Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR     B
«rguml)l*frUÞ
STOFNAÐ 1913
202.tbl.76.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandarískar      her-
stöðvar á Gríkklandi:
Baiidaríkja-
mennfresta
frekari
viðræðum
Aþenu, Reuter.
BANDARÍSKIR samningamenn
frestuðu í gær skyndilega við-
ræðum sínum við Grikki um
herstöðvasamning rikjanna eft-
ir að fulltrúar Grikkja tilkynntu
þeim formlega að loka yrði
bandaríska herflugvellinum
Hellenikon við Aþenu.
Þrátt fyrir að bandarískir emb-
ættismenn segðu að aðeins væri
um tímabundna frestun að ræða
átti frestunin sér stað á fyrsta
degi níundu samningalotu
ríkjanna. Alls átti hún að taka
eina viku.
Enn hefur ekki verið rætt hve-
nær viðræður geta hafist að nýju.
Gríska stjórnin tilkynnti Banda-
ríkjamönnum fyrr á árinu að her-
stöðvasamningur ríkjanna myndi
renna út í desember næstkom-
andi. Þá hafa Bandaríkjamenn 17
mánuði til þess að hafa sig á brott
— nema að nýtt samkomulag sé
undirritað fyrir þann tíma.
Sósíalistinn Andreas Papandre-
ou, forsætisráðherra Grikklands,
hefur sagt að samið verði við
Bandarikjamenn óski þeir þess, en
ekki nema það þjóni „ýtrustu þjóð-
arhagsmunum" Grikkja. Er talið
að hann eigi við að Bandaríkja-
menn snúist á sveif með Grikkjum
í deilum þeirra við Tyrki um Eyja-
haf og Kýpur. Stjórnvöld í Was-
hington segja slíkar bollaleggingar
hins vegar fráleitar.
Lithaugaland:
Kjarnorku-
veri f orðað
frá eldsvoða
Moskvu, Reuter.
SOVÉSK stjórnvöld lokuðu
í gær hluta kjarnorkuvers í
Lithaugalandi eftir að eldur
kom upp í einum af kjarna-
of num versins, sem er sömu
tegundar og kjarnorkuverið
i Tsjernobyl.
Að sögn hinnar opinberu
fréttastofu TASS láku engin
geislavirk efni út úr kjarna-
ofninum. Þá sagði fréttastofan
engan hafa slasast af völdum
eldsins.
ígnalína-kjarnorkuverið
mun vera hinn mesti galla-
gripur og hafa afköst þess
sjaldnast verið með eðlilegum
hætti frá því að það var fyrst
starfrækt árið 1983. Hafa
vísindamenn innan sem utan
Sovétríkjanna hvað eftir ann-
að lýst yfir áhyggjum sínum
af öryggisbúnaði versins.
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Ólafur Noregskonungur V. sækir ísland heim
Ólafur Noregskonungur V. kom í heimsókn til íslands í gær og var myndin tekin skömmu eftir að
frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti konungi á Reykjavikurflugvelli.
Sjá ennfremur frásögn á síðu 67.
Bretland:
Póstþjón-
usta til og
frá Bret-
landi lömuð
St. Andrews, frá Guðmundí Heiðari
FrímaniiKsyni, fréttarítara Morgunblaðn-
ins.
VERKFALL póstþjóna sem
hófst í siðustu viku og átti að
standa upphaflega í einn sólar-
hring, heldur áfram. Innan-
lands hafa póstsamgöngur
truflast mjög af þessum sökum,
en póstsamgöngur Breta við
umheiminn hafa nær alveg lam-
ast. Litlar líkur þykja á sam-
komulagi. Færist harka i deil-
una og hafa verið ráðagerðir
um að kalla einkaaðila til póst-
dreifingar.
í síðustu viku gripu breskir
póstþjónar til sólarhringsverkfalls
til að mótmæla áformum póst-
þjónustunnar um að hækka laun
póstþjóna í London og annars stað-
ar, þar sem mikil eftirspurn er
eftir vinnuafli. Samband póstþjóna
krafðist þess að hækkanirnar yrðu
látnar ganga yfir alla. Póstþjón-
ustan neitaði þessu og hefur
hvergi viljað gefa eftir.
