Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
tvtttmlribifeife
STOFNAÐ 1913
221.tbl.76.árg.
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988
Prentemiðja Morgunblaðsins
Osló:
Friðar-
verðlaun
tilSÞ?
Ósló. Reuter.
FJÖLMIÐLAR í Noregi tclja
heldur ólíklegt, að þeir Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti og
MíkhaO Gorbatsjov Sovétleiðtogi
hljóti friðarverðlaun Nóbeis í ár
en þeir eru meðal þeirra 97 ein-
staklinga og stofoana, sem til-
nefod liafa veríð. Hallast þeir að
þvi, að friðargæslusveitir Sam-
einuðu þjóðanna og Alþjóða heil-
brigðismálastofounin, WÍIO, hafi
meiri möguleika.
Þeir, sem telja, að Reagan pg
Gorbatsjov komi ekki til greina,
segja, að fengi Reagan verðlaunin
mætti líta á það sem stuðningsyfir-
lýsingu við George Bush, varafor-
seta Bandaríkjanna og frambjóð-
anda repúblikana í forsetakosning-
unum. Ríkisútvarpið í Noregi skýrði
frá því á sunnudag að ýmsar stofn-
anir Sameinuðu þjóðanna væru
líklegar til að hljóta verðlaunin.
Tilkynnt verður á morgun hver
hlýtur friðarverðlaunin að þessu
sinni en auk fyrrnefndra hafa Nel-
son Mandela, blökkumannaleiðtogi
í Suður-Afríku, og Jóhannes Páll
páfi II verið útnefndir til verðlaun-
Arsfundur-
innsettur
Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, setti
í gær ársfond
Alþjóðabankans og
Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins í Vestur-Berlin. Hafa
ýmsir hópar efot til
mótmælavegna
fondarins og fyrir
nokkrum dögum var
starfsmanni
vestur-þýska
fjármálaráðuneytisins
sýnt banatilræði. 9.000
lögreglumenn og
hermenn sjá um að gæta
öryggis fondarmanna og
aðstoðarmanna þeirra en
þeir eru á milli 10 og 20
þúsund frá 150 ríkjum.
Reuter
Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Skuldamál og náttúru-
vernd ofarlega á baugi
Vestur-Berlín. Reuter.                                                             ^   *                                               ^'   W>.
HELMUT Kohl, kanslarí Vest-
ur-Þýskalands, setti í gær árs-
fond Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Alþjóðabankans í Vestur-
Berlín og skoraði á allar þjóðir
að grípa tíl tafarlausra adgerða
gegn gróðureyðingu og meng-
un. Forsvarsmenn alþjóðastofo-
ananna hvöttu til, að ráðist yrði
gegn fátæktinni í þriðja heimin-
um og folltrúar Japana og
Mexíkómauna lögðu fram tillög-
úr um úrlausn í málefoum skuld-
ugra ríkja.
„Það, sem skiptir okkur mestu,
er að spilla ekki andrúmsloftinu
og standa vörð um dýralífið, höfin
og skógana. Þess vegna skora ég
á ykkur að taka höndum saman í
þessu alvarlega máli," sagði Kohl
í setningarræðunni en umhverfis-
mál eru nú í fyrsta sinn óvenjulega
fyrirferðarmikil á ársfundi þessara
alþjóðastofnana.
Mikill viðbúnaður er í Vestur-
Berlín vegna ársfundarins enda
hefur flykkst þangað alls kyns
mótmælafólk, sem heldur því fram,
að þessar tvær alþjóðastofnanir
beri meginábyrgð á fátæktinni i
heiminum  og  umhverfisslysum.
9.000 lögreglumenn gæta öryggis
fundargestanna, sem eru frá 150
ríkjum, en þeir gátu þó ekki komið
í veg fyrir það á mánudag, að
mótmælendur brytu rúður í glugg-
um verslana og banka í borginni.
