Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐŒ) ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 Hjólavertíðin hafín Morgunblaðið/Árni Sœberg UM leið og snjóa leysir lifnar yfir hjólaverkstæðum borgarinnar. Örn í Borgarhjóli við Hverfis- götu fer ætíð á sjóinn á veturna enda lítið að gera í hjólaviðgerðum á þeim tima. En þegar vorið nálgast byijar hann að vinna á hjólaverkstæðinu sínu og nú er þar allt vitlaust að gera enda að- eins rúm vika í sumardaginn fyrsta. Samræmdu próf- in fara fram þrátt fyrir verkfall HÍK Menntamálaráðuneytið stefnir að því að halda samræmd próf 9. bekkjar grunnskóla í siðustu viku apribnánaðar eins og áætlað hafði verið, þrátt fyrir verkfall kennara i HIK. Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri skólaþróunardeildar mennta- málaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að tiltölulega lítil röskun hefði átt sér stað í grunn- skólunum miðað við framhaldsskól- ana. Kennsla færi fram í þeim öll- um, en kennsla félli auðvitað niður hjá þeim kennurum, sem væru inn- an HÍK. Deildar meiningar eru um það hvort verið sé að bijóta á verkfalls- fólki með því að fá aðra til að sitja yfír á prófum í þeim námsgreinum, sem HÍK-kennarar kenna. Ekkert fordæmi er fyrir slíku en túlkanir eru mismunandi. „Það er matsatriði hvort rétt er að láta prófin fara fram. Menntamálaráðuneytið ætlar samt sem áður að láta á það reyna ef verkfall dregst á langinn og stendur enn þegar prófin eiga að fara fram. Undir venjulegum kring- umstæðum hefur verið reynt að haga yfirsetu á prófum þannig að kennarar sitji yfir öðrum bekkjum en sínum eigin svo að ef í þessu tilfelli væri um verkfallsbrot að ræða, myndi það bitna á öðrum krökkum en nemendum HÍK-kenn- aranna. Að auki má spyija sig að því hvort það verði verkfallsfólkinu til framdráttar ef samræmdu prófin féllu niður,“ sagði Hrólfur. Um það bil 1.200 kennarar eru í HÍK, þar af 300 í grunnskólunum. Jóhann tapaði fyrir Seirawan JÓHANN Hjartarson tapaði skák Bankar lækka vexti í dag BANKAR og sparisjóðir lækka i dag vexti af verðtryggðum útlán- um, það er af skuldabréfum, yfir- dráttarlánum og víxillánum. Lækkunin nemur 0,5%. Sumir bankar lækka einnig vexti af verðtryggðum innlánum og nafii- vexti. Seðlabankinn beindi þeim eindregnu tilmælum til við- skiptabankanna síðastiiðinn fimmtudag, að vextir lækkuðu í dag um 0,5%. Iðnaðarbankinn lækkar vexti í dag af öllum verðtryggðum inn- og útlánum um 0,5%. Jafnframt var ákveðið að fella niður hæsta álag á kjörvöxtum. Valur Valsson bankastjóri segir að eftirleiðis verði þrír kjörvaxtaflokkar í stað Qögurra áður. Því lækki vextir af lánum sem voru í hæsta flokki um 1,25%. Nafn- vextir, af óverðtryggðum skuld- bindingum, hækka um 1% til 3% og segir Valur það vera vegna hækkandi verðbólgu. Þá segir hann vexti á ijármagnsmarkaði hafa far- ið lækkandi að undanfömu, m.a. vegna minni eftirspumar ríkissjóðs eftir lánum. „Það er óvíst hvort grundvöllur þessarar lækkunar er varanlegur," sagði Valur. „Til dæmis mun ríkis- sjóður nú hefja á ný lántökur á innlendum markaði. Það sem hefur gerst undanfarið sýnir hve góð áhrif það hefur þegar ríkissjóður slakar á eftirspum eftir