Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						,.2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAI 1989
Verkfallsréttur ríkisstarfsmanna:
Hefur veikt kjara-
stöðu þeirra til muna
- segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson
LAUN BSRB-fólks vóru 1% hærri en laun verkafólks og iðnaðar-
manna árið 1976, þegar ríkisstarfsmenn fengu verkfallsrétt. Árið
1988 vóru laun BSRB 5,4% lægri en þessara viðmiðunarstétta. Arið
1986, þegar BHMR fékk verkfallsrétt, vóru laun háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna 24,4% hærri en laun skrifstofufólks á almennum
vinnumarkaði en árið 1988 3,3% hærri. Á tveimur árum lækkaði
hlutur BHMR um 9,7 hundraðshluta. Þessi samanburður var settur
fram í þingræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar í gær.
Þorvaldur Garðar, sem einn þing-
manna greidd atkvæði gegn verk-
fallsrétti ríkisstarfsmanna á sínum
tíma, hélt því fram í umræðu um
verkfall og kjaramál háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna á Alþingi í
gær, að kjarastaða ríkisstarfs-
manna almennt hefði versnað, eftir
að þeir fengu verkfallsvopn í hend-
Engir fiind-
ir í kjara-
deiluBHMR
ENGIR fundir hafa verið í
kjaradeilu Bandalags há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna síðan upp úr viðræð-
um slitnaði hjá ríkissátta-
semjara á mánudaginn var
og engir fundir hafa verið
boðaðir. Aðildarfélög BHMR
hafa verið í verkfalli frá 6.
april eða í rúmar fimm vik-
ur. Upp úr viðræðum hefur
slitnað einu sinni áður og þá
liðu níu sólarhringar á milli
funda.
Kennarasamband íslands
fundaði í gær með Samninga-
nefnd ríkisins og var það fyrsti
fundur aðila í næstum tvær
vikur. Þar reifuðu þeir síðar-
nefndu nýjar hugmyndir að
kjarasamningi. Fundurinn stóð
í um tværklukkustundir. Full-
trúaráð KÍ hefur verið kallað
saman til fundar á þriðjudaginn
kemur til að ræða stöðu samn-
ingamála og er ekki gert ráð
fyrir öðrum fundi með Samn-
inganefnd ríkisins fyrren í kjöl-
far hans.
ur, í samanburði við viðmiðunar-
stéttir. Þingmaðurinn sagði að laun
BSRB hafi verið 89,7% af launum
skrifstofufólks á almennum vinnu-
markaði 1981 en 78,5% 1988. Hlut-
ur BSRB hafi versnað um 11,2
hundraðshluta á þessu tímabili.
Laun BHMR hafi verið 36,1% hærri
en þessara viðmiðunarstétta 1986
en 24,4% hærri 1988. Væri því um
11,7 hundraðshluta lækkun að
ræða.
Þorvaldur Garðar deildi hart á
fjármálaráðherra fyrir það, á hvern
veg hann hafi haldið á samninga-
málum gagnvart háskólamenntuð-
um ríkisstarfsmönnum. Ráðherra
hefði sýnt „hroka, yfirlæti og ó-
svífni". — „Þess vegna hefði nú átt
að vera til umræðu vantraust á fjár-
málaráðherrann og ríkisstjórnina í
heild," sagði þingmaðurinn.
Moigunblaðið/Sverrir
Fólksbifreið íReykjavíkurhöfh
Fólksbifreið fór í Reykjavíkurhöm við Ingólfsgarð um sjöleytið í
gærkveldi. Einn eldri maður var í bifreiðinni og tókst honum að
komast út úr bifreiðinni og á þurrt. Hann var fluttur á slysa-
deild. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar bar slysið að með
þeim hætti að maðurinn var að gangsctja bifreið sína eftir vinnu
og skipti engum togum að hún fór af stað og yfir lágan hafnar-
kantinn og í höfiiina. Bátur var fyrir neðan og sló kinnungur
hans framrúðuna inn. Maðurinn fór niður með bifreiðinni, en
komst út um hliðarrúðu og upp á yfirborðið. Fremur brösuglega
gekk að ná honum á land vegna þess að björgunarhringur var
ekki tiltækur. Myndin sýnir bifreiðina hífða upp úr höfninni.
Fundað með
flugmönnum
EKKI hafði miðað í samkomulags-
átt á fundi flugmanna með Flug-
leiðum í gærkveldi hjá rikissátta-
semjara um flug á hinum nýju
Boeing 737-400 flugvélum félags-
ins, þegar Morgunblaðið hafði
síðast fregnir af skömmu fyrir
miðnættið. Fundur hófst í gær-
morgun, en var frestað til kvölds
vegna fúndarhalda flugmanna.
Flugmenn hafa neitað að fljúga
hinni nýju vél fyrr en deilan er leyst.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða, sagði ekki útlit fyrir annað en
áætlun stæðist að minnsta kosti um
helgina, þrátt fyrir kyrrsetningu vél-
arinnar. Flogið yrði með farþega til
ákvörðunarstaða með öðrum flugvél-
um félagsins.
