Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 1
52SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 5. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Deila Bandaríkjanna og Líbýu: Líbýumenn kveð- ast búnir undir árás Bonn, Sameinuðu þjóðunum, París, Washington. Reuter. LÍBÝUMENN hafa hafnað tillögu stjórnvalda í Vestur-Þýskalandi þess efnis að alþjóðlegri nefind sérfræðinga verði heimilað að skoða verksmiðju þá sem Bandarikjamenn fullyrða að Líbýumenn hyggist nota til að framleiða efhavopn. í dag, laugardag, hefst í París ráð- stefiia 140 rikja um framleiðslu efhavopna og sagði Eduard Shev- ardnadze utanrikisráðherra Sovétríkjanna, í gær að atburðurinn yfir Miðjarðarhafi á miðvikudag er Bandaríkjamenn grönduðu tveimur líbýskum orustuþotum hefði „eitrað andrúmslofit" ráðstefii- unnar. Shevardnadze kvaðst ekki geta sætt sig við skýringar Bandaríkja- manna á atburðarásinni en banda- rískir embættismenn fullyrða að líbýsku þoturnar hafi verið vopnað- ar og ógnað tveimur bandarískum orustuþotum. I gær var birt í Wash- ington myndbandsupptaka af loft- bardaganum og sögðu bandarískir embættismenn að hún sýndi að önnur þotan hefði verið búin flug- skeytum. Pulltrúi Líbýumanna hjá Sþ sagði myndbandið vera fölsun. Stjómvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað lýst yfir því að árásin teng- ist á engan hátt deilu Banda- ríkjanna og Líbýu vegna byggingar verksmiðjunnar nærri Trípólí. Líb- ýskir embættismenn sögðu í gær að þeir væru undir það búnir að Bandaríkjamenn gerðu árás á land þeirra. Dagblaðið Jamahiriya skýrði frá því að hundruð verka- manna héldu til í verksmiðjunni og myndu þeir fúslega „fóma lífi sínu“ ef á þá yrði ráðist. „Við víkjum ekki og við viljum að arabískt blóð blandist hér í þessari helgu mold undir gunnfána Moammars Gadd- afi,“ hafði blaðið eftir einum verka- manninum. Kanadamenn og Bretar hafa tekið undir það sjónarmið að hugs- anlegt sé að framleidd verði efna- vopn í verksmiðjunnni umdeildu. Eitt hundrað vestrænum blaða- mönnum var í gær boðið að skoða verksmiðjuna og héldu þeir frá Trípólí í tveimur langferðabifreið- um. Þeir sneru aftur átta klukku- stundum síðar en í stað skoðunar- ferðarinnar hafði þeim verið ekið að fornminjum frá tímum Róm- veija. Sjá einnig „Myndbandið tek- ur . . .“ á bls. 20. J’V - ... , > - * .:■ ; t*. »*—1 Reuter Fylgismenn öfgasamtakanna Byltingarráðs Fatah, sem lúta forystu hryðjuverkamannsins illræmda Abu Nidals, mótmæia árás Bandaríkjamanna á líbýsku orustuþoturnar í Beirút í Líbanon í gær. Mánuður liðinn frá náttúruhamförunum í Armeníu: Hjálpargögnum ekki út- deilt og matvæli skortir Skjólfatnaður læstur inni í vöruskemmum og söfnunarfé ekki notað Keyptir til að hætta reykingum Osló. Reuter. FORRÁÐAMENN norsks námafyrirtækis hafa afráðið að verðlauna þá starfsmenn sem hætta reykingum á ár- inu. Hafa þeir heitið þvi að bæta 48.000 ísl. kr. í launa- umslög þeirra sem sigrast á tóbaksfikninni. Talsmaður fyrirtækisins, sem nefnist Tana Kvartsitt- brudd, sagði í gær að stjórn- endur þess hefðu tekið þessa ákvörðun til að stuðla að bættri heilsu starfsfólksins, sem myndi skila sér í fækkun veik- indadaga. Starfsmenn fyrir- tækisins eru 21 og af þeim svæla 16 sígarettur, vindla og annað það sem að gagni kann að koma til að svala tóbaks- fíkninni. Þeir fimm sem ekki reykja munu einnig hljóta launauppbótina, að sögn tals- mannsins, sem bætti við að það gæti tæpast talist sanngjarnt að undanskilja þá. Moskvu, Genf. Reuter. FATNAÐI og skóm hefiir enn ekki verið dreifit til nauðstaddra íbúa Armeníu þrátt fyrir að vöruskemmur séu því sem næst troðfúllar af