Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MOftGUNBLAÐIÐ. FÖSTtJDAGTJR í. JÚIJ1988
VSÍ ræður
starfsmann
til að fylgj-
ast með EB
Vinnuveitendasamband íslands
hefur ákveðið að fela einnm
manni það verkefni i fullu starfi
að fylgjast með þróun eins mark-
aðar innan Evrópubandalagsins.
Að sögn Gunnars J. Friðrikssonar
formanns VSÍ verður f haust sett
á stofn samstarfsnefnd atvinnu-
veganna um samskipti íslands og
Evrópubandalagsins. Þá verður
að lfkindum ráðinn fastur starfs-
maður með aðsetur í Brussel til
þess að fylgjast með þróun mála
hjá bandalaginu og koma sjónar-
miðum hiutaðeigandi samtaka á
framfœri.
Hópur manna úr fslensku atvinnu-
Ufi var f Brussel f sfðustu viku til
þess að kynnast starfsemi Evrópu-
bandalagsins og þróun eins markað-
ar. Stefnt er að því að ríki bandalags-
ins verði eitt markaðssvœði 320 millj-
óna manna árið 1992. Evrópubanda-
lagsþióðirnar eru stœrstu viðskipta-
vinir Islendinga og breytingar á skip-
an innan EB munu ugglaust hafa
áhrif á útflutningsatvinnuvegi þjóð-
arinnar.
Þau samtök atvinnuveganna sem
munu sameinast um tengilið við Evr-
ópubandalagið yrðu í fyrstu VSÍ,
Félag fslenskra iðnrekenda og Versl-
unarráðið en fleiri aðilum verður
boðin þátttaka. „Okkur varð Ijóst að
ef við ætlum okkur að fylgjast með
þvf sem er að gerast á vettvangi
Evrópubandalagsins verðum við að
leggja f það vinnu," sagði Gunnar.
„Systursamtök okkar á Norðurlönd-
um hafa öll ráðið sér menn til starfa
f Brussel.
Með þvf að hafa mann á staðnum
gefst okkur tækifæri til þess að fylgj-
ast með vinnu í undirnefndum Evr-
ópubandalagsins og koma sjónarmið-
um okkar á framfæri þegar mál eru
enn á undirbúningsstigi. Fastur
starfsmaður ytra gæti sfðan kallað
regiulega sérfræðinga að heiman til
aðstoðar við úrvinnslu flókinna mála
og hefði aðgang að sérfræðingum
systursamtaka okkar," sagði Gunnar
J. Friðriksson.
Kvennaskari í f erðahug
Morgunblaðið/Sverrir
MIKILL fjöldi kvenna var samankominn í húsi BSRB í gœr- I konur hafa skráð sig til þátttöku á kvcnnaþinginu. Baráttusöng-
kvöldi, þar sem halHinn var kynningarfundur vegna Norræna I ur hefur verið saminn fyrir ferðina og var hann kyrjaður af
kvennaþingsins f Osló 30. júlí tíl 7. ágúst nk. Nærri 800 íslenskar   | miklum móð á fundinum í gærkvöldi.
Útflutningur á ísuðum fiski
helmingaður til haustsins
í NÝRRI regiugerð um útflutning
á ferskum fiski, sem gefin verður
út i dag, er kveðið á um helming-
un á útflutningi á fsuðum þorski
og ýsu f rá þvf sem var mánuðina
júlí, ágúst og september á sfðasta
ári. Þá voru flutt utan, til Bret-
lands og Þyzkalands, 10.989 tonn
Félagsvísindadeild Háskólans:
Hannes H. Gissurar-
son skipaður lektor
í stjórnmálafræði
Henntamálaráðherra hefur
skipað dr. Hannes Hólmstein Giss-
urarson lektor f stiórnmálafræði
við félagsvfsindadeild Háskóla fs-
lands frá 1. ágúst. Henntamála-
ráðherra féllst ekki á niðurstöðu
dómnefndar um hæfni umsækj-
enda um stöðuna hvað dr. Hannes
varðar og leitaði meðal annars
umsagnar fyrrum kennara dr.
