Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
4-
Aukning hlutafjár
í Velti með nýj-
um eignaraðilum
VIÐRÆÐUR um sölu hlutabréfa
í Velti hf. og verulega aukningu
hlutafjár standa nú yfir við
nokkra aðila en að sögn Ásgeirs
Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, má gera ráð
fyrir að þeim Ijuki um helgina.
Þá segir Ásgeir að Volvo í
Svíþjóð auki að iikindum eignar-
aðild sína í Velti hf.
Viðræður milli stjórnenda Veltis
hf. og líklegra kaupenda hafa nú
staðið yfir í tæplega hálfan mánuð.
Enn er þó óvlst að sögn Ásgeirs
Gunnarssonar hve mikið hlutafé
kemur inn í fyrirtækið og hvort eitt-
hvað verður selt af meirihlutaeign
Gunnars Ásgeirssonar og fjölskyldu
hans. Asgeir segir líklegt að Volvo
í Svíþjóð auki eignaraðild sína sem
nú er 10%.
Þrír yfirmenn hafa sagt upp
störfum hjá Velti hf. en að sögn
Ásgeirs Gunnarssonar gerðist það
í fullri vinsemd og í því skyni að
leyfa fleirum að spreyta sig. „Alls
hætta fimmtán starfsmenn á skrif-
stofu f haust, við þurfum að minnka
við okkur í samræmi við fjárhags-
stöðu og þetta krefst auðvitað
skipulagsbreytinga," segir Ásgeir.
Hann segir að verkstæðisþjónustu
Minni olíu-
hækkun en
fyiHúrtækin
f óru fram á
VERÐLAGSRÁÐ ákvað á sex
klukkustunda löngum fundi i
gær að heimila hækkun á olíu-
verði, en minni þó en verð-
hækkunarbeiðni oliufélaganna
gerði ráð fyrir. Georg Ólafsson
verðlagsstjóri kvaðst í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi
ekki geta gefið nánari upplýsing-
ar um hversu miklar tm»klt»nii-
Verðlagsráð  heimilaði.
Olíufélögin fóru fram á 7% hækk-
un á bensíni, 9% hækkun á svart-
olíu og 10% hækkun á gasolíu.
Verð á unnum olíuvörum hefur far-
ið lækkandi á heimsmarkaði að
undanfornu en forsvarsmenn olíu-
félaganna hafa hins vegar borið því
við að kostnaður innanlands hafi
hækkað verulega, Bandarikjadalur
hafl styrkst auk þess sem þeir hafa
vitnað í gengisfellingar hérlendis,
sem forsendu fyrir hækkunarbeiðn-
inni. Verðlagsráð afgreiddi málið á
fundi sinum í gær og staðfesti verð-
lagsstjóri að hækkun hefði verið
heimiluð, en „þó nokkuð minni" en
olíufélögin fóru fram á.
Veltis verði hætt í september og
því hafi 34 starfsmönnum verk-
stæða verið sagt upp störfum. Hins
vegar verði varahlutaþjónustu Velt-
is haldið áfram.
Aðspurður um ástæður fyrir upp-
sögnunum og viðræðum um sölu
segir Ásgeir Gunnarsson: „Bfla-
verslun hérlendis er sveiflukennd
og erfið. Þótt Volvo-bílarnir seljist
mjög vel um þessar mundir og mik-
ið sé að gera á verkstæðinu hefur
það ekki dugað til að vega upp
vaxtabyrðina.
Ráðist var í byggingarfram-
kvæmdir á Bfldshöfða í ársbyrjun
1986 og látið undan þrýstingi Volvo
í Svíþjóð um að auka verkstæðis-
þjónustu. Veltir hf. fékk vilyrði fyr-
ir erlendu láni, en ný ríkisstjórn
skrúfaði fyrir erlendar lántökur og
fyrirtækið lenti í offjárfestingu eins
og svo mörg önnur. Framkvæmdum
var hætt á Bíldshöfða fyrir ári og
verkstæðið er nú rekið í meira en
helmingi húsnæðisins, hitt stendur
autt."
Sniglar oglögregla ræða málin
Morgunblaðið/BAR
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, og lðgreglan áttu með sér fund f gærkvöldi í húsakynn-
um Sniglanna i Hafnarfirði. Lögreglan óskaði eftir að koma á fund Sniglanna þar sem rætt yrði
um samskipti lögreglu og mótorhjólamanna og skoðanir beggja viðraðar.
