Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
wgnukibáAb
STOFNAÐ 1913
109.tbl.77.árg.
FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kröfiim andófsmanna vex ásmegin í Kína:
Mílljón manns á götum
Peking krefst lýðræðis
Gorbatsjov hvetur fólk til að sýna þolinmæði og rasa ekki um ráð fram
Peking. Reuter. Daily Telegraph.
MILLJÓNIR manna í 20 af 27 héruðum Kina tóku í gær undir kröfur
stúdenta um tafarlausar lýðræðisumbætur og afsögn æðstu ráða-
manna, þ.á m. Deng Ziaopings, valdamesta manns landsins. Um hann
var sagt á kröfuspjaldi „Það er kominn tími til að þú hittir Marx", og
á öðru stóð „Kínverska þjóðin hefur risið upp". Lögreglumenn sjást
varla á götum Peking og miðborgin er i reynd í höndum andófs-
manna. Fréttastofan Nýjn Kína segir að þrýstingur aukist stöðugt á
æðstu ráðamenn um að ræða við stúdenta. Enn sem komið er bendir
ekkert til að gripið verði til valdbeitingar og stúdentar segja að stjórti-
endur setuliðs f nánd við Peking hafi heitið þvf að beita sér ekki gegn
andófsmönnum. Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hrósaði i gær stúdent-
um fyrir vinarþel i garð Sovétríkjanna en gaf jamframt óbeint í skyn
að þeir yrðu að gæta þess að stilla kröfum sínum í hóf.
Hundruð þúsunda
mótmælenda á Torgi hins
himneska friðar í Peking.
Verkamenn hafa nú
sameinast stúdentum er
krefjást lýðræðisumbóta
í landinu og funda með
leiðtogum landsins. Talið
er að valdaskeið Deng
Xiaopings, sem verið
hcfur helsti valdamaður
landsins í áratug, sé nú
senn á enda.
Atvinnulíf lá að mestu niðri í höf-
uðborginni Peking þar sem saman-
lagt milljón manns var á götum úti
í gær. 3.000 stúdentar eru enn í
hungurverkfalli á Torgi hins himn-
eska friðar. Þeir segjast ekki munu
gefast upp fyrr en samþykktur verði
viðræðufundur stúdenta og æðstu
valdamanna um lýðræðiskröfurnar
og honum sjónvarpað um allt landið.
Sumir stúdentanna hafa fastað í
nokkra daga og nokkrir hafa jafnvel
ekki drukkið vatn í sólarhring. Lækn-
ar sáust stúmra grátandi yfir þeim
en einn þeirra sagði þó fréttamönn-
um að stúdentarnir væru ekki í
lífshættu.
Um er að ræða alvarlegustu mót-
mæli frá því að kommúnistar tóku
völdin í Kína fyrir 40 árum en að-
gerðirnar 5 Peking einkennast samt
af fögnuði og bjartsýni. Foreldrar
taka börn sín með á torgið og lög-
reglumenn reyna ekki lengur að
dreifa fjöldanum. Fólk af öllum stétt-
um tekur undir kröfur stúdentanna
um lýðræðisumbætur og upprætingu
Noriega
hvikarekki
Washington, París. Reuter.
Stjórnarerindrekar frá Róm-
önsku-Ameríku sðgðust i gær ætla
að beíta sér fyrir þvi að Manuel
Noríega, æðsti valdamaður Pan-
ama, yrði harðlega fordæmdur á
skyndifundi Samtaka Ameríku-
ríkja (OAS), sem hó&t í Washing-
ton f gær. Noríega hafuaði i gær-
kvðldi kröfuni Bandarikjamanna
um að hann segði af sér.
Juiio Londono, utanríkisráðherra
Kólumbíu, sagði að fulltrúum Ekvad-
or, Perú, Costa Rica og Jamaíka
hefði verið falið að leggja drög að
yfirlýsingu ríkja Rómönsku-Ameríku
áður en fundurinn hófst. „Þetta verð-
ur harðorð fordæming á stjórninni í
Panama og Noriega einræðisherra,"
sagði Londono.
Noriega, sem enga yfirlýsingu
hefur gefið frá sér sfðan í kosninga-
baráttunni, rauf þögnina í gær og
lýsti því yfir að hann myndi ekki
verða við kröfum Bandaríkjamanna
um að hann segði af sér. „Við getum
ekki fallist á kröfu heimsvalda-
sinnanna, sem fara þess á leit við
Panamamenn að þeir geri uppreisn
rétt eins og þeir væru þrælar," sagði
Noriega í viðtali, sem sjónvarpað var
í Frakklandi.
spillingar af ýmsu tagi. I því sam-
bandi er einkum sagt að ráðamenn
hygli eigin börnum og ættingjum og
aki um í glæsibifreiðum á meðan
alþýða manna lepji dauðann úr skel
í 30% verðbólgu. Á kröfuspjaldi, sem
borið var af starfsmönnum á skrif-
stofum borgaryfirvalda í Peking,
stóð: „Niður með skrifkeraveldið!"
