Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 26. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsina Spánn: Leynilegar við- ræður við ETA Madríd. Reuter. SPÆNSKA stjórnin hóf um helgina leynilegar viðræður við skæruliða aðskilnaðarhreyfing- ar baska (ETA), í þeim tilgangi að binda enda á 21 árs baráttu ETA fyrir sjálfstæði Baska- lands, að því er blaðið El Pais, Mánaðar- laun Gorb- atsjovs 125.000 kr. Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleið- togi, hefur 1.500 rúblur í mánaðar- laun, eða jafhvirði 125 þúsund íslenzkra króna, að sögn vikuritsins Ogonjok. Sömuleiðis segir í grein eftir Vítalíj Korotitsj, ritstjóra Og- onjoks, að Gorbatsjov hafi gefið tekjur, sem hann hafi haft af sölu bókar sinnar, Perestrojka, í Bandaríkjunum, í sjóði komm- únistaflokksins. Hafi þær num- ið 600 þúsund dollurum, eða jafnvirði 30 milljóna króna. í greininni segir að laun Gorbatsjovs séu smámunir í samanburði við tekjur George Bush, Bandaríkjaforseta, sem hafi 250 þúsund dollara, eða 7,5 milljónir, í árslaun. Þær þættu þó ríflegar þegar haft væri í huga að meðalmánaðar- kaup sovézkra launamanna færi allt niður í 200 rúblur, eða 16 þúsund krónur. sem gefið er út í Madríd, höfuð- borg Spánar, skýrði frá í gær. Að sögn E1 Pais fór fyrsta við- ræðulotan fram í Alsír um síðustu helgi. Sagði blaðið að viðræðumar þættu lofa góðu og að ákveðið hefði verið að halda þeim áfram á næst- unni. Spænska stjórnin hefur þó fyrirskipað fréttabann á viðræð- umar og því fékkst ekki staðfest af opinberri hálfu hvort þær hefðu farið fram. Aðal samningamaður ETA í við- ræðunum er Anchon Echeveste, einn af æðstu mönnum samtak- anna, en hann hefur búið í útlegð í Alsír. E1 Pais sagði að fyrir spænsku viðræðunefndinni hefði farið Rafael Vera, innanríkisráð- herra. Sagðist blaðið hafa heimildir fyrir því að stjómvöld væm aðeins tilbúin til að ræða við skæruliða um leiðir til að binda enda á of- beldisverk þeirra og sakaruppgjöf. Baskar hafa krafizt sjálfstæðis Baskalands á Norður-Spáni og hafa skæruliðar ETA drepið á sjö- unda hundrað manna í baráttu sinni. Vegna viðræðnanna ákvað ETA í síðustu viku að framlengja 15 • daga hlé, sem samtökin höfðu gert á skæmm sínum, um tvo mánuði. Herða skæruliðar árásir á Sovétmenn? Reuter Embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins sögðu í gær að sovéskir hermenn, sem yfir- gæfu Afganistan næsta hálfan mánuðinn, ættu á hættu harðar árásir afganskra skæruliða á leiðinni til Sovétríkjanna. Starfsmenn banda- ríska sendiráðsins í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans, fóru til Nýju Delhí í gær. Bandaríska ut- anríkisráðuneytið skýrði frá því á mánudag að sovéskar hersveitir hefðu aukið stórskota- og sprengjuárásir sínar á afganska skæruliða að undanförnu. Bandarískir embættismenn segjast telja að sovésk stjórnvöld standi við fyrirheit sín um að flytja alla hermenn sína frá landinu fyrir 15. febrúar en Bandaríkjastjórn hefur hins veg- ar sakað Sovétmenn um að hafa gerst brotlegir við friðarsamkomulag með stórhertum árásum sínum. Sovétmenn vísuðu þessum ásökunum á bug í gær og sögðu að afganskir skæruliðar ættu sök á mannfalli meðal óbreyttra borgara við Salang-þjóðveginn, sem sovéskir hermenn fara um á leiðinni til Sovétríkjanna. Jamés Ba- ker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ákvað á mánudag að loka bandaríska sendiráðinu í Kab- úl og fyrirskipaði starfsmönnum þess, sem voru innan við tíu, að yfirgefa borgina en brottför þeirra var frestað þar til í gær. Myndin var tek- in er varðmenn við sendiráðið höfðu dregið bandariska fánann niður en það var liður í lokun þess. Yfirmenn Júgóslavíuhers hamast að ráðamönnum Belgrað. Reuter. DEILUM í miðstjórn júgóslavn- eska kommúnistaflokksins linnti ekki í gær þrátt fyrir hótanir yfir- manna