Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
211.tbl.76. árg.
FÖSTUDAGUR 16, SEPTEMBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yasser Arafat:
Reiðubúinn að
funda á Islandi
Brussel. Frá KristAfer Má Kristinssyni frcttaritara Miirgunblaðsins.
YASSER Arafat, leiðtogi PLO,
frelsissamtaka Palestinumanna,
lýsti því yfir á blaðamannafundi
í Strassborg á miðvikudag, að það
yrði sér mikið ánægjuefni að
sœkja alþjóðlega ráðstefnu um
frið fyrir botni Miðjarðarhafs á
íslandi, ef til hennar yrði boðað
þar. Á liðnu vori urðu deilur um
það í ríkisstjórn íslands, hvernig
staðið skyldi að samskiptum við
PLO.
Leiðtogi PLO hefur í þessari viku
verið í Strassborg og heimsótt þing
Walesa
ánægður
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, óháðu verkalýðsf élag-
anna í Póllandi, sagði að
skref hef ðu verið stígin fram
á við á fjögurra stunda sátta-
fundi þeirra Czeslaws Kiszc-
zaks, innanrikisráðherra, f
gær. Eftir fundinn ítrekaði
Walesa kröfuna um að starf-
semi Samstöðu yrði leyfð.
Walesa og Kiszczak ákváðu
að hittast aftur í dag til þess
að reyna að koma saman dag-
skrá samningaviðræðna full-
trúa ríkisstjórnarinnar, Sam-
stöðu, pólsku kirkjunnar og
annarra þjóðfélagshópa.
Walesa var afslappaður og
öruggur með sig eftir fundinn
og tók glaðiir við blómvöndum
frá þremur konum. Auk hans
taka fjórir forsprakkar verk-
fallanna í síðasta mánuði þátt
í fundinum með Kiszczak $ dag,
Jacek Merkel frá Gdansk, Ed-
ward Radziewicz frá Stéttin,
Alojzy Pietrzyk frá Jastrzebie
og Wladyslawa Liwak frá
Stalowa Wola. Áhrif þeirra inn-
an Samstöðu hafa stóraukizt á
árinu á kostnað manna, sem
stóðu að stofnun samtakanna
1980.
Evrópubandalagsins i boði þing-
fiokka sósíalista þar. Á blaðamanna-
fundinum lýsti Arafat sig reiðubúinn
til að hitta fulltrúa fsraelsrikis hvar
sem væri á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Arafat sagði að eftir
ákvörðun Husseins Jórdaníukonúngs
um að hætta afskiptum af málefnum
Palestínumanna á Vesturbakkanum
stæði palestínska þjóðarráðið frammi
fyrir íveimur kostum á þingi þess í
Alsír í október. Annars vegar að fara
fram á yfirlýsingu frá Sameinuðu
þjóðunum um stöðu herteknu svæð-
anna og hins vegar að lýsa yfir stofn-
un ríkis Palestfnumanna og koma á
fót bráðabirgðastjórn. Afstaða EB
gæti ráðið úrslitum í því efni.
í endurriti af blaðamannafundin-
um kemur fram, að þar hafi verið
íslendingur og spurt Arafat að því,
hvort hann vildi fara til íslands ef
alþjóðleg friðarráðstefna um Mið-
Austurlönd yrði haldin þar. Sagðist
Arafat vera tilbúinn til þess. Eftir-
grennslan hjá EB leiddi f ljós, að
Jóhanna Leópoldsdóttir var skráð
sem þátttakandi f fundinum.
Flaggað afgleði
Ósló. Frá Helge Serensen, fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi.
Gífurleg fagnaðarlætí brutust út í Lillehammer snemma í gærmorgun þegar þær fregnir bárust
frá Seoul, hðfuðborg Suður-Kóreu, að Alþjóðaólympíuuefndin hefði ákveðið að vetrarólympíuleik-
arnir færu fram í norska smábænum árið 1994. Stemmningin í LiUehammer í gær minnti einna helzt
á þjóðhátíð og var norski fáninn dreginn hvarvetna að húni.
Sjá fréttír af kjörinu á bls. 48 og ððrum viðburðum í Seoul á bls. 50-51.
Ný skoðanakönnun birt í Svíþjóð í dag:
Græningjar geta komist
í oddaaðstöðu á þingí
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins 1 Svtþjóð.