lánum." Verslunarbanki lækkar í dag vexti af verðtryggðum útlánum um 0,5% og segir Tiyggvi Pálsson bankastjóri að ekki verði aðrar vaxtabreytingar hjá bankanum. Landsbankinn hefur einnig ákveðið að lækka raunvexti af verð- tryggðum útlánum um 0,5% eða úr 7,75% í 7,25%. Brynjólfur Helga- son aðstoðarbankastjóri segir að þessi lækkun taki hinsvegar ekki gildi fyrr en 21. apríl nk. Af öðrum vaxtabreytingum í Landsbankanum má nefna að forvextir víxla hækka úr 23,5% í 25% og yfirdráttarvextir úr 27% í 28,5%. Af innlánsvöxtum er mesta hækkunin á kjörbók eða úr 24% í 27%. Vextir á almennum sparisjóðsbókum hækka úr 13% í 15%. Jón Adolf Guðjónsson banka- stjóri Búnaðarbankans segir að á móti 0,5% lækkun raunvaxta af verðtiyggðum útlánum í bankanum komi sama lækkun á verðtryggða innlánsvexti. Vaxtabreytingamar hjá Búnaðarbanka taka gildi í dag. Af öðmm vaxtabreytingum í Bún- aðarbankanum má nefna að vextir á óverðtryggðum skuldabréfum hækka úr 27% í 28%. Sparisjóðimir höfðu ákveðið í gær að lækka vexti af verðtryggð- um inn- og útlánum, en þegar síðast fréttist lá ekki fyrir hve mikið. sinni gegn Yasser Seirawan í 10. umferð heimsbikarmótsins í skák, sem fram fer á Spáni. Jó- hann hafði svart og gaf skákina eftir 60 leiki. Hann er nú i 6. sæti með fimm vinninga. Ljubomir Ljubojevic er efstur með 7 vinninga, en hann gerði í gær jafntefli við Zoltan Ribli. Nigel Short er í öðm sæti með 6/z vinning en hann vann Artúr Júsupov í gær. í 3. sæti er Robert Hubner með 5 vinninga og unna biðskák gegn Viktor Kortsjnoj, og Júsupov og Seirawan em með 5 vinninga og yfirsetu. Heimsmeistarinn Garríj Kasp- arov varð að fresta skák sinni gegn Jonathan Speelman vegna lasleika. Vélarvana tríllu bjargað Slysavamardeildin Sigurvon í Sand- gerði sótti vélarvana trillu úr Reykjavík um 7,5 mflur NNV af Garðskaga í gærkvöldi. Fóm þrír menn úr deildinni á björgunarbátn- um Sæbjörgu um kl. 19 að ná í triliuna en einn maður var um borð í henni. Til greinahöfunda FRÁ áramótum hafa verið óvepju- mikil þrengsli í Morgunblaðinu. Af þeim sökum hafa greinar, sem sendar em blaðinu til birtingar, orðið að bíða óhóflega lengi. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á því. Þar sem ekki er fyrirsjáanleg breyting á þessum þrengslum og Qölmargar greinar bíða enn birt- ingar, em það vinsamleg tilmæli til greinahöfunda, að þeir stytti mál sitt. Moigunblaðið mun leggja áherzlu á, að greinar, sem em ekki lengri en 2-3 blöð í stærð A4 (í aðra hveija línu) fái slgóta birtingu. Þeir sem senda blaðinu lengri greinar mega búast við vemlegum töfum á birtingu. Það skal tekið fram að lokum, að Moigunblaðið fagnar síauknum áhuga fólks um allt land á því að birta greinar í blaðinu og efla þann- ig skoðanaskipti í landinu. Jón Baldvin Hannibalsson: „Niðurstaðan í máli Sjafiiar óhugnanleg“ „NIÐURSTAÐA þessa máls, er í mínum huga, nánast óhugnanleg,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, um þá niðurstöðu sem nú er fengin í máli Sjafnar Sigurbjömsdóttur, skóla- sljóra Olduselsskóla, sem hefiir ákveðið að sækjast ekki eftir endur- ráðningu heldur hverfa á ný til kennslustarfa við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði legið í