Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag:
Skiptar skoðanir um ftindar-
herferð flokksformannanna
Jón Baldvin     Ólafur Ragnar
Ákvörðun formannanna sjálfra, segir Jón Baldvin
SKIPTAR skoðanir eru innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um
fundaherferð, sem formenn flokkanna hafa ákveðið að leggja upp i
um landið í þessum mánuði. Fundaherferðin, sem kynnt var í Al-
þýðublaðinu í gær, ber yfirskriftina: Á rauðu ljósi, og á m.a. að leita
þar viðbragða við hugmynd um sameiningu flokkanna og stofna stór-
an jamaðarmannafiokk á íslandi. Rætt var um þessa fyriræthm for-
numnanna á þingflokksfundum flokkanna tveggja í gær, og sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom þar fram óánægja með að
formennirnir skyldu taka þessa ákvörðun án þess að bera hana undir
flokksstofnanir áður, og tekið var fram að herferðin væri ekki á
vegum flokkanna sjálfra. „Ákvörðun um þessa fundi, einn f hverju
kjördæmi i janúarmánuði, er ákvörðun formanna sjálfra," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í samtali við Morgun-
blaðið f gær.
í Alþýðublaðinu í gær sagði að
fyrsti fundurinn yrði á ísafirði 14.
janúar, þá á Akranesi 15. janúar,
19. janúar í Vestmannaeyjum, 20.
janúar á Höfn í Hornafirði, 21. jan-
úar á Neskaupsstað, 22. janúar á
Siglufirði, 25, janúar á Akureyri og
28. janúar í Hafnarfirði.
VEÐUR
Jón Baldvin segist hafa rætt þetta
mál við flokksmenn sína, „en hvergi
borið það upp til samþykktar né
synjunar í neinum af stofnunum
flokksins. Ef svo hefði verið, væri
um að ræða formlega aðild flokka
og meiriháttar pólitíska ákvörðun.
Það er sum sé ekki svo," sagði hann.
Jón sagði aðdraganda þessarar
ákvörðunar vera þann að þeir for-
mennirnir hefðu rætt þetta í desem-
ber og tekið ákvörðun í fyrradag.
Hann sagði fundarefni eiga að vera
bæði sögulegs efnis í ljósi sameigin-
legs uppruna flokkanna og þróunar
í stjórnmálum innan lands og utan
á liðnum árum og áratugum. Einnig
á að ræða stjórnarsamstarfið. Hann
kvað samstarf formannanna um
þessa fundi vera í ljósi hverfandi
hugmyndafræðilegs munar á flokk-
unum og bræðrahreyfingum þeirra
erlendis.
„Dálítið stórkarlalegur uppsláttur
í Alþýðtíblaðinu hefur vakið nokkrar
geðshræringar í kring um þetta til-
stand, og óþarfar held ég. Við erum
ekki að fara á þessa fundi til þess
að leggja niður flokka eða stofna
/ DAG kl. 12.00:
_S|0
Heimiid: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i g*r>
VEÐURHORFUR í DAG, S. JANÚAR
YFIRLIT i GÆR: Skammt austur af Langanesi er 973ja mb lægð
á hreyfingu norðaustur, en hægfara lægðardrag norðan til á Faxa-
flóa, grynnist heldur. Veður fer kólnandi.
SPÁ: Hvöss norðanátt og snjókoma eða slydda víða um land,
mest þó norðanlands. Frost á bilinu 2—3 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustanátt um mest allt land. Rigning
eða slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu á Norðaust-
urlandi. Hiti 1 til 6 stig.
HORFUR A LAUGARDAG: Austan- og norðanátt og dálítil él við
norðurströndina, annars sunnan- og suðvestanátt og allvíða slydda
eða rigning. Hiti 0 tll 4 stig.
TÁKN:
\J- Heiðskírt
\Mk Léttskýjao
Zjsk. Hálfskýja*
•^Í^Skýiað
Alskýjað
x. Norðan, 4 vindstig:
Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/  f r
/ / r r Wgning
r r r
*  r *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
¦]0° Hftastig:
10 gráður á Celsius
y  Skúrir
*   .