Þrðngt var á þingi á fundinum og virtust báðir aðilar hafa mikinn áhuga á að ræða málin.
Komið var inn á hraðakstur, orsakir slysa, tíllitsleysi bflstjóra í garð mótorhjólamanna auk nei-
kvæðrar umfjöllunar fjöimiðla um þá. Það sem líklega vakti hvað mesta athygli á fundinum var
umræða um skort á kennslu á hjólin. Báðir aðilar voru ánægðir með fundinn.
Vöruflutningar til varnarliðsins:
Eimskip fær nú tvö-
falt hærri farmgjöld
FARMGJOLD til Eimskipafélags
íslands hf. vegna flutninga fyrir
varnarliðið á Kef lavíkurflugvelli
eru nú tvöfalt, hærri en á tólf
mánaða timabili frá apríllokum
1987 til siðasta vors og nema að
jafnaði rúmum 11,2 milljónum
islenskra króna á mánuði að sögn
Harðar Sigurgestssonar, for-
stjóra Eimskips. Samið var um
þetta fyrirkomulag í juní við sjó-
flutningadeild bandariska flot-
ans meðan óvissa ríkir um flutn-
ingana vegna útboðskæru Rain-
bow Navigation. Málið er enn
fyrir bandariskum dómstólum og
niðurstöðu að vænta á næstu vik-
um.
Tekjur Eimskipafélagsins af
farmgjöldum frá aprfl 1987 til sama
mánaðar 1988 námu að sögn Harð-
ar Sigurgestssonar 1,5 milljónum
dala, 67,5 milljónum íslenskra
króna, sem er 1,3% af ársveltu fyrir-
Forsætisráðherra á f erð um Vestfirði:
Ræðir við fulltrúa
fiskvinnslunnar
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
raðherra hefur verið á ferð um
Vestfirdi. Hann hefur heimsótt
fiskvinnsluhús og rætt við for-
ystumenn litflutningsfyrirtækja
á ísafirði, f Bolungarvfk og á
Flateyri. Að sögn forsætisráð-
herra er ljóst að um alvarlegan
og aðkallandi vanda er að ræða
hjá þessum fyrirtækjum.
„Það kemur ekki á óvart að hér
er um mikinn vanda að ræða, þótt
hann sé mismunandi mikill eftir
stöðum," sagði forsætisráðherra.
„Hins vegar er gaman að sjá grósk-
una í þessum bæjum, til dæmis á
ísafirði, þar sem fólki fjölgar frekar
en hitt. Það er Ijóst að hér eru nóg
tækifæri, en það gengur auðvitað
ekki að útflutningsgreinarnar séu
reknar með viðvarandi halla."
Þorsteinn sagði að ríkisstjómin
hefði þegar stigið skref til þess að
leysa vanda útflutningsgreinanna,
en vildi ekki tjá sig um það hvort
nýjar fyrirætlanir lægju fyrir eftir
Vestfjarðaferðina. „Vandinn er
hvergi nærri leystur, en þessi ferð
hefur skýrt þessa mynd og einstaka
drætti málsins," sagði forsætisráð-
herra.
tækisins. Framreiknuð til tólf mán-
aða nema hækkuð farmgjöld um
135 milljónum króna eða 2,6% af
ársveltu. Tekur Hörður þó fram að
varla verði um þetta háar greiðslur
að ræða nema í sumar eða þar til
dómari hefur úrskurðað f málinu
og flutningarnir verið boðnir út á
ný.
Bandaríská skipafélagið Rain-
bow Navigation yfirtók árið 1984
vðruflutninga til varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli eftir að Eim-
skipafélagið og fleiri íslensk skipa-
félög höfðu annast þá í tvo ára-
tugi. Byggðist þetta á bandarískum
lögum frá upphafi aldarinnar um
að vara sem greidd er með skatt-
peningum Bandaríkjamanna skuli
flutt með skipum sem sigla undir
bandarískum fána.
Milliríkjasamningar íslands og
Bandaríkjanna um flutningana náð-
ust árið 1986 en í þeim var bent á
mikilvægi reglulegra sigiinga
íslenskra aðila milli landanna með
vísan til dvalar varnarliðsins hér á
landi. Samningarnir kváðu á um
að 65% flutninganna kæmu í hlut
þess skipafélags sem lægst byði og
35% í hlut lægstbjóðanda frá hinu
landinu. Eimskipafélagið annaðist
samkvæmt þessu 65% flutninganna
og Rainbow Navigation 35% frá því
vorið 1987 þar til í aprfl á þessu
ári þegar flutningarnir voru boðnir
út á ný af sjóflutningadeildinni.
