Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
Nýr bátur til
Vestmannaejja
EMMA VE 219, nýr 83 tonna stál-
bátur, kom nýlega til heimahafn-
ar í Vestmannaeyjum. Báturinn
var smiðaður í Póllandi og er i
eigu Kristjáns Óskarssonar, sem
er skipstjóri á Emmu, og Arnórs
Páls Valdimarssonar 1. vélstjóra.
Emma VE er 23 metrar á lengd
og með 705 hestafla aðalvél, búin
fullkomnustu tækjum. Allur ffa-
gangur á visatarverum er mjög
góður og eigendur segja skipið hafa
reynst vel á heimleiðinni, gang-
hraðinn var 9 sjómílur. Emma er
sérútbúin fyrir 660 lítra ker og má
koma 69 kerum fyrir í lestinni.
Kaupverð skipsins var um 65 millj-
ónir króna.
Horgunblaðið/Árni Sæberg
Yfirlitsmynd af svæðinu. Fremst til hægri er Seðlabankinn, og vinstra megín við hann er hús launa-
deildar fjármálaráðuneytisins. Þar tíl vinstrí eru lóðir við Sölvhólsgötu, sem byggt verður á. Fyrir miðri
er Sambandshúsið og ofan við það Arnarhváll. Nýbygging kemur f gatið milli bygginganna, sem snýr út
að Arnarhóli. Vinstra megin við Arnarhvál eru hús Hæstaréttar og Litla sviðs Þjóðleikhússins, en á
milli þeirra er fyrirhuguð nýbygging. Svo verður væntanlega byggt hús í vinkil á horni Skuggasunds
og Sölvhólsgötu, sem ná mun frá husi Litla sviðsins og að austurgafli Sambandshússins.
Byggingarsvæði stjórn-
arráðsins kannað
Hugmyndir um nánast samf ellda
húsaröð í ferhyrning
NÚ ER verið að gera könnun á   garðar. Vilhjálmur sagði að nauð-
lýsingar að enn lægju engir upp-
drættir fyrir af svæðinu.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Emma VE 219 kemur til heimahafnar
vegum stjórnarráðsins á svæð-
inu milli Lindargötu og Skúla-
götu með tiliiti til byggingar-
framkvæmda stjórnarráðsins f
framtíðinni. Nefnd var stofnuð
er rfkið f esti kaup á Sambands-
húsinu við Sölvhólsgötu tíl þess
að gera tíUðgur um framtiðar-
tílhðgun á svæðinu og mun hún
skila álití á næstunni.
Vilhjálmur  Þ.  Vilhjálmsson,
formaður      skipulagsnefndar
Reykjavíkurborgar, sagði að
stjórnarráðið hefði haft samráð við
borgarskipulagið um þessa könn-
un. Að sögn Vilhjálms hafa hann
og Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður borgarskipulagsins,
átt viðræður við Sigurgeir Jóns-
son, ráðuneytisstjóra í fjármála-
ráðuneytinu, um tilhögun framtíð-
arygginga stjórnarráðsins á svæð-
inu. Vilhjálmur sagði að hugmynd-
in væri að byggð yrði nánast sam-
felld húsaröð í ferhyrning, sem
afmarkaðist af Lindargötu að
sunnan, Ingólfsstræti að vestan,
Sölvhólsgötu að norðan og
Skuggasundi að austan. Inn á
milli  bygginganna  yrðu  síðan
synlegt væri að gera ráð fyrir bíla-
geymslum fyrir þessar byggingar,
samkvæmt nútímakröfum. „Það
verður ekki leyft að byggja fer-
metra nema nógar bílageymslur
verði fyrir hendi," sagði Vilhjálm-
ur.
Á svæðinu sem um ræðir eru
allmargar óbyggðar Ióðir, allar í
eigu ríkisins að sögn Vilhjálms.
Þar má nefha lóð við Lindargötu
á milli húss Hæstaréttar og húss-
ins, sem áður var íþróttahús J6ns
Þorsteinssonar, en hýsir nú Litla
svið Þjóðleikhússins. Einnig mun
fyrirhugað að byggja inn í gat,
sem er við Ingólfsstræti, milli Arn-
arhváls og Sambandshússins. Stór
nýbygging kemur svo væntanlega
í vinkil meðfram Sölvhólsgötu og
Skuggasundi. Þá er gert ráð fyrir
byggingum við Sölvhólsgötu, and-
spænis Sambandshúsinu.
