Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1989
Guðsþjónusta
„á grænu ljósi"
SÓKNABPRESTAR Akureyrar-
kirkju auglýstu guðsþjónustu
sína í útvarpinu á sunnudaginn,
eins og venja er, en þó með
nokkuð öðrum hætti: „Frá Akur-
Hákarli
stolið
ÞORRINN er genginn í garð
eins og flestir vita væntan-
lega. Hákarl er meðal þess
sem fbúar þessa lands snæða
þá af miklum móð og ljóst
er að ekki eru allir á þvi að
greiða fyrir þessa vöru: 50
til 100 kílóum af hákarli var
nemilega stolið úr hjölium í
eigu Utgerðarfélags Akur-
eyringa norðan bæjarins um
helgina.
Rannsóknarlögreglan á Ak-
ureyri hefur málið til rannsókn-
ar, en enn hefur hvorki hákarl-
inn né þjófurinn fundist. Lög-
reglunni hefur enn ekki tekist
að „renna á lyktina" eins og
það var orðað.
eyrarkirkju. Munið helgi
hvfldardagsins. Guðsþjónustan
klukkan tvö er þvi á grænu ljósi.
Sóknarprestarnir."
Ástæðán var fundur ráðher-
ranna Jóns Baldvins og Ólafs
Ragnars í Alþýðuhúsinu á sama
tíma. „Það eru skýlaus ákvæði um
það í lögum að almennir fundir eru
ekki leyfðir frá klukkan ellefu til
þrjú á sunnudögum. Við vitum að
farið er allavega með þetta, en það
er þó í lögum. Auglýsing okkar
var höfð í gamansömum tón til að
skapa mótvægi," sagði séra Þór-
hallur Höskuldsson, annar sóknar-
prestanna, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Það er oft athugunarleysi hjá
mönnum að halda fundi eða aðrar
samkomur um leið og messur, og
svo mun hafa verið hjá fundarboð-
endum nú. Tímasetningin mun
hafa verið orsök mistaka í upphaf-
lega fundarboðinu. Því létum við
þessa áminningu nægja. En við
höfum fengið jákvæð viðbrögð við
auglýsingunni, hún hefur greini-
lega náð eyrum fólks því við höfum
fengið hringingar víða að vegna
hennar." Þórhallur sagði mætingu
í messuna á sunnudaginn hafa
verið „þokkalega, miðað við veður
og aðstæður".
Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson
Fjölmenni' var á fundi Ólafs Ragnars og Jóns Baldvíns í Alþýðuhúsinu á Akureyri á sunnudaginn.
„A rauðu ljósi" á Akureyri:
Jón Baldvin útílokar ekkí
að ríkisstjórnin hlutist
til um kjarasamninga
Ekki kennt í Síðuskóla:
Kennararnir veður-
tepptir í Reykjavík
SÍÐUSKÓLI á Akureyri var einn þeirra skóla landsins þar sem
kennsla fór ekki fram í gær. Það var þó ekki vegna slæmrar færð-
ar eða veðurofsa á Akureyri, heldur vegna þess að flestir kennarar
skólans voru veðurtepptír í Reykjavík!
„Við fórum á fimmtudaginn suð-
ur í kynningarferð, skólaheimsókn
og í heimsókn í námsgagnastofnun.
Við erum sex eða sjö hér í dag, af
um það bil þrjátíu kennurum," sagði
Sigrún Ásbergsdóttir, einn kennara
skólans, sem Morgunblaðið náði
sambandi við á kennarastofu skól-
ans í gær. Flestir kennararnir ætl-
uðu að koma norður á sunnudag-
inn, en þá var ekkert ftogið, en
nokkrir voru komnir á laugardag.
Nokkrir krakkar komu í skólann
í gærmorgun, en voru send heim
aftur. Fáeinir aðrir komu eftir há-
degi, en þeir fengu einnig frí.
