látinn, svo skammt er milli lífs og dauða. Félaginu er mikill missir að jafn ötulum forystumanni sem einnig bjó yfír víðtækri reynslu og þekk- ingu. Jóns er ekki einungis saknað af nánustu aðstandendum. Við sem störfuðum með honum höfum einn- ig misst mikið. Um leið og ég þakka Jóni störf hans í þágu félags okkar vil ég sérstaklega þakka persónuleg kynni mín við hann, sem mann og sam- starfsmann. Við höfðum náið og gott samstarf, hann var sá maður sem gott var að leita til og ávallt reiðubúinn til að leggja fram krafta sína í þágu félagsins og alls sem til heilla horfði fyrir eldra fólk í þessu landi. Með slíkum manni er gott að starfa og fyrir það samstarf vil ég þakka. Um leið og ég votta aðstand- endum og vinum hins látna samúð mína óska ég honum velfamaðar á þeim vegum sem hann gengur nú. Blessuð sé minning góðs drengs. Bergsteinn Sigurðarson Ég rita þessi fáu kveðjuorð um elskulegan tengdaföður minn, Jón Hjálmarsson, sem féll skyndilega frá þann 18. apríl síðastliðinn. Fátt er dýrmætara en að eiga góðan vin. í dag kveðjum við mann sem var vinur vina sinna og það sem meira er vinur og félagi bama sinna og bamabama. Það em um átta ár síðan ég kom fyrst inn á heimili þeirra Huldu og Jóns, þá nýbúin að kynnast Brynjari syni þeirra. Mér var strax tekið opnum örmum og hefur verið svo ætíð siðan. Jón var einstaklega ljúfur og hlýr í viðmóti og vildi öllum vel. Jóni kynntist ég best þegar við Brynjar bjuggum í Skúlatúni, en þar var hann húsvörður. Voram við þá í návist hans daglega. Á hveijum degi kom hann til okkar og spurði: „Get ég gert eitthvað fyrir ykkur, elskumar mínar." Svona var Jón, alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum. Og ófáar vora ferðimar sem hann fór með okkur Bimu ef við þurftum einhvers með og Brynjar var að vinna. Bima okkar var svo hrifín af afa sínum og kemur hún nú til að sakna mikið góðs afa. Það var gaman að tala við Jón. Hann trúði á iíf eftir dauðann og töluðum við stundum saman um hinar dul- rænu hliðar mannlífsins, en bæði höfðum við mikinn áhuga á þeim málefnum. Þær vora margar bæk- umar sem ég fékk lánaðar hjá hon- um um þau efni. Það sem ein- kenndi Jón öðra fremur var heiðar- leiki hans, höfðingslund, hógværð og drengskapur ásamt skarpri greind og víðsýni. Nú er Jón farinn í sitt hinsta ferðalag og veit ég að hans bíða góð vist og góðar móttökur. Ég minnist tengdaföður míns með þakklæti og miklum hlýhug og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Þar sem góðir menn fara era Guðs vegir. Blessuð sé minning hans. Elsku Hulda mín, megi Guð gefa þér styrk á þessari erfíðu stund. Þá allt er dáið er ekkert til nema líf. Dauðinn er aðeins að deyja. Og líka hann er líf. (S.H.) Steinunn Steinarsdóttir Að kvöldi þann 18. apríl sl. and- aðist elskulegur afí minn og nafni, Jón Hjálmarsson. Mig langar til að ____________________________43 minnast hans með því að skrifa nokkur kveðjuorð og þakka honum fyrir allt sem hann kenndi mér um lífíð og tilverana. Við gátum spjall- að tímunum saman og alltaf hafði afi tíma til að hjálpa og snúast með mig hvað sem mig langaði til að gera, enda var hann þekktur fyrir greiðvikni sína og hjálpsemi. En minningamar hrannast upp, og ég á svo erfítt með að trúa þvf að afí " minn sé farinn héðan af þessari jarðvist, og ég spyr aftur og aftur hvers vegna hann? Við voram svo miklir félagar og vinir og áttum eftir að gera svo margt saman. En ég veit að nú líður afa mínum vel, og ég á ekkert nema yndislegar minningar um hann. Ég og mamma mín þökkum afa fyrir samfylgdina og biðjum guð að varðveita hann og gefa afa sinn himneska frið. Amma mín, algóður guð styrki þig og varðveiti. Jón Brynjarsson t Ástkær sonur okkar og bróðir, KRISTINN HALLVARÐSSON, Kleifarseli 10, Reykjavlk, lést á heimili sínu þriöjudaginn 26. apríl. Seselja Jónsdóttir, Hallvaröur Ferdinandsson, Ágúst Hallvarðsson, Hildur Hallvarðsdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN LIUA KRISTMANNSDÓTTIR, Stóragerði 13, Reykjavfk, verður jarösungin fró Dómkirkjunni föstudaginn 29. apríl kl. 10.30. Ásgeir P. Agústsson, María Ásgeirsdóttir, Ágúst Breiðfjörð, Guðbjörg Elin Ásgeirsdóttir, Davfð Þjóðleifsson og barnabörn. t Eiginkona mín og móöir okkar, STEINUNN BRAGADÓTTIR, Blóhvammi, verður jarösungin fró Grenjaöarstaöarkirkju föstudaginn 29. apríl kl. 14.00. Jón Frfmann, Ólafur Skúli, Guðný Hólmfrfður, Böðvar, Guðrún Hulda, Þórður Bragi. t KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR, Faxaskjóli 10, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. apríl kl. 15.00. Hólmfríður R. Árnadóttir, Þórunn Árnadóttir, Svala Eyjólfsdóttir, Jón R. Árnason. t Elsku dóttir mín, fósturdóttir, systir og barnabarn, LINDA BJÖRK BJARNADÓTTIR, Sogavegi 158, Reykavfk, veröur jarösungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd systkina, ættingja og vina, Ragnheiður Magnúsdóttir, Kristfn Kristjánsdóttir, Júlíana Árnadóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Steingrfmur Bjarnason, Magnús Ingjaldsson. t Utför eiginkonu minnar, móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, SVANHVÍTAR ÞORBJARNARDÓTTUR BENNETT, Faxabraut 31D, Keflavfk, áður búsettri í Flórfda, fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, fimmtudaginn 28. apríl, kl. 14.00. James Bennett Þorbjörn Datzko, Sigurlaug Kjartansdóttir, Robert Bounds, Sara Bounds, Katrfn Þorbjarnardóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð ykkar og hjálp vegna andláts og viö útför sonar okkar, unnusta og bróöur, ÁSGEIRS ÞRASTAR BENTHSSONAR, Skógargötu 18, Sauðárkróki. Helga Jónsdóttir, Alda Ferdinandsdóttir, Benth Behrend, Þyri Edda Benthsdóttir, Guðrún Benthsdóttir, Gústav Benthsson, t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU JÚLÍUSDÓTTUR, Hólavegi 28, Sauðárkróki. Friðrika Hermannsdóttir, Bragi Skúlason, Agnar Hermannsson, Anna Leósdóttir, Kári Hermannsson, Sigurlína Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR SNÆHÓLM. Alda Snæhólm, Njörður Snæhólm, Kristfn Snæhólm, Guðmundur Snæhólm, Edda Snæhólm og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.