Rainbow Navigation kærði nýtt
útboð flutninganna og var því frest-
að f apríl af dómara í Washington
en skömmu síðar úrskurðað að báð-
ir aðilar skyldu sigia með vörur um
sinn samkvæmt eldri samningum.
Eimskipafélagið fékk svo heimild f
maí til að semja við sjóflutninga-
deildina um hærri farmgjöld til
bráðabirgða og náðist samkomulag
um tvöfalt hærri greiðslur frá og
með júnímánuði.
Sjóflutningadeildin skilaði f
síðastliðinni viku endurskoðuðum
útboðsgögnum til dómara þar sem
að hluta er tekið tillit til gagnrýni
Rainbow Navigation. Að sögn
Harðar Sigurgestssonar felast
helstu breytingar útboðsgagna f að
einungis litlum skipafélögum er nú
heimilt að bjóða í flutningana og
sömuleiðis er stærð skipa sem notuð
eru takmörkuð. Hörður segir óvíst
hvort fulltrúar Rainbow Navigation
sætti sig við endurskoðuð útboðs-
gögn en endanlegrar niðurstöðu
bandarískra dómstóla sé að vænta
á næstu vikum.
Rætt um hækkun
á bindiskyldunni
Bankar hafa ekki keypt ríkisskuldabréf
RÆTT hefur verið í ríkisstjórn
að hækka verði bindiskyldu
banka hjá Seðlabanka kaupi
bankarnir ekki ríkisskuldabréf
eins og lánsfjáráætlun gerir ráð
fyrir. Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra segir að unnið
verði að þessu á næstu dðgum.
Bankarnir hafa til þessa engin
skuldabréf keypt en gert var ráð
fyrir að viðskiptabankarnir
keyptu rikisskuldabréf fyrir
1260 milljónir á árinu.
Innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs
er um 1,2 milljónum undir áætlun
það sem af er árinu og hefur það
komið niður á stöðu ríkissjóðs hjá
Seðlabanka sem er nú um 2,5 rnillj-
örðum lakari en áætlað var.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón Baldvin Hannibalsson að í láns-
fjáráætlun hefði verið gert ráð fyr-
ir að viðskiptabankamir keyptu
ríkisskuldabréf fyrir um 4-500
milljónir fyrri hluta ársins, en þeir
hefðu ekki keypt fyrir fimmeyring.
Sala spariskfrteina væri sfðan um
400 milijónum undir áætlun um
leið og innlausn eldri spariskfrteina
hjá Seðlabanka hefði verið mjög
mikil á fyrri hluta ársins. Hins veg-
ar benti sala spariskírteina síðustu
tvo mánuði til að að góðar horfur
væru á að þetta rétti sig af á síðari
hluta ársins. Að lokum hefði sala
ríkisvíxla verið undir áætlun um
300 miUjónir.
Jón Baldvin sagði þetta megin-
skýringar á vondri stððu ríkissjóðs
við Seðlabankann, ásamt þvf að
yfirdráttur ríkisstofnana vegna
launagreiðslna, aðallega Pósts og
síma og Rfkisiitvarpsins, næmi tæp-
um 500 milljónum króna. „Það er
þó augljóslega nauðsyn á að herða
aðhald f peningamálum, ekki sfst
vegna þess að það stefnir í að út-
gjöld fari verulega umfram láns-
fjáráætlun, bæði vegna áhrifa
gengisfellingarinnar og þess að
ríkisstjórnin hefur heimilað auknar
eriendar lántökur. Sfðan bætist við
það mat að útlánaaukning banka
sé umfram innlánaukningu. Og það
er algerlega lífsnauðsynlegt að við-
skiptabankarnir standi við skuld-
bindingar sfnar samkvæmt láns-
fjáraætlun um kaup á skuldabréfum
ríkissjóðs. Á vettvangi ríkisstjórnar
hefur það verið rætt að verði bank-
arnir ekki við þessu þá verði að
hækka bindiskyldu bankanna sem
því svarar og að því verður unnið
á næstu dögum," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56