Smokie heldur
hér hljómleika
HIN þekkta hljómsveit Smokie
er væntanleg til íslands og mun
halda tvenna tónleika á Hótel
íslandi 9. og 10. júní nk.
Smokie kom til íslands á vegum
Listahátíðar fyrir tæpum 10 árum
og hélt tónleika í Laugardalshöll
fyrir fullu húsi.
Mörg lög hennar hafa notið mik-
illa vinsælda á íslandi.
Svíar vantrúaðir á formennsku íslendinga í EFTA:
Utanríkisráðherra krefur
sænsk stjórnvöld skýringa
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, hefur gert fyrir-
spurn um það til utanríkis- og
utanríkisviðskiptaráðherra Svía
hvort það sé rétt að sænska ríkis-
stjórnin sé vantrúuð á að Islend-
ingar hafi burði tíl að vera í for-
svari fyrir aðildarríki Fríverslun-
arbandalags Evrðpu, EFTA, en
íslendingar taka við forystuhlut-
verki innan bandalagsins 1. júlí
næstkomandi.  Háttsettur,  ónafii-
greindur embættismaður í sænska
utanríkisráðuneytinu sagði í við-
tali við fréttamann sænsku TT-
fréttastofunnar að ámóta fjar-
stæðukennt væri að íslendingar
gætu gegnt forystuhlutverki inn-
an EFTA og að borgin Malmö,
með um 250.000 íbúa, gæti sinnt
hagsmunum Svía gagnvart innri
markaði Evrópubandalagsins.
Það er ekki afstaða íslendinga til
EB sem veldur óróa innan sænsku
ríkisstjórnarinnar heldur snýst málið
um það hvort „litla ísland" hafi
tæknilega og efnahagslega burði til
að sinna hagsmunum EFTA-ríkjanna
gagnvart EB á viðunandi hátt, að
því er TT-fréttastofan hafði eftir
embættismanninum.
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sem væntanlegur er til
íslands í opinbera heimsókn næst-
komandi mánudag, hefur tilkynnt að
Ulf Dinkelspiel, aðalviðsemjandi Svía
Lögfræðileg álit um innflutning fóðurs:
Innflutningsleyfi firá RALA
þarf ekki samkvæmt lögum
Verkfallsverðir stöðva innflutning fóðurefha í Sundahöfn
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra lagði fram lögfræðileg
álit um framkvæmd innflutnings fóðurvara frá ríkislögmanni, yfirlög-
fræðingi ríkistollstjóra og tolladeild fjármálaráðuneytis á Alþingi í
gær. I álitsgerðunum er komizt að þeirri niðurstöðu að sú vinnuregla
tollstjóraembættisins að heimila ekki innflutning fóðurefna nema leyfi
frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins liggi fyrir, eigi sér ekki stoð í
lögum. Niðurstaða tolladeildar fjármálaráðuneytisins og lögfræðings
tollstjóra er að regluna berí að afnema. Félag íslenzkra náttúrufræð-
inga, sem er í verkfalli, hefur stöðvað allan innflutning fóðurvöru á
grundvelli þessarar reglu.
Umrædd vinnuregla var tekin upp
fyrir sex árum í kjölfar þess að flutt
hafði verið inn fóður, sem innihélt
óleyfíleg lyf og hormóna. Síðan hefur
RALA heimilað uppskipun hverrar
einstakrar^ fóðurvörusendingar sér-
staklega. í lögfræðilegu áliti tolla-
deildar fjármálaráðuneytisins segir
að í ljósi þess að vinnureglan eigi
sér ekki lagastoð, sé eðlilegast að
landbúnaðarráðuneytið, sem fari með
yfirstjórn fóðurvörueftirlitsins, grípi
inn í málið og lýsi því yfir að verk-
fyrirmæli ríkistollstjóra séu ekki í
samræmi við reglur. Ríkistollstjóri
muni þá tafarlaust breyta þeim. Fá-
ist landbúnaðarráðuneytið ekki til
þessa, eigi tollyfirvöld í samráði við
fjármálaráðuneytið að fella umrætt
skilyrði úr verkfyrirmælum sínum í
Ijósi hæpins lagagrundvallar og veru-
legrar hættu á að ríkið kunni að
baka sér bótaskyldu með reglunni.
Steingrímur Sigfússon, landbún-
aðarráðherra, sagðist ekki viss um
að það væri síns ráðuneytis að breyta
vinnureglum um innflutning. Það
væri tollstjóra og yfirboðara hans,
fjármálaráðherra og dómsmálaráð-
herra, að gera slíkt. Hann teldi hins
vegar að nauðsynlegt væri að laga-
ákvæði væru um rækilegt eftirlit
með fóðurinnflutningi. „Ég vil reyna
að leysa málið með samkomulagi,
og hef látið verkfallsmenn fylgjast
vel með gangi mála í dag. Menn
þyrftu einfaldlega að fallast á það,
að heimila þennan innflutning núna,
og skoða málin svo betur síðar,"
sagði Steingrímur.