láginni í fjölmiðlum að hann ásamt Sjöfti Sigurbjömsdóttur hefði á sínum tíma farið á fund Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra. „Aðdragandi þess var sá að hann hafði í samtölum við mig marglýst því yfir að það sem fyrir honum vekti væri að leysa málið með friði. Hann sem menntamálaráðherra hefði bara einna hagsmuna að gæta, að skapa frið um skólastarf I þessum skóla. Ég hafði enga ástæðu til þess að rengja það og beitti mér fýrir viðræðum við Sjöfn Sigurbjömsdóttur og niðurstaðan varð sú að við fórum sameiginlega á fund menntamálaráðherra," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að í trausti þess að menntamálaráðherra hefði sagt satt hefðu hann og Sjöfn lagt fyrir menntamálaráðherrann ákveðna tillögu. „Hún var þessi: Hann léti vera að ijúfa hefðir með því að auglýsa starfið — enda hafði það komið fram í viðtölum við hann að auglýsing jaftigilti, að hans mati, brottrekstri úr starfi, án saka — gegn því að fá þannig frið um skól- ann til 15. júní, þar til skólaárinu væri lokið. Lýsti Sjöfn Sigurbjöms- dóttir því yfir að hún myndi ekki þar með sækja um starfið á ný,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin kvaðst hafa sagt við menntamálaráðherra að væntan- lega mætti Sjöfn treysta því að eiga kost á öðru starfi á vegum mennta- málaráðuneytisins, í ljósi þess að hér væri um að ræða starfsmann ráðuneytisins, sem hefði 20 ára starfsferil að baki og hefði hvar- vetna getið sér gott orð í fyrri störf- um. „Þessu samtali lauk talsvert óvænt. Eftir einhvem sáttamalanda í upphafi lauk því allt í einu á þann veg að ráðherrann fór allur í keng og lýsti því yfir að hann gæti und- ir engum kringumstæðum dregið til baka þá ákvörðun sína að aug- lýsa. Ég spurði hann ítrekað hvort hann gerði sér grein fyrir því hveij- ar afleiðingamar yrðu,“ sagði Jón Baldvin, „að með ákvörðun sinni um fyrirvaralausa brottvikningu Sjafnar Sigurbjömsdóttur, án fag- legrar umQöllunar ráðuneytis og fræðsluráðs, þá væri hann að vekja upp fyrri drauga, illdeilur og hugar- Jón Baldvin Hannibalsson, form- aður Alþýðuflokksins. far galdraofsókna og rannsóknar- réttar, að óþörfu. Það eina sem skólastjórinn væri að fara fram á, væri að hann stæði í verki við þau orð sín, að hann myndi skapa frið um skólann. Það varð engu tauti við hann komandi og ljóst að hann var reyndar þegar búinn að binda sigþessum nafnlausu undirróðursk- líkum áður en hann kom til þessa svokallaða sáttafundar. Þetta kom heldur betur á daginn, því að þegar Sjöfn Sigurbjömsdóttir kom heim til sín kl. 17 sama dag beið hennar bréf frá menntamálaráðherra, sem Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra. hafði verið póstlagt deginum fyrr, þar sem hann tilkynnti henni brott- reksturinn." Jón Baldvin sagði að þetta sýndi að samtalið allt hafði verið „blekk-, ingarleikur og sýndarmennska. Fyrir utan að það sannaði að ráð- herra meinti ekkert með þeim orð- um sínum að hann vildi skapa frið um skólastarfið. Honum gekk eitt- hvað allt annað til.“ Aðspurður um það hvaða eftir- mál þetta hefði í för með sér af hálfu Alþýðuflokksins, sagði form- aðurinn: „Að sjálfsögðu hafði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.