V El
5E  Þoka
=  Þokumóða
', ' Súld
OO  Mistur
j-  Skafrenningur
[T  Þrumuveður
*	rM	|MPF
^	fS	w
>	V	n4f
VEÐUR VÍÐA UM HEIM		
kl. 12:00 ígær að (sl. tíma		
	hill	veéur
Akurayrl	3	rlgning
Reykjavik	4	úrkoma
Bergen	S	rigning
Helsinkl	0	þökumóða
Kaupmannah.	3	þokumóðo
Narssarssuaq	+16	léttskýjað
Nuuk	+9	léttskýjað
Osló	+1	bokumóða
Stokkhólmur	3	þokumóða
Þórshðfn	7	skúr
Algarve	16	léttskýjað
Amsterdam	3	rigning og súld
Barcelona	3	mistur
Bertln	9	helðskirt
Chicago	+12	heiöskfrt
Fenayjar	0	þoka
Frankfurt	0	þokumóða
Glasgow	8	úrkoma
Hamborg	0	bokumóða
La8 Palmas	20	léttskýjað
London	11	skýjað
Los Angeles	11	alskýjað
Lúxemborg	2	þokumóða
Madrld	3	pokumóða
Malaga	16	léttskýjað
Mallorca	16	skýjað
Montreal	+26	haíðskírt
NawVork	+6	skýjað
Orlando	14	heiðskírt
Parfs	1	rigning
Róm	10	helðskírt
San Diego	12	skýiað
Vfn	+4	snjókoma
Washington	+1	snjókoma
Winnlpeg	+11	skafrenningur
nýjan flokk. Við erum að ræða ný
viðhorf í ljósi breyttra aðstæðna og
spyrja spurninga og svara spurning-
um fyrir okkar leyti um það hvort
þessar nýju aðstæður séu til þess
fallnar að greiða götu nýskipanar á
vinstra væng íslenskra stjórnmála,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Ekki til hins betra
Karvel Pálmason, fyrsti þingmað-
ur Alþýðuflokksins á Vestfjörðum,
þar sem fundaherferðin á að hefj-
ast, sagði við Morgunblaðið að hann
teldi þessa ákvörðun formannanna
tekna í fljótræði, svona fundaherferð
væri mjög ótímabær og ekki til hins
betra. „Ef menn meina eitthvað með
samvinnu, samruna, þá á ekki að
byrja fneð þessum hætti. Auðvitað
verður þá að byrja í grasrótinni en
ekki á toppunum," sagði Karvel.
Hann sagðist telja að þetta gæti
valdið togstreitu innan flokksins.
„Ég held að að menn hafi við nóg
að glíma þótt þeir séu ekki að búa
til vandamál innan flokka, og fyrst
og fremst á það við formenn," sagði
Karvel.
Bjarni Magnússon, oddviti Al-
þýðuflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, sagðist styðja heils-
hugar þessa ákvörðun formanns
Alþýðuflokksins. Hann sagði að-
spurður að hann væri mjög hlynntur
sameiginlegu framboði minnihluta-
¦]
flokkanna í borgarstjórn, og hann
hefði lýst þeirri skoðun sinni víða.
Hann sagði aðspurður að það gæti
orðið fyrsta skrefið í átt til tveggja
flokka kerfis í íslenskum stjórn-
málum.
Sigurjón Pétursson formaður
framvkæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins, og oddviti flokksins í borgar-
stjórn, sagði að þetta hefði ekki ver-
ið ákveðið á vegum stofnana flokks-
ins, hvorki framkvæmdastjórnar né
þingflokks, og því sé herferðin ekki
á ábyrð þessara stofnana. Hann
sagðist sjálfur telja að áður en til
slíks verði efht ætti að ræða það á
flokkslegum grundvelli með hvaða
hætti, undir hvaða formerkjum og í
hvaða tilgjangi svona fundir væru
haldnir, þótt ekki væri hægt að
banna mönnum að mæta á fundi ef
þeir vildu.
