Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 35 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra: Einhliða fordæming’ er ekki leiðin til sátta og friðar Afstaða utanríkisráðherra gengur gegn anda stjórnarsáttmálans, vopnun væri það sem skipti máli. Vonir í því efni hefðu kviknað í Höfða og rætzt að nokkrum hluta. Þann veg ætti áfram að ganga til árangurs. Eyjólfur sagði það rangt að nýr alþjóðaflugvöllur hér á landi mið- aðist fyrst og fremst við hemað, ef Atlantshafsbandalagið kæmi við sögu hans. Allur viðbúnaður bandalagsins er, sagði Eyjólfur Konráð, við það miðaður fyrst og fremst, að ekki komi til vopnaðra átaka í okkar heimshluta. sagði Hjörleifur Guttormsson Snarpar umræður urðu utan dagskrár I Sameinuði þingi í gær vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, að ísland skuli sitja hjá við atkvæða- greiðslu á allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna um tillögu um einhliða fordæmingu á Israel. Umræðurnar snérust jafnframt um afstöðu íslands til tillögu Rúmeníu og Indlands og tillögu Svíþjóðar og Mexikó um firyst- ingu kjamorkuvopna. Einnig um ummæli utanríkisráðherra í rfldssjónvarpinu um hugsan- lega byggingu nýs alþjóðaflug- vallar hér á landi. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Af) hóf umræðuna og taldi framvindu þessara mála í hönd- um utanríkisráðherra geta valdið úrslitum um, hver af- staða hans yrði til rfldsstjórnar Steingríms Hermannssonar. Storkun við samstarfsaðiia í rikisstjórninni Hjörleifúr Guttormsson (Abl/Af) hóf mál sitt á því að staðhæfa að Israelsmenn hefðu á tæpu einu ári deytt hátt í hundrað Palestínumenn, þar af fjölda bama og unglinga, brennt hús ofan af fólki og beitt hvers konar ofbeldi. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna liggur frammi tillaga um að fordæma þetta ofríki gegn Pa- lestínufólki á hemumdum svæð- um. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefyr tekið ákvörðun um hjásetu íslands við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu. Þessi afstaða er tekin, sagði Hjör- leifur, án samráðs .við samstarfs- flokka í ríkisstjóm eða utanríkis- málanefnd Alþingis. Þetta er sérkennileg framkoma, sagði Hjörleifur, storkun við sam- starfsaðila í ríkissljóminni og óvirðing við utanríkismálanefnd. Síðan vék Hjörleifur að tveimur öðmm tillögum á allsheijarþingi SÞ, annarsvegar tillögu Rúmeniu og Indlands og hinsvegar tillögu Mexíkó og Svíþjóðar, sem báðar flalla um „frystingu kjamorku- vopna". Utanríkisráðherra ríkis- stjómar félagshyggju- og jafnrétt- is hafí einnig ákveðið að sitja hjá en greiða ekki atkvæði með þeim tillögum. Ég skora á ráðherra að breyta afstöðu sinni, sagði Hjör- leifur, því enn er lag, þar eð at- kvæðagreiðslu hefur verið frestað. Loks vék Hjörleifur að orðum utanríkisráðherra í sjónvarpi um nýjan alþjóðaflugvöll hér landi, „herflugvöll", sem hann túlkaði svo, að ráðherra væri hlynntur slíkri framkvæmd. Með þessari afstöðu er utanrík- isráðherra að troða samstarfsaðil- um sínum f ríkisstjóminni um tær, sagði ræðumaður efnislega. Ekki væri meirihluti í ríkisstjóminni fyrir þessari afstöðu. Hjörleifur lét að því liggja að stuðningur hans við ríkisstjómina gæti oltið á því, hver yrði meðferð þessara mála í höndum utanríkisráðherra. Velja þarf Iíklegustu leiðina til firíðar og sátta Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði einhliða fordæmingu á öðrum aðila í jafn viðkvæmu deilumáli og hér hafí borið á góma ekki beztu leiðina til sátta og friðar í þessum heims- hluta, sem væri þó markmiðið. Það að sitja hjá við slíka tillögu er Ragnhildur Helgadóttir heldur ekki ný afstaða af okkar hálfu, heldur gamalkunn. Utanríkisráðherra fer með það vald að móta afstöðu íslands til