Ráðherra sagði að fóðurframleið-
endur væru nú orðnir hráefnislausir,
þannig að framleiðsla hefði stöðvazt
og fóðurbirgðir í landinu væru á þrot-
um. „Ég get ekki kallað það neitt
annað en neyðarástand, sem er fram-
undan," sagði ráðherra.
Unnur Steingrímsdóttir, formaður
FÍN, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það væri ljóst að lög um
fóðureftirlit væru meingölluð, og það
hefði sýnt sig að strangra reglna
væri þörf. Aukinheldur væri hefð
fyrir því að breyta ekki vinnureglum
í verkfalli. Unnur sagði að sam-
kvæmt áliti sérfræðinga FÍN væri
enn ekki um neyðarástand i land-
búnaði að ræða, þótt í það stefndi.
Ef slíkt kæmi í ljós, yrði íhugað
gaumgæfilega að veita undanþágur
fyrir fóðurinnflutningi, en núna stæði
það ekki til.
í gær stöðvuðu'verkf allsverðir FÍN
flutning íblöndunarefna í fóður úr
tollvörugirðingu til fóðurblöndunar-
stöðvar EWOS í Sundahöfn. Héldu
verkfallsverðir sem Morgunblaðið
ræddi við á staðnum því fram, að
reynt hefði verið að fela fóðurvörurn-
ar á bílpalli innan um plastumbúðir.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri
EWOS, sagði að efnin, sem væru
ekki tilkynningaskyld til RALA,
hefðu verið leyst út úr tolli á eðlileg-
an hátt og öll skjöl verið afgreidd
af tollvörðum. Starfsmenn Eimskips
hefðu hlaðið bifreiðina, og sér væri
ekki kunnugt um að reynt hefði ver-
ið að fela eitt eða neitt.
Færeyskt leiguskip Sambandsins,
Sagaland, hefur legið í Sundahöfn
frá því á mánudagsmorgun með
1.500 tonna farm af sáðkorni. Verk-
fallsmenn vilja ekki leyfa losun skips-
ins án leyfa frá RALA og hafa vörð
á bryggjunni. Hver dagur, sem skip-
ið tefst kostar SÍS um 110.000 kr.
við EB, verði í föruneyti sínu. Óvenju-
legt þykir að Dinkelspiel, sem er eins
og fyrr segir aðalviðsemjandi Svía
við EB, fylgi forsætisráðherranum í
heimsókn sem telst liður í hefð-
bundnum samskiptum Norðurlanda-
þjóða. Það er þó talið vega þungt á
metunum að Dinkelspiel hefur fylgst
grannt með fiskveiðimálum.
„Allt sem viðkemur fiskveiðimál-
um snertir hagsmuni íslendinga,"
sagði talsmaður sænsku ríkisstjórn-
arinnar. „Hvorki hagsmunir né efna-
hagslegir burðir [íslendinga] benda
til þess að öðrum mikilvægum málum
í samstarfi Evrópuríkja verði fylgt
eftir, málum sem einkum og sér í
lagi snerta hagsmuni Svía, sem hlut-
lausrar þjóðar," sagði talsmaðurinn.
Jón Baldvin benti á í samtali við
Morgunblaðið að fréttin væri höfð
eftir háttsettum embættismönnum í
utanríkisráðuneytinu og í upplýs-
ingadeild sænska forsætisráðuneyt-
isins, sem væru að skýra frá við-
horfum eftir umræður í sænsku ríkis-
stjórninni. Með síðastgreindri tilvitn-
ún séu íslendingar sakaðir um van-
hæfi og ef þetta sé skoðun Svía,
hvers vegna hafi henni þá ekki verið
komið á framfæri innan ráðherra-
nefndar EFTA og í EFTA-ráðinu til
þess að koma í veg fyrir að það slys
henti að íslendingar tækju að sér
þetta forustuhlutverk. „Ég teldi hins
vegar skynsamlegt af sænskum
stjórnvöldum að bregðast nú skjótt
við og gera skriflega grein fyrir af-
stöðu sinni, helst áður en forsætis-
ráðherra Svía heiðrar þetta fátæka
og fákunnandi fólk með nærveru
sinni í fyrirhugaðri opinberri heim-
sókn," sagði Jón Baldvin.
í heimsókninni til íslands hyggst
Ingvar Carlsson bjóðast til þess, fyr-
ir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar,
að veita íslenskum stjórnvöldum að-
stoð við að ná samningum við Evr-
ópubandalagið um fiskveiðimál.
„Það krefst mikillar nærgætni og
samningalipurðar þegar erindið verð-
ur borið upp ef komast á hjá því að
móðga íslenska ráðamenn," sagði
starfsmaður í upplýsingadeild
sænska forsætisráðuneytisins við
TT-fréttastofuna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48