JÓN Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra útilokar ekki að
ríkisstjórnin setji lög á kjara-
samninga ef „skynsamlegir
samningar" nást ekki þegar þar
að kemur. Þetta kom fram á
fundi hans og Ólafs Ragnars
Grimssonar, fjármálaráðherra, í
Alþýðuhúsinu á Akureyri á
sunnudaginn.
Jón Baldvin var spurður hvort
rfkisstjórnin ætlaði að banna samn-
ingsrétt ef ekki næðust skynsam-
legir samningar. Hann svaraði því
til að ef hér yrði „upplausn og vit-
leysa í kjaramálum, sem sprengja
á upp launastig umfram greiðslu-
getu," og umfram það sem skyn-
samleg markmið og reynsla hafi
kennt okkur, þá myndi hann „ekki
lýsa því yfir fyrirfram að ríkis-
stjórnin híutist ekki til um kjara-
samninga".
Utanríkisráðherra tók dæmi frá
Noregi, og sagði að verkalýðshreyf-
ingin þar hefði náð samkomulagi
um tiltölulega hóflegar kauphækk-
anir, „en það lá fyrir að vissir hóp-
ar með sterka samningsaðstöðu
myndu sprengja þetta í loft upp.
Verkalýðshreyfingin norska gerði
samkomulagið, en krafðist þess að
samkomulagið yrði lögbundið og
að ríkisstjórnin framfylgdi því að
þeir sem kæmu á eftir og ætluðu
að taka meira í sinn hlut, hálauna-
mennirnir í þjóðfélaginu, gætu það
ekki. Það getur vel verið að til slíkra
örþrifaráða þurfi að grípa, en auð-
vitað vilja allir að þessum hlutum
sé ráðið til lykta af skynsemi," sagði
Jón Baldvin.
Ríkisfyrirtæki:
Stjórnendur fari frá
ef þeir standa sig ekki
ÓLAFUR Ragnar sagði það sfna skoðun að þeir stjórnendur ríkis-
fyrirtækj'a og stofhana sem ekki stæðu sig í stykkinu yrðu að hætta,
en til þess yrði að breyta löguni.
Ráðherra sagði, að ríkisforstjórar
yrðu eins og forstjórar einkafyrir-
tækja að fara frá ef þeir rækju
fyrirtæki sín ekki nógu vel. „Það
þýðir ekki alltaf að koma til okkar
og biðja um hækkun á afnotagjöld-
um eða gjaldskrám," sagði fjár-
málaráðherra.
TerrenceLee
Ermert - Minning
Fæddur 24. janúar 1969
Dáinn 19. nóvember 1988
Okkur langar að minnast Terrý
frænda okkar á tvítugsafmæli hans
og þakka honum samfylgina.
Hann var sonur elstu systur okk-
ar, Ólínu K. Óladóttur, og manns
hennar, Terrence Lee Ermert, flug-
stjóra hjá Flying Tigers. Ólína er
dóttir Kristínar Kristjánsdóttur frá
Isafírði og Ola Péturs Kjartansson-
ar, sem lést áður en hún fæddist.
Hún ólst upp að mestu leyti hjá
móðurforeldrum sínum á ísafirði,
þeim Margréti J. Magnúsdóttur og
Kristjáni Gíslasyni á Sólgötu 7.
Terrý var fæddur og uppalinn í
Kaliforníu, en sótti mikið til íslands
og var afar hreykinn af íslenskum
uppruna sínum. Þó samverustund-
irnar yrðu ekki eins margar og við
hefðu óskað okkur, var hann alltaf
hluti af okkar stóru fjölskyldu og
hjörtu okkar slógu í takt í gleði og
sorgum.
