Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
tvgmililafrife
STOFNAÐ 1913
116.tbl.77.árg.
FOSTUDAGUR 26. MAI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Heimildir erlendra sendimanna í Kína:
Stjórnmálaráðið
snýst gegn Zhao
Peking. Reuter.
VESTRÆNIR stjórnarerindrekar sögðust í gærkvöldi hafa heimildir
fyrir því að stjórnmálaráð Kína hefði komið saman og sakað Zhao
Ziyang, formann kommúnistaflokks Kína, og þijá aðra umbótasinn-
aða ráðamenn um að mynda valdaklíku í andstöðu við flokkinn.
Þessar fregnir virðast staðfesta að harðlínumenn í kommúnista-
flokknum hafi nú undirtökin. Li Peng, forsætisráðherra Kína, birtist
brosandi í sjónvarpi í gær og sagði kínversku stjórnina „stöðuga".
Þetta var í fyrsta skipti sem háttsettur kínverskur leiðtogi kemur
fram frá því herlög voru sett á laugardag.
Um það bil 100.000 manns voru
samankomnir á Torgi hins him-
neska friðar í Peking í gær og
kröfðust afsagnar Li Pengs. Voru
margir æfir vegna fréttar sem lesin
var í kínverska útvarpinu í fyrra-
dag. Þar sagði að námsmenn væru
gagnbyltingarsinnar. Um það bil
300 fulltrúar námsmanna sem verið
hafa í fararbroddi undanfarnar
fimm vikur ræddu hvert framhald
Páfí messar í
Þrándheimi:
7 biskupar
sitja heima
Ósló. Reuter.
SJÖ af ellefu lúterskum biskup-
um í Noregi hafa hafnað því að
vera viðstaddir guðsþjónustu Jó-
hannesar Páls páfa í næstu viku.
Páfi kemur til Noregs 1. júní þar
sem heimsókn hans til Norður-
landa hefst. Frá Noregi heldur
páfi til íslands.
Að sögn starfsmanna lútersku
kirkjunnar í Noregi hafa sex bisk-
upanna sagst vera uppteknir 2. júní
þegar páfi messar í Þrándheimi.
Sá sjöundi, Per Lönning, sakar páfa
um að hafa torveldað sameiningar-
viðleitni kristinna manna og mætir
ekki af þeim sökum. Fjórir norskir
biskupar hafa þekkst boðið um að
vera viðstaddir messu páfa. Einn
þeirra, Kristen Kyrre Krenjer, sagð-
ist í gær vera þeirrar skoðunar að
starfsbræður sínir ættu að koma
til messunnar.
skyldi vera á aðgerðum en þegar
síðast fréttist höfðú þeir ekki kom-
ist að niðurstöðu.
í gær skipuðu stjórnvöld lögreglu
og embættismönnum utan höfuð-
borgarinnar að koma í veg fyrir að
fleiri námsmenn kæmu til höfuð-
borgarinnar. Flestum ber saman
um að harðlínumenn hafi nú tögl
og hagldir innan kommúnista-
flokksins en ekki eru nema nokkrir
dagar síðan umbótasinnum var spáð
sigri í valdabaráttunni. Þess varð
vart í gær að embættismenn, sem
undanfarið hafa talað frjálslega um
atburðina i Kína við fréttamenn,
voru þöglir. Óstaðfestar fregnir
segja að Deng Xiaoping og Li Peng
hafi sett saman lista með 100 nöfn-
um manná sem til standi að fang-
elsa. Umbótasinnar binda þó vonir
við að hin öfluga lýðræðishreyfing
verndi þá gegn slíkum hreinsunum.
Aðrir spáðu því í gær að Deng
myndi aflétta