Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 56
SHttgmifrlafrito VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1989 VERÐ í IÍAUSASÖLU 70 KR. RARIKvffl 11-12 prósent hækkun vKæmi til viðbótar við hækkun Landsvirkjunar Rafmagnsveitur rikisins munu fara fram á 11-12% hækkun gjald- skrár sinnar 1. mars, til viðbótar við 60% af þeirri hækkun sem stjórn Landsvirkjunar kann að ákveða á heildsöluverði raforku, að sögn Kristjáns Jónassonar rafmagnsveitustjóra. Iðnaðarráðuneytinu hefur verið skýrt frá þessu. Kristján sagði ekki enn ljóst hvemig afkoma stofnunarinnar hefði verið á síðasta ári og vildi engar tölur nefna í því sambandi. „En hún er ekkert glæsileg," sagði hann. Að sögn Halldórs Jónatanssonar forstjóra Landsvirkjunar hafa gjaldskrármál verið til umræðu hjá stjóm Landsvirkjunar að undan- fömu en stjómin hefur enga ákvörðun tekið enn sem komið er. Næsti stjómarfundur verður seint í næstu viku og þá mun enn koma til umræðu hve mikið gjaldskrá stofnunarinnar þurfi að hækka 1. mars. Halldór Jónatansson sagði engar tölur fyrirliggjandi um af- komu Landsvirkjunar á síðasta ári. ‘Áburöarverksmiðja ríkisins: Aburðarverð þarf að hækka um 32% - segir Hákon Björnsson fram- kvæmdasljóri HÁKON Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins, telur að áburðar- verð þurfí að hækka um 32% miðað við núverandi forsendur. Segir hann að enn hafí ekki ver- ið lögð fram formleg beiðni um hækkun áburðarverðs, en það verði að öllum likindum gert í byrjun næsta mánaðar. „Við höfum dregið að leggja fram Bólusett gegn flensu sem getur valdíð heila- himnubólgu í VOR mun á vegum heilbrigð- isyfírvalda hérlendis verða hafín bólusetning ungbarna nndir 18 mánaða aldri gegn hemophilus-inflúensu. Þessi inflúensa veldur meðal annars heilahimnubólgu. ísland mun verða fyrst vestrænna rílqa tíl að nota þessa bólusetingu. Ólafur ólafsson landlæknir segir að undirbúningur þessa máls sé nú i fullum gangi en bóluefhið kemur frá kanadiska lyQafyrirtækinu Connaught Biosciences i Tor- onto. í Qárlögum þessa árs er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa verks, alls 7 milljónum króna. Þessi upphæð mun aðeins þriðj- ungur af því sem bóluefnið kost- ar en þar sem ísland er fyrst ti! að nota það náðust hagstæðir samningar við framleiðendur. í bandaríska blaðinu Wall Street Journal er nýlega flallað um þetta mál. Þar kemur fram að ísland er fyrsta þjóðin í hópi þróaðra ríkja til að bólusetja böm undir 18 mánaða aldri gegn heilahimnubólgu sem orsakast af bakteríum. beiðni um verðhækkun vegna þess óróa sem verið hefur í gengismálum undanfarið og óvissunnar sem því hefur fylgt,“ segir Hákon. Hann segir gengisbreytingar vega þyngst þegar reiknað er út hver hækkun á áburðarverði þurfí að vera, en einnig vega launabreytingar þungt. „Viðskipti með áburðarefni eru að meginhluta til í dollurum og breyt- ing á dollar er um 37% frá því í janúar í fyrra, þegar síðasta verð- breyting á áburði varð. Á sama tímabili hafa launahækkanir verið yfír 20%.“ Takmarkanir á birgðahaldi amm- oníaks hafa haft í för með sér að flutningskostnaður á ammoníaki hefur tvöfaldast vegna þess hve lítið magn er flutt til landsins í einu. Nemur árlegur viðbótarkostnaður um 12 milljónum króna að sögn Hákons, en það er rúmlega 1% af heildarveltu fyrirtækisins. Hákon segir að minnkandi áburð- amotkun hafí ekki mikil áhrif á áburðarverð. „Samhliða því að áburðamotkun hefur farið minnk- andi hefur okkur tekist að vera með ýmsar aðgerðir til að spoma við auknum framleiðslukostnaði, en því er ekki að neita að fasti kostnaður- inn dreifíst á færri tonn og einhver hækkun verður af þeim sökum," segir Hákon Bjömsson. Morgunblaðið/RAX Dauður fugl í fjörunni við Grindavík. í baksýn er skipið strandaða. Dauðir fuglar finn- ast við strandstað Grindavik NOKKUÐ hefur verið um að fíiglar hafi fundist dauðir í nánd við strandstað Mariane Danielsen við Grindavík en mikið af olíu lak úr skipinu um helgina. Fugladauðinn verður kannaður nánar í dag. Síðastliðið mánudagskvöld lagði