Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 50,tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðbrögð við verðhækkunum í Venezúela: Mestu óeirð- ir í þnátíu ár Caracas. Reuter. TALIÐ er að hátt í hundrað manns hafi fallið og mörg hundr- uð særst í miklum óeirðum í Venezúela undanfarna tvo daga. Mótmælin eru hin mestu í þrjátíu ár en harkalegar efhahagsráð- stafanir stjórnarinnar hrundu þeim af stað. Carlos Andres Perez, forseti Venezúela, til- kynnti í gær að lýðréttindi yrðu skert um sinn og útgöngubann hefúr verið sett á frá kvöldi til EB-EFTA: Hugmynd- ir um tolla- bandalag Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgimblaðsins. Reuter. Friverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagið (EB) ættu að semja um frjáls við- skipti á sviði vöru, þjónustu, fjár- magns og vinnuafls. Einnig ætti að koma á tollabandalagi banda- laganna tveggja og stefiia ber að samræmingu hvað snertir lög- gjöf. Þetta eru nokkrar af niður- stöðunum í tillögu að yfirlýsingu væntanlegs fúndar forsætisráð- herra EFTA-Ianda í Ósló dagana 14.-15. mars, að sögn norska Dagblaðsins í gær. Norðmenn eru í forsæti ráðherra- nefndar EFTA fyrri hluta þessa árs og móta því drög að tillögum fund- arins í mars. Dagblaðið, sem með einhveijum hætti komst yfir drögin, telur að tillagan hafi að markmiði að breyta EFTA í „lítið Evrópu- bandalag", en Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, vísaði slíkum getgátum á bug í gær. Af opinberri hálfu er jafnframt sagt að umrædd tillaga sé aðeins ein af mörgum sem unnið sé að og orðalag sjálfrar yfirlýsingarinnar geti orðið allt annað í reynd. morguns í höfuðborginni. Carlos Andres Pérez varð forseti Venezúela eftir kosningar í desem- ber. Hann lofaði að grynnka á gríðarlegum erlendum skuldum ríkisins. Ekki leið á löngu uns for- setinn kynnti róttækari efnahags- aðgerðir en landsmenn hafa kynnst í áratugi. Talið er víst að þannig hyggist hann undirbúa jarðveginn fyrir lántöku hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum en í sex ára hafa stjórn- völd í Venezúela reynt að komast af án þess að ganga að skilyrðum sjóðsins. Um helgina hækkaði far- gjald strætisvagna um 30% svo dæmi sé tekið og bensín um 90%. Almenningur í Venezúela hefur búið við bestu lífskjör í Suður- Ameríku og hann lét sér verð- hækkanimar ekki lynda. Víða kom til átaka við lögreglu þar sem brot- ist hafði verið inn í verslanir. Reuter Hálf milljón Serba að minnsta kosti kom saman á ráðhústorginu í Belgrað í gær til að mótmæla af- sögn þriggja stjórnmálaforingja í Kosovo. Eins og sjá má klifú menn bronsfák sem stendur fyrir fram- an þinghús borgariniiar. Fánum Júgóslavíu og Serbíu var veifað og menn sungu: „Við sleppum ekki hendinni af Kosovo!“ Mótmæli hálfrar milljónar Serba í Belgrað: Herinn í viðbragðsstöðu er óeirðirnar breiðast út Belgrað. Reuter. AÐ MINNSTA kosti hálf milljón manna af serbnesku bergi brot- in hélt mótmælafúnd fyrir framan þinghúsið í Belgrað, höfúð- borg Júgóslavíu, í gær. Mannfjöldinn mótmælti því að háttsettir leiðtogar í héraðinu Kosovo höfðu verið neyddir til að segja af sér með allsheijarverkfalli albanskra íbúa héraðsins. Stjórn- málaieg upplausn er nú í Júgóslavíu og er ástandið hvað ótrygg- ast í Kosovo. Júgóslavneski herinn er í viðbragðsstöðu hvar- vetna í héraðinu. Hermenn eru á