Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 194. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðarviðræður írana og íraka: Ræðast aftur við augliti til auglitis Genf. Reuter. FULLTRÚAR írana og íraka í friðarviðræðunum í Genf rædd- ust að nýju við augliti til auglitis í gærkvöldi en þegar sendinefnd- imar hættu viðræðum af því tagi fyrr um daginn fóru af stað vangaveltur um að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðunum. Eftir hálfrar þriðju stundar sam- eiginlegan fund í gærmorgun yfir- gáfu viðræðunefndimar samninga- herbergið og fóru í sinn fundarsal- inn hvor en fulltrúar Sameinuðu þjóðanna bám boð á milli. Vestrænn stjómarerindreki sagði í gærkvöldi að friðarviðræðumar hefðu ekki farið of vel af stað og ágreiningur væri um í hvaða röð atriði friðartillögu SÞ skyldu rædd. Fulltrúi samtakanna fullyrti hins vegar að eðlilegur gangur væri í viðræðunum. Fulltrúar deiluaðila hjá Samein- uðu þjóðunum afhentu fulltrúa Javi- ers Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóra samtakanna, bréf í gær þar sem þeir sökuðu hvorir aðra um að ' hafa rofið vopnahléð. Blaðafulltrúi gæzlusveita SÞ í Baghdad, höfuð- borg Irak, tjáði fréttamönnum hins vegar í gær að kyrrt hefði verið með öllum á átakasvæðunum frá því vopnahléð gekk í gildi fyrir viku. Sjá ennfremur bls. 27. Norðmenn deila á ný um aðild að EB Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi. NORÐMENN eru óvænt famir að deila á ný um aðild að Evrópu- bandalaginu (EB), eftir að skýrt var frá í fyrradag að Hægri- flokkurinn ætlaði að gera EB- aðild að kosningamáli sínu. Enda þótt 16 ár séu liðin frá því efnt var til þjóðaratkvæðis um hvort Norðmenn ættu að sækja um aðild að EB langar fæsta stjórnmála- menn í ný átök um málið. í ljósi ákvörðunar Hægriflokksins- munu þeir hins vegar ekki komast hjá því. Undanfarið hefur verið þver- pólitísk samstaða um að Norðmenn ættu að reyna að semja um aðgang að innri markaði EB eftir 1992 án þess að sækja um aðild að banda- laginu. Nú hefur sú samstaða hins vegar verið rofin. „Ég óttast að útspil Hægri skaði tilraunir stjórnarinnar til þess að skapa okkur sérstöðu þegar innri markaður EB verður að veruleika," sagði Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra í gær. Hægriflokkurinn virðist einn á báti í afstöðunni til Evrópubanda- lagsins. Hinir stóru borgaralegu flokkamir, Miðflokkurinn, Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Framfara- flokkurinn, hafa allir lýst yfir efa- semdum um nauðsyn svo skjótrar aðildar og Hægriflokkurinn vill. Þessi ágreiningur gæti reynst óyfirstíganleg hindrun við myndun borgaralegrar ríkisstjómar eftir kosningar að ári. Leiðtogar hinna flokkanna halda því fram að beint samhengi sé á milli ákvörðunar Hægri um að gera aðildina að EB að kosningamáli og versnandi útkomu flokksins í skoð- anakönnunum. Vaðið með mat Súdaninn ungi er ekki staddur úti í stöðu- vatni, heldur á götum Khartoum, höfuðborgar Súdan. Er hann að vaða með vaskaföt full af mat heim til sín. Neyðarástand hefur ríkt í borginni vegna flóða í kjölfar mikilla rigninga, sem leiddu til þess að Nílarfljótið flæddi yfir bakka sína. Verkföllin í Póllandi: Ríkisstjórnm boðar verk- fallsmenn á sinn fund Walesa var spurður hvort hann setti einhver skilyrði fyrir viðræðum Varsjá. Reuter. PÓLSKA stjórnin bauð í gær- bönnuð með herlögum í desem- kvöldi