Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988

Hef sagt mig úr
Alþýðuflokknum
- segir Grétar Þorleifsson vara-
formaður Sambands byggingamanna
„ÉG HEF sagt mig úr Aiþýðuflokknum og þessi úrsögn er
fyrst og fremst mótmæli við því að Alþýðusamband íslands
skuli líða fyrir pólitisk plott," sagði Grétar Þorlei&son, formað-
ur Félags byggingariðnaðarmanna í Hafharfirði og varaform-
aður Sambands byggingamanna, í samtali við Morgunbláðið.
„Það hefur ýmislegt komið upp   tel mig hafa orðið varan við mikla
á en þó keyrði um þverbak á ASÍ-
þinginu um daginn," sagði Grétar.
„Eg náði þar ekki kjöri sem vara-
maður í miðstjórn og ég get full-
yrt að Alþýðuflokksmenn unnu þar
gegn mér. Ég náði þó kjöri í Sam-
bandsstjórnina enda þótt Alþýðu-
flokksmenn ynnu gegn mér. Ég
hægri sveiflu í Alþýðuflokknum.
Frá því að Jón Baldvin tók þar
við forystunni hefur mikið stokk-
ast upp í flokknum og hann er
ekki eins mikill verkalýðsflokkur
og hann var," sagði Grétar Þor-
leifsson.
Tugir árekstra
í mikilli ísingu
SNEMMA morguns í gær rákust
tveir bílar á í Kollafirði. Einn
var fluttur á sjúkrahús úr hvor- .
um bíl, báðir með áverka á
höfði. Annar missti meðvitund
um stund. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu voru mennirnir
ekki taldir í lifshættu. Mikil
ísing var á höfuðborgarsvæðinu
á föstudag, einkum aðfaranótt-
ina og fyrri hluta dagsins. Tug-
ir árekstra, sem rekja má tU
ástands gatnanna, voru til-
kynntir lögreglu en aðeins var
vitað um alvarleg meiðsl í þessu
eina tilfelli.
Lögreglumenn sögðu að það
væri helst við aðstæður líkar þeim,
sem mynduðust í gær, að nagla-
dekk gætu skipt sköpum um hvort
ökumönnum tækist að forðast
árekstra. Ökumenn tveggja
saltdreifíngarbíla lentu í erfiðleik-
um er þeir voru, snemma morg-
uns, að dreifa salti til hálkueyðing-
ar á svæðinu við Kleppsspítala.
Þar reyndist svo hált að báðir
misstu stjórn á bílum sínum. Ann-
ar bíllinn valt á hliðinni og hafn-
aði utan vegar, hinn lenti á um-
ferðarmerki og reif það upp. Hvor-
ugur  ökumannanna
slasast.
mun  hafa
Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson
OXULDRATTUR
Skipsskrúfur eru engin smásmíði og ekki veitir af stórum
skrúfum tíl að knýja áfram skuttogara, líkt og þennan, sem var
í Slippstöðinni á Akureyri á dögunum. Það þarf þvi ailmiklar
tilfæringar þegar lagfæra þarf það sem fer úrskeiðis.
Útvarpsráð:
Bókun vegna
skemmtiþáttar
Á FUNDI útvarpsráðs i gær var
samþykkt bókun vegna þáttar
Hermanns Gunnarssonar, „Á
tali", sl. miðvikudagskvöld.
í bókuninni segir: „Vegna atriðis
í þætti Hermanns Gunnarssonar sl.
miðvikudagskvöld telur útvarpsráð
það óviðeigandi að hafa persónulegt
ólán einstakra manna í flimtingum
með þeim hætti sem gert var, eða
tengja óviðkomandi einstaklinga
slíkum málum. Það er ekki Ríkisút-
varpinu samboðið."
Tveir dýrbít-
ar skotnir
TVEIR hundar voru skotnir í
gær við bæinn Litlu-Fellsöxl í
Skilmannahreppi. Höfðu þeir
lagst þar á fé og drepið eina
kind.
Komið var að hundunum þar
sem þeir ólmuðust í fénu og lá þá
ein kindin dauð eftir þá og sá á
öðrum. Ekki var í gær vitað hvað-
an þessir hundar voru.