tillagna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þannig tók forveri minn, sagði Jón, slíka afstöðu á eigin spýtur í síðustu ríkisstjóm, án samráðs við samstarfsflokka og athuga- semdalaust. ísland á að vera boðberi friðar, sagði ráðherra, og styðja allt það, sem leitt getur til friðar og sátta á svæðinu fyrir botni Miðjarðar- hafs, sem annarsstaðar. Einhliða fordæming er einfaldlega ekki leiðin að því marki. Þvert á móti. Stefna ber að friðarráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem báðir aðilar hafí sæti við sáttaborð. Þá vék ráðherra að „frystingar- tillögunum". Hann sagði orðrétt: „Samningur stórveldanna um út- rýmingu allra meðaldrægra kjamaflauga á landi, sem undirrit- aður var í Washington í desember sl., hefði aldrei orðið að veraleika hefðu tillögur um frystingu komið til framkvæmda 1983. Þvert á móti hefði slík tillaga, hefði hún verið samþykkt, lögleitt yfírburði Sovétríkjanna á þessu aftnarkaða sviði og gert þeim kleift að beita Evrópuríkin pólitískum þvingun- um. Raunin varð sem betur fer önnur. INF-samningurinn hefur orðið til að treysta í sessi yfírlýsta grandvallarstefnu Atlantshafs- bandalagsins, sem miðar að þvi að ná fram raunhæfum og gagn- kvæmum samningum um afvopn- un og vopnaeftirlit í skjóli trúverð- ugra vama og öryggis." Fordæmingartillaga Páll Pétursson (F/Nv) sagði það rétt geta verið hjá utanríkis- ráðherra, að tillaga um einhliða fordæmingu væri ekki sú líkleg- asta til lausnar á deilumálinu í heild. Engu að síður væri fram- koma ísraela, sem leitt hefði til dauða hundraða fólks, m.a. bama og unglinga, ekki réttlætanleg. Páll kynnti tillögu til þings- ályktunar sem Hjörleifur Gutt- ormsson er fyrsti flutningsmaður að, en Kristín Einarsdóttir, Kvennalista, og hann sjálfur, Hjörleifúr Guttormsson Framsóknarflokki, meðflutnings- menn að. í tillögunni segir m.a.: „Alþingi fordæmir síendurtekin mannréttindabrot ísraelsstjómar gagnvart Palestínumönnum að undanfömu og leggur áherzlu á að ísraelsk stjómvöld virði mann- réttindayfírlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 4. Genfarsáttmálann um vemd óbreyttra borgara á stríðstímum ... Alþingi leggur áherzlu á að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og rétt hennar til að stofna eigin ríki í samræmi við ályktun allsheijarþings Samein- uðu þjóðanna ...“ Páll gagnrýndi að utanríkisráð- herra hefði horfíð frá afstöðu Steingríms Hermannssonar til frystingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó og taldi þá breytingu ekki í anda stjómarsáttmálans. Kallaði hann breytinguna siðferðilega kú- vendingu til kaldastríðsafstöðu. Páll sagði einnig að yfírlýsingar ráðherra um herflugvöll sam- ræmdust ekki samkomulagi stjómarflokkanna. Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði hjásetu við tillögu um að fordæma yfírgang ísraels gagnvart Palestínumönnum furðulega afstöðu. Ekki væri hægt að réttlæta ofbeldi ísraela nú með því að vitna til ofbeldis gagnvart gyðingum í Evrópu á tímum naz- ista, eins og bryddað hafí á. Kristin sagði það blindu á stað- reyndir að sjá ekki að „frysting kjamorkuvopna" væri stórt spor til réttrar áttar. Afstaða ráðherra til herflugvall- ar stríddi og gegn meirihluta bæði í ríkisstjóm og á Alþingi. Viðbúnaður til að koma í veg fyrir vopnaátök Eyjólfúr Konráð Jónsson sagði m.a. að hann hefði setið þing Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur áram. Þá hafí legið fyrir þinginu milli 70 og 80 afvopnunartillögur, ásamt miklum flölda breytingartil- lagna. Ekkert af þessum tillögu- fjölda hafí vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum né annarsstaðar. Hinsvegar hafí húsið Höfði í Reykjavík verið á sjónvarpsskjá Jón Baldvin Hannibalsson þar vestra margoft, dag