Hannesar erlendis og fleiri stjórn-
málafræðimenntaðra manna áður
en hann tók ákvörðun sfna.
Aðrir umsækjendur um stöðuna
voru Ólafur Þ, Harðarson, Gunnar
H. Kristins8on, Björn Stefánsson og
einn er óskaði nafnleyndar. Niður-
stöður dómnefndar um hæfni um-
sækjenda, sem skipuð var Svani
Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni,
Sigurði Lfndal og Jónatan Þórmunds-
syni, voru þær að Óiafur Þ. Harðar-
son væri vel hæfur og Gunnar Helgi
Kristinsson væri hæfur til að gegna
stöðunni. Dr. Hannes var dæmdur
hæfur að hluta.
í bréfi Johns Grays, kennara í
stjórnmálafræði við Oxford-háskóla
á Englandi og fyrrum leiðbeinanda
dr. Hannesar, segir: „Ég er fullfær
um að staðfesta að hann (þ.e. Hann-
es H. GÍ8surarson) er hæfur til að
kenna stjórnmálaheimspeki og
stjórnmálafræði, bæði byrjendum og
þeim sem lengra eru komnir. Hann
hefur einstaka hæfileika og ég er
ekki í nokkrum vafa um að hann er
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son.
fyllilega undirbúinn undir þá stöðu
sem um ræðir."
í sama streng tekur Norman P.
Barry, prófessor í stjórnmálafræði
við Buckingham-háskóla á Englandi
og einnig fyrrum kennari dr. Hannes-
ar. Undir þetta álit hinna ensku
fræðimanna tók einnig dr. Gunnar
Pálsson, sem er einn fárra íslend-
inga, sem lokið hafa doktorsprófi f
stjórnmálafræði.
Sjá einnig greinargerð mennta-
málaráðuneytisins á sfðu 24.
af þorski fyrir 649,2 milljónir
króna, eða 59 krónur að meðaltali
og 2.451 tonn af ýsu fyrir 172,3
milljónir eða 70 krónur að meðal-
tali hvert kfló. Skiptar skoðanir
eru um þessa ákvörðun. Gfsli Jón
Hermannsson, framkvæmdastjóri
Ögurvíkur, kallar þetta frelsis-
sviptingu og Jón Ásbjörnsson,
gámaútflytjandi, er andvígur
þessari reglugerð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verður mönnum nú gert að
sækja um útflutningsleyfi með
nokkrum fyrirvara, en til þessa hefur
leyfísveiting verið nær sjálfkrafa og
oft ekki verið staðfest fyrr en eftir
að fi8kurinn er farinn utan. Stefnt
er að því að ekki fari meira en 500
tonn af þorski utan f viku hverri og
til að ná því markmiði verður engum
nýjum aðilum leyfður útflutningur,
hvorki í gámum né með fiskiskipum.
Verði óskað útflutningsleyfÍB fyrir
meira en 500 tonn, verður magnið
helmingað hjá hverjum og einum, sé
þess þörf, en útflutningsleyfin verða
bundin við skip og báta. Hömlur á
útflutning verða aðeins á þorsk og
ýsu.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að hann væri ekki sáttur við
hömlur á útflutning á ýsu, þar sem
rök, sem styddu hömlur á útflutning
á þorski, ættu ekki við um ýsuna.
Þetta væri engan veginn góður kost-
ur, en ekki gengi að menn héldu
áfram að bjóða niður fiskverðið hver
fyrir öðrum. Ennfremur væru líkur
á hækkandi verði á öllum fiskafurð-
um f haust og því bezt að draga úr
veiðum þangað til.
