Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 37 Minning: Ingibjörg Dagsdótt- irfrá Gaulveijabæ Fædd 2. nóvember 1911 Dáin 26. september 1988 Með örfáum orðum langar mig til að minnast hálfsystur minnar Ingibjargar, sem lést að morgni mánudagsins 26. þ.m. eftir fárra daga legu. Það er varla hægt að segja að við höfum verið samrýnd systkini enda hennar lífsvettvangur alla tíð á Suðurlandsundirlendinu en minn ýmist þar eða í Reykjavík. En við áttum margar góðar sam- verustundir, bæði í Gaulveijabæ, og síðar á Selfossi. Imba, eins og hún jafnan var kölluð, bar sterkt svipmót foreldra sinna, Dags Brynjólfssonar og Þór- laugar Bjamadóttur, búenda í Gaul- veijabæ. Starfsvettvangur hennar var innan póst- og símaþjónustunn- ar á Selfossi, fyrst sem símamær við gamalt handvirkt skiptiborð og síðar sem varðstjóri. Á uppvaxtar- árunum var hún virkur þátttakandi í ungmennafélagshreyfingunni, formaður í umf. Samhygð í tvö ár og starfaði við bókasafn sveitarinn- ar um skeið. Þessum störfum sinnti hún af einstakri trúmennsku og skyldurækni þótt líkamsburðir hennar væru áberandi skertir af völdum erfíðra veikinda á uppvaxt- arárum. Ég minnist margra ánægju- og gieðistunda í litia loft- herberginu í gamla pósthúsinu á Selfossi, þar sem hún var hrókur alls fagnaðar, las m.a. upp á sinn þægilega og áhrifaríka hátt ýmist bundið mál eða óbundið og gjaman eftir sjálfa sig. Ég minnist þess hve hjartanlegar móttökumar vora þeg- ar ég og fjölskylda mín komum í heimsókn á Austurveginn þar sem þau Imba og Daddi höfðu búið sér sameiginlegt heimili. Allt var til tínt, sem hugsanlega gat glatt gest- ina, og vora fullorðnir jafnt sem bömin leyst út með gjöfum við brottför. Já, ég átti góða systur, sem ég — eins og oft vill verða — met að verðleikum þegar hún er gengin, meira heldur en meðan hún var á meðal okkar. Ósérhlífni, dugn- aður, fróðleiksfýsn, sjálfmenntuð af eigin viti, hreinlyndi, orðheppni, allt mannkostir, sem nú og ætíð marka spor í samskiptum manna. Þessa eiginleika átti hún í ríkum mæli. Hversu oft er það ekki að maður gerir sér þá fyrst grein fyrir mikilvægi mannlegra tengsla þegar þau era ekki lengur fyrir hendi. Ég þykist þess fullviss að „heim- koma" Imbu hafí orðið eins og hún átti von á og hugsaði sér. Nú era gleymdar erfíðar stundir og þján- ingar, í húsi þess föður er hún vissi að myndi taka á móti sér. Hafí hún innilega þökk fyrir kynnin og samfylgdina. Erlingur í dag fer fram frá Selfosskirkju útför Ingibjargar Dagsdóttur Aust- urvegi 34, Selfossi. Jarðsett verður í Gaulveijabæjarkirkjugarði. Ingi- björg andaðist eftir stutta legu á sjúkrahúsi Suðurlands, hinn 26. þ.m. Með Ingibjörgu Dagsdóttur er horfín úr samfélaginu mikilhæf kona og sérstæður persónuleiki sem ég leyfí mér að minnast hér nokkr- um orðum. Ingibjörg var fædd í Gerðiskoti í Sandvíkurhreppi 2. nóvember 1911, en þar bjuggu þá foreldrar hennar Dagur Brynjúlfsson frá Minna-Núpi og Þórlaug Bjamadótt- ir frá Sviðugörðum. Ingibjörg var fjórða í röðinni af sex bömum for- eldra sinna. Bróðir hennar, Bjami, dó í frambemsku. Þau er upp kom- ust vora: Brynjólfur, héraðslæknir, látinn fyrir nokkram árum. Sigrún, lést í æsku. Bjami, fyrrv. banka- starfsmaður á Selfossi. Dagur, kaupmaður á Selfossi. Uppeldis- systir og bróðurdóttir Ingibjargar er Hulda Brynjúlfsdóttir, húsfreyja í Reykjavík. Þá er hálfbróðir henn- ar, Érlingur Dagsson, fyrrv. starfs- maður Vegagerðar ríkisins. Á löngum starfsferli bjuggu for- eldrar Inigbjargar á ýmsum jörðum í Ámesþingi og héldu jafnan um- fangsmikið heimili þó sýnu mest væri það þá nær þijá áratugi sem þau bjuggu í Gaulveijabæ. Þórlaug og Dagur hófu búskap í Þjórsár- holti í Gnúpveijahreppi, fluttu það- an í Gerðiskot, síðan að Sviðugörð- um sem var föðurleifð Þórlaugar, en árið 1920 fluttu þau að Gaul- veijabæ hvar þau bjuggu til ársins 1947 að þau