Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVnCUDAGUR 4. JANÚAR 1989
Forsætis-
ráðherra
vill end-
urskoða
lögum
Seðlabanka
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra
segir tímabært að endur-
skoða lögin um Seðia-
bankann, m.a. ákvæði um
heimild til að ákveða
hámarksvexti. Jón Sig-
urðsson viðskiptaráð-
herra segir að hugað
verði að þessari löggjöf á
næstunni, m.a. að ákvæð-
um um vaxtaákvarðanir
bankans, en hins vegar
sjái hann ekki að betra
fyrirkomulag, en lögin
ákveða, sé auðfundið.
í áramótagrein sem Jón
Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra skrifar í Al-
þýðublaðið, segir hann að fer-
ill Seðlabankans sé orðinn
slíkur að ekki verði hjá því
komist að taka starfsemi hans
til gagngerrar endurskoðun-
ar, og setja þurfi nýfa löggjöf
um bankann þar sem valdsvið
hans og hlutverk verði þrengt
og honum fengin forusta á
faglegum grundvelli.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagðist á
fréttamannafundi vera sam-
mála því að skoða þurfi lögin
um Seðlabankann, m.a. veita
honum ákveðnari heimildir til
að ákveða hámarksvexti. Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði hins vegar á fundinum
að lögin um Seðlabankann
væri ekki ýkja gömul, eða
rúmlega tveggja ára. Hann
sagðist því telja að reynsl-
utíminn væri ekki orðinn
nægilega langur til að hægt
væri að undirbúa stórar breyt-
ingar á lögunum svo stöddu,
en að sjálfsögðu væri ástæða
til að huga að ýmsu, m.a.
ákvæðum um vaxtaákvarðan-
ir, þótt enn benti ekkert til
þess að núgildandi ákvæði
dygðu ekki.
Morgunbla3ið/Emil!a
Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrimur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Sigurðsson á fréttamannafundi þar sem ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um 4% gengisfellingu var kynnt.
Gengið lækkað um 4% á þriðjudag:
Staðfestir fyrirætlun stjórnar-
ínnar að hafiia gengiskollsteypu
- segja forustumenn ríkisstjórnarflokkanna
Forustumenn rikisstjórnarinnar segja að 4% gengisfelling, sem
tilkynnt var í gær, sé óháð efnahagsráðstöfunum, sem ríkisstjórn-
in vinni nú að. Hún sé til komin vegna óhagstæðrar alþjóðlegrar
gengisþróunar undafaríð og staðfesti raunar þá fyrirætlun ríkis-
stjórnarinnar að hafna stórfelldri gengisfellingu sem efnahagsað-
gerð heldur verði lögð áhersla á hagræðingu og skipulagsbreyting-
ar í útflutningsgreinunum.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði á frétta-
mannafundi í gær, að gengisfell-
ingin hefði verið ákveðin vegna
óhagstæðrar þróunar á gjaldeyris-
mörkuðum. Þannig hefði Banda-
ríkjadollar t.d. lækkað um 2% mið-
að við þýskt mark og 1% gagn-
vart íslensku krónunni um síðustu
helgi. Þá væri verið að lagfæra
þá gengisskekkju sem orðið hefði,
frá því ríkissjórnin ákvað efna-
hagsaðgerðir 28. september, og
áætiað væri að eftir gengisfelling-
una nú væru útflutningsgreinarn-
ar í svipaðri stöðu og þær voru þá.
Steingrímur sagði að gengis-
fellingin hefði að sjálfsögðu viss
áhrif á verðlag, en reynt væri að
mæta því með óbeinum aðgerðum.
Þannig    hefði    fjármálaráðherra
fyrir nokkru ákveðið að færa
gjalddaga söluskatts og greiðslu-
korta til sama dags. Sömuleiðis
hefði viðskiptaráðherra nýlega
heimilað innflytjendum að nota sér
greiðslufresti sem þeir eiga kost á
erlendis.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði verið væri að
hafna gengisfellingarkollsteypu-
leið, eins og sumir hefðu óskað
eftir. Hann sagði að þessi aðgerð
ætti að geta stuðlað að meiri stöð-
ugleika í þjóðfélaginu og benti á,
að í því efnahagsumhverfi sem nú
væri, ætti að nást mun meiri
árangur af Iítilli gengisfellingu.
Það gæti vissulega gerst nú,
eins og gerðist með 3% gengis-
lækkunina í september, að inn-
flytjendur tækju á sig þá verð-
hækkun, eða hluta hennar, sem
gengisfellinginn ylli. Að minnsta
kosti væri von til að þessi minni
háttar gengisfelling skilaði raun-
verulegri raungengislækkun eins
og septemberlækkunin hefði gert,
og gæti leitt til þess að raungengi
yrði í kringum 101, en meðaltalið
áranna 1980-1988 væri 98.
