Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 ÍÞRÚntR FOLK ■ BREIÐABLIK sigraði Víði, 3:1, í Litlu bikarkeppninni á mið- vikudagskvöld. Ungur og efnilegur Bliki, Arnar Grétarsson, vakti athygli fyrir góðan leik. Hann er aðeins 15 ára og er bróðir Sigurð- ar Grétarssonar sem leikur með Luzern í Sviss. Mörk Breiðabliks 'gerðu Grétar Steinþórsson, Ing- valdur Gústafsson og Jón Þórir Jónsson úr víti. Heimir Karlsson gerði mark Víðis. ■ STJARNAN sigraði Breiða- blik, 4:3, í Litlu bikarkeppninni í kvennaflokki. Leikurinn þótti lofa góðu fyrir komandi keppnistímabil. KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR Island - Ungverjaland: íslenska liðið án lykilmanna Átján leikmenn valdir. Atli og Sigurður Jónsson í hópnum, en ekki víst að þeir leiki SIEGFRiED Held, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, til- kynntí í gœr 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum, sem f ram fer í Búdapest í nœstu viku. Atli Eðvaldsson og Sigurður Jóns- son eru valdir, en á morgun skýrist hvort fólög þeirra samþykki að þeirfari. Eins og fram hefur komið, verður íslenska liðið án lykil- manna. Ásgeir Sigurvinsson og Guðni Bergsson eru meiddir og eins gaf Ásgeir ekki kost á sér í leikinn, Amór Guðjohnsen, Bjami Sigurðsson og Sigurður Grétars- son hafa öðrum hnöppum að hneppa og Pétur Pétursson er ekki í náðinni hjá landsliðsþjálfar- anum. Úr ólympíuhópnum fara Birkir Kristinsson, Olafur Þórðarson, Ágúst Már Jónsson, Rúnar Krist- insson, Halldór Áskelsson, Þor- ‘ vaidur Örlygsson, Guðmundur Steinsson, Guðmundur Torfason, Pétur Amþórsson og Viðar Þor- kelsson. Guðmundur Baldursson, Pétur Ormslev og Ragnar Mar- geirsson fara héðan til móts við hópinn í dag og auk þeirra koma atvinnumennimir Gunnar Gísla- son, Sævar Jónsson og Ómar Torfason, en óvíst er með Atla Eðvaldsson og Sigurð Jónsson eins og fyrr segir. Leikurinn verður í beinni útsend- igu sjónvarps í Ungvetjalandi. ■ ÍSLENDINGAR leika við Austur-Þjóðveija í undankeppni ólympíuleikanna í Bischofswerda í Austur-Þýskalandi í dag kl. 13.00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu. ~^iÚtsendingin hefst kl. 12.55. ■ SJÖ enskir ólátaseggir voru handteknir eftir vináttulandsleik Ungverja og Englendinga í Búda- pest á miðvikudagskvöld. Það voru um 40 ólátaseggir sem byijuðu ólætin á diskóteki í Búdapest og réðust á bíla og hentu bjórflöskum þannig að nokkrir vegfarendur meiddust lítillega. Alls voru 1000 enskir áhorfendur sem fylgdust með leiknum. ■ SYDNEY Maree, hlauparinn snjalli frá Suður-Ameríku sem keppir fyrir Bandarikin, sigraði í 5.000 metra hlaupi utanhúss í Renn Relays-mótinu í Philadelphiu í fyrra kvöld. Hann náði besta tíma sem náðst hefur á þessu ári, 13.39,90 mínútur. Terry Braham, sem á bandaríska metið, varð annar og Are Nakkim frá Noregi þriðji. Coiette Goudreau, 22 ára nemi, sigraði í 10.000 m hlaupi kvenna á sama móti. Hún náði þriðja besta tíma bandarískra kvenna sem náðst hefur á þessari vegalengd, 32.06,14 mínútur. Þetta var í fyrsta sinn sem jSoudreau keppti í 10.000 m hlaupi. BLAK / OLDUNGA Þróttur sigraði í öldungaflokki Þróttur varð íslandsmeistari öldunga í blaki 1988. Öldungmótið fór fram á Húsavík um síðustu helgi. Þátttakendur voru um 300 víðsvegar af að landinu. Völsungur sigraði í kvennaflokki, HK sigraði í öðlingaflokki karla og Eik í öðlin- gaflokki kvenna. Á myndinni er sigurlið Þróttar. Aftari röð frá vinstri: Björgólfur Jóhannsson, Hörður Sverrisson og Sigfús Haraldsson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Pálsson, Haraldur Geir Hlöðversson, Böðvar Helgi Sigurðsson og Tómas Tómasson. Morgunblaöiö/Siguröur P. Björnsson SKÍÐI / TVÍKEPPNI || BANDARÍSKAR ÍÞRÓTTIR Morgunblaöi^Bjarni Eiriksson VarAlaunahafar í tvíkeppni SR. Frá vinstri: Ásta María Reynisdóttir, Bragi Viðarsson, Amgerður Viðarsdóttir og Sveinn Ásgeirsson. Sveinn sigraði Tvíkeppni í göngu og svigi fór fram á vegum Skíðafélags .