Að sögn Guðmundar Benedikts-
sonar, ráðuneytisstjóra í forsætis-
ráðuneytinu og formanns nefndar-
innar, sem gera á tillögur um
framtíðarskipan svæðisins, mun
hún skila áliti bráðlega. Nefndin
hefur samvinnu við húsameistara
ríkisins, en þar fengust þær upp-
Tap á frystingu áætlað
2V2% eftir gengisfellingu
Á FUNDI formanna ríkisstjórn-
arflokkanna og verkalýðsleið-
toga á þriðjudag voru lagðir
fram útreikningar Þjóðhags-
stofnunar á fjómm dæmum um
þróun efnahagsmála á árinu
1988. Er þar reiknað með að sjáv-
arútvegurinn í heild sé rekinn
með 1% hagnaði eftir 10% geng-
isfellinguna þann 16. maí sl., þar
af séu veiðar reknar með 2%
halla, frystíng með 2V2% halla
og söltun með 7% hagnaði. Þá
er gert ráð fyrir að verðbólga
verði 23% frá upphafi til loka
ársins en verði 5% þrjá fyrstu
mánuði ársins 1989.
Fram kemur að verð á botnfisk-
mörkuðum erlendis hefur lækkað
verulega eða um 8-9% frá þvf Þjóð-
hagsstofnun gerði þjóðhagsspá í
byrjun mars. Er tekjutap þjóðarbús-
ins af þessum sökum áætlað 2,8
milljarðar króna. Þá hefur verið
samið undanfarið um meiri launa-
hækkanir en í samningi Verka-
mannasambandsins, og miðað var
við í þjóðhagsspá, og í þriðja lagi
hafa kjarasamningar dregist.
Vinnudæmi Þjóðhagsstofnunar eru
gerð í ljósi þessara breytinga.
í fyrsta dæminu er gert ráð fyr-
ir þessum breyttu aðstæðum, að
engin breyting hafi orðið á gengi
krónunnar og að viðskiptahalli verði
fjármagnaður með erlendum lánum.
Utkoman er að viðskiptahalli á ár-
inu verði 12-13 milljarðar eða um
5% af landsframleiðslu. Þá er halli
botnfiskveiða og vinnslu áætlaður
7% af tekjum, þar af verði veiðar
reknar með 1% halla, frysting með
12V2% halla og söltun með 2%
halla. Þá er gert ráð fyrir að kaup-
máttur atvinnutekna rýrni um
1V2%, meðalverð erlends gjaldeyris
hækki um 6V2% á árinu og raun-
gengi hækki um 10Vz%. Miðað er
við að. verðbólga verði 16% frá upp-
hafi til loka ársins.
Gjaldeyrisútstreymið í síðustu vikur
Beiðni um upplýsingar
ítrekuð bréflega í gær
Fjármálaráðherra hefur ekki
enn fengið umbeðnar upplýsing-
ar frá gjaldeyríseftirliti Seðla-
bankans um það hverjir keyptu
gjaldeyri fyrstu þrjá dagana í
síðustu víku, en þá var seldur
gjaldeyrir fyrir 2,5 milljarða
króna. Beiðni um upplýsingar
voru itrekuð skriflega f gær.
Fjármálaráðherra segist munu
meta hvort hann birti upplýsing-
arnar opinberlega þegar hann
fær þær f hendur.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að hann horfði
nánast í forundran á fréttaflutning
af þessu máli sem hefði brenglast
í hugum sumra fjölmiðla. „Stað-
reyndirnar eru þær að á fostudag
í síðustu viku leitaði ég eftir upplýs-
ingum frá Landsbankanum um
sundurliðun á gjaldeyriskaupum á
svarta miðvikudaginn, einkum með
það í huga að fá fram upplýsingar
um það hverjir hefðu átt þar stærst-
an hlut að máli. Um það hef ég enn
ekki fengið svör og kann að vera
að bankinn líti svo á að hann sé
undir kvöðum um bankaleynd, enda
er fjármálaráðherra ekki yfírmaður
bankamála," sagði Jðn.
