Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
:
Morgunblaðið/Bjami
aður Framsóknarflokksins og frú
nds á sunnudag áður en Steingrím-
9ði sínu.
Framsókn og Alþýðuflokkur vildu
ekki ræða annað en vinstri stjórn
- segir Þorsteiiin Pálsson formaður Sjálistæðisflokksiiis
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skilaði
umboði sinu til myndunar meirihlutastjórnar á fjórða tímanum
í gærdag, eftir að forseti fól honum að kanna möguleika á
sliku klukkan 9 í gærmorgun. Þorsteinn kvaðst hafa reynt að
ná samstöðu á milli fyrrverandi samstarfsflokka um standa
að brýnustu efhahagsaðgerðum, en formenn Framsóknar- og
Alþýðuflokks hefðu Ijáð honum að þeir vildu enn reyna að
mynda stjórn saman með stuðningi Alþýðubandalags. Því hefði
ekki veríð grundvöllur fyrir frekarí tilraunum af hans hálfu
til stjórnarmyndunar.
„Ég ræddi fyrst við Albert Guð-
mundsson, fonnann borgara-
flokksins, og síðan við þá
Steingrím Hermannsson, formann
Framsóknarflokksins og Jón Bald-
vin Hannibalsson, formann Al-
þýðuflokksins. Ég kannaði við þá
tvo síðarnefndu hvort þeir teldu
Jubandalagsins
tj órnarmyndun
örmaður Framsóknarflokks
dagskvöldið og það hefði verið
gert í samráði við formann Al-
þýðubandalagsins og með fullri
vitund alþýðubandalagsmanna.
Borgaraflokkurinn setti það
meðal annars sem skilyrði fyrir
þátttöku í ríkisstjórn að hann fengi
embætti utanríkisráðherra og ann-
að ráðherraembætti í sinn hlut auk
embættis forseta sameinaðs þings.
Steingrímur sagði aðspurður að
hann hefði á sunnudag tilkynnt
Albert Guðmundssyni formanni
Borgaraflokksins að það væri ekki
á sínu valdi að lofa einu embætti
í stjórninni. Alltaf hefði verið sá
háttur á að næst stærsti flokkur-
inn í ríkisstjórn ætti kost á emb-
ætti utanríkisráðherra.
Steingrímur sagði að formenn
flokkanna þriggja og Stefán Val-
geirsson hefðu samþykkt bæði
fyrstu aðgerðir og málefnasátt-
mála, þar á meðal að laun yrðu
fryst til 15. febrúar. Þingflokkur
Alþýðubandalagsins hefði sfðan
dregið sína samþykkt til baka á
sunnudag. Þegar Steingrímur var
spurður hvers vegna ekki hefði
verið hægt að fallast á kröfur Al-
þýðubandalagsins um samnings-
rétt strax sagði hann að það þýddi
launahækkanir yfir alla línuna eða
kjaradeilur. „Mér skyldist að skil-
yrði Geirs Gunnarssonar væri að
ekki yrði hróflað við samningunum
og það hefði þýtt launahækkanir
upp á 7-8% og því miður sýnist
með það ekki vera leiðin til að
koma frystihúsum í gang, sem
hafa stöðvast, að hækka launin,"
sagði Steingrímur.
Hann sagði síðan að haldinn
hefði verið fundur með þeim for-
ustumönnum verkalýðshreyfing-
arinnar sem voru í tilvonandi
stjórnarflokkum. Þar hefði komið
fram mjög hörð gagnrýni á það
að gefa samninga lausa 1. janúar.
Ástæðan væri sú að félög stæðu
afar misjafnlega að vígi. Þannig
væru Verkamannasambandið og
fleiri félög með samninga bundna
til 10. aprfl, meðan samningar
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja renna út' um áramótin.
Vegna þessa hefði verið leitað eft-
ir samkomulagi um að samning-
arnir færu í gildi aftur 15. febrúar
og 1,25% launahækkun yrði færð
til þess dags. Formaður Alþýðu-
bandalagsins hefði síðan tjáð sér
á laugardagskvöld að gengið yrði
að þessu.
gið féll
ktsinni
ur Alþýðuflokksins
frá tilskyldum meirihluta þings.
