Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 7. FEBRÚAR 1989
VIÐBRÖGÐ VIÐ EFNAHAGSRAÐSTOFUNUM RIKISSTJORNARINNAR
Ljóst er að adgerðiriiar
eru ekki nægjanlegar
- segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
STJÓRNAKLIÐAR virðast yfirleitt sáttir við þær efnahagsráðstafan-
ir sem Steingrimur Hermannsson, forsætísráðherra kynntí í ræðu
sinni á Alþingi i gær, en foringjar stjórnarandstöðunnar telja að þær
séu engan veginn nægjanlegar. HaUdór Ásgrimsson, sjávarútvegsráð-
herra telur jafnframt að ekki hafi verið gengið nógu langt i gengis-
fellingu, tíl þess að rétta af hag fyrirtækja í sjávarútvegi, en segir
þetta spor í rétta átt.
Þeir Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráð-
herra, Halldór Ásgríms-
son, sjávarutvegsráð-
herra og Svavar Gests-
son, menntamálaráð-
herra hlýða á ræðu Þor-
steins Pálssonar, á fundi
Sameinaðs þings í gær.
„Þessar efnahagsráðstafanir eru
rökrétt framhald af fyrstu aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar, verðstöðvun,
lækkun verðbólgu og vaxta," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson, formað-
ur Alþýðuflokksins og utanríkisráð-
herra er hann var spurður hvort
þessar ráðstafanir væru fullnægj-
andi að hans mati. „Með þessum
aðgerðum markar ríkisstjórnin
stefnu í gengismálum og í peninga-
og vaxtamálum og málefnum fjár-
magnsmarkaðarins. Ríkisstjórnin
hefur nú svarað kröfum gengisfell-
ingarkórsins innan og utan Sjálf-
stæðisflokksins skýrt og skilmerki-
lega. Þad verður engin gengiskoll-
steypa. Það skiptir mjög miklu
máli."
„Ætlum að lækka
raungengið enn frekar"
„Með fyrstu aðgerðum sínum
tókst ríkisstjórninni að lækka raun-
gengið um 15% á mælikvarða
launakostnaðar og rúmlega 10% á
mælikvarða verðlags. Þannig að
raungengið er nú lftið hærra en það
hefur verið að meðaltali á undan-
förnum árum. Með gengisbreyting-
unni í uphafí árs og því skrefi sem ,
stigið var núna, ásamt með heimild
til Seðlabankans um frekari breyt-
ingar í litlum mæli, er þessi stefna
mörkuð. Við ætlum okkur að lækka
raungengið enn frekar á næstunni,
forðast kollsteypur, og erum þar
með að lýsa því yfir að við stefhum
að tiltölulega lágri verðbólgu og
stöðugleika framundan.
Að því er varðar afkomu sjávar-
útvegs og útflutningsgreina,, þá er
það rétt að það er alvarlegur halli,
sérstaklega á bátaútgerðinni. Menn
verða hins vegar að átta sig á því
að gengiskollsteypa læknar ekki
þann hlut. Það var búið að lækka
gengið um 26% frá því að ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar tók við
völdum og það hefur ekki dugað
til þess að leysa vanda sjávarút-
vegsins og útflutningsgreina. Stöð-
ugleikinn, lækkandi raungengi,
lækkun raunvaxta, lækkun nafn-
vaxta, hóflegir kjarasamningar, til
að vernda kaupmátt, er sú leið sem
ríkisstjórnin boðar. Þar með er ver-
ið að draga úr gengislækkunarþörf,
en það er einnig gert með ýmsum
öðrum ráðstöfunum sem boðaðar
eru varðandi sjávarútveginn. Það
verður hvorki hlustað á kröfugerð
um 20% gengisfellingu, né heldur
á t.d. kröfugerð BHMR um 20%
kaupmáttaraukningu."
— Jón Baldvin var spurður hvort
hann væri með þessu að segja, að
ríkisstjórnin hygðist grípa inn f
kjarasamaninga:
„Nei. Ég er að segja að ríkis-
stjórnin semur um kaup og kjör við
opinbera starfsmenn og mun ekki
semja um 20% kaupmáttaraukn-
ingu. Við höfum átt viðræður við
fjölmarga af forystumönnum laun-
þegahreyfingarinnar og munu taka
þær upp á ný nú, þegar ríkisstjórn-
in hefur með þessum hætti markað
sína stefnu. Ég minni á ályktun
Verkamannasambandsins og við-
ræður okkar við forystumenn þess.