hveiju strái og orrustuþotur sáust fljúga nokkrum sinnum yfír Pristínu, höfúðborg Kosovo, í gær. Allsheijarverkfalli albanska þjóðarbrotsins lauk í Kosovo í fyrrakvöld. Þá urðu þrír flokks- foringjar, hliðhollir Serbum, við kröfum verkfallsmanna og sögðu af sér. Þeir heita Rahman Morina, formaður flokksdeildarinnar í Kosovo, Husamedin Azemi, for- maður flokksins í Pristínu, og Ali Sukrija, félagi í miðstjórn júgó- slavneska kommúnistaflokksins. Verkfallið hafði staðið í viku en námumenn fóru í fararbroddi með hungurverkfalli. í gær sátu 8.000 námsmenn þó sem fastast á íþróttaleikvangi í Pristínu. Serbarnir, sem komu saman í Belgrað í gær, lýstu yfir stuðningi við leiðtoga sinn, Slobodan Mil- osevic, en hann berst fyrir því að sjálfstjórnarhéraðið Kosovo verði innlimað í Serbíu. Milosevic ávarp- aði fundinn og sagði að forsprökk- um verkfallsins í Kosovo yrði refs- að vægðarlaust. Aðrir ræðumenn kröfðust þess að fijálslyndishreyf- ingar í Slóveníu yrðu brotnar á bak aftur. Óeirðir breiddust út til Svart- fjallalands og sjálfstjómarhéraðs- ins Vojvodínu í gær. Svartfellingar eru hlynntir áformum um aukin ítök Serba í Kosovo. Forráðamenn í Slóveníu og Króatíu saka hins vegar Milosevic um að vilja stofna nýtt ríki þar sem Serbar ráði lög- um og lofum. írak: Olofs Palme minnst í gær voru þijú ár liðin síðan Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóð- ar, féll fyrir morðingjahendi á götu í Stokkhólmi. Fimm norrænir forsætisráðherrar, staddir á þingi Norðurlandaráðs, fóru saman að leiði Palme í gær og vottuðu hinum látna virðingu sína. Þeir eru frá vinstri talið: Steingrímur Her- mannsson, Harri Holkeri frá Finn- landi, Ingvar Carlsson frá Svíþjóð, Poul Schlilter frá Danmörku og Gro Harlem Brundtland frá Nor- egi. Sjá fréttir af þingi Norðurlanda- ráðs í Stokkhólmi á bls. 21. Pressens Bild Dæmi þess að smá- börn séu pyntuð Lundúnum. Reuter. BÖRN allt niður í fimm mánaða gömul eru pyntuð, fangelsuð og tekin af lífi í írak, segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Amn- esty International. Þar segir að írösk yfirvöld bijóti gegn alþjóðalög- um og eigin lögum með því að leggja blessun sína yfir misþyrming- ar og morð á þúsundum barna. Samkvæmt skýrslu Amnesty Int- ernational, sem birt var í gær, hafa stjórnvöld í Irak lagt börn pólitískra andófsmanna í einelti undanfarin ár. Markmiðið með þessum óhugn- anlegu aðferðum er að fá foreldrana til að koma úr felum eða knýja börnin til sagna. Dæmi eru um að skólabörn hafi verið tekin höndum, látin stilla sér upp í röð og skotin á opinberum vettvangi. I skýrslunni er sagt frá handtöku 300 kúrdískra barna árið 1985 í bænum Sulaimaniya í hefndarskyni við stjórnmálaþátttöku ættingja þeirra. Flest börnin eru horfir spor- laust, talið er að þijú hafi látist af völdum pyntinga og vitað er að 29 voru tekin af lífi í janúar árið 1987. Maður sem handtekinn var um leið og börnin segir að þau hafi sætt barsmíðum, kynferðislegu ofbeldi og þeim hafi verið gefið raflost. Sagt er frá öðru dæmi um fimm mánaða gamalt barn sem svelt var til að knýja móðurina, sem var í haldi í næsta klefa, til sagna. Að sögn Amnesty International hefur Saddam Hussein forseti Iraks ekki brugðist á viðunandi hátt við ítrekaðri beiðni samtakaqna um úrbætur í mannréttindamálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.