Sú minnihlutastjórn myndi ekki
gera neinn málefnasamning um-
fram það samkomulag sem gert
hefur verið um þessar fyrstu að-
geðir. Hún yrði mynduð vegna
þessa að nú er ekki lengur tími
til einhverra langdreginna stjórn-
armyndunarviðræðna. Það þurfa
að liggja ryrir ákvarðanir um
hvaða laun eigi að borga i landinu
í síðasta lagi á hádegi á miðviku-
dag," sagði Jón Baldvin.
Jón Baldvin Hannibalsson svar-
ar spurningum fréttamanna.
möguleika á því, þrátt fyrir það
sem á undan væri gengið, að þess-
ir flokkar næðu saman um brýn-
ustu aðgerðir til að fá hjól atvinn-
ulífsins til að snúast á ný. Svör
þeirra voru mjög skýr. Það er enn
samstaða þeirra á milli í þeim til-
gangi að mynda stjórn sem Al-
þýðubandalagið myndi styðja og
þeir bíða nú eftir svörum frá þeim.
Forseti tók það fram að ég tæki
mér ekki lengri tíma en sólarhring
og það er fullkomlega eðlilegt
miðað við hve mikill tími hefur
farið í þetta að undanförnu og
hvaða hagsmunir eru í húfi. Stað-
an lá hins vegar alveg ljós fyrir
löngu áður en fresturinn var útr-
unninn og þá var auðvitað ekki
annað að gera en að skýra forseta
fráþví.
Að öðru leyti voru þetta mjög
gagnlegir fundir, ekki síst í ljósi
þeirra átaka sem átt hafa áer stað
að undanförnu. Það er nauðsyn-
legt fyrir forystumenn flokkanna
að tala saman í fullri hreinskilni
þó að leiðir hafi skilið í pólitísku
samstarfi."
Þorsteinn var spurður álits um
stjórnarmyndunarviðræðurnar
undir forsæti Steingríms Her-
mannssonar. Hann sagðist vilja
bíða og sjá hvaða niðurstaða feng-
ist úr þeim viðræðum áður en
hann felldi dóm um þær. Hann
sagði það enga lausn á vanda at-
vinnulífsins að framlengja bráða-
birgðalögin sem renna út um
næstu mánaðamót, það þyrfti
miklu meira til að leysa vanda
atvinnulífsins en að framlengja
þau. Það væri fyrst og fremst á
ábyrgð þeirra sem nú væru að
mynda ríkisstjórn að koma í veg
fyrir að bráðabirgðalögin rynnu
út án þess að nokkuð kæmi í stað-
inn.
„Það hefur farið mikill tími í
þessar viðræður. Við vorum tilbún-
ir með okkar aðgerðir fyrir meira
en viku síðan; aðgerðir sem hefðu
lyft atvinnulífinu og tryggt eðlileg
rekstrarskilyrði fyrir útflutnings-
greinarnar og íðnaðinn. Ég hef
áhyggjur af að tíminn hefur hlaup-
ið frá okkur og ég óttast að því
Morgunblaðið/Sverrir
Þorsteinn Pálsson tók sér sex
tíma til að kanna möguleika á
myndun meirihlutastjórnar und-
ir hans forystu og gekk að þvi
búnu á fund forseta í Stjórnar-
ráðinu og skilaði umboði sfnu.
meiri tími sem er tekinn er í þetta
því ófullkomnari verða aðgerðirn-
ar," sagði Þorsteinn Pálsson.