Gísli Jón Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Ögurvíkur, er í stiórn
LÍÚ og gerir út ísfisktogarana ögra
og Vigra, sem selja megnið af afla
sfnum erlendis. Hann er óánægður
með þessa raðstöfun. „Þetta er nátt-
úrlega frelsissvipting. Tfminn er allt-
of langur, tekjur útgerðar og sjó-
manna verða minni en ella og fisk-
verð innanlands lækkar, þar sem
ekki er lfklegt að dragi úr afla. Þetta
mun koma mjög illa niður á bátun-
um, sem sumir hverjir hafa haft
megnið af tekjum sfnum af útflutn-
ingi á ísuðum fiski. Það verður lfka
erfitt fyrir minni bátana að draga
úr veiðum í sumar og geyma kvótann
til haustsins. Þá getur sjósókn orðið
erfið vegna veðurs. Reyndar hefur
fsfiskurinn skilað okkur mestu svo
það mætti alveg eins takmarka út-
flutning SH og SÍS á frystum fiski
til að reyna að hffa upp afurðaverð-
ið," sagði Gfsli.
„Það gengi kraftaverki næst ef
kvóti á ferskfískútflutning ylli ekki
miklum erfíðleikum. Ég get fallist á
að stjórna þarf framboðinu yfir sum-
armánuðina. En ég sé enga aðferð
til þess að gera það án þess að mis-
muna mönnum, valda ringulreið og
óánægju," sagði Jón Ásbjörasson
forstjóri.   Fyrirtæki  hans  flutti  út
10.000 tonn af ísuðum fiski f gámum
á sfðasta ári.
Jón sagði að það væri vftavert að
tillögur sjávarútvegsráðuneytisúiB
hefðu ekki verið kynntar útflutnings-
ráði stórkaupmanna. Það hefðu verið
eðlileg og sjálfsögð vinnubrögð þegar
mikið væri í húfi. „Staðreyndin er sú
að þessi atvinnugrein hefur skilað
góðri afkomu hvað sem á hefur dun-
ið. Við flytjum út fisk vegna þess að
frystihúsin geta ekki tekið við aflan-
um. Úti býðst betra verð en fiskvinnsl-
an getur boðið og þjóðarbúið ber
minna úr býtum fyrir unninn fisk en
ferskan þegar allt er reiknað."
Steingrímur fer
með rétt mál um
undirbúninginn
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
„Deilan er ekki um lagatúlkun.
Það vita allir að Landsvirkjun
er ekki rikisfyrirtæki f eiginleg-
um skilningi, heldur sameignar-
fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga.
Hítt er rétt að við undirbúning
efnahagsráðstafana i maf var
það skilmerkilega rætt og sam-
eiginleg niðurstaða formanna
stjórnarflokkanna að með gjald-
skrá Landsvirkjunar skyldi farið
með sama hættí og með rfkis-
fyrirtæki," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra
og formaður Alþýðuflokksins,
um það mat Steingrfms Her-
mannssonar, utanríkisráðherra
og formanns Framsóknarflokks-
ins i Morgunblaðinu i gær að
leggja hefði átt fyrir ríkissíjórn
gjaldskrárhækkun Landsvirkj-
unar.
„Þetta gat ekki þýtt annað en
að tveir stjórnarflokkanna, sem
eiga fulltrúa f stjórn Landsvirkjun-
ar, þ.e.a.s Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokkur ætluðu sér að
tryggja það í reynd, hvað sem svo
líður sérstöðu Landsvirkjunar að
lögum. Alþýðuflokkurinn á engan
fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar,"
sagði Jón Baldvin.
„Efnislega var ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar sú, að því er varðaði
gjaldskrárhækkunarbeiðnir, að þær
skyldu ekki ná fram að ganga án
samþykkis ríkisstjórnar. Stefnan
var sett sú að það ætti að halda
þeim mjög í skefjum og gera kröfur
til þess að opinberar stofnanir og
fyrirtæki sem byggja tekjur sfnar
á gjaldskrám, endurskoðuðu rekstr-
aráætlanir sfnar og legðu fram til-
lögur um samdrátt og sparnað.
Allir voru sammála um að þær
ættu ekki að safna skuldum. Ég
verð því að segja sannleikanum
samkvæmt að Steingrímur Her-
mannsson fer rétt með þennan und-
irbúning málsins. Mér þykir því
miður að svona skuli hafa til tekist
með framkvæmdina," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson að Iokum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60