^íteykjavíkur í Bláfjöllum fyrir skömmu. Þetta var í 4. sinn sem þetta mót er haldið og hefur það öðlast fastan sess hjá skíðamönn- um. Keppt er í svigi og 4 km göngu og ræður samanlagður árangur úrslitum. Sveinn Asgeirsson frá Neskaupstað sigraði í karlaflokki í þriðja sinn. Úrslit urðu sem hér segir: KarLar 17-34 ára: Sveinn Ásgeirsson, Nesk...............41,96 Brynjar Guðbjartsson, ísaf.............45,7 Einar Ingvason, ísaf..................60,69 Karlar 35-49 ára: Halldór Matthíasson, SR...............55,72 Viggó Benediktsson, KR................97,00 Viðar Kárason, SR....................160,34 Ungtingar: Bragi Viðarsson, SR...................97,66 Benedikt Viggósson, Vík............ 137,06 öldungar: Hörður Guðmundsson, SR...............134,87 Matthías Sveinsson, SR...............137,47 Konur. Ásta María Reynisdóttir, SR.............2,6 Stúlkur 12 ára og yngri: Amgerður Viðaredóttir, SR.............14,15 Samiðí NBA-deildinni Samningurinn gildirtil 1994 LEIKMENN og eigendur liða í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik undirrituðu ívik- unni nýjan samning um kjör og réttindi leikmanna. Með sam- komulagi þessu hœttu leik- menn við að fylgja eftir lögsókn á hendur eigendum fyrir brot á lögum um ólögmæta viðskipta- hætti. Fyrri samningur þessara aðila rann út í haust og þegar samn- ingar náðust ekki um nýjan samn- ing ákváðu leikmenn að leysa ^■■■1 verkalýðsfélag sitt Gunnar upp og lögsækja Valgeirson eigendur fyrir brot á skrifar lögum um ólögmæta viðskiptahætti. í vikunni tilkynnti David Stem, for- seti NBA-deildarinnar, að náðst hefði samkomulag milli fulltrúa leikmanna og eigenda um nýjan samning. Þó að leikmönnum hafi ekki tekist að losa sig við þak á laun liða og háskóladráttinn, þá náðu þeir mjög að losna um hömlur á samningsrétti sfnum og hækkun á þeirri upphæð sem liðum er heim- ilt að greiða leikmönnum sínum. Samningurinn gildir til vors árið 1994 og er körfuknattleiksáhuga- mönnum vestanhafs mikill léttir, því með honum er afstýrt verkfalli leikmanna í haust, en verkföll hafa nokkuð sett strik sitt á aðrar at- vinnuíþróttir undanfarin ár. NHL-ísknattlelksdeildln Nú stendur yfir úrslitakeppnin í NHL-deildinni í ísknattleik og hafa lið Detroit og Edmonton, meistar- amir frá því í fyrra, náð að komast í undanúrslit. Lið Boston mun síðan keppa við annaðhvort New Jersey eða Washington í hinum undanúr- slitunum. Lið Edmonton verður að teljast sigurstranglegast af þessum liðum, enda leikur besti ísknatt- leiksleikmaður deildarinnar fyrr og síðar, Wayne Gretsky, með liðinu. íþróttir helgarinnar Veggtennis Islandsmótið í veggtennis fer fram um helgina í Veggsport og Dansstúdíó Sóleyjar. Kepp- endur verða um 70 og er það metþátttaka í þessari íþrótta- grein sem hefur ört vaxandi vinsældum að fagna. Mótið er tvískipt. Squash-mótið hófst í gærkvöldi í Veggsport og lýkur í dag. Racquetball- mótið verður á morgun, sunnudag, í Dansstúdíó Sól- eyjar. Frjálsar íþróttir Víðavangshlaup íslands, sem frestað var fyrr í mánuðinum, verður haldið í dag, laugar- dag, kl. 14.00. Hlaupið verður haldið við Graskögglaverk- smiðjuna á Saurbæ í Dala- sýslu. Fjölskylduhlaup Fjölskylduhlaup UMG Fjölnis í Grafarvogi fer fram á morg- un, sunnudag. Hlaupið verður frá Foldaskóla, viðráðanlegan hring um hverfið. Þetta er fyrsta keppni sem fram fer á vegum hins nýja ungmennafé- lags í Grafarvogi, en það var stofnað 11. febrúar síðastlið- inn. I skráningar- og þátt- tökugjaldi, sem verður 250 krónur, er innifalin treyja og viðurkennigarskjal fyrir alla þátttákendur. Einnig verða veitt verðlaun fyrir efstu sæt- in. Skfði Sannkölluð skíðahátíð verður á vegum skíðadeildar Ár- manns í Bláfjöllum um helg- ina. I dag verður keppt í sam- hliðasvigi. Sextán manna úr- slit heíjast kl. 13.30. Á morg- un kl. 12.00 verður skíðaballet og einnig verður brunkeppni þar sem þátttakendur renna sér frá fjallatoppi og niður á jafnsléttu. í Hlíðarfjalli við Akureyri fer frá Öldungamót íslands á skíðum um helgina. Glfma Íslandsglíman fer fram í dag, laugardag, að Laugum í Þin- geyjarsýslu. Þetta er síðasta stórmót glímumanna á þessu keppnistímabili. GoH Vormót í golfi verður haldið á Strandarvelli á morgun, sunnudag kl. 08.00. Mótið er opið og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Á morgun, sunnudag, fer fram einnar kylfu keppni að Korpúlfsstöðum hjá GR. Leik- ið verður með forgjöf og verð- ur ræst út frá kl. 13.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.