Ekki hægt að mynda stjórn
með alla fjölmiðlana yfír sér
- segir Stefán Valgeirsson þiiigmaður
Samtaka um jamrétti og félagshyggju
„ÉG hcld að þessi stjórnar-
myndun hafi ekki tekist vegna
túnaskorts. Þá tel ég að ekki
hafi veríð hægt að mýnda
ríkisstjórn við þessar kring-
umstæður og hafá sifellt yfir
sér alla þessa fjölmiðla. Menn
eru ekki nógu orðvarír, sér-
staklega þegar þeir eru svefh-
litlir og þá fer allt i baklás i
bili þegar þeir heyra ummæli
annarra," sagði Stefán Val-
geirsson þingmaður Samtaka
um jafnrétti og félagshyggju
i Norðurlandskjðrdæmi eystra
þegar leitað var álits hans á
lokum stjórnarmyndiinartil-
raunanna um helgina.
Stefán sagði að yfirlýsingar
Skúla Alexanderssonar hefðu
verið afar óheppilegar og nánast
óafsakanlegar. Ekki væri hægt
að skýra afstöðu hans öðru vísi
en með vísan til persónulegra
árekstra hans og Halldórs As-
grímssonar vegna sjávarútvegs-
mála.
„Án þess að ég vilji gefa upp
ástæður mínar tel ég að aðeins
komi tvennt til greina nú," sagði
Stefán þegar hann var spurður
um vænlegasta stjórnarmyndun-
arkostinn nú. „Annað hvort er
að taka aftur til við að mynda
þá stjórn sem gefist var upp við
um helgina eða mynda minni-
hlutastjórn Alþýðuflokks og
Framsoknarflokks. Ef síðari
kosturinn verður fyrir valinu
verður að ákveða að efna til
kosninga um leið því annars fá
þeir ekki hlutleysi annarra
flokka. Ef um er að ræða minni-
Stcfán Valgeirsson.
hlutastjórn sem ætlað er að sitja
út kjörtímabilið vilja hugsanlegir
stuðningsflokkar koma strax inn
í þá stjórn."
Komið hefur fram að fram-
sóknarmenn höfnuðu beinni aðild
samtaka Stefáns að stjórninni,
Samtökin fengju ekki ráðuneyti.
Nánar spurður út í þetta sagði
Stefán: „Það kom fram í fjölmiðl-
um að Framsóknarflokkur, Al-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag
væru að ræða um níu til tíu ráð-
herra stjórn. Flokkarnir fengju
þrjá ráðherra hver eða Fram-
sóknarflokkurinn fjðra og hinir
flokkarnir þrjá. Með þessu virtist
gengið út frá því að við styddum
stjórnina án beinnar aðildar með
ráðherra. Okkar afstaða var hins
vegar sú að við gætum ekki far-
ið inn í stjórnina nema hafa þar
einhvern sem fjallaði um málin
á frumstigi. Ekki hefði verið
hægt fyrir okkur að standa
frammi fyrir þeim afarkostum
að samþykkja öll mál eða fella
stjórnina að öðrum kosti. Það
er ástæðan fyrir því að við viidum
vera fullgildir aðilar að þessari
stjórn og treystum okkur ekki
til annars.
Eftir því sem ég veit best var
engin samþykkt gerð hjá Fram-
sóknarflokknum gegn aðild okk-
ar, heldur hafi menn í þing-
flokknum verið sammála um að
við fengjum ekki ráðuneyti. Þeg-
ar ég fór á fundinn margumtal-
aða í turnherberginu með for-
mönnum hinna flokkanna til að
fara yfir stjórnarsáttmálann
sagði ég við Steingrím Her-
mannsson að best væri að ganga
frá þessu máli áður, því aimars
þýddi ekkert fyrir okkur að vera
með í þessu áfram. Hann sagði
þá að málið væri ekki eins og
lýst hefði verið. Ég get ekki full-
yrt hvað Steingrímur Herraanns-
son hugsar, en í þessu máli get-
ur ekki verið um annað að ræða
en hann hafi ætlað að beygja
okkur eða sinn eigin flokk á loka-
stigi."
Stefán sagðist í þessari stöðu
ætla að doka eitthvað við. Síðan
myndu Samtökin lfklega halda
fundi og leggja spilin þá á borðið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60