Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 5. AGUST 1988
29
^reiðahalla
flbindinga
Morgunblaðið/Sverrir
ndi með fréttamönnum. Frá vinstri eru Höskuldur Ólafsson formaður
er formaður yfirstjórnar, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri og
skoðunar qg sögðu þau röng.
Þannig hefði halli vegna viðhalds
og stofnkostnaðar samtals verið 3
milljónir króna árin 1985-87 en
ekki 36,6 milljónir eins og segði í
skýrslunni. Þá benti Logi Guð-
brandsson á að Ríkisendurskoðun
hefði ekki tekið með í reikninginn
að Hafnarbúðir bættust í rekstur
spítalans eftir að óskir stjórnenda
spítalans um framlög á fjárlögum
t:
gstætt
ríkinu
^igðisráðherra
vegar og Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun hafa ekki verið sammála.
Ef fulltrúar heilbrigðisyfirvalda,
fjárveitingarvaldsins og fulltrúar
stofnunarinnar leggjast sameigin-
lega yfír málið væri von til að
þeir kæmust að samkomulagi um
það hvaða þjónustu á að veita og
hvað hún kostar," sagði Guðmund-
ur.
—Þetta þýðir þá ekki verið sé
að afsetja framkvæmdastjórn
Landakots með skipum eftirlits-
stjórnar?
„Ég vil alls ekki viðurkenna að
við séum að brjóta stofnsamning-
inn með því að setja neina stjórn
spítalans af, heldur er verið að
koma á samstarfshóþi þessara
þriggja aðila."
—Málið hefur verið sett þanhig
upp að samkomulagið sé þannig
að Landakot geti ekki gengið að
því, þar með verði spítalinn gjald-
þrota og fari þannig í raun bak-
dyramegin undir ríkisspítalakerfið.
„Ég hef heyrt þetta sjónarmið
en mín áhersla er sú að þarna sé
verið að koma á samstarfsvett-
vangi sem er ekki síður hagstæður
spítalanum en ríkisvaldinu," sagði
Guðmundur Bjarnason.
voru settar fram. Þess vegna væri
því ranglega haldið fram að spítal-
inn hefði farið umfram fjárlaga-
heimildir þótt tillögur þeirra til
fjárlaga hefðu verið lagðar fram
óbreyttar.
Athuganir Stefáns Ingólfssonar
verkfræðings, sem hann gerði fyr-
ir Ríkisendurskoðun á ýmsum
rekstrarþáttum, voru gagnrýndar
af stjórnendum Landakots. Sögðu
þeir að ef Stefán hefði haft fyrir
því að leita skýringa í stað þess
að slá fram fullyrðingum, hefði
mátt komast hjá ýmsum missögn-
um. Þannig væri það hreinlega
röng niðurstaða að spítalinn hefði
tapað 5 milljónum vegna hugsan-
legrar sölu á Marargötu 2, þar sem
slík sala væri ekki á dagskrá. Þá
væru útreikningar Stefáns á hag-
kvæmni þvottahúss byggðar á
misskilningi þar sem þvottahúsið
væri aðeins rekið í hluta húsnæðis
sem spítalinn hefur á leigu, en
Stefán hefði miðað við leigu fyrir
allt húsnæðið.
Þá voru ummæli Stefáns' um
Styrktarsjóð Landakotsspítala tal-
in furðuleg þar sem sjóðurinn hafí
lagt spítalanum til um 35-40 millj-
ónir króna og gert honum kleyft
að eignast ýmis tæki og reka nauð-
synlega starfsemi svo sem barna-
heimili. Þá sé það ákvæði í skipu-
lagsskrá sjóðsins að verði hann
lagður niður muni eigur hans
renna til spítalans og þar með
ríkisins.
í athugasemdum Landakots til
heilbrigðisráðherra um skýrslu
Ríkisendurskoðunar, sem gerðar
voru opinberar í gær, er sérstak-
lega fjallað um gagnrýni í skýrsl-
unni á Rannsóknarstofu sjúkra-
hússins. Vegna kröfu Ríkisendur-
skoðunar um að taka beri til end-
urskoðunar öflun sértekna spítal-
ans gegnum rannsóknarstofuna,
er bent á í athugasemdunum að
rannsóknarstofa af þeirri stærð,
sem hæfileg væri til að sinna ein-
göngu inniliggjandi sjúklingum
væri mjög óheppileg rekstrarein-
ing, að tekjur af seldum rannsókn-
um hafi borið uppi 84% af bók-
færðum rekstrarkostnaði rann-
sóknardeildarinnar, og að tekjur
Landakot
af seldum rannsóknum hafi verið
dregnar frá framlögum við fjárlög
eins og aðrar sértekjur. Ef ákveð-
ið yrði að leggja niður þjónustu
við utanspítalasjúklinga yrði fjár-
vefting að hækka sem því næmi.
I athugasemdunum segir að
sennilega sé kominn tími til að
taka upp viðræður við yfirlækni
stofunnar um breytta kostnaðar-
skiptingu en yfirlæknirinn fær í
sinn hlut 30% af tekjum sem inn
koma vegna rannsókna, en spítal-
inn 70%. Fram kemur að þegar
núverandi yfirlæknir hafí tekið við
rannsóknarstofu hafi þjónusta ut-
an spítalans verið lítil en hefði
síðan aukist verulega. Nokkrum
sinnum hafi verið samið um breyt-
ingu á hlutfalli við yfirlækninn.