Áfengi á sérkjörum:
Ráðherra höfðar einkamál
til embættismissis dómara
Fimm keyptu áfengi sem handhafar
forsetavalds á síðustu sjö árum
FORSETI Islands féllst í gær
fbrmlega á tillögu dómsmálaráð-
herra um að víkja Magnúsi Thor-
oddsen úr embætti hæstaréttar-
dómara um stundarsakir, meðan
dómstólar fjalla um áfengiskaup
hans sem handhafa forsetavalds.
Ákveðið hefur verið að höfða
einkamál til embættismissis, sem
rikislögmaður rekur fyrir hönd
dómsmálaráðherra.   Ráðherra
sagði i gær að sú ákvörðun væri
studd með tilvísun í lagaákvæði
sem kveður á um að ráðherra
geti vísað dómara úr starfi um
stundarsakir ef hann telur hann
hafa rýrt svo álit sitt siðferðilega
að hann megi ekki lengur gegna
dómaraembætti. Fjármálaráð-
herra hefur ákveðið, að hér eftir
fari kaup handhafa forsetavalds
á  áfengi  eingöngu  í  gegnum
embætti forseta íslands, hafi
þeir gestgjafaskyldum að gegna
í fjarveru forseta.
I gær sendi fjármálaráðherra frá
sér fréttatilkynningu, þar sem kem-
ur fram að fjórir forsetar Hæsta-
réttar árin 1982-1988 keyptu
áfengi á sérverði sem handhafar
forsetavalds. Þá keypti forseti sam-
einaðs þings árin 1984-1988 einnig
áfengi á sérkjörum. Upplýsingarnar
miðast við árin 1982-1988, að báð-
um meðtöldum.
Tilkynning fjármálaráðherra er
svohljóðandi: „I framhaldi af um-
ræðum um kaup Magnúsar Thor-
Ólafiir Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra:
Hækkun vörugjalds snertir ekki
daglegar nauðsynjar launafólks
Svik við neytendur, segir Þorsteinn Pálsson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra„kynnti frumvarp um
hækkun vörugjalds fyrir fúlltrúum stjórnarandstöðuflokkanna i
gær, ep aegir að ekki hafi verið rætt efhislega hvort flokkarnir
styddu framgang málsins á þingi. Ráðherra segir, að frumvarpið
sé þannig sniðið að það snerti ekki daglegar nauðsynjar launafólks.
Hann stefnir að þvf að leggja frumvarpið fram á mánudag og segir
æskilegt að það verði afgreitt á sem skemmstum tíma. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins vonast ráðherra tíl að frumvarpið verði
að lögum í lok næstu viku.
Ólafur fundaði í gær með fulltrú-
um Kvennalista og Sjálfstæðis-
flokks, kynnti þeim þau áform sín
að fjalla um vörugjaldsfrumvarpið
með fulltrúum stjórnarandstöðunn-
ar og bað þá að ræða í sfnum flokk-
um hvort þeir vildu eiga aðild að
slíkri umfjöllun. Þá var ákveðinn
fundur ráðherra og fulltrúa Borg-
araflokks í dag. „Það var ekki rætt
efnislega hvort flokkarnir vildu
styðja framgang frumvarpsins á
þingi," sagði Ólafur.
Þegar matarskatturinn svonefndi
var lagður á voru tollar og vöru-
gjöld lækkuð. Fjármálaráðherra var
spurður hvort Alþýðubandalagið
væri ekki andsnúið matarskattin-
um. „Það er alveg rétt að við Al-
þýðubandalagsmenn töldum matar-
skattinn ekki gott skattform," svar-
aði ráðherra. „Við stefndum að því
einnig að lækka verð á nauðsynleg-
um matvælum og nota frekar tekju-
öflunina til þess. Hins vegar féll-
umst við á það þegar þessi stjórn
var mynduð að matarskatturinn
héldi gildi sínu í eitt ár og pening-
arnir væru frekar notaðir til þess
að greiða niður verð á nauðsynleg-
um matvælum. Það var nú meðal
annars gert á kjöttegundum þegar
ríkisstjórnin var mynduð. Þetta
vörugjald er þannig sniðið að það
snertir ekki daglegar nauðsynjar
launafólks. Að því leyti er það í
samræmi við það grundvallaratriði
í tekju- og skattastefnu ríkisstjórn-
arinnar að reyna að hlífa tekjulágu
fólki og brýnustu lífsnauðsynjum
launafólks," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra í síðustu ríkisstjorn,
var spurður hvort hann gæti stutt
fyrirhugaðar vörugjaldshækkanir.