Aðalatriðið sem þeir höfðu fram að
færa og óskuðu eftir voru að lækka
verðbólgu og lækka vexti og fjár-
magnskostnað, auk þess sem þeir
leggja áherslu á að lífskjör í landinu
verði jöfnuð. Þeirri stefnu viljum
„Ég lít svo á að sumt af því sem
forsætisráðherra kynnti þarna sé
með þeim hætti að við getum sætt
okkur við það," sagði Júlíus Sólnes,
formaður Borgaraflokksins. „Ann-
að hefðum við viljað hafa eitthvað
öðru vísi og gera kannski meira,
en við erum t.d. sáttir við það að
það verði að hafa mjög strangt
verðlagsaðhald og við getum fallist
á það, að það þurfi að hafa eftirlit
með orkufyrirtækjum um að þeirra
taxtar rjúki ekki upp úr öllu valdi,
og svo framvegis. Við getum vel
sætt okkur við að það verði um sinn
að stjórna hér mjög strangt pen-
inga- og vaxtamálum, þó að við
séum í sjálfu sér fylgjandi því að
það ríki frjálsræði á þessu sviði.
Eins og stendur, þá er ekki um það
að tala."
„Seðlabankinn fær vald til
þess að framkvæma stefiiu
ríkisstjórnarinnar"
„Það eru tvö atriði sem eru aðal-
kjarninn í þessum ráðstöfunum,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins og
fjármálaráðherra. „Það fyrra er að
ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að
haldið sé áfram með endurskipu-
lagningu útflutningsfyrirtækjanna,
bæði á sviði rekstrar og eins hvað
snertir fjármagnskostnað, en ríkis-
stjórnin hafnar þeirri kenningu
Sjálfstæðisflokksins og annarra að
stórfelld gengisfelling sé lækning-
artæki fyrir útflutningsatvinnuveg-
ina. Að þessu leyti eru þessar að-
gerðir staðfesting á því að við telj-
um vanda íslensks atvinnulífs fyrst
og fremst vera skipulagsvanda, en
ekki gengisvanda. Hitt meginatriðið
í þessum efnahagsaðgerðum eru
umfangsmiklar breytingar á pen-
ingakerfinu, vaxtamálum og
bankastofnunum. Þessar breyting-
ar eru líklega þær víðtækustu sem
gerðar hafa verið hér á landi um
margra ára skeið. í samskiptum
Seðlabanka við viðskiptabankana
og í ákveðnum bindingum á verð-
bréfafyrirtækjunum á þessum svo-
kallaða „gráa markaði" verði raun-
vaxtastigið hér í landinu fært niður
í u.þ.b. 5%, eins og það er í helstu
nágrannalöndum okkar. í þessu
skyni verður lögunum um Seðla-
bankann breytt og Seðlabankanum
fært nýtt vald til þess að fram-
kvæma^ þessa stefhu ríkisstjórnar-
innar. I öðru lagi verður lögunum
um viðskiptabanka breytt á þann
veg að bankaráðin fá miklu víðtæk-
ari skyldur og heimildir til þess að
*ákveðá vexti og ýms gjöld í starf-
semi bankanna."
Ólafur Ragnar sagði ríkisstjórn-
ina telja að þessar aðgerðir myndu
ná íslensku atvinnulífi inn á nýtt
stöðugleikatímabil. , Þær myndu
vissulega taka tfma og þær fælu
ekki í sér neinn einn lykil sem
hægt værí að snúa á skömmum
tfma, og þá færí allt í lag.
Fjármálaráðherra sagði jafn-
framt: „Ég er mjög ánægður með
þessa niðurstöðu og um hana er
algjör samstaða í Alþýðubandalag-
inu. Hún felur einmitt þetta í sér,
að halda áfram að vinna að þessu
langtímaverkefni að vinna að skipu-
lagsbreytingum fslenskra útflutn-
ingsgreina og að vinna að breyting-
um á peninga- og fjármálakerfi þvf
sem hér er."
„Sundiaði ekki
afnýungunum"
„Mann sundlaði ekki af nýungun-
um," sagði Málmfríður Sigurðar-
dóttir, þingmaður Samtaka um
kvennalista, er hún var spurð álits
á fyrirhuguðum efnahagsráðstöf-
unum rfkisstjórnarinnar. „Mér
finnst þær ákaflega máttleysislegar
og fátt nýtt koma þarna fram. Mér
fínnst þó frekar gott að heyra, að
það hafi hvarflað að stjórninni að
lækka raforkuverðið. En við h'eyrð-
um hins vegar lítið um það hvernig
ríkisstjórnin hyggst framkvæma
þetta.
Það slæma við þetta er það, að
þarna er ekki tekið almennilega á
vanda sjávarútvegsins. Það er ekki
reynt að koma málinu á heilbrgiðan
grunn. Þetta er bara einhver fram-
lenging - löng henging. Maður sér
ekki hvað á að verða um þennan
atvinnuveg, því hans staða batnar
svo lítið við þetta, að hann nær sér
ekki upp.
Ég veitti þvf sérstaka athygli
þegar forsætisráðherra sagði f ræðu
sinni að hugsanlegt væri að tala
um einhverja lækkun á matvælum
í sambandi við kjarasamningana.
