Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 29 Iðnaðarbankinn: Gjaldeyrisvið- skiptin eðlileg Iðnaðarbankinn hefur ritað við- skiptaráðherra, Jóni Sigurðssyni, bréf og fer það hér á eftir: „{ umfjöllun í flölmiðlum að und- anfömu um gjaldeyrissölu 9.—11. maí sl. hefur verið látið að því liggja að viðskiptabankamir hafi stundað spákaupmennsku með gjaldeyri þessa daga. Vegna þessa teljum við nauðsynlegt að upplýsa yður, hr. við- skiptaráðherra, um hlut Iðnaðar- bankans í þessum viðskiptum. í yfirliti Seðlabankans til yðar er borinn saman gjaldeyrisjöfnuður 29. apríl og 17. maí. Til frekari skýring- ar viljum við upplýsa að 28. apríl keypti Iðnaðarbankinn gjaldeyri af Seðlabankanum fyrir 39 m.kr. á sparisjóða 6.—11. maí, em í tölum um Iðnaðarbankann taldar með gjaldeyrissölu millifærslur þann 6. maí að upphæð 172 m.kr. af gjald- eyrisreikningi í Seðlabanka yfir á viðskiptareikninga í erlendum bönk- um. Slíkar millifærslur hafa að sjálf- sögðu engin áhrif á gjaldeyrisjöfnuð eða gjaldeyrissölu á innlendum markaði. Til þess að eyða hugsanlegum efa- semdum um það að eðlilega hafi verið staðið að gjaldeyrisviðskiptum dagana fyrir gengisbreytingu fer hér á eftir yfirlit um öll gjaldeyrisvið- skipti Iðnaðarbankans síðustu dag- ana fyrir gengisbreytingu og sem fram fóm á gengi eins og það var skráð dagana 9. maí til 11. maí: þús. kr. Gjaldeyrisjöfnuður 6. maí -12.470 Keypt af viðsk.mönnum 9. maí 821 Keypt af viðsk.mönnum 10. maí 8.399 Keypt af viðsk.mönnum ll.maí 1.355 +10.575 Selt viðsk.mönnum 9. maí 52.343 Selt viðsk.mönnum 10. maí 29.307 Selt viðsk.mönnum 11. mai 98.952 -180.602 Keypt af Seðlab. 9. maí 31.207 Keypt af Seðlab. 10. maí 89.515 Keypt af Seðlab. 11. maí 95.735 +216.457 Gjaldeyrisjöfnuður í lok dags 11. mai gengi þess dags en sem að venju er afgreitt af Seðlabanka 2 virkum dög- um síðar. Raunvemlegur gjaldeyri- sjöfnuður Iðnaðarbankans var því jákvæður um 14 m.kr. 29. apríl en ekki neikvæður um 25 m.kr. eins og yfirlitið sýnir. Þá teljum við mikilvægt að upp- lýsa, að í yfirliti Seðlabankans um gjaldeyrissölu til viðskiptabanka og Breytt mynd- sendaskrá VIÐ sendingn myndsenda- skrár Póst- og símamála- stofnunarinnar til notenda uppgötvuðust mistök varð- andi stafrófsröð, bæði í not- endaskrá og í skrá yfir póst- faxstöðvar. Nú hefur stofn- unin sent út nýja skrá og feUur sú eldri þvi úr gildi. í bréfi, sem sent var með hinni nýju skrá segir, að ýmsir notendur hafi tiikynnt breyt- ingar frá því nýja skráin fór í prentun og að auki hafi marg- ir bæst við. Því sé útgáfa við- bótarskrár eða nýrrar mynd- sendaskrár fyrirhuguð. Not- endur eru því beðnir að athuga hvort allt sé rétt tilgreint varð- andi myndsendi þeirra í skránni og tilkynna Símamála- skrifstofu Póst- og símamála- stofnunarinnar um það sem rangt kann að reynast. +33.960 Gjaldeyrisjöfnuður Iðnaðarbank- ans var þvi jákvæður um tæplega 34 m.kr. þegar gengisbreytingin átti sér stað. Er það svipuð tala og stefnt er að á hverjum degi og er að okkar mati í samræmi við þær reglur sem gilt hafa um gjaldeyrisjöfnuð. Við vonumst til að þessar upplýs- ingar skýri að Iðnaðarbankinn hefur ekki leitast við að hagnast á gengis- breytingunni heldur voru gjaldeyris- viðskipti hans með venjubundnum hætti þessa umræddu daga, en við erum að sjálfsögðu fusir til að gefa frekari skýringar sé þess óskað." Fjármálaráðherra: Karl Gunnlaugs- son með bikara þá sem hann vann til, eftir að hafa hafnað í öðru og þriðja sæti í keppnum þennan daginn. Karl í harðri baráttu um ann- að sætið í fyrstu. keppni dagsins. Hann er á hjóli nr. 131. \ Morgunblaðið/Knstinn Ingvarsson Mótorhj ólakappakstur: Datt á 130 km hraða Fór þó heim með tvo bikara úr