Á fundinum í gær sagði Logi
Guðbrandsson að ýmislegt sem
Ríkisendurskoðun hefði nefnt í
skýrslu sinni mætti fara betur en
þau atriði væru flest lítilvæg, t.d.
bókfærsla á kaupleig^usamningum.
í athugasemdum spítalans til heil-
brigðisráðherra segir einnig að
forráðamenn spítalans muni taka
afgreiðsjufyrirkomulag lyfjabúrs-
ins til sérstakrar athugunar vegna
athugasemda í skýrslunni. Einnig
eru taldar réttmætar athugasemd-
ir vegna mötuneytis, óbókfærðs
kostnaðar, biðreikninga o.fl.
Þegar stjórnendur spítalans
voru spurðir hvort þeiv teldu að í
samkomulagi ráðherranna hefði
ekkert tillit verið tekið til athuga-
semda þeirra við skýrslu Ríkisend-
urskoðunar benti Ólafur Örn Arn-
arson á, að á minnisblaði frá Fjár-
laga- og hagsýslustofnun dagsettu
8. júlí væru tillögur að nokkurn
veginn sömu aðgerðum og þeim
sem ráðherrarnir sammæltust um.
„Það er ljóst að fjármálaráðherra
var búinn að taka ákvörðun áður
en við gerðum okkar athugasemd-
ir: Við vorum því ásakaðir og
dæmdir áður en við feng^um að
halda okkar málsvörn," sagði
Ólafur.
Logi gagnrýndi minnisblað
Fjárlaga- og hag&ýslustofnunar og
sagði að þar væri skýringa að leita
á undarlegum fréttaflutningi fjöl-
miðla af skýrslu ríkisendurskoðun-
ar. Á þessu minnisblaði hefðu ver-
ið dregnar saman helstu niðurstöð-
ur skýrslunnar en að auki hefðu
verið ýmsar athugasemdir sem
ekki hefðu verið í skýrslunni, sum-
ar ósannar og aðrar mistúlkaðar.
Logi benti m.a. á að þar væri full-
yrt að stjórnendur spítalans hafi
ekki breytt áformum sínum í sam-
ræmi við fjárlög en staðreyndin
væri sú að sami óskalistinn hefði
verið lagður fyrir Fjárlaga- og
hagsýslustofnun vegna fjárlaga-
gerðar ár eftir ár þar sem hann
hefði aldrei verið uppfylltur.
J6n Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra:
Einstök atriði skoðuð
ef ástæða þykir til
Samkomulag ráðherranna stendur að öðru leyti óhaggað
JÓN Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra segir að ef
ástæða þyki til-að skoða sér-
staklega einhver atriði í sam-
komulagi sínu og heilbrigðis-
ráðherra um Landakotsspítala
verði það gert, en hins vegar
telji hann ekki sérstakt tilefni
til sérstakra viðræðna beggja
ráðherra og fulltrúa Landa-
kots. Fjármálaráðherra segir
einnig að samkomulag þeirra
ráðherranna hafi verið gert að
vandlega athuguðu máli, m.a.
með tilliti til athugasemda
Landakots við skýrslu Ríkis-
endurskoðunar.
Fulltrúaráð Landakots óskaði
eftir viðræðum við fjármálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra þar
sem það taldi að í samkomulagi
ráðherranna væru atriði sem hæp-
ið væri að stæðust og væru í ós-
amræmi við upphaflegan samning
ríkisins og Landakotsspítala. Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra sagði við Morgunblaðið
að eftir að hafa rætt við heilbrigð-
isráðherra væri niðurstaðan sú að
ekkert sérstakt tilefni væri til
sameiginlegra viðræðna.
„Landakot  heyrir  undir  heil-

Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra.
brigðisráðuneytið og heilbrigðis-
ráðherra og forsvarsmenn Landa-
kots gera grein fyrir sínum sam-
þykktum og viðbrögðum við heil-
brigðisráðherra. Ef eitthvað nýtt
kemur þar fram, sem ástæða er
til að skoða sérstaklega, svo sem
ef eitthvað af okkar tillögum er
ekki í samræmi við stofnskrá
spítalans, þá munum við líta á
það. Að öðru leyti stendur óhög-
guð okkar sameiginlega hiður-
staða og tillögur okkar eru skil-
yrði að vandlega athugfuðu máli
fyrir fjárhagsstuðningi við Landa-
kot umfram fjárlagaheimildir,"
sagði Jón Baldvin og bætti við
að tillögur ráðherranna hefðu ver-
ið gerðar eftir að þeir hefðu feng-
ið og fjallað rækilega um athuga-
semdir Landakots við skýrslu
Ríkisendurskoðunar.
Spurður um hvað það hefði í
för með sér ef stjórnendur Landa-
kots hafnaði tillögum ráðherranna
sagði fjármálaráðherra að ef þeir
höfnuðu þeim skilmálum sem ríkið
setti fyrir því að yfirtaka skuldir
spítalans og veita honum stuðning
langt umfram heimildir, þá yrðu
þeir að taka afleiðingunum.
Um ástæður þær, sem stjórn-
endur Landakots gáfu fyrir halla-
rekstri, sagði Jón Baldvin m.a.
að það væru ekki rök í málinu
að segja að launakostnaður hefði
hækkað þar sem þeirra mál væri
að sjá til þess að launakostnaður
færi ekki fVam úr því sem heimild-
ir væru fyrir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56