eftir dag, þar sem leiðtogar stórveldanna þinguðu um afvopnunarmál, enda virtust stórveldin ráða ferðinni í þessum málum, hvort sem mönn- um líkaði betur eða verr. Tillögu- fíöldinn hjá Sameinuðu þjóðunum hafí og að hluta til verið fyrir heimamarkað flutningsmanna, ekki heimsbyggðina. Eyjólfur sagðist ekki gagnrýna afstöðu utanríkisráðherra í þeim málum, sem hér væra rædd. Lítið væri unnið með því að frysta óbreytt ástand í kjamorkuvopna- málum heimsins. Gagnkvæm af- Harðar umræður Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) sagði að í gær hefði kom- ið fram grandvallarágreiningur hjá stjómarflokkunum um Qár- lagagerð. í dag kæmi grandvallar- ágreiningur þeirra í ljós um ut- anríkis- og öryggismál. Hún sagði og að einhiiða fordæming á ísrael á þingi SÞ myndi ekki laða deilu- aðila til sátta á vettvangi þeirra, en skipti meginmáli. Ragnhildur sagði frystingartil- lögu á kjamavopn úrelta, eftir að nokkuð hafí miðað áleiðis um gagnkvæma afvopnun. Ragnhildur sagði Hjörleif Gutt- ormsson telja það illa farið, ef Is- lendingar yfírgefí þann „félags- skap“ sem fordæma vilji mann- réttindabrot ísraela. Ég veit ekki. betur, sagði Ragnhildur, en að' Rúmenía standi að þessum tillögu- flutningi. Hversvegna kemur ekki fram tillaga um að fordæma mannréttindabrot þar í landi sem era ærin? Er það vegna félags- skaparins? Fjöldi þingmanna tók þátt í umræðunni, þó hér sé ekki rúm til að rekja ummæli þeirra, m.a. Ólafur Þ. Þórðarson, Jón Sæ- mundur Siguijónsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Albert Gu£þ. mundsson, Geir H. Haarde og Guðrún Agnarsdóttir. Það kom fram í máli Olafs Þ. Þórðarsonar, Framsóknarflokki, að utanríkisráðherra hefur forræði yfír þessum málaflokki, enda væri ríkisstjóm ekki fjölskipað stjóm- vald. Hjörleifur Guttormsson, Al- þýðubandalagi, lét hinsvegar að því liggja, að meðferð þessara mála í höndum utanríkisráðherra geti ráðið úrslitum um viðhorf hans til þessarar ríkisstjómar. Tillaga þriggja þingmanna: „ Alþingi fordæmi mannréttindabrot Israelsstj órnar “ og viðurkenni PLO sem málsvara Palestínumanna Þrír þingmenn, Hjörleifúr Guttormsson, Alþýðubandalagi, Kristin Einarsdóttir, Samtökum um kvennalista, og Póll Péturs- son, Framsóknarflokki, hafa lagt firam á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að fordæma „mannréttindabrot ísraelsstjómar“. Tillagan er svohljóðandi: slíkrar ráðstefnu. „Alþingi ályktar að lýsa Alþingi leggur áherzlu á að við- áhyggjum sínum yfír því ástandi urkenna beri sjálfsákvörðunarrétt sem ríkir fyrir botni Miðjarðar- hafs og telur það stöðuga ógnun við heimsfriðinn. Alþingi fordæmir síendurtekin mannréttindabrot fsraelsstjómar gagnvart Palestínumönnum að undanfömu og leggur áherzlu á að ísraelsk stjómvöld virði mann- réttindayfírlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 4. Genfarsáttmálann um vemd óbreyttra borgara á stríðstímum. Alþingi styður kröfuna um að tafarlaust verði haldin alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Samein- uðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila og telur að ísland eigi að bjóðast til að vera gestgjafí palestínsku þjóðarinnar og rétt hennar til að stofna eigin ríki í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 181 frá 29. nóvem- ber 1947 um leið og viðurkenndur er tilveruréttur Ísraelsríkis innan öraggra landamæra. Jafnframt ber að viðurkenna rétt palestín- skra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í sam- ræmi við margítrekaðar ályktanir allsheijarþings Sameinuðu þjóð- anna. Alþingi felur ríkisstjóminni að framfylgja ofangreindri stefnu og viðurkenna Frelsissamtök Pa- lestínu, PLO, sem málsvara pa- lestínsku þjóðarinnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.