lijálpargögnum, að því er sagði í frétt í gær í sov- éska dagblaðinu Sotsíalístítsjeskaja Índustríja. Mánuður er nú liðinn frá því landskjálftinn mikli reið yfir Armeníu og sagði í firéttinni að ekki hefði verið hreyfit við fjármunum þeim sem safiiað hefði verið í Sovétríkjunum til að lina þjáningar íbúanna. ust af náttúruhamförunum þann 7. desember síðastliðinn og kom fram í gær að alls hefðu safnast um 576 milljónir ísl. kr. í reiðufé og vamingur að verðmæti um 960 milljóna ísl. kr. „Enn hefur fjöldi fólks, börn jafnt sem fullorðnir, ekki fengið hlýjan skjólfatnað og skó. Hins vegar er nægan fatnað að finna í hverri einustu vömskemmu í Jerevan og í jámbrautarvögnun- um á brautarstöðvunum," sagði í frétt blaðsins. Margir þeirra sem komust lífs af hefðu ekki náð að þrífa með sér skjólfatnað er þeir flúðu heimili sín og hefðu þeir orðið að þola kulda og vosbúð í heilan mánuð. Aætlað hefði verið að veija þyrfti tveimur milljónum rúblna (um 160 milljónum ísl. kr.) til kaupa á skjólfatnaði til handa öllum þeim sem misst hefðu heimili sín í náttúmham- fömnum. Við þetta bættist síðan að matvæli væm mjög af skorn- um skammti. Hvatti blaðið til þess að þegar í stað yrði gripið til viðeigandi ráðstafna til að koma í veg fyrir frekari matvæla- skort. í frétt Sotsíalístítsjeskaja índ- ustría sagði ennfremur að ekki hefði verið hreyft við hundmðum þúsunda rúblna sem einstakling- ar og hin ýmsu samtök í Sov- étríkjunum hefðu gefið til að lina þjáningar hinna nauðstöddu. „Hvers vegna liggja hundmð þúsunda rúblna enn inni á banka- reikningnum heimsfræga númer 700412? Vissulega hlýtur að mega nota fijáls framlög þús- unda einstaklinga og samtaka þeirra til að aðstoða þann gífur- Iega fjölda fólks sem á um sárt að binda sökum jarðskjálftans." Sagði í fréttinni að embættis- menn í Armeníu hefðu sagt að fjármunir þessir yrðu notaðir til uPPbyggingar á jarðskjálfta- svæðinu. Þetta fengi hins vegar ekki staðist þar eð vitað væri að ráðamenn í Kreml hefðu þegar ákveðið að milljörðum rúblna yrði varið í þessu skyni. Alþjóðasamband Rauða kross-félaganna í Sviss kynnti í gær áætlun um byggingu endur- hæfingarstöðvar og gervilima- smiðju í Armeníu auk þess sém ráð er fyrir því gert að fjármun- um verði veitt til að byggja vöm- skemmur og bæta samgöngur á jarðskjálftasvæðinu. Sagði í til- kynningunni að kostnaður vegna þessa verkefnis væri áætlaður um einn milljarður ísl. kr. Al- þjóðasambandið sendi út beiðni til aðildarlandanna er fréttir bár- Híróhító Japans keisari er látinn Tókíó. Reuter. HÍRÓHÍTÓ Japanskeisari and- aðist í gærkvöldi í keisarahöll- inni í Tókíó. Fréttin af andláti keisarans barst laust fyrir klukkan 23 að ísl. tíma og skömmu síðar var frá því skýrt að elsti sonur hans, Akíhitó krónprins, hefði tekið við keis- araembættinu. Híróhító sem var 87 ára að aldri hafði verið við völd í Japan í 63 ár, lengur en nokkur einvaldur í veraldarsögunni. Keisarinn veikt- ist snögglega þann 19. september síðastliðinn og hafði mjög dregið af honum undanfama þijá daga. Banamein hans var krabbamein. Akíhító krónprins er 55 ára að aldri en undanfarna fjóra mánuði hefur hann sinnt störfum keisara. Híróhító mun upp frá þessu nefn- ast Showa keisari en svo nefnist valdatímabii hans (1925-1989). Showa merkir „upplýstur friður" og japanska ríkisstjómin mun síðar ákvarða hvað nefna beri Híróhító Japanskeisari. valdaskeið sonar hans. Útför keis- arans fer ekki fram fyrr en eftir 45 daga en búist er við því að hann verði lagður til hinstu hvílu í keisaragrafreitnum í Hachioji um 35 kílómetra vestur af Tókíó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.