Gorbatsjov Sovétleiðtogi var vænt-
anlegur til Shanghai í gærkvöldi en
þar voru einnig fjölmennar mót-
mælaaðgerðir. Opinberri heimsókn
hans lýkur í dag, fimmtudag, en hún
hefur að verulegu leyti fallið í skugg-
ann af mótmælunum. í ræðu sem
hann hélt í gær lagði hann til að
allt herlið yrði dregið frá sameigin-
legum landamærum ríkjanna. Sov-
éska sjónvarpið hefur sýnt myndir
frá heimsókn leiðtogans en engar af
andófsmönnunum og ekkert minnst
á ókyrrðina í Kína.
Gorbatsjov forðaðist að nefna
beinlínis mótmælaaðgerðirnar í Kína
en sagðist skilja vel óskir margra
Sovétmanna sem vildu sjá áþreifan-
legan árangur af umbótastefnunni,
perestrojku. „Við reynum eins og
okkur framast er unnt að hraða
umbótum í stjórnkerfi og í málefnum
almennings. En við við verðum að
horfast í augu við þá staðreynd að
þjóðfélagsbreytingar, rétt eins og
þróun í náttúrunni, taka sinn tíma."
Sjá ennfremur frétt á
bls. 22: „Þögn Dengs ..."
Reuter
Eþíópía:
Stjórnarhermenn í Erítreu
styðja uppreisnarmennina
Khartoum, Nairobi. Reuter. Daily Telegraph.
ERÍTRESKIR aðskilnaðarsinnar
sögðu í gær að sljórnarhermenn
í héraðinu Eritreu, í norðurhluta
Reuter
Alþjóðafiiadurá Norðurheimskautinu
Leiðangursmenn frá sjö ríkjum; Bretlandi, Bandaríkjunum,
Kanada, Ástralíu, Vestur-Þýskalandi, Sovétríkjunum og Japan,
breiða út fána landa sinna 14. maí siðastliðinn á Norðurheimskaut-
inu. Ferðin hófst um 1.000 km frá pólnum, á Ellesmere-eyju i
norðurhluta Kanada, og tók 56 daga. Leiðangurssrjóri var Bret-
inn Robert Swan sem gekk á Suðurheimskautið 1986.
Eþíópfu, hefðu stutt uppreisnar-
tilraunina á þriðjudag. Þeir
hefðu óskað eftir vopnahléi og
friðarviðræðum við skæruliða
aðskilnaðarsinna í héraðinu. Að
sögn srjórnarerindreka i ná-
grannarikinu Súdan virðist
Asmara, höfuðborg Erítreu, vera
algjörlega á valdi stuðnings-
manna uppreisnarmannanna.
Varnarmálaráðherra Eþíópíu féll
fyrir uppreisnarmönnum á þriðju-
dag og erlendir stjórnarerindrekar
í höfuðborginni Addis Ababa
heyrðu aftur skothríð um hádegis-
bilið í gær.
Talsmenn Þjóðfrelsisfyíkingar
Eritreu, EPFL, í Súdan sögðu að
hermenn, sem styddu uppreisnar-
mennina, hefðu náð útvarpsstöðinni
í Asmara á sitt vald stuttu eftir að
Mengistu Haile Mariam, forseti
Eþíópíu, fór í heimsókn til Austur-
Þýskalands á þriðjudag. Uppreisn-
armönnum hefði hins vegar ekki
tekist að ná undirtökunum í Addis
Ababa. Talsmenn EPFL höfðu eftir
útvarpinu í Asmara að allar sveitir
stjórnarhersins í Eritreu, samtals
um 150.000 manns, hefðu stutt
uppreisnartilraunina. Þeir sögðu að
leiðtogar uppreisnarmanna hefðu
hvatt til þess að samið yrði þegar
í stað um vopnahlé í stríðinu milli
stjórnarhersins og sveita aðskilnað-
arsinna í Erítreu og Tigray-héraði,
mynduð yrði bráðabirgðastjórn og
komið á lýðræði í landinu.
Mengistu Eþíópíuforseti kom í
gær til Addis Ababa frá Austur-
Þýskalandi, þar sem hann var í
opinberri heimsókn- er varð styttri
en vænst hafði verið.
Bandaríkja-
dalur styrkist
London. Reuter.
GENGI dollarans styrktist enn f
gær og hehir ekki verið hærra f
hálft þriðja ár. Stafaði það meðal
annars af því, að f mars var við-
skiptahallinn f Bandarfkjunum
verulega minni en búist hafði ver-
ið við.
Viðskiptahallinn í mars var 8,86
milljarðar dollara en var 9,82 millj-
arðar í febrúar. Er viðskiptabatinn
miklu meiri en hagfræðingar áttu
von á. Fréttirnar urðu til, að dollara-
gengið hækkaði enn og fengust í gær
fyrir hann 1,98 vestur-þýsk mörk.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52