Aðspurður um samvinnu flokk-
anna í borgarstjórn sagði Sigurjón
að það hefði verið rætt, ekki aðeins
milli þessara tveggja flokka heldur
alls minnihlutans, hvort mögulegt
yrði að bjóða fram sameiginlega einn
lista í næstu kosningum. Það helgað-
ist eðlilega af því að næðu þessir
flokkar meirihluta myndu þeir starfa
saman hvort sem er, auk þess sem
stamstarf þeirra hefði verið mjög
gott á þessu kjörtímabili.
Pálmi Jónsson um flárlagatrumvarpið:
Afgreiðsla flár-
laga á sandi byggð
„ÞAÐ liggur nú ljóst fyrir að fjárlagafrumvarpið verður afgreitt
sem marklítið plagg og á sandi byggt. Það vantar raunhæfar forsend-
ur undir allt fjárlagadæmið, það er að segja raunhæfar aðgerðir
rikisstjórnarinanr tii að rétta við stöðu atvinnulifsins," sagði Pálmi
Jónsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Fjárveitinganefhdar
Alþingis um fjárlagafrumvarpið sem unnið hefur verið að á undan-
förnum mánuðum, en Pálmi á sæti i Fjárveitinganefhd.
Pálmi sagði í samtali við Morgun-
blaðið að eftir gengisbreytinguna
væru komnar allt aðrar forsendur
fyrir fjárlagafrumvarpinu, en ríkis-
stjórnin virtist ætla að neita kröfu
um framreikning frumvarpsins á
þessum nýju forsendum nema að
litiu leyti. Pálmi sagði það samdóma
álit allra sem til þekktu að gengis-
breytingin eftir áramótin dygði eng-
an veginn til úrbóta fyrir atvinnulíf-
ið í landinu.
Við aðra umræðu fjárlaga setti
Pálmi Jónsson fram þá kröfu að
lokaafgreiðsla fjárlaga færi ekki
fram fyrr en ríkisstjórnin hefði
komið sér saman um stefnu i efna-
hagsmálum, stefnu sem myndi
leysa úr vanda atvinnuveganna.
„Þetta verk er allt eftir," sagði
Pálmi, „og gengisbreytingin sem
þegar hefur verið gerð kemur ekki
einu sinni inn í fjárlagafrumvarpið
á raunsæjan hátt."
Flying Tigers:
Umboðsfyrirtækið
Flugfax stomað
FORMLEGA hefiir verið gengið frá stofhun hlutafélagsins Flugfax hf.
i Keykjavík. Stærstu hluthafar þess eru Samson Transport, Palis hf. og
Félag hrossabænda. Flugfax hf. verður með einkaleyfi á sölu flutninga
með Flying Tigers héðan tíl Japans. Framkvæmdastjóri Flugfax er
Guðmundur Þór Þormóðsson og formaður stjórnar Halldór Gunnarsson.
Meginviðfangsefni Flugfax um
þessar mundir er, að sögn forráða-
manna fyrirtækisins, að vinna að
úflutningi á sjávarafurðum héðan til
Japans. I því skyni hefur fyrirtækið
meðal annars verið í sambandi við
umboðsmenn í Japan og fengið birtar
greinar í sérstakri Japansútgáfu
sjávarútvegstímaritsins Seafood Int-
ernational til að kynna félagið og
framleiðslu sjávarafurða hér á landi.
Flugfax ætlar sér að eiga sem bezta
samvinnu við flugfélög og hefur þeg-
ar átt viðræður við Flugleiðir um
afgreiðslu  véla  Flying  Tigers  í
Keflavík. Hafa þessar viðræður leitt
til viðunandi niðurstöðu að sinni.
Jafnframt eru að hefjast viðræður
við Flugleiðir um samstarf vegna
flugs á Evrópuieiðunum að sögn
Guðmundar Þormóðssonar.
Samson Transport er stærsti hlut-
hafmn í Flugfaxi, en það er stærsta
flutningaþjónusta Danmerkur með
800 starfsmenn þar í landi og skrif-
stofur og umboðsmenn víða um heim.
Hluthafar í Flugfaxi auk þeirra, sem
þegar eru nefndir, eru Jöklar hf.,
OLJS hf., Gagnaver hf. og B.J. Trad-
ing hf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52