Hann sagði að þar sem hann
gegndi nú embætti viðskiptaráð-
herra f fjarveru Jóns Sigurðssonar
hefði hann óskað eftir því við emb-
ættismenn í viðskiptaráðuneytinu
að gengið yrði eftir þessum upplýs-
ingum. Þeirra niðurstaða hefði ver-
ið sú að réttast væri að snúa sér
beint til gjaldeyriseftirlits Seðla-
bankans og það hefði verið gert,
fyrst munnlega, og þar sem svör
hefðu enn ekki borist sagðist Jón
Baldvin hafa áréttað þetta með
skriflegu erindi til gjaldeyrisdeildar
Seðlabankans í gær.
„Ástæðan fyrir því að beðið er
um þessar upplýsingar er sú, að
mér finnst rétt að staldra við það,
hversu snöggt þetta gjaldeyrisút-
streymi var og hvernig upplýsinga-
ferillinn er. Annað sem fyrir mér
vakti var að fá upplýsingar til að
annaðhvort staðfesta, eða kveða
niður, sögur sem ganga fjöllunum
hærra í viðskiptaheiminum um mik-
il gjaldeyriskaup einstakra aðila,
svo sem Eimskips, Flugleiða, Sam-
bandsins, Landsvirkjunar og jafnvel
bankanna sjálfra. Landsvirkjun hef-
ur þegar gert hreint fyrir sínum
dyrum og ég vil sérstaklega staldra
við það, vegna þess að Stöð 2 mun
hafa eignað mér þá skoðun að ég
hafi leitað eftir þessum upplýsing-
um til þess að fá staðfestar sögu-
sagnir um gjaldeyriskaup Lands-
virkjunar, en það er alger tilbúning-
ur," sagði Jón Baldvin Hannibals-
í öðru dæminu er gengið út frá
sömu forsendum um viðskiptakjör
og gengisþróun en byggt á því að
erlendar lántökur verði í samræmi
við lánsfjárlög og fjárlög standist,
það er að viðskiptahalli verði ekki
fjármagnaður nema að hluta með
erlendum, lánum. Það leiði síðan til
meiri samdráttar í efnahagslífinu.
Út úr því dæmi kemur að viðskipta-
halli verður 4% af Iandsframleiðslu
eða 10 milljarðar og kaupmáttur
atvinnutekna dregst saman um
5V2%. Miðað við þær forsendur sem
dæmið byggir á er talið að staða
útflutnings- og samkeppnisgreina
verði mjög erfið og hætta á veruleg-
um samdrætti.
I þriðja dæminu er byggt á því
fyrsta að viðbættri 10% gengis-
lækkun krónunnar. Jafnframt er
gert ráð fyrir að laun hækki vegna
verðbótaákvæða kjarasamninga.
Helstu niðurstöður þessa dæmis eru
þær að viðskiptahalli minnkar úr
5% í 4Vz% af landsframleiðslu og
afkoma sjávarútvegs batni þannig
að veiðar verði reknar með 2%
halla, frysting með 2V2% halla og
söltun með 7% hagnaði. Gert er ráð
fyrir að verðbólga verði 23% saman-
borið við 16% í fyrsta dæminu en
í báðum dæmunum verði verðbðlg-
an svipuð í byrjun næsta árs eða
5% miðað við fyrstu þrjá mánuði
1989. Tekið er fram að óvissa um
verðbólgu þá sé mjög mikil. Gert
er ráð fyrir að kaupmáttur atvinnu-
tekna dragist saman um 3V2% mið-
að við 1V2% í fyrsta dæminu. Þá
hækki meðalverð erlends gjaldeyris
um 18% og raungengi hækki um
8%,
I fjórða dæminu er miðað við
sömu forsendur og í öðru dæmi'nu
að viðbættri 10% gengisfellingu og
að laun hækki ekki vegna verð-
bótaákvæða í kjarasamningunum.
Viðskiptahallinn er minnstur í því
dæmi, eða 3V2% af landsfram-
leiðslu. Verðbólga og afkoma sjáv-
arútvegsins er eins í þessu dæmi
og því þriðja, en talið lfklegt að
verðbreytingar yrðu eitthvað minni
vegna meira aðhalds. Gert er ráð
fyrir að kaupmáttur atvinnutekna
dragist saman um 8% frá fyrra ári
en verði samt 11% meiri en að
meðaltali 1986.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80