rannsóknarlögreglan í Grindavík hald á allt áfengi og tóbak um borð í skipinu. Innsigli tollgæzlumanns hafði verið rofíð, en samkvæmt áfengislögum ber tollgæzlu að innsigla allt áfengi og tóbak, sem er umfram eðlilega neyzlu áhafnar. Lagt var hald á 53 flöskur af áfengi, 10 kassa af bjór og eitt- hvað af tóbaki. Ekki var hægt að fá uppgefíð, hvort eitthvað vant- aði af áfengi, þar sem málið er enn í rannsókn. Sjópróf vegna strandsins verða í Keflavík í dag. FÓ Fjórtán ára fang- elsi fyrir manndráp GUÐMUNDUR Sveinbjömsson, 21 árs gamall Reykvíkingur, hefur verið dæmdur til 14 ára fangelsis- vistar fyrir að hafa af ásetningi orðið 25 ára gamalli konu að bana á heimili hennar í Kópavogi, i sept- embermánuði síðastliðnum. Maðurinn játaði að hafa tekið kon- una kverkataki, slegið hana með krepptum hnefa og lagt þrívegis til hennar meðvitundarlausrar með hnífí. Sakbomingurinn var einn til frásagn- ar um það sem gerðist og bar hann því við að hann hefði sturlast. Við ákvörðun refsingar tók dómar- inn, Helgi I. Jónsson, tillit til þess að ákærði sagði sjálfur til brots síns skömmu eftir verknaðinn, ungs ald- urs hans og þess að hann hafði ekki áður orðið uppvís að refsiverðu at- ferli af neinu tagi. Sigldi á bryggjunaá Rauiarhöíh Raufarhöfii. ENSKA flutningaskipið Rollnes sigldi á hafíiarbryggjuna á Rauf- arhöfíi i gærmorgun með þeim afleiðingum að stærðargat kom á stefíii þess. Viðgerðarmenn frá Húsavík hófu viðgerð á Rollnes í gær og er búist við að bráða- birgðaviðgerð Ijúki síðdegis. Flutningskipið, sem er frá Lund- únum, kom til Raufarhafnar til að taka loðnumjöl hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins. Skipið var að leggjast að bryggju þegar óhappið varð. Talið er að það hafí verið á of mik- illi ferð og að akkeri þess hafi ekki fengið festu í botni eftir að það var látið falla. Rollnes er stórt skip miðað við aðstæður hér, 102 metrar að lengd og um 5.000 lestir. Það er með perustefni, þannig að hafn- armannvirkin eru skemmd undir sjávarmáli. Þegar skipið verður far- ið verður fenginn kafari til að kanna skemmdir á hafnarbryggjunni. Byrjað var að lesta skipið í gær- morgun en hér á það að taka rúm 1.300 tonn af mjöli. Helgi Nýr vísitöhigruiinur kærð- ur til Úrskurðarnefndar Benedikt Davíðsson, formaður SAL, telur ekki grundvöll fyrir viðræðum við ríkið um skuldabréfakaup lífeyrissjóða að óbreyttu BALDUR Guðlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, fór þess á leit í gær við úrskurðamefnd um verðtryggingu að hún úrskurði hvort honum sé skylt að sæta því að greiða af tilteknu skuldabréfí í samræmi við hina nýju láns- kjaravísitölu eða hinn nýja gmndvöll hennar. Benedikt Dav- íðsson, stjórnarformaður Sam- bands almennra lífeyrissjóða, segir að ekki sé grundvöllur fyr- ir viðræðum um frekari kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum ríkissjóðs fyrr en lausn hafi fengist á deilunni um breyttan grandvöll lánskjaravísitölunnar, en viðræður um skuldabréfa- kaup fyrir síðari hluta þessa árs eiga að heQast í næsta mánuði. Hann segir ennfremur að lífeyris- sjóðir innan SAL geti ekki sætt sig við að nýr grunnur lánskjaravísi- tölunnar nái til eldri skuldbindinga og verði ekki horfið frá þeirri af- stöðu verði gripið til málshöfðunar. Benedikt segist ekki hafa heyrt í neinum, hvorki innan verkalýðs- hreyfingar, atvinnurekenda, fyrir- tækja né banka sem telji þama eðlilega staðið að málum. Aðspurð- ur hvort ekki yrði erfiðara að verð- tryggja kjarasamninga eftir þessa breytingu sagði hann að sér sýndist þetta ekta víxlverkunarvísitala, eins og forsætisráðherra hefði talað um að þyrfti að forðast. „Það kann að vera að með því að setja inn svona vitlausa vísitölu sé verið að grafa undan grunni þeirrar vísitölu sem verið hefur. Þetta sé gert svona til þess að styrkja það sjónarmið að afnema beri allar vísitölur, þar sem þetta verði svo hrópandi vitlaust í framkvæmdinni," sagði Benedikt. Sjá ennfremur fréttir og bréf Baldurs Guðlaugssonar á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.