Ólafur sagði síðan að ekkert
benti til annars en að vaxtalækkun
gæti haldið áfram, þrátt fyrir
gengisfellinguna, og fjármagns-
kostnaður haldið áfram að lækka,
eins og hann hefði gert eftir sept-
emberaðgerðirnar.
J6n Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sagðist vilja beina
þeim eindregnu tilmælum til
stjórnarandstöðu og einstakra full-
trúa atvinnulífsins að fella nú nið-
ur gengiskollsteyputal. Það væri
óþjóðholl iðja og fráleit við okkar
kringumstæður, þar sem útflutn-
ingsfyrirtækin væru skuldum
hlaðin og stórfelld gengisfelling
gerði þar illt verra.
Jón   Sigurðsson   viðskiptaráð-
herra sagði að kaupgengi banda-
ríkjadóllars yrði eftir breytinguna
48.08 krónur, eða nánast það
sama og var eftir gengisfellinguna
27. september. Stór hluti erlendra
skulda útflutningsfyrirtækja væri
í dollurum og því hefði þessi breyt-
ing ein sér ekki hafa svo neikvæð
áhrif á skuldastöðu fyrirtækjanna.
Jón bætti við, að ein meginrök-
semdin fyrir að taka ákvörðun um
gengisfellingu nú, væri sú að ekki
hefði verið verjandi, að fara inn í
nýtt ár með þeim óróa og stöðuga
gengisfelhngartali, sem herjað
hefði á landið undanfarið frá
stjórnarandstöðu og fjölmiðlum.
Þess vegna hefði þetta verið gert
til að byrja með hreint borð á
nýju ári og einnig hefði ekki verið
hægt að horfa fram á þá þróun á
gjaldeyrismörkuðum sem raun bar
vitni.
Á fundinum kom fram, að áætl-
að er að framfærsluvísitala hækki
um 1,5% í janúar, vegna hækkun-
ar beinna og óbeinna skatta og
ýmissa gjalda, svo og gengisfell-
ingarinnar.
Nokkur atriði um breytíngar hjá Útsýn
Athugasemd frá Ómari Kristjánssyni s^óraarformanni Útsýnar
Nú um áramótin keypti Þýzk-ís-
Ienzka hf. síðustu hlutabréf Ing-
ólfs Guðbrandssonar í Perðaskrif-
stofunni Útsýn hf. og á Ingólfur
því ekkert í fyrirtækinu.
Þann 1. janúar 1986 eignaðist
Þýzk-íslenzka hf. ásamt 3 ein-
staklingum 50% af Ferðaskrifstof-
unni Útsýn hf. á móti Ingólfi. Ári
síðar keypti Þýzk-íslenzka hf. 20%
til viðbótar af Ingólfi og i árs-
byrjun 1988 önnur 20%. Síðustu
10% hlutafjárins seldi Ingólfur fé-
laginu svo nú um áramótin. Um
þetta var samið í október 1985
þegar gengið var frá því að nýir
aðilar kæmu inn í Útsýn. Það er
því ekkert sem þarf að koma á
óvart varðandi þessi kaup.
Frá því sl. haust hefur sonur
Ingólfs, Andri Már, starfað sem
framkvæmdastjóri sölu- og mark-
aðsmála hjá tJtsýn. Hann hefur
haft með að gera dagleg störf
varðandi framkvæmd ferða ásamt
sölu- og markaðsmálum. Fjár-
málastjóri hefur hins vegar borið
ábyrgð á öllum daglegum fjármál-
um, tölvumálum, bókhaldi ogeftir-
liti með tekjum og gjöldum fyrir-
tækisins. Andri Már hafði ekkert
méð þau mál að gera.
Ég sem framkvæmdastjóri
Þýzk-íslenzka hf. sem átti nær
90% hlutafjár í Útsýn hf. og á því
nær allt hlutfé þess nú gerði mér
far um að fylgjast náið með dag-
legum rekstri Útsýnar enda taldi
ég mér það bæði rétt og skylt.
A síðustu vikum ársins 1988
stirðnaði því miður samstarf okkar
Andra. Svo virðist sem honum
hafi mislíkað að aðaleigandi fyrir-
tækisins vildi hafa áhrif á rekstur
þess. í mínum huga er afstaða af
þessu tagi barnaleg.