Það á sem sagt að verzla með
matarskattinn í kjarasamningum
og yfír slíku finnst mér nú ekki
vera mikil reisn. Sýnilega er þá
ríkisstjórnin tilbúin til þess að grípa
inn í kjarasamninga, sem einnig er
alvarlegur hlutur."
Gengisfellingin hefði
þurftaðvera 10-12%
- segir Arnar Sigurmundsson formað-
ur Sambands fískvinnslustöðvanna
ARNAR Sigurmundsson formaður Sambands fiskvinoslustöðv-
aiina segir að frystingin verði áfram rekin með tapi, þrátt fyrir
efhahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, og þá haldi áfram 15 mán-
aða taprekstur. Hann segir að þurft hefði 10-12% gengisfellingu,
svo vinnslan gætí skilað hagnaði.
Samkvæmt útreikningum Þjóð-     veiðanna er hins vegar talin nei-
hagsstofnunar er rekstrarstaða
botnfískveiða og vinnslu neikvæð
um 4%. Staða fískvinnslunnar á
núlli, þar af saltfiskvinnslunnar
jákvæð um 4Vz% en frystingar
neikvæð um 2'/2%. Rekstrarstaða
kvæð um 7%.
Arnar sagði að tap frystingar-
innar væri minna en oft áður,
bæði fyrir þessar aðgerðir og eft-
ir þær, en stöðvarnar væru með
uppsafnað tap, sem gerði dæmið
mun erfíðara.
„Þessar         efnahagsaðgerðir
valda okkur miklum vonbrigðum.
Við gerðum okkur vonir um, að
núna yrði gripið til efhahagsað-
gerða sem tryggðu að frysting
og söltun kæmist f hagnað.
10-12% gengisfelling ásamt hlið-
arráðstöfunum hefði hugsanlega
gert frystingunni kleyft að vinna
upp þetta gamla tap á 2-3 árum,"
sagði Arnar. Hann bætti því við,
að fískvinnslumenn myndu funda
á föstudaginn, um afkomumál.
Morgunblaðið/Sverrir
„Sjávarútvegurinn
fór á hliðina"
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra hefur verið talsmaður
þess í ríkisstjórn að gengið yrði
fellt meir, en sem nemur þeim 2,5%
sem forsætisráðherra greindi frá í
gær. Hann var spurður hvort hann
teldi að ráðstafanir þær sem forsæt-
isráðherra boðaði í gær, gengju of
skammt til þess að koma sjávarút-
vegnum á réttan' kjöl:
„Sannleikurinn er sá, að raun-
gengi krónunnar var orðið of hátt
skráð seinni hluta ársins 1987. Allt
árið 1988 var verið að fjalla um
það hversu mikið skyldi breyta
gengi krónunnar en á sama tíma
hækkað kostnaður verulega hér
innanlands. Á þessum tíma fór sjáv-
arútvegurinn á hliðina. Það hefur
legið fyrir að raungengið þyrfti að
lækka all mikið. Það hefur verið
lækkað verulega síðan þessi ríkis-
stjórn tók við og nú er það lækkað
enn um 2,5% og gefín heimild til
þess að breyta því um 2,25%. Eins
og staðan er í dag, samkvæmt út-
reikningum Þjóðhagsstofnunar, þá
er frystingin rekin hallalaus, miðað.
við 6% ávöxtunarkröfu. Saltfísk-
verkunin er rekin með nokkrum
hagnaði. Fiskiskipaflotinn er rekinn
með verulegu tapi, en þó er það að
mestu leyti tap bátaflotans. Það eru
ýmsar orsakir fyrir því. Svo virðist
sem launakostnaður hjá bátaflot-
naum hafí hækkað meira en annars
staðar í flotanum. Það er nú verið
að skoða sérstaklega. Það er að
mínu mati, alveg ljóst að þessar
ráðstafanir eru ekki nægjanlegar
fyrir sjávarútveginn, en þær eru f
áttina. Raungengið hefur lækkað
en þarf að lækka nokkuð meira.
Það sem skiptir mestu máli er að
kostnaðarhækkunum verði haldið í
skefjum og að frekar verði dregið
úr kostnaði, en hann hækki og fjár-
magnskostnaðurinn lækki allveru-
lega, eins og ég geri mér vonir um
í þessum ráðstöfunum. Þetta þýðir
einfaldlega það að það skiptir meg-
inmáli nú á næstunni, hvað gerist
á vinnumarkaðnum. Alveg eins og
það skipti sköpum fyrir sjávarút-
veginn á sl. vetri, þegar þar fór
allt úr böndum, þá mun það skipta
sköpum fyrir hann núna hvað ger-
Mst á næstunni. Það er því ekki
bara ríkisstjórnin sem ræður því
hvert er raungengið, heldur jafn-
framt aðilar vinnumarkaðarins,"
sagði Halldór.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48