I hugum okkar sem þekktum
hann vel, var hann ekki bara stór
vexti, heldur „stór" í fyllstu merk-
ingu þess orðs. Hann var með stórt
hjarta, örlátur og sannur vinur vina
sinna og alveg síðan hann var lítill
drengur, og ekkert aumt mátti sjá,
átti hann sér þann draum að engum
þyrfti að líða illa. Þeim draumi
fylgdi hann eftir með því að læra
til læknis. Fann hann sig vel í nám-
inu og reyndist góður nemandi.
Við „University of Davis" hefur
verið settur á stofn minningarsjóður
um hann, sem styrkja á efnilega
nemendur til læknisfræðináms. Þó
svo heimséknir Terrý frænda verði
ekki fleiri á Sogaveginn til ömmu
Stínu og afa Steína, þá trúum við
að leiðir liggi saman siðar. Við biðj-
um þess að nú sé hann í þeim
kærleikshöndum sem hann trúði á.
ítarlegar tillögur um
sparnað í næstu viku
ÓLAFUR Ragnar Grfmsson, fjármálaráðherra, leggur fram itarlegar
tillögur í ríkisstjórninni f næstu víku um það hvernig á að spara skv.
fjárlðgum í ölhim ráðuneytum og öllum stærstu rfkisstofiiunum. Hann
sagði þetta á fundinum á Akureyri.
Einn   fundargesta   hvatti    Ólaf
Við biðjum Guð að styrkja hans
ástkæru foreldra, Ollý og Terrý,
hans besta vín og systur, Margréti
Jóhönnu, og hans hjartkæru ömmu,
Lee. Megi sorgin bera ávöxt skiln-
ings og þakklætis. Fyrir hönd ást-
vina á íslandi kveð ég kæran vin.
Laufey
Ragnar og Jón Baldvin til að spara
í ríkisrekstrinum, og beindi því til
þeirra að þeir ættu að sýna gott for-
dæmi með því að byrja á að lækka
eigin laun — þó ekki væri nema um
þúsundkall. „Það er rétt að fara þarf
rækilega í gegnum ríkisreksturinn,
og við erum byrjaðir á því," sagði
Ólafur Ragnar. Hann sagði ennfrem-
ur að vel yrði fylgst með hvernig
sparnaðurinn gengi allt þetta ár: í
hverjum mánuði verður leitað svara
við því hvað hafi verið gert til að
spara, í þeim stofnunum, sem undir
ráðuneytin heyra, sagði hann.
Báðir vilja fækka
hátæknisjúkrahúsum
I sambandi við sparnað hjá ríkinu
voru þeir félagar sammála um að
fækka ætti hátæknisjúkrahúsum í
Reykjavík úr þremur í tvö, því „við
höfum ekki efhi á að vera með þrjú,"
sagði Ólafur Ragnar, og Jón Baldvin
bætti þvf við að ekki væri „nóg fram-
boð af sjúkdómum til þess" að reka
þrjú slík hús. í fjármálaráðherratíð
sinni var Jón Baldvin einmitt uppi
með hugmyndir um að leggja Landa-
kotsspítala niður sem slfkan og nýta
húsnæðið sem hjúkrunarheimili fyrir
aldraða. Þá sagði Ólafur Ragnar að
ýmsir hópar í lækna- og sérfræðinga-
stétt hefðu of mikil laun, 7-15 millj-
ónir á ári. Hann sagði velferðarkerf-
ið á íslandi ekki vera til þess að
gera menn sem hafa farið í háskóla
að milljónamæringum.
Naga blýanta í
Seðlabankanum
Jón Baldvin skaut því inn í umræð-
una, að ekki þyrfti alls staðar að
spara í ríkisrekstrinum. Hann sagði
að til dæmis störfuðu aðeins 40
ntanns í fjármálaráðuneytinu, og
væri þá allt með talið, þ.á m. fjár-
laga- og hagsýslustofnun. „Hinum
megin við götuna, undir svörtuloft-
um, er Seðlabankinn þar sem starfa
166 manns — þar af að minnsta
kosti 150 við að naga blýanta," sagði
ráðherrann.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48