56 SIÐUR B 0rip»MW>il> STOFNAÐ 1913 113.tbl.77.arg. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Spenna í samskiptum Breta og Sovétmanna: Hyggjast vísa 170 Bretum úr landi Moskvu, London. Reuter. GENNADÍJ Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, skýrði frá því í gær að stg'órnvöld eystra hefðu afráðið að skylda bresku ríkisstjóriiina tilað kalla heim 170 breska ríkisborgara sem starfa í Sovétríkjunum. Á sunnudag fengu 11 Bretar í Moskvu, þrír fréttamenn og átta sendiráðsstarfsmenn, tveggja vikna frest til að koma sér úr landi og sagði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í gær að þessi ákvörðun sýndi að breytingar þær sem átt hefðu sér stað í Sovétríkjunum væru ekki jafn djúpstæðar og margir teldu ástæðu til að ætla. Gerasímov sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu í gær að þess yrði krafíst að breskir ríkisborgarar í Sovétrikjunum yrðu kallaðir heim þannig að þar ríkti jöfnuður með ríkjunum að þessu leyti. A sunnudag ákváðu stjómvöld í Sovétríkjunum að vísa 11 Bretum úr landi fyrir njósnir. Sama dag var skýrt frá því að stjórnvöld í Bret- landi hefðu á föstudag vísað jafn- mörgum sovéskum sendiráðsstarfs- mönnum og blaðamönnum úr landi. Margaret Thatcher sagði í viðtali Gengi dollars hækkar enn Washington, Lundúnum. Reuter. Roman Popadiuk, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær að hækkun dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu væri áhyggjuemi. I gær fengust tvö vestur-þýsk iuörk fyrir hvern doll- ar og hafði gengi hans ekki verið hærra í 29 mánuði. Popadiuk sagði að bandarísk stjórnvöld myndu beita sér enn frek- ar fyrir því að samkomulagi sjö helstu iðnríkja heims um samræm- ingu í gjaldeyrismálum yrði fylgt eftir í kjölfar hækkunarinnar. Um miðjan dag í gær fengust 2,0110 vestur-þýsk mörk fyrir hvern dollar í Lundúnum og 142,50 japönsk jen. í byrjun þessa árs kostaði dollar- inn hins vegar 1,7 mörk og 123 jen. Hjá Seðlabanka íslands var gengi dollars í gær skráð 56,67 krónur en var 55,87 kr. á föstudag. við breska útvarpið BBC í gær að ákvörðun Sovétstjórnarinnar hefði valdið sér vonbrigðum. „Hún sýnir að ef til vill hafa ekki átt sér stað jafnróttækar breytingar í Sovétríkj- unum og margir hafa látið í veðri vaka." Sir Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði að koma þyrfti í veg fyrir umsvif sovésku leyniþjónustunriar í Bretlandi sem hann kvað hafa farið vaxandi. Gennadíj Gerasímov sagði í Moskvu í gær að bresk stjórnvöld hefðu ekki lagt fram nein gögn máli sínu til stuðnings og kvaðst telja að brottvís- un Sovétmannanna kæmi til með að skaða samskipti ríkjanna. Sjá einnig „Sovétmenn reknir frá Bretlandi... á bls. 23. Reuter Kínverskir námsmenn bera málverk af Li Peng forsætisráðherra Kína í einkennisbúningi þýskra nas ista um götur Peking á sunnudag. Kínverskir hermenn í viðbragðsstöðu í úthverfiim Peking: Harðvítug valdabarátta innan flokksforystunnar Peking. Reuter, The Ðaily Telegraph. ^tf FULLVIST er talið að mótmæli kínverskra háskólanema og stuðn- ingsmanna þeirra hafí hleypt af stað harðvítugri valdabaráttu inn- an kínverska kommúnistaflokks- ins. Orðrómur var á kreiki um helgina þess efiiis að harðlínu- menn innan flokksforystunnar, þeir Deng Xiaoping, hinn eiginlegi leiðtogi flokksins, og Li Peng for- sætisráðherra hefðu verið ofur- liðni bornir og hraktir frá völdum en í gær benti fátt tíl þess að frétt- ir þessar ættu við rök að styðjast. Erlendir fréttaritarar í Peking segja að háskólanemar og stuðn- ingsmenn þeirra liafi í raun tekið völdin í miðborginni. í gærkvöldi að íslenskum tfma kom til átaka í einu úthverfa Peking-borgar og særðist fjöldi námsmanna er her- menn börðu á þeim með kylfum, beltum og múrsteinum. Tugþúsundir manna héldu til á Torgi hins himneska friðar í gær en þar hafa námsmenn haldið uppi