fluttu að Selfossi. Þau lifðu bæði til hárrar elli. Ingibjörg var á uppvaxtaráram sínum í Gaul- veijabæ þátttakandi í miklu um- fangi sem var á heimili foreldra hennar, ekki einungis af hefð- bundnum bústörfum, heldur ekki síður af álagi margháttaðs félags- málastarfs föður hennar, en á þeim tíma var vart nokkurt það trúnaðar- starf í sveitarfélaginu sem ekki var fengið Degi í hendur að gæta. Af líkum má því ráða að heimilisfólk allt hafði æmu að sinna ár og daga. Á unglingsáram varð Ingibjörg fyrir þeirri þungu raun að fá lömun- arveiki sem gerði það að verkum að hún ætíð síðan hafði skerta líkamlega krafta. En hún lét hvergi bugast. Með einstæðu þreki, vilja og hörku bauð hún erfíðleikunum byrginn og braust áfram í hveiju starfí svo sem heil heilsu væri. Hún var sjálfmenntuð af eigin viti, fróð- leiksfysn og hyggindum svo að hveijum var ljóst að hún stóð lang- skólagengnu fólki hvergi að baki. Ingibjörg var hreinskilin persóna, úrræðagóð og ákveðin. Hún talaði tæpitungulaust um hlutina en gæddi hvert orð vinalegum húmor og myndugleik. Það var grannt á listagyðjunni í persónu Ingibjargar sem birtist samtíðarmönnum henn- ar í ýmsum myndum. Tónlist og sönglist vora henni auðveld með- ferðar. Hún var málsvari söguskoð- unar og hlúði hvar sem hún gat við komið að vemdun eldri orða og ömefna enda stílisti og skrifari frá- bær. Alla fegurð sem byggð var á heilbrigðri skynsemi, hófsemi og grandvarleik var henni annt um. Þegar á æskuárum gekk hún til liðs við ungmennafélagið Samhygð og tók mjög virkan þátt í íjölbreyttu starfí þess. Ekki síst munaði félag- ið vel um liðsstyrk hennar í helstu menningarþáttum félagsstarfsins svo sem leiklist og starfsemi bóka- safnsins. Ingibjörg gegndi síðar for- mennsku í félaginu um árabil og fyrir nokkram áram var hún gerð að heiðursfélaga þess. Ungmenna- félagið Samhygð átti henni mikla þökk að gjalda. í nýju umhverfi á Selfossi lagði Ingibjörg félagsmál- um kvenna og safnaðarlífi hvert það lið _sem hún mátti við. koma. Árið 1936 réðst Ingibjörg til starfa hjá Pósti og síma á Selfossi og starfaði þar samfleytt til ársins 1977. Veralegan hluta þessa tíma- bils gegndi hún starfí varðstjóra við póststöðina. Hún ávann sér þegar í upphafí hylli yfírboðara, sam- starfsfólks og viðskiptavina. Það varð því öllum eftirsjá þegar hún hvarf frá starfí og naut nú ekki lengur hennar röggsamlegu fyrir- greiðslu og blæbrigðaríku fram- komu. En Ingibjörg hvarf ekki vinum sínum. I snotri verslun Dags bróður hennar birtist hún þeim. Áfram í þjónustu fjöldans en á annan máta. Annars eðlis. En persónan var óbreytt. Húmorinn leiftrandi þótt áram fjölgaði, kjamyrt tungutak og engar úrtölur sem réðu orðræð- unni. Og nú horfum við vinir hennar og samferðamenn yfir haf minning- anna. Þar verður minningin björtust um traustan vin og litríkan sam- borgara. Við þökkum störfín henn- ar, vinnáttuna og hina tryggu lund. Við þökkum forsjóninni fyrir að hafa gefíð okkur þá reynslu og hamingju að hafa átt Ingibjörgu Dagsdóttur að félaga og vini. Við Vilhelmína vottum systkin- um hennar og frændfólki einlæga samúð. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Hlynur Ingi Búa- son - Minning í litlum hópi 16 ára drengja set- ur menn hljóða þegar þau tíðindi spyijast, að einn úr hópnum hafí dáið í umferðarslysi. Hlynur Ingi Búason vinur okkar er dáinn, burtkallaður af öflum sem enginn skilur. Allra síst lífsglaðir piltar, sem líta það sem sjálfsagðan hlut að njóta lífsins í leik með góð- um félögum. En nú er komið skarð í hópinn, skarð sem ekki verður fyllt. En eft- ir stendur minningin um prúðan dreng og sú vissa að Hlyns bíði annar og betri heimur. Ó láttu kristur þá laun sín fá er ljós þin kveiktu er lýstu þl (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Við vottum aðstandendum Hlyns samúð okkar í sorg þeirra. Félagar úr 3. flokki