Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
tfttumHnfeife
STOFNAÐ 1913
103.tbl.77.árg.
MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
PLO sækir um inn-
göngu í UNESCO
Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, sóttu í gær um aðild að Menn-
ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og hyggjast sækja
um inngöngu í tvær aðrar stofnanir SÞ. Áður höfðu samtökin sótt
um aðild að Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, ög verður
gengið til atkvæðagreiðslu um umsóknina í dag. Jón B. Hannibals-
son utanríkisráðherra hefur sagt að ísland muni greiða atkvæði
gegn aðild PLO að stofnuninni.
Reuter
Israelar sögðust í gær svartsýnir
á að þeim tækist að koma í veg
fyrir aðild PLO að WHO. Banda-
ríkjamenn hafa hótað því að minnka
framlög sín til stofnunarinnar fái
PLO aðild að henni.
Omar Massalha, áheyrnarfulltrúi
PLO hjá UNESCO í París, sagði
að arabaríki væru að kanna hvern-
ig þau gætu brugðist við hótun
Bandaríkjamanna. PLO hefði í
hyggju að sækja um aðild að Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna í Róm og Alþjóða-
vinnumálastofnuninni í Genf.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO,
sendi einnig UNESCO formlega.
beiðni um aðild. Talið er líklegt að
ríki þriðja heimsins styðji aðild PLO
að stofnuninni og því sé líklegt að
af henni verði, að sögn Reuters-
fréttastofunnar.
Panamísk kona stendur hér andspænis hermönnum, sem röðuðu sér fyrir framan höfuðstöðvar kjör-
stjórnarinnar í Panamaborg í gær. Konan var að mótmæla töfum á talningu atkvæða, sem greidd voru
á sunnudag.
Stjórnvöld í Panama sökuð um viðamikið kosningasvindl:
Bush Bandaríkjaforseti
fliugar að beita hernum
U/nu ll illrrf/,11    líl.ilfí.f        "" " _
Washington. Keuter,
GEORGE Bush Bandaríkjafor-
seti íhugar að beita hervaldi og
öðrum ráðum, svo sem frekari
efnahagslegum refsiaðgerðum,
til að koma Manuel Antonio Nor-
iega hershöfðingja frá völdum,
að því er Marlin Fitzwater tals-
maður Bandaríkjaforseta skýrði
frá í gær. Samkvæmt fyrstu
kosningatölum, sem yfirvöld
birtu, unnu stuðningsmenn Nor-
iega stórsigur og hafa s^jórnar-
andstaðan og alþjóðleg eftirlits-
nefnd, sém fylgdist með kosning-
uimni, sakað sfjórnvölci um stór-
fellt kosningasvindl.  Talsmenn
samsteypu stjórnarandstæðinga
Iýstu því yfír í gærkvöldi að
henni bæri að fara með völdin í
landinu eftir kosningarnar.
„Bush íhugar ýmis ráð, svo sem
að beita hervaldi og ýmsum efna-
hagslegum aðgerðum," sagði Marl-
in Fitzwater. Bandaríkjastjórn hef-
ur reynt að koma Noriega frá völd-
um síðan birtar voru ákærur á
hendur honum í Flórída í fyrra, þar
sem hann var sakaður um eitur-
lyfjasmygl. Fitzwater neitaði að
svara því hvort hugsanlegt væri að
Bandaríkjamenn  gerðu  innrás  í
Panama. Hann sagði að Banda-
ríkjastjórn tæki ákvörðun um
hvernig bregðast skyldi við kosn-
ingunum þegar lokatölur lægju fyr-
ir. „Afstaða okkar er ennþá sú að
Noriega verður að víkja," sagði tals-
maðurinn og vildi ekki svara því
hvort hershöfðinginn þyrfti að yfir-
gefa Panama' eða aðeins að afsala
sér völdum.