hersins um að taka stjórn- artauma í sinar hendur ef ólgu og upplausn í landinu linnti ekki. Engin teikn voru á lofti um að deiluaðilar myndu reyna að sliðra vopmn. Miðstjómin var kölluð saman til þess að finna lausn á mestu stjóm- mála- og efnahagskreppu Júgóslavíu Evrópusamvinnan: EFTA-ríkin ræða viðbrögð við hug- myndum um aukið samstarf við EB Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, firéttaritara Morgunblaðsins. INNAN Friverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem ísland á aðild að ásamt fimm öðrum ríkjum, leggja menn nú á ráðin um viðbrögð við hugmyndum um samstarf EFTA og Evrópubandalagsins (EB), sem Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, reifaði á Evrópuþinginu fyrir skömmu. Varpaði Delors því meðal annars fram, að styrkja mætti innviði EFTA þannig að sameiginleg stjórn þess stæði sem næst jafhfætis framkvæmdastjórn EB og samstarfið miIH EB og EFTA yrði síðan aukið fyrir tilstyrk þessara sljórna. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hefur sagt, að ræða Delors sé hvatning til að efla evrópska samvinnu. Norðmenn fara nú með for- lögur Delors, en hann flytur Evr- mennsku í ráðherraráði EFTA og hefur verið boðað til fundar forsæt- isráðherra aðildarlandanna sex (Austprríkis, Finnlands, íslands, Noregs, Sviss og Svíþjóðar) í Ósló 14. mars. Þar verður rætt um til- ópuþinginu formlega stefnuræðu sína nú i febrúar. Sjálfur hefur hann lýst hugmyndunum sem hann hreyfði í þinginu 17. janúar sem ófullburða að því leyti, að þær eigi eftir að ræða í framkvæmdastjóm EB. Almennt má segja, að viðbrögðin frá EFTA hafi verið vinsamleg. Á hinn bóginn hefur einkennt þau, að menn vilja bíða átekta og sjá betur hvað raunverulega vakir fyr- ir EB. Samtímis er unnið að því að samræma sjónarmið ríkisstjóma EFTA-ríkjanna. Káre Willoch, fyrr- um forsætisráðherra Noregs, for- maður utanríkismálanefndar norska stórþingsins, hefur vafa- laust talað fyrir munn margra í EFTA-löndunum, þegar hann sagði, að ræða Delors væri forvitni- leg en tillögur hans lausar í reipum. Forystumenn EFTA em ekki taldir hafa áhuga á að breyta samtökum sínum i einskonar smækkaða út- gáfu af EB. Innan EFTA em skiptar skoðan- ir um það, hvort aðildarríkin eigi að semja hvert um sig beint við EB eða með EFTA sem málsvara. Hvort ræða Delors, þar sem hann vék að þessu atriði, verður til þess að flýta fyrir samkomulagi um at- riði sem þetta á eftir að koma í ljós. íslendingar taka við forystu í EFTA-ráðinu af Norðmönnum um mitt þetta ár. Sjá „Ákveða verður framtí- ðarskipan samstarfs EB og EFTA“ á bls. 20. eftir stríð. Vegna hatrammrar valda- baráttu Stipe Suvars, flokksleiðtoga, og Slobodans Milosevic, leiðtoga flokksdeildarinnar í Serbíu, var hvorki tekist á við efnahagsmálin á fundi hennar í gær né fyrradag, en gert er ráð fyrir að fundinum ljúki í dag. Leiðtogar hersins em uggandi um ástandið og í gær hótaði Stane Bro- vet, aðstoðarvamarmálaráðherra, að herinn mundi ekki sitja aðgerðarlaus öllu lengur þar sem stríðandi fylking- ar stefndu þjóðinni hraðbyri fyrir björg, eins og hann orðaði það. Brovet sagði að glundroði ríkti í landinu og væm þjóðemisróstur og vinnudeilur komnar á hættulegt stig. Undir þær kynntu öfl, sem vildu kollvarpa þjóðskipulaginu. Kommún- istar í hemum væm hlynntir umbót- um en myndu ekki samþykkja breyt- ingar á núverandi stjómfyrirkomu- lagi, sem Tító, fyrrum forseti, kom á. Júgóslavía er sambandsríki sex lýðvelda og tveggja sjálfsstjórnar- héraða. Brovet sagði að herinn mundi hafa hagsmuni heildarinnar í huga en ekki taka afstöðu með eða móti stríðandi fyikingum í miðstjóm júgó- slavneska kommúnistaflokksins, þar sem deilt væri um þrönga svæðis- bundna hagsmuni. Sjá „Flokksleiðtoginn óttast borgarastyrjöld" á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.