Leiknis. Minning: Skarphéðinn Asgeirs- son kaupmaður Skarphéðinn Asgeirsson kaup- maður á Akureyri, — Skarphéðinn í Amaro eins og við kölluðum hann, — er til moldar borinn í dag. Með honum hverfur af velli einn þeirra manna, sem dýpstu sporin hafa markað í sögu verslunar á Akur- eyri. Skarphéðinn hafði þau ein- kenni margra athafnamanna að vera hógvær maður dagfarslega og berast ekki á, en undir rólegu yfír- borðinu bjó jámvilji. Hann ólst upp á bammörgu sveitaheimili í sárri fátækt og naut lítillar fræðslu á æskuáram en nam þeim mun meira í lífsins skóla og varð mikill af sjálf- um sér. Skarphéðinn Ásgeirsson fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hinn 3. marz 1907, næstyngstur sjö systkina. Ásgeir faðir hans var son- ur Stefáns bónda í Tungu Magnús- sonar og seinni konu hans, Elínar Helgadóttur, sem áður var gift Jóni Laxdal bónda á Neðri-Dálkstöðum, og vora þeir hálfbræður feður Vil- hjálms Stefánssonar landkönnuðar og Skarphéðins. Móðir Skarphéðins var Sigrún Jóhannsdóttir bónda á Gautsstöðum Bergvinssonar. Skarphéðinn hefur sagt frá því að hugur sinn /hafí ekki staðið til búskapar, en Ásgeir faðir hans var trésmiður og bar snemma á því að Skarphéðinn hefði smiðsauga og allt léki í höndum hans. Hann hóf því störf við húsasmíðar og stofn- aði leikfangagerð á kreppuáranum, eftir að þau Laufey fluttu til Akur- eyrar 1930, og síðar Klæðagerðina Amaro, sem hann rak um margra ára skeið. Árið 1947 keypti hann verslunar- og skrifstofuhús Bald- vins Ryel við Hafnarstræti og reisti um 1960 stórhýsi sunnan og vestan við það. Það framtak sýndi í senn mikið áræði og er ljós vottur þess hversu fljótur Skarphéðinn var að átta sig á þeim nýju tímum, — nýju möguleikum sem opnuðust með auknu fijálsræði í viðskiptum og verslunarháttum eftir að ríkisstjóm Ólafs Thors tók við völdum árið 1960. Einkum var eftirtektarvert hversu góðum verslunarsambönd- um Skarphéðinn náði erlendis, enda hefur heildverslunin verið ríkur þáttur í rekstri Amaro og viðskiptin náð til landsins alls. Þetta framtak má vel vera okkur vegvísir að því marki, að á Akureyri blómstri og þróist sjálfstæð verslunarstarfsemi sem geri hvort tveggja í senn að gefa og sækja til Reykjavíkur, þannig að fullt jafnræði sé þar á milli. I þessu efni hefur einstalding- urinn og framtak hans vísað veginn. Skarphéðinn Ásgeirsson var gæfumaður í einkalífi, kvæntur Laufeyju Tryggvadóttur bónda á Meyjarhóli Kristjánssonar og Jó- hönnu Valdimarsdóttur frá Leifs- húsum. Þau eignuðust þijá syni: Brynjar, kvæntur Guðlaugu Her-- manssdóttur, Birkir, kvæntur Maríu Einarsdóttur og Kristján, kvæntur Mörtu Þórðardóttur. Oll hefur flöl- skyldan unnið við Amaro nema Brynjar sem sneri sér að öðram störfum fyrir nokkram áram. Skarphéðinn og Laufey vora mjög samhent og lögðu mikið af mörkum til líknarmála og heilsu- ræktar. Á engan er hallað þó sagt sé að Laufey hafí framar öðrum gert mögulegt að lyfta því Grettis- taki, sem Kjarnalundur, hið glæsi- lega heilsuhæli, er fyrir svo fámenn- an félagsskap sem Náttúralækn- ingafélag Akureyrar. Skarphéðinn var mikill áhugamaður um sálar- rannsóknir og greiddi fyrir því að Ólafur Tryggvason frændi hans frá. Hamraborg gæti unnið að huglækn- ingum sínum. Framtakssemi Skarphéðins sér víða stað. Hann var m.a. fremstur í flokki þeirra sem stóð fyrir bygg- ingu Sjálfstæðishússins á Akureyri. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir þau kynni, sem tókust með okkur Skarphéðni í Amaro og þann hlýhug, sem hann sýndi mér, og góðar ráðleggingar. Við hjón vottum Laufeyju, sonun- - um og fjölskyldunni samúð okkar við fráfall Skarphéðins Ásgeirsson- ar. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eigin manns mfns, SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, Skipasundi 39, Reykjavfk. Olga Sóphusdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.