Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARQA(&ÍRí8.: ABBÍL1369
Frá undirritun samningsins í húsakynnum BSRB.
SAMNINGAR BSRB OG RIKISINS
Getur ekki
talist til
fyrirmyndar
-  segir formaður
BHMR
„Samningur BSRB getur með
engu móti talist til fyrirmyndar
fyrir okkar samningaviðræður.
Við eruin að reyna að sækja
fram í kjönini. Ef við myndum
gera hliðstæðan samning, vær-
um við í raun að skrifa upp á
það kaupmáttarhrun, sem sett
hefur verið yfir okkur með
tveimur bráðabirgðalögum,"
sagði Páll Halldórsson, formað-
ur Bandalags háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna, í samtali við
Morgunblaðið.
„Háskólamenntaðir menn hjá
ríkinu eru að reyna að nálgast þau
laun, sem greidd eru annars staðar
í þjóðfélaginu. Til þess að gera það
raunhæfara, höfum við lagt fram
tillögu að þriggja ára samning og
viljum við láta reyna á það til þraut-
ar." Páll sagði að auknar niður-
greiðslur á landbúnaðarafurðir og
aukið aðhald í verðlagsmálum
bættu ekki upp það kaupmáttar-
hrun sem þegar er orðið. Hinsvegar
væru slíkar aðgerðir að sjálfsögðu
að hinu góða. „Við leggjum samt
sem áður megináherslu á launa-
hækkanir og bætur þar sem við
erum að viiina hlutina aftur í tíma,"
sagði formaður BHMR.
Gengisfelling
ekkiumflúin
-  segir formaður
VSÍ
„Gangi BSRB-samningurinn yfir
allan vinnumarkaðinn, verður
gengisfelling ekki umflúin.
Hversu inikil gengisfelling er
nauðsynleg, er ekki hægt að
segja til um fyrr en við vitum
nákvæmlega hvað í saniningnum
felst," sagði Gunnar J. Friðriks-
son, formaður Vinnuveitenda-
sambands íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Eftir helgina mun VSÍ láta
reikna út hvað samningurinn hefur
í för með sér fyrir hinn almenna
vinnumarkað. Að því búnu myndu
VSÍ-menn gera upp hug sinn, en
Gunnar átti ekki von á neinum
samningafundum fyrr en eftir
miðja næstu viku og þá jafnvel
eftir fund með ríkisstjórninni.
Gunnar sagði að samningur á
við BSRB-samninginn væri þung-
bærari fyrir hinn almenna vinnu-
markað en fyrir ríkið þar sem um
krónutöluhækkanir væri að ræða
en ekki prósentuhækkanir. „Það á
líka eftir að koma í ljós hvort við-
semjendur okkar ætla að gera kröf-
ur BSRB að sínum eða ekki. Við
erum hvorki tilbúnir að ganga til
samninga um það né neitt annað
fyrr en við höfum skoðað hvað í
samningnum felst og hvaða áhrif
hann myndi hafa á stöðu atvinnu-
veganna," sagði Gunnar.
„Tel samn-
ingana við-
unandi"
Steingrímur Her-
mannsson, forsætis-
ráðherra
STEINGRÍMUR Hermannsson,
forsætisráðherra segist telja
niðurstöður         kjarasamninga
BSRB og ríkisins vera viðun-
andi. Samningarnir séu mjög
nálægt því sem fjáriagaramminn
geri ráð fyrir. „Þetta fer að vísu
eitthvað aðeins fram úr fjárlög-
uniim, sem er alltaf slæmt, en
það er ekki mikið," sagði forsæt-
isráðherra í samtali við Morgun-
blaðið.
„Ég er mjög hlynntur krónutölu-
hækkun og tel að láglaunafólkið
fái þannig auknar bætur. Auk þess
eru engar kvaðir settar á ríkissjóð,
sem hann getur ekki staðið við.
En ég hef sagt það allan tímann
að hinn almenni vinnumarkaður
þurfti að vera á undan og hafa
frumkvæðið. Þess vegna þykir mér
það mjög slæmt að aðilar hans
hafa dregið lappirnar allan þennan
tíma, eins og gerst hefur," sagði
Steingrímur.
„Auðvitað er þetta ekki samn-
ingur sem sjálfkrafa gengur yfir
allan vinnumarkaðinn," sagði for-
sætisráðherra, „hinir verða að
semja sjálfir. Hvort þeir vilja semja
um ákveðna krónútölu, prósentur,
eða taka þetta allt inn í bónus, það
er þeirra mál."
„Kjarasamn-
ingar ráðist
á almennum
vinnu-
markaði"
— segir Jón Báldvin
Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra segist persónu-
lega vera eindregið þeirrar
skoðunar að kjarasamningar
eigi með mótandi hætti að ráð-
ast á hinum almenna vinnumark-
aði og kjör ríkisstarfsmaniia
síðan að miðast við það. „Þannig
ættu  þau   kjtir  væntanlega að
endurspegla greiðslugetu at-
vinnuvega," sagði Jón Baldvin í
samtali við Morgunblaðið og
bætti við að ekki væri við ríkis-
stjórnina að sakast nú, að þetta
ekki tókst.