þremur keppnum London. KARL Gunnlaugsson, 22 ára gamail Reykvikingur, hefur undan- farnar vikur tekið þátt í kappakstri á mótorhjóli hér í Bretlandi og staðið sig með ágætum. Tíðindamaður Morgunblaðsins fylgdist með Karli i keppni laugardaginn 7. maí, en þann dag tók hann þátt í þremur keppnum. Karl hafnaði í öðru sæti S fyrstu keppninni. í annarri keppni dags- ins hélt hann forystunni fyrstu fimm hringina. Á sjötta hring féll hann og var úr leik. „Ég bremsaði of harkalega fyrir eina beygjuna og missti hjólið niður að framan og skall í brautina á um 130 km hraða," sagði Karl. Hann sakaði þó ekki og tókst að laga skemmdimar á hjólinu, en þær voru tiltölulega litlar. Það hafðist tímanlega fyrir þnðju og síðustu keppni dagsins. I þeirri keppni gekk betur og Karl hafnaði í þriðja sæti. Hann hélt því heim sæll og glaður eftir daginn með tvo bikara í farteskinu. Hjólið sem Karl keppir á er af gerðinni Yamaha FZR 1000. Það er með fjögurra strokka tuttugu ventla og vatnskældri vél. Hjólið er 210 kg þungt og aflið er 130 hestöfl. Hámarkshraði hjólsins er 275 km á klukkustund og það tek- ur einungis 2,8 sekúndur að ná 100 km hraða á tryllitæki sem þessu. Brautin sem keppt er á nefnist Brands Hatch og er talin vera ein öruggasta og besta keppnisbraut Breta. Til gamans má geta þess, að heimsmeistarakeppnin í mótor- hjólakappakstri hefur verið haldin þar, einnig keppnir í Formula Grand Prix keppninni. Þau mót sem Karl Gunnlaugs- son hefur tekið þátt í hafa verið haldin á vegum British Motorcycle Racing Club og Clubmans Racing Club. Hann keppir í opnum flokki. Mesti hraði sem næst í keppnum sem þessum, á beinum köflum brautarinnar, er um 210 km á klukkustund, en meðalhraði er um 135 km á klukkustund. Kristinn Ingvarsson Ekki hægt að skerða lög- bundna lánskjaravísitölu „ÞAÐ ER ekki hægt að skerða lögbundna lánskjaravísitölu með aftur- virkum hætti á skuldbindingar sem þegar hafa verið gerðar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, aðspurður um ummæli Steingríms Hermannssonar að hann vildi skerða hækkun lánskjaravi- sitölu fyrir næstu mánaðamót ef slikt væri unnt. Fjárfestingafélagið hefur spáð nærri 5% hækkun á lánskjaravisitölunni, sem samsvarar um 70-80% verðbólgu, en Seðlabankinn spáir 3,5-4,6% hækkun. „Ég hef ekki forsendur til að meta hvort spádómsgáfa Seðla- banka eða fjárfestingarfélagsmanna er haldbetri. Hitt þarf engum að koma á óvart að gengisfelling hefur verðbólguáhrif. Það er auðvitað hægt að breyta grundvelli lánskjaravísitölunnar og taka upp aðra viðmiðun. Það er eitt af álitamálunum, sem nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði fyrir nokkrum vikum hefur til umfjöllun- ar, en hún á að taka t.il rannsóknar öll mál tengd lánskjaravísitölu og sjálfvirkum vísitöluviðmiðunum. Einn veigamesti þátturinn í hliðar- ráðstöfunum ríkisstjómarinnar í kjölfar gengisbreytingar var að hraða störfum þessarrar nefndar, en hún á að skila áliti upp úr mán- aðamótunum." Jón Baldvin sagði að hægt væri að lækka vexti á verðtryggðum skuldbindingum með lögum, en sú tillaga hefði ekki fengið stuðning í umfjöllun um efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar. Ef menn vildu koma í veg fyrir sjálfvirka vísitölu- viðmiðun launa væri rökrétt að skoða einnig með hvaða hætti eigi að draga úr sjálfvirkri verðtryggingu Ijármagns og því væri gert ráð fyrir því að niðurstöður nefndarinnar lægju fyrir áður en reyndi á ákvæði rauðu strikanna í júlí. Þá yrðu einn- ig teknar ákvarðanir um vísitöluvið- miðanir launa, en Jón Baldvin sagði að hann vildi ekki tjá sig um það fyrr tillögur nefndarinnar lægju fyr- ir. GÍSLI J. JOHNSEN n i NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.