Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 15 ÚRBÖNDUNUM eftír Jón Ásbergsson Þorvaldur Gylfason skrifaði grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 15. marz sl. er ber heitið „Kartöflur. Hvað kostar innflutningsbannið?" Fullyrti Þorvaldur að neytendur gætu sparað sér 800 milljónir króna ef heimilt væri að flytja inn erlendar kartöflur, enda gætu kaupmenn selt þær á um 35 krónur hvert kíló út úr búð. Amór Ragnarsson blaðamað- ur á Morgunblaðinu svaraði tveimur dögum síðar þessari grein Þorvaldar og segir að: „ ... þetta sé allfjarri sannleikanum og ef menn leggja tvo og tvo saman er augljóst að þessi tala er komin frá forstjóra Hag- kaups“. Nú skal það viðurkennt að undir- ritaður upplýsti Þorvald Gylfason um hugsanlegt útsöluverð á innfluttum kartöflum, en ég uni því illa að þar með sé auðsætt að Þorvaldur fari með rangt mál. Sé ég mig því knúinn til að birta Amóri og öðmm áhuga- mönnum um kartöflukaup þær for- sendur sem verð þetta er byggt á. Ljóst er að birgðir af neyzluhæfum íslenzkum kartöflum em senn á þrot- um og að innflutningur á kartöflum mun hefjast með vorinu, því varla munu kartöflubændur reyna að selja ónýtar kartöflur í sumar. Hagkaup og aðrir dreifingaraðilar á kartöflum hafa nú þegar hafið undirbúning að kaupum á kartöflum frá nágranna- löndum okkar. Þessi könnun hefur m.a. leitt í ljós að unnt er að kaupa 1. flokks „Bintje“-kartöflur í 24 kg neytendapakkningum á 9 krónur hvert kíló komið í gám í Rotterdam. Þessar kartöflur mundu kosta 35-40 krónur út úr verzlun á íslandi, svo framarlega sem engir tollar em lagð- ir á innflutninginn. Verðútreikning- urinn gæti t.d. litið svona út: Bintje-kartöflurpr/kg(fob) kr. 9.00 Frakt kr. 6.00 Rýmun (15%) kr. 2.25 Heildsölukostnaður(15%) 2.60 Smásöluálagning (41%) kr. 8.15 Söluskattur (25%) kr. 7.00 Útsöluverð kr. 35.00 Þessar tölur em hvorki „byggðar á sandi“ né „blekkingarpóiitík" svo Jón Ásbergsson „Islendingar kvarta al- mennt undan mjög háu verði á matvælum, en samt virðast fáir skilja að vandinn er að mestu heimatilbúinn. Við höf- um kosið að banna inn- flutning á mörgum mikilvægum fæðuteg- undum og því útilokað eðlilega samkeppni og eðlilega verðmyndun á þessum vörum.“ notuð séu orð Amórs Ragnarssonar, heldur em þær hinn blákaldi vem- leiki sem við okkur blasir og þær er hægt að fá sannreyndar hjá öðmm innflutningsaðilum. í grein sinni gefur Amór í skyn að dreifingarkostnaður sé of hár á íslenzkum kartöflum og að ekki ætti að vera meiri kostnaður við að selja íslenzkar kartöflur í búðunum en þær erlendu. Því er til að svara að löng hefð er fyrir því í heildsölu og smá- sölu, bæði erlendis sem hér á landi, að dreifa sölukostnaðinum hlutfalls- lega jafnt niður á allar vömr, en reikna ekki út sérstaklega þann sölu- kostnað sem bundinn er við hveija einstaka vömtegund. Ef innkaups- verð vömnnar er lágt verður smá- söluálagningin lág í krónum talin, en ef innkaupsverðið er hátt verður smásöluálagningin að sama skapi há í krónum, þó sama prósentuálagning- in hafí verið notuð. Innkaupsverð hollensku kartaflanna er einfaldlega mun lægra en þeirra íslenzku og því verður smásöluálagning kaupmanns- ins á þær lægri í krónum. Að öðm jöfnu ætti kaupmaðurinn að geta bætt sér upp tekjutapið með því að selja meira af ódým vömnni en þeirri dým. Slíkt mundi sjálfsagt gerast með kartöflumar því léleg gæði á íslenzkum kartöflum fyrr á tímum og hátt verð í seinni tíð hafa valdið því að íslendingar neyta um helm- ingi minna magns af þessari hollu fæðu heldur en nágrannar okkar á meginlandi Evrópu. Islendingar kvarta almennt undan mjög háu verði á matvælum, en samt virðast fáir skilja að vandinn er að mestu heimatilbúinn. Við höfum ko- sið að banna innflutning á mörgum mikilvægum fæðutegundum og því útilokað eðlilega samkeppni og eðli- lega verðmyndun á þessum vörum. Nægir hér að nefna vörutegundir s.s. grænmeti, kartöflur, kjúklinga og egg, sem allar seljast hér á upp- sprengdu verði miðað við það sem gerist í næstu löndum. Væri ekki eðlilegra að í stað innflutningsbanns kæmu vemdartollar, þannig að hinn innlendi framleiðandi hefði visst svig- rúm til verðlagningar, en ákveðið aðhald myndaðist hinsvegar af hugs- anlegum innflutningi erlendis frá ef verðlagning færi úr böndunum. Og eitthvað hefur farið úr böndunum þegar hvert kíló af íslenzkum ,jarð- eplum“ kostar í búð jafn mikið og rauð gæðaepli frá vesturströnd Ameríku, sem hingað eru flutt yflr hálfan heiminn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hagkaups. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Samstarf EFT A og EB verði kerfisbundnara Morgunblaðið birtir hér í heild ræðu Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanrikisráðherra íslands á ráðherrafundi EB - EFTA í Bruss- el 20. mars, 1989: í Osló í fyrri viku ítrekuðu leið- togar EFTA-ríkjanna skuldbindingar sínar til nánara samstarfs innan Evrópu. Þó ísland virðist fjarlægt eru öll tengsl okkar við önnur lönd Vestur-Evrópu mjög náin. Við höfum einsett okkur að vera virkir þátttak- endur í evrópsku samstarfi, sérstak- lega vegna þess hversu háðir íslend- ingar em utanríkisviðskiptum, eink- um við Vestur-Evrópu og í raun meira en nokkurt land sem hér á fulltrúa. Efnahagslíf okkar er lítið og einhæft en það er nátengt Vest- ur-Evrópu. Þar eigum við heima í sögulegu og menningarlegu tilliti og einnig með mörgum ykkar að því er varðar sameigjnlega stefnu í vamar- og öryggismálum. Ríkisstjórn íslands er einhuga fylgjandi myndun 'evrópsks efna- hagssvæðis eins og gert er ráð fyrir í Lúxemborgaryfirlýsingunni frá ár- inu 1984. Af ástæðum sem allir þekkja felur þetta óhjákvæmilega í sér, hvað ísland varðar, algjöra fríverslun með sjávarafurðir. Á EFTA-fundinum í Osló í síðustu viku var fríverslun með sjávarafurðir loks samþykkt og tekur hún gildi í júlí árið 1990. Þar með fá sjávaraf- urðir sömu meðferð og iðnaðarvörur. Við erum öll sammála um að efla beri evrópska efnahagssvæðið. Það má ekki vanmeta þann árangur sem náðst hefur síðan Lúxemborgaryfír- Jón Baldvin Hannibalsson „Ríkisstjórn íslands er einhuga fylgjandi myndun evrópsks efiia- hagssvæðis eins og gert er ráð fyrir í Lúxem- borgaryfirlýsingunni frá árinu 1984.“ lýsingin var gefín út og það er brýnt að sú vinna sem þegar er hafln í hinum ýmsu sérfræðingahópum haldi áfram. Við höfum nú náð þeim tíma- mótum í starfí okkar þar sem við þurfum að leita nýrra leiða til að ná meiri árangri, flnna nýjar leiðir innan stofnana okkar svo og til að efla EFTA-EB-samstarfíð á öðrum svið- um en þeim sem tengjast eingöngu efnahagsmálum s.s. á sviði umhverf- ismála, rannsókna- og þróunarmála, félagsmála og menningarmála. Samþykkt einingarlaga Evrópu- bandalagsins og sameiginlegur innri markaður árið 1992 eru merk tíma- mót í evrópskri sögu. Þessi þróun hefur leitt til þess að nú er nauðsyn- legt að leita leiða til að gera sam- starf EFTA og EB kerfisbundnara. Það er þess vegna ekki nægilegt að reka þetta samstarf eingöngu með samskiptum embættismanna heldur er þörf fyrir pólitísk samráð ríkis- stjóma til að marka framtíðarstefnu og umfang samstarfsins. Ég vil þess vegna lýsa sérstakri ánægju minni með frumkvæði EB að boða til þessa fundar. En einn fundur, hversu árangursríkur sem hann er, nægir ekki til að ná til hinna ýmsu hliða í sameiginlegri viðleitni okkar. Hina pólitísku hvatning sem hér hefur verið gefín þarf að end- umýja reglulega ef árangur á að nást. Ég og samráðherrar mínir í EFTA höfum komist að þeirri niðurstöðu að gagnlegt yrði að hitta ykkur, sam- ráðherra okkar í EB, reglulega. Ég legg hér með fram tillögu um slíka reglulega fundi og hana getum við síðan rætt frekar á EFTA—EB- ráðherrafundinum sem Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, hefur lagt til að haldinn verði í haust. ÆTLARÞU AÐ VEITA VEÐLEYFI í ÞINNI IBUÐ? Haföu þá í huga, aö ef lántakandinn greiöir ekki af láninu, þá þarft þú aö gera þaö. Getir þú þaö ekki, gæti svo fariö aö þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjölmörg dæmi. VEÐLEYFI ER TRYGGING Meö því aö veita veöleyfi í íbúð, hefur eigandi hennar íagt hana fram sem tryggingu fyrir því aö greitt veröi af láninu, sem tekiö var, á réttum gjalddögum. ÞU GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúðareigandinn aö gera þaö, eöa eiga á hættu að krafist veröi nauöungar- uppboös á íbúö hans. Haföu eftirfarandi hugfast áður en þú veitir vini þínum eða vandamanni veðleyfi í íbúö þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Viö leggjum til aö þú fylgir þeirri reglu aö veita aldrei öörum veðleyfi í íbúö þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT A HREINU RÁÐGIAFASTÖÐ HUSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.