Barber Conable, forseti Alþjóða-
bankans, sagði í ræðu sinni, að það
hefði verið og væri hlutverk bank-
ans að berjast gegn fátækt og
Michel Camdessus, framkvæmda-
stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
skoraði á einkabankana að gera
meira til að létta þriðjaheimsríkj-
unum skuldaokið. Satoshi Sumita,
seðlabankastjóri í Japan, kynnti
áætlun um stofnun sjóðs, sem
skuldug ríki legðu til fé og fengju
í staðinn skuldabréf, sem þau gætu
aftur notað til að greiða með skuld-
irnar á nafnverði. Gustavo Petrici-
oli, fjármálaráðherra Mexíkó, tal-
aði fyrir hönd ríkja í Rómversku
Ameríku og lagði til, að gerður
yrði nýr „Berlínar-sáttmáli" og
skuldugum ríkjum hjálpað á sama
hátt og Bandaríkjamenn hjálpuðu
Evrópuríkjunum eftir stríð með
Marshall-aðstoðinni.
Reuter
00
Omurleg heimkoma
Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson kom í gær heimaborgar sinnar,
Toronto, sem miðurbrotinn og ærulaus maður. Fyrir aðeins fjórum dögum
var hann heimsmeistari og ólympíumeistari en nú hafa kanadískir fjölmiðl-
ar þau orð um lyfjanotkun hans, að hún sé „þjóðarskömm" og ríkisstjórn-
in hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. Myndin sýnir Johnson
þegar hann kom til New York en fréttamenn hafa setið um hann dag og
nótt og þeim tókst að hálffylla vélina frá New York til Toronto. Flugmenn-
irnir sáu þá aumur á honum og leyfðu honum að halda til ( flugstjórnar-
klefanum.
Sjá fréttir í B-blaði.
Evrópudómstóllinn:
Umhverfeverndarmál þyngri
á metunum en frjáls verslun
InternatioDal Herald Tríbune.
EvrópudómstóUinn í Lúxemborg hefor úrskurðað að dönsk
löggjöf sem bannar notkun einnota drykkjarUáta sé fyllilega rétt-
mæt ráðstöfon til verndar umhverfinu. Framkvæmdanefod Evr-
ópubandalagsins hafði kært danska þingið og beitt sér gegn þess-
um lögum á þeirrí forsendu að þau hindruðu frjálsa verslun inn-
an bandalagsins.
Samkvæmt dönskum lögum,
frá árinu 1981, er skylt að seha
bjór og gosdrykki í margnota
umbúðum með skilagjaldi. Erlend
fyrirtæki geta því ekki sett slíka
drykki á danskan markað í tindoll-
um, plastflöskum eða einnota
glerflöskum. Heimildir innan Evr-
ópubandalagsins herma að Vest-
ur-Þjóðverjar íhugi að setja sams-
konar lög.
í dönsku lögunum er einnig
ákvæði um kvóta á innflutningi
eriendra drykkja í flöskum sem
ekki eru eins og hinar hefðbundnu
dönsku bjór- og gosdrykkjaflösk-
ur. Hver framleiðandi má ekki
selja meira en 3.000 hektólítra á
ári í slíkum umbúðum.
Þetta er í fyrsta skipti sem
umhverfisverndarsjónarmið eru
látin vega þyngra innan Evrópu-
bandalagsins en fríverslunar-
stefna. I úrskurði Evrópudóm-
stólsins sagði að Danir hefðu átt
rétt á því að grípa til þessarar
löggjafar þar eð Evrópubandalag-
ið hefði ekki enn sett lög um
umhverfisvernd.
Hins vegar úrskurðaði Evrópu-
dómstóllinn að lagaákvæðið um
takmarkað magn innflutnings er-
lendra drykkja í margnota flösk-
um, öðrum en þeim dönsku, fæli
í sér óeðlilegar viðskiptahömlur
og ætti því ekki rétt á sér.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48