Á fimmtudag í síðustu viku voru
síðan ráðnir aukamenn til að
flokka og afgreiða það sem safn-
ast hafði fyrir á miðvikudag, en
þá lögðu póstþjónar víða um land
niður vinnu til að mótmæla því
að fá ekki að flokka póstinn í yfir-
vinnu sjálfir. Fyrirhugað var í gær
að ráða einkafyrirtæki til að safna
pósti og flytja á þær stöðvar sem
enn störfuðu. En þá lögðu enn
fleiri póstþjónar niður vinnu. Líkur
aukast á allsherjarverkfalli póst-
þjóna. Meira en 65 milljón bréf
°g bögglar liggja óflokkaðir á
pósthúsum víða um landið.
Stjórnvöld hafa gefið í skyn að
einkaréttur póstþjónustunnar
verði afnuminn ef ekki semst í
þessari viku. f fyrra hótuðu póst-
þjónar verkfalli fyrir jólin til að
knýja fram kauphækkun og þá lét
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra, þá skoðun í ljósi, að kæmi
þetta fyrir aftur yrði einkaréttur
póstþjónustunnar til að flytja bréf
afnuminn.
Bangladesh:
Þriðjungur kornbirgða ónýtur
Kafrul f Baiurladesh, Reuter.
ENN rigndi f Bangladesh í gær
og er óttast að tala þeirra, sem
látist hafa í monsúnflóðunum und-
anf arnar tvær vikur, sé að nalgast
sjötta hundraðið. nHellidemba
reið af tur yf ir landið rétt ef tir að
flóðin, sem valdið höfðu ótrúleg-
um þjáningum, fóru fyrst að réna
á sumum stöðum," sagði embættis-
maður f þorpinu Kafrul, fimm km
frá höfuðborginni Dhaka. Talið
er að þriðjungur kornbirgða
landsins sé nú ónýtur af völdum
flóðanna og því ljóst að gffurlegur
matvælaskortur mun koma upp
berist landinu ekki aðstoð.
Að minnsta kosti 30 manns hafa
látið lífíð frá því á sunnudag, aðal-
lega í Norður-Bangladesh. Er opin-
ber tala látinna þá orðin hærri en
550. Aðrir te|ja þó að rúmt þúsund
manna hafi þegar látist. Margir
þeirra, sem látist hafa, drukknuðu
þegar drekkhlaðnir bátar ultu, en
einnig hefur talsverður fjöldi látist
af völdum eiturnaðra og sjúkdóma.
„Við erum matarlaus, svefnlaus
og höfum f ekkert hús að venda,"
sagði maður nokkur í Kafrul. „Þá
stafar okkur stanslaus hætta af eit-
urnöðrum." Hlutskipti manns þessa
og fjölskyldu hans batnaði ekki þeg-
ar vopnaðir rummungar á hraðbát
hirtu allar lauslegar eigur þeirra.
Skammt frá fólki þessu stóð kona
ein f vatnselgnum miðjum og horfði
lfkt og f leiðslu fram fyrir sig. Vatn-
ið náði henni i brjóst. Nágrannar
hennar sögðu að hún hefði ekki
hreyft sig undanfarna þrjá daga, en
þá dó sjö ára gamall sonur hennar
þegar hann fór að ná f drykkjarvatn.
1 Kafrul hefur vatnsyfirborðið ekk-
ert lækkað og f hverri fjölskyldu er
einn eða fleiri veikur.
Heilbrigðisyfirvöld óttast að fjöldi
sjúkdóma muni breiðast út og auka
enn á hörmungarnar. Þá er matvæla-
skortur þegar farinn að gera vart
við sig, en í Ðhaka einni á um hálf
milljón manna hungur og vatnsskort
á hættu. Þá er mikill lyfjahörgull.
Sjá ennfremur frétt á sfðu 30.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68