GRÆNINGJAR, flokkur um-
hverfisverndarmanna, virðist
ætla að komast f oddaaðstöðu á
sænska þinginu eftír kosningarn-
ar á sunnudag, samkvæmt skoð-
anakönnun, sem SIFO-stofnunin
gerði fyrir Svenska Dagbladet
og birtíst í blaðinu í dag. Ingvar
Carlsson, forsætisráðherra, vill
að Jafnaðarmannaflokkurinn
stjórni   landinu   áfram   þó   svo
Vongóðir
George Vassiliou (t.h.) og Rauf Denktash (t.v.), leiðtogar þjóðarbrot-
anna á Kýpur, áttu f gær fyrsta fund sinn um hugsanlega samein-
ingu eyjarskeggja. Viðræðurnar fara fram fyrir milligöngu Samein-
uðu þjóðanna.
hann geti ekki myndað meiri-
hluta með Kommúnistaflokkn-
um, VPK.
Samkvæmt könnuninni fær
flokkur Græningja 7,1% atkvæða
og um 30 þingmenn. í kosningunum
1985 fékk flokkurinn aðeins 1,5%
atkvæða og stefnir því í 5,6 pró-
sentustiga fylgisaukningu. Hefur
flokkurinn ekki fengið menn kjörna
áður. VPK fær 4,2% atkvæða, sam-
kvæmt könnuninni, eða 1,2 pró-
sentustigum minna fylgi en 1985
og sleppur naumlega við að detta
út af þingi. Ætti flokkurinn að fá
um 17 þingsæti.
Jafnaðarmannaflokkurinn tapar
2,7 prósentustigum miðað við
síðustu kosningar og fær 42,0%
samkvæmt könnuninni. Hægri-
flokkurinn tapar sömuleiðis 3,1 pró-
sentustigi og fær 18,2% atkvæða.
Einnig tapar Miðflokkurinn og fær
samkvæmt könnuninni 11,6% at-
kvæða miðað við 10,8%. Flokkur
kristilegra demókrata, KDS, sem
efndi til kosningabandalags með
Miðflokknum 1985 fær ekki nema
2,0% og dettur út af þingi.
Þjóðarflokkurinn bætir hins veg-
ar lítillega við sig og fær 14,8%
miðað við 14,2% árið 1985.
Skoðanakönnun SIFO var gerð
12.-15. september og spurðir voru
1.094 kjósendur. Aðeins 4,1% þeirra
voru óákveðnir.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra, var spurður hvernig hann
myndi bregðast við ef kosningarnar
færu á þann veg sem könnunin
gefur til kynna. Hann sagðist kjósa
að Jafnaðarmannaflokkurinn sæti
áfram við stjórnvölinn og að flokk-
urinn yrði að treysta á að ná málum
fram með stuðningi úr ýmsum átt-
um. Þess vegna gæti svo farið að
stærri mál stæðu og féilu með af-
stöðu Græningja, þ.e. hvort þeir
styddu vinstri flokkana eða þá borg-
aralegu.
Sjá „Erfitt að átta sig á þvi
hver ágreiningsefni flokkanna
eru" á bls. 22.    ,
Bandaríkin:
Mýs með „mennsku"
blóð- og ónæmiskerfi
Palo Atto. Reuter.
Vísindamenn við Stanford-
háskóla f Bandarfkjunum
skýrðu frá því á miðvikudag,
að þeim hefði tekist að rækta
mýs með „mennsku" blóð- og
ónæiniskerfi. Talið er, að þessi
árangur geti jaf nvel skipt sköp-
um f baráttunni við ýmsa sjúk-
dóma.
Vísindamennirnir, sem hafa
komið sér upp 200 músum með
mennskum blóðeinkennum, segja,
að þær verði til að auðvelda rann-
sóknir á alnæmi, hvítblæði, lifrar-
bólgu og öðrum mannameinum.
Lífefnafræðingurinn og nóbels-
verðlaunahafinn Paul Berg segir í
tilkynningu frá Stanford-háskóla,
að þessi uppgötvun sé ákaflega
mikilvæg. „Ef unnt er að rækta
dýr með mennskum líffærum í til
raunaskyni mun það hafa gífur-
léga þýðingu fyrir rannsóknir og
skilning manna á mörgum sjúk-
dómum," segir hann en frá þessum
nýju músum verður sagt í tfmarit-
inu Science, sem kemur út 23. þ.m.
Dr. Irving Weissman, einn
vfsindamannanna, segir, að fyrir
fimm árum hafi þeir fundið erfða-
fræðilega gallaðar mýs og hafi þá
verið komið fyrir í þeim „fræjum"
mennsks ónæmiskerfis. Voru til
þess notaðir litlir vefjarbútar úr
lifur, hóstarkirtli og eitlum og
fengnir úr mannsfóstri. Áður höfðu
mýsnar aðeins lifað í þrjá eða fjóra
mánuði vegna þess, að ónæmi-
skerfið var gallað, en nýju mýsnar
með mennska ónæmiskerfið lifa í
allt að 15 mánuði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52