Ríkisútvarpið í Panama skýrði
frá því í gær að fyrstu tölur sýndu
að stuðningsmenn Noriega hefðu
unnið stórsigur. Daginn áður hafði
Jimmy Carter fyrrum Bandaríkja-
forseti, er var einn af formönnum
alþjóðlegu nefndarinnar sem fylgd-
ist með kosningunum, lýst því yfir
að stjórnvöld hefðu gerst sek um
kosningasvindl. Bandarískir eftir-
litsmenn segja að óháðar skoðana-
kannanir, sem kaþólska kirkjan
gerði fyrir utan kjörstaði á sunnu-
dag, sýni að stjórnarandstaðan hafi
unnið með 68 af hundraði atkvæða
gegn 23 prósentum. Bush Banda-
ríkjaforseti hvatti Noriega til að
virða úrslit kosninganna.
Bretland:
Falla frá
einhliða
afvopnun
Lundúnum. Reuter.
Framkvæmdastjórn breska
Verkamannaflokksins sam-
þykkti í gær tillögu um að
falla frá þeirri stefhu flokks-
ins að Bretar fækki kjarn-
orkuvopnum síiimii einhliða.
Sautján stjórnarmenn voru
hlynntir tillögunni, en átta voru
á móti. „Með þessari ákvörðun
framkvæmdastjórnarinnar mun
flokkurinn aðeins beita sér fyrir
kjarnorkuafvopnun með viðræð-
um við önnur ríki," sagði tals-
maður flokksins í utanríkismál-
um, Gerald Kaufman. Verka-
mannaflokkurinn hefur undan-
farin átta ár heitið því að útrýma
einhliða kjarnorkuvopnum Breta
innan fimm ára frá því Verka-
mannaflokkurinn kæmist til
valda og talið hefur verið að sú
stefna hafi átt mikinn þátt í
ósigrum flokksins í síðustu
tveimur þingkosningum.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til Moskvu:
Óvissa um fiindarefiiið
Helsinki. Washington. Reuter og Daily Telegraph.
JAMES Baker, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, kemur til Moskvu í
dag til fundar við sovéska ráðamenn. Er hér um að ræða fyrsta eigin-
lega vinnufundinn sem háttsettir fulltrúar ríkisstjórnar George Bush
eiga með Sovétstjórninni. Baker verður tvo daga í Moskvu, í dag hitt-
ir hann Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og á
morgun Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga. Embættismönnum stórveld-
anna ber ekki saman um hvað helst verði rætt í Moskvu, Bandaríkja-
menn vttja einkum fjalla um svæðisbundnar deilur en Sovétmenn krefj-
ast skýrari stefnumótunar hjá Bandaríkjastjórn í afvopnunarmálum.
t
Samkvæmt heimildum breska
dagblaðsins Daily Telegraph í Was-
hington verður ekki rætt um hugs-
anlegan leiðtogafund stórveldanna
nema Sovétmenn bryddi sérstaklega
upp á slíku enda hefur Bush marg-
oft lýst því yfir að hann hafi ekki
áhuga á leiðtogafundi til þess eins
aðkynnastGorbatsjov.
I ræðu sem Baker hélt í síðustu
viku sagðist hann fyrst og fremst
vilja kanna hver hugur fylgdi máli
hjá umbótasinnanum Gorbatsjov.
Nú gæfist til dæmis tækifæri til að
þrýsta á Sovétmenn um breytta af-
stöðu í svæðisbundnum deilum eins
og í Mið-Ameríku.
Afstaða Sovétstjórnarinnar fyrir
heimsókn Bakers einkennist af
óánægju með að Bandaríkjastjórn
hafi ekki ennþá mótað utanríkis-
stefnu sína. Sovéska fréttastofan
TASS sagði í gær að niðurskurður
langdrægra kjarnorkuflauga hlyti
að verða aðalumræðuefnið í heim-
sókn Bakers.
Baker hefur tilkynnt að hann
muni leggja til að START-viðræð-
urnar um fækkun Iangdrægra kjarn-
orkuvopna hefjist á ný. Samkvæmt
Daily Telegraph mun Baker leggja
til að hafist verði handa í lokjúní.
Sjá  „lliiclaiiskiliii  ber  geim-
varnir . . . á bls. 22
Ríkiseinokun mótmælt
Reuter
Reiðir Aþenubúar mölbrjóta hér sjónvarpstæki við gríska fjölmiðla-
ráðuneytið til að mótmæla einokun ríkisins á sjónvarpi. Gríska ríkis-
sjónvarpið sendir út á þremur rásum, en einkasjónvarp er bannað í
landinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48