Jón Baldvin sagði að í fyrsta
lagi þyrfti að meta BSRB samning-
ana á þann hátt hvort þeir væru
kollsteypusamningar ef þeir yrðu
ráðandi á almenna vinnumarkaðn-
um. „Þá blasa við eftirfarandi stað-
reyndir í viðræðum VSÍ og ASÍ
hafði margsinnis komið fram að
vinnuveitendur teldu sig skuld-
bundna til þess að ganga til samn-
inga senv færðu almennu kjara-
samningana að kjarasamningum
iðnaðarmanna, sem standa til 1.
ágúst, en slíkir samningar fælu í
sér a.m.k. 4% kauphækkun," sagði
utanríkisráðherra. Hann sagði að
BSRB samningurinn væri innan
þeirra marka, á þessum samnings-
tíma, þ.e. fram til 1. ágúst og í
þeim skilningi hefði hann því ekk-
ert viðbótarfordæmisgildi fyrir al-
menna markaðinn.
„Það sem BSRB samningarnir
eru umfrarn þetta fram til ára-
móta, myndi rýra afkomu fisk-
vinnslunnar um 0,5%, eða svo,"
sagði Jón Baldvin. Hann sagði að
á það bæri að lita að það væri
ekkert náttúrulögmál að nákvæm-
lega sama útfærsla kjarasamnings
skyldi gilda fyrir opinbera geirann
og almenna vinnumarkaðinn, enda
væru samningakerfin ósambæri-
leg. Því væri gagnrýni vinnuveit-
enda ekki fyllilega á rökum reist
Ráðherra benti á að hér væri
verið að semja um fasta krónutölu,
sem bætti fyrst og fremst kjör
þeirra lægst launuðu. Auk þess
væri verið að semja um fastar
greiðslur í krónutölu, sem kæmu
ekki nema að hluta inn í kaup-
taxta. Loks væru þessir samning-
ar, þegar litið væri til ársins í heild
innan ramma fjárlaga.
„Að öllu samanlögðu þá tel ég
að þessir samningar séu nokkuð
raunsæir," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra.
Tökum mið
afkaup-
hækkunum
BSRB
- segir forseti ASÍ
„Við þurfum að skoða málin
betur áður en við förum að
semja á svipuðum nótum og
BSRB. Hinsvegar eru í samningi
BSRB kauphækkanir, sem við
hljótum að taka mið af. Ég vænti
þess að engin ágreiningur sé k
milli okkar og atvinnurekenda
um að okkar fólk þurfi ekki
síður á kauphækkunum að
halda. Því á ég ekki von á að
ágreiningur verði um það að
okkar fóík fái sömu hækkanir
og eru í samningi ríkisstarfs-
manna," sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti Alþýðusambands
íslands, í samtali við Morgun-
blaðið.
Asmundur "sagði að samnings:
tíminn væri mun lengri en ASÍ
hefði gert ráð fyrir. „Við vorum
að miða við samninga fram í sept-
embermánuð og í öðru lagi er
spurning hverjar forsendur kaup-
tryggingar eru, hvernig menn ætla
að ná þeim kaupmætti, sem stefnt
er að á samningstímanum. „Ljóst
er að ekki virðast vera mjög traust-
ar tryggingar í BSRB-samningnum
Og það mál hljótum við að þurfa
að skoða frekar. Okkar fólk þarf
ekki síður á kauphækkunum að
halda og því er útilokað að bjóða
okkur upp á minni launahækkan-
ir."
Ásmundur sagði að ASÍ hefði
verið fullkomlega reiðubúið að
semja á undan BSRB ef þannig
hefði staðið á. Hinsvegar hefðu
viðræður BSRB við fjármálaráðu-
neytið farið á meira skrið en hjá
öðrum launþegasamtökum og end-
að í samningi. „Það má líka minna
á það að samningar opinberra
starfsmanna voru allir lausir 15.
febrúar, en stórir hópar hjá okkur
eru enn með bundna samninga.
Verkamannasambandið og iðn-
verkafólk er ekki með lausa samn-
inga fyrr en á mánudag til dæm-
is," sagði Ásmundur.
Skoðaðu Renaufc bilana um helgina.
Þeir eru á tilboðsverði.
Um heJgina sýnum vid Renault
bila af árgerö 1988 og
1989, sem nú eni faaniegír á
tílbodsveröi.
Viö bjóöum þér allt ad 18
mánaöa greiöslukjör.
Lágmarksútborgun í Renault 5
er aöeins 100 þusund krönur.
Leggðu dæmiö h/rir þíg!
Það er einfalt mál að semja
við okkur!
RENAULT
18 mánaða greiöslukjör
OPK) LAUGARDAG FRA
13—17.
Bííaumboöið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633
iiHuimmtimimiu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44