fulltrúum verkamanna, ber árið 1981. sem efnt hafa til verkfalla um land allt að undanförnu, til við- Pólska sjónvarpið skýrði frá þessu í kvöldfréttum og sagði að Czeslaw Kiszczak, innanríkisráð- herra, hefði boðið fulltrúum allra deiluaðila til viðræðna og engin skilyrði sett önnur en þau að þeir ræðna um kjör umbjóðenda sinna. Er það í fyrsta sinn sem stjórnvöld ræða við fulltrúa Sam- stöðu um verkalýðsmál frá þvi óháðu verkalýðsfélögin voru sem virtu ekki stjómarskrá landsins fengju ekki aðgang. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna óháðu verkalýðsfélaga, tjáði fréttamönnum að hann væri tilbú- inn til skilyrðislausra viðræðna við stjómvöld. Gaf hann sterklega til kynna að fulltrúar stjómarinnar hefðu óskað eftir viðræðum við Svíþjóð: Nýtt hneyksli hrellir jafnaðarmenn Stokkhólmi. Frá Erík Liden, fréttarítara NÝTT hneykslismál er komið upp í Sviþjóð og er talið að það geti skaðað möguleika Jafnað- armannaflokksins í þingkosn- ingunum 18. september næst- komandi. Málið snýst um Stig Malm, formann sænska al- þýðusambandsins, sem er talinn hafa beitt áhrifum sínum til þess að fá úthlutaðri íbúð til 22 ára gamallar dóttur sinnar, en með þvi var henni hleypt Morgunblaðsins í Svíþjóð. fram fyrir 100 þúsund ung- menni, sem eru á biðlista eftir íbúð i Stokkhólmi. Komið hefur í ljós að fram- kvæmdastjóri byggingafélags, sem reisir og rekur íbúðir félags- lega íbúðakerfisins í Stokkhólmi, hafi komið því til leiðar að dóttir Malms fengi íbúð í Fruángen. Þannig hafi hún verið tekin fram yfir fólk, sem búast má við að þurfa að bíða í 4-5 ár eftir íbúð. Böndin berast að Malm sjálfum þar sem hann er í stjóm bygginga- félagsins. Malm hefur þó neitað að ræða við fjölmiðla um hugsanlega aðild sína að þessu hneyksli, þrátt fyrir að Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra, hafi skorað á hann að leysa frá skjóðunni og segja allan sann- leikann. Anna Lind, formaður ungliðasamtaka Jafnaðarmanna- flokksins, hefur gagnrýnt Malm harkalega og segir að hann verði að gera hreint fyrir sínum dyrum og útskýra hvemig dóttir hans fékk íbúðina eftirsóttu. Fjöldi blaða, sem flytja málstað jafnaðarmanna, hafa einniggagn- rýnt Stig Malm og fullyrt að hann hafi skaðað álit Jafnaðarmanna- flokksins. Blöðin segja að flokkur- inn megi ekki við fleiri áföllum ef hann ætlar að halda velli í kosningunum. hann og spurt hvaða skilyrði hann setti. „Ég set engin skilyrði, hvorki um efni viðræðnanna eða hvaða fulltrúa verkamanna ég ræði við. Það er þó útilokað að ég ræði við menn, sem hafna stjómskipulagi lands- ins,“ sagði Kiszczak um hinar fyrir- huguðu viðræður. Óljóst var hvenær þær færu fram en búist við að það yrði fljótlega. Biskupar kaþólsku kirkjunnar í Póllandi gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjómina að setjast að samningaborði við verkamenn sem krefðust hærri launa og að Samstaða yrði viður- kennd í stað þess að stöðva verk- föllin með her- og lögregluvaldi. Verkföllin í síðustu viku og byij- un þessarar eru hin viðamestu í Póllandi frá vinnudeilunum, sem leiddu til þess að Samstaða var bönnuð 1981. Síðustu daga hefur dregið úr verkföllunum, en í gær stóð verkfall enn yfir í þremur nám- um í suðurhluta landsins, á hafnar- svæðinu í Stettin, í stálveri suður af Varsjá og í Lenin-skipasmíða- stöðinni í Gdansk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.