„Málið er ósköp einfalt. Það er búið
að gera grein fyrir því í greinar-
gerð fjárlaga að þetta er partur af
tekjuöflunarforsendum fjárlaga,
þetta er afgreitt mál milli þing-
flokka ríkisstjórnarinnar." Jón svar-
aði ekki spurningu um hvort málið
hefði verið afgreitt með hans stuðn-
ingi
„Mér sýnist að þarna sé verið
að stefna inn á mjög varasama
braut," sagði Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæðisflokksins. „Eg
hef auðvitað ekki séð þetta frum-
varp og get þess vegna ekki dæmt
um það í einstökum atriðum. En, í
heild sinni er alveg augljóst að það
er ekkert tilefni til þess að hækka
verð á þessum vörum með þessum
hætti. Ég tel þar að auki að það
sé mjög varasamt að brjóta niður
þá einföldun á tolla- og vörugjalda-
kerfinu sem ákveðin var í fyrra.
Ég minni á að lækkun tolla og vöru-
gjalda í fyrra kom á mðti því að
25% söluskattur var lagður á allar
matvörur. Það er að mínu mati al-
veg fráleitt að koma svo ári síðar
með frumvarp um hækkun gjald-
anna, ef ekki fylgir um leið endur-
skoðun skattlagningar á matvæli
þar sem þessir þættir voru órjúfan-
lega tengdir í skattkerfísbreyting-
unni í fyrra. Það eru hrein svik við
neytendur ef þessi hluti er dreginn
til baka núna án þess að skattlagn-
ingá matvæli verði endurskoðuð."
oddsens hæstaréttardómara á
áfengi á árinu 1988, sem hann fékk
á sérkjörum, hefur verið óskað upp-
lýsinga um áfengiskaup handhafa
forsetavalds á undanförnum árum.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að
veita þessar upplýsingar vegna eðl-
is málsins. Eftirfarandi upplýsingar
miðast við tímabilið 1982-1988.
Magnús Thoroddsen keypti á
þessu ári 1440 flöskur af áfengi á
sérkjörum og var það allt sterkt
vín. Á árinu 1987 keypti Magnús
720 flöskur af áfengi, þar af 636
flöskur af sterku víni.
Aðrir hæstaréttardómarar, sem
verið hafa handhafar forsetavalds
á þessu tímabili, hafa keypt áfengi
á sömu kjörum sem hér segir:
Magnús Torfason keypti 216
flöskur á árinu 1986 og 174 á árinu
1985, þar af 156 af sterku fyrra
árið og 92 seinna árið. Þór Vil-
hjálmsson keypti 387 flöskur af
áfengi á árinu 1984 og 447 á árinu
1983, þar af rúmlega 230 flöskur
af sterku áfengi hvort árið. Logi
Einarsson keypti 180 flðskur af
áfengi á árinu 1982, þar af 48 af
sterku.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
fyrrverandi forseti sameinaðs
þings, keypti 246 flöskur árið 1988,
444 flöskur árið 1986, 216 flöskur
1985 og 324 flöskur 1984. Skipting
er nokkuð jöfn á milli sterks og
létts víns og um er að ræða margar
tegundir af hvoru.
Aðrir handhafar forsetavalds
hafa ekki keypt áfengi á þessum
kjörum á tímabilinu."
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, ákvað í gær að kaup
handhafa forsetavalds á áfengi á
sérkjörum fari hér eftir í gegnum
embætti forseta íslands. „Ég tel
eðlilegt að tilefni slíkra áfengis-
kaupa handhafa forsetavalds séu
vegna gestgjafaskyldu þeirra, ef
þeir verða að halda veislur sem for-
seti héldi ella. Og það er ástæða
til að ítreka, að handhafar forseta-
valds verða ávallt að koma fram
þrír saman," sagði Ólafur.
Halldór Ásgrímsson, dómsmála-
ráðherra, sagði í gær áð hann hefði
ekki séð þessar tölur og vildi því
ekki tjá sig frekar um málið.
Sjá forystugrein á miðopnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60