Svo fór að Andri Már afhenti
mér uppsagnarbréf á fundi okkar
að kvöldi föstudagsins 30. desem-
ber þar semhann sagðist hætta
störfum hjá Útsýn ef afskipti mín
af rekstri fyrirtækisins minnkuðu
ekki verulega. Við ræddum málið
á fundinum og ég sagði að við
þyrftum báðir að hugsa það í ró-
legheitum yfir áramótin því þessi
ákvörðun virkaði fljótfærnisleg á
mig.
I samtali okkar lét Andri Már
þess skýrt getið að hann vildi helst
að breyting yrði á samstarfi okk-
ar, annars ætlaði hann að standa
við uppsögnina, hætta hjá Útsýn
og snúa sér að áframhaldandi
námi.
Morguninn eftir þetta samtal
komst ég á snoðir um, fyrir hreina
tilviljun, að Andri Már hafði keypt
sér farmiða til Spánar mánudags-
morguninn 2. janúar en þangað
var ferðinni heitið í erindagjörðum
annarrar ferðaskrifstofu en Út-
sýnar. Ef vinnubrögð af þessu tagi
flokkast ekki undir óheilindi þá
er erfitt að átta sig á hvað eru
óheilindi.
Þegar hér var komið sögu var
mér Ijóst að menn höfðu leikið
tveimur skjöldum og að samstarfi
við Andra Má Ingólfsson hlyti að
vera lokið þar sem hann hafði
gengið til liðs við einn af keppina-
utum Útsýnar. Ég gerði því ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir að
hann bæri trúnaðargögn og upp-
lýsingar út úr skrifstofu Útsýnar
enda hljóta það að teljast sjálf-
sagðar varúðarráðstafanir við að-
stæður sem þessar. Allt tal um
að Andri Már hafi verið „borinn
út" er hugarórar. Persónulegir
munir hans hafa ekki verið hreyfð-
ir.
En við yfírferð á skjölum Útsýn-
ar á skrifstofu Andra fundust ekki
nokkrir af hótelsamningum okkar
á Spáni. Við fengum þá hins veg-
ar senda staðfesta frá Spáni í gær
þannig að viðskiptavinir Útsýnar
þurfa ekki að óttast neina röskun
á samskiptum okkar við gististað-
ina á Spáni.
Þeir sem þekkja til vita að Andri
Már er undir miklum áhrifum frá
föður sínum. Eftir að ljóst var
orðið að Andri var tekinn til starf a
í samkeppni við Útsýn þótti útilok-
að að grundvöllur væri fyrir frek-
ari störfum Ingólfs Guðbrandsson-
ar hjá Útsýn. Því var ákveðið að
endurnýja ekki starfssamning við
Ingólf sem rann út á gamlársdag
þar sem við óttuðumst hagsmuna-
árekstra. Þessa ákvörðun tilkynnti
ég Ingólfí í skeyti.
Eins og kunnugt er lét Ingólfur
af starfi forstjóra hinn 31. desem-
ber 1987. Á árinu 1988 bar hann
titil stjórnarformanns hjá Útsýn
og hafði lítil önnur verkefni en að
annast um skipulagningu ogfarar-
stjórn í svokölluðum heimsreisum
á vegum fyrirtækisins.
Afskipti hans af daglegum
rekstri á árinu 1988 voru mjög
lítil. Það er rangt að gerður hafi
verið þriggja ára samningur við
Ingólf og það er hrein fjarstæða
að samningur hafi verið fjarlægð-
ur af skrifstofu hans eins og haft
er eftir honum í Morgunblaðinu.
Starfsferli þeirra feðga hjá Út-
sýn er nú Iokið. í gærkvöldi var
haldinn hluthafafundur hjá Ferða-
skrifstofunni Útsýn hf. þar sem
kosin var ný stjórn skipuð þremur
mönnum. Fækkað er í stjórninni
um tvo. Ómar Kristjánsson var
kjörinn stjórnarformaður. Aðrir í
stjórn eru Magnús Gunnarsson og
Helgi Magnússon.
Það er vonandi að Ingólfur
Guðbrandsson fari nú að skilja að
hann er búinn að selja fyrirtækið.
Það verður ekki bæði sleppt og
haldið þó það kunni stundum að
þykja þægilegt.
Eg er vongóður um að langflest-
ir starfsmanna Útsýnar hf. haldi
áfram störfum fyrir fyrirtækið.
Það hefur að sjálfsögðu tekið á
okkur öll að þurfa að standa í
svona leiðindum. En nú er lögð á
það megináhersla að fá hér vinnu-
frið tjl að geta þjónað viðskiptavin-
um Útsýnar hf. með sem bestum
og öruggustum hætti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48