and- ófi undanfarna tíu daga til að leggja áherslu á kröfur sínar um aukið lýð- ræði og frelsi í landinu. Þrátt fyrir hótanir yfirvalda hefur hernum ekki verið beitt gegn mótmælendum á Torgi hins himneska friðar en hins vegar létu hermenn til skarar skríða Skammdræg kjarnavopn í Evrópu: Kohl ítrekar afstöðu ríkisstjómar sinnar Bonn. Reuter. t* RÍKISSTJÓRN Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, telur að í málamiðlunartillögu Bandarikjamanna í deilu rikjanna um endurnýjun skammdrægra kjarnavopna í Vestur-Evrópu felist ekki nægileg trygg- ing fyrir því að hafhar verði viðræður um fækkun þess háttar vopna i álfunni. Heimildarmenn innan vestur-þýsku rfkisstjórnarinnar sögðu í gær að Kohl kanslari hefði enn á ný hvatt til slfkra viðræðna í bréfí er hann sendi George Bush Bandaríkjaforseta. Vestur-þýska ríkisstjórnin ræddi tillögu Bandaríkjamanna á fundi á sunnudag og sögðu vestur-þýskir embættismenn þá að unnt yrði að ná sáttum á grundvelli hennar. I til- lögunni er gert ráð fyrir því að ákvörðun um uppsetningu nýrra skammdrægra kjarnorkueldflauga í stað þeirra sem fyrir eru í Vestur- Þýskalandi verði frestað fram til árs- ins 1992. í stað þessa vilja Banda- ríkjamenn að Vestur-Þjóðverjar falli frá þeirri kröfu sinni að hafnar verði sem fyrst viðræður við Sovétmenn um fækkun þess háttar vopna. í tillögunni segir einnig að árang- ur í Vínarviðræðum austurs og vest- urs um samdrátt í hinum hefðbundna herafla í Evrópu sé skilyrði fyrir því að unnt verði að ræða frekari fækk- un kjarnorkuvopna í álfunni. Heim- ildarmenn Æeuter-fréttastofunnar sögðu að Vestur-Þjóðverjar gætu ekki sætt sig við að viðræðum um fækkun skammdrægra kjarnorku- vopna yrði slegið á frest með þessum hætti. Kohl kanslari sagði í gær að áfram yrði leitað sátta í deilu þess- Reuter George Bush átti um helgina viðræður við Francois Mitterrand Frakklandsforseta í Washington. Mitterrand hefiir lýst yfir stuðningi við sjónarmið Bandaríkjamanna í deilu þeirra og Vestur-Þjóðverja um endurnýjun skammdrægra kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu. Á myndinni heilsar Frakklandsforseti Michael Dukakis sem beið lægri hlut fyrir Bush í forsetakosningunum í Bandarikjunum á síðasta ári. ari fyrir fund leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í Brussel í Belgíu síðar i þessum mánuði. í úthverfi borgarinnar í gærkvöldi. Herinn hefur verið í viðbragðsstöðu í úthverfum Peking-borgar frá því á laugardag og hafa háskólanemar og stuðningsmenn þeirra komið í veg fyrir hverja tilraun hermanna til að færasig nær miðborginni. Á laugar- dag og sunnudag komu umbóta- sinnar upp götuvígjum í nágrenni Torgs hins himneska friðar þegar þær fréttir bárust að Li Peng forsæt- isráðherra hefði fyriskipað hernum að dreifa mannfjöldanum. Götuvígin voru mörg hver fjarlægð í gær og sögðu erlendir fréttaritarar að um- bótasinnar hefðu miðborg Peking í raun á valdi sínu en að spenna færi engu að síður minnkandi í borginni. Erlendir sendimenn í Kína' sögðu að harðvítug valdabarátta færi nú fram á bak við tjöldin. Einn þeirra kvaðst hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Zhao Ziyang flokksleið- togi hefði mætt aftur til starfa í höfuðstöðvum flokksins í gær. Ekk- ert hafði til hans spurst frá því á laugardag og voru námsmenn, sem telja hann til umbótasinna, teknir að krefjast þess að hann yrði hafinn til valda á ný. Þykir líklegt að Zhao og Li Peng forsætisráðherra sem talinn er til harðlínumanna berjist nú um völdin. Um helgina var orðrómur á kreiki um að Zhao hefði þegar borið sigur úr býtum og að Li Peng og Deng Xiaoping, sem fram til þessa hefur verið talinn valdamesti maður landsins, hefðu hrökklast frá en fréttir frá Peking í gær þóttu ekki benda til þess að innbyrðis baráttu valdamanna væri lokið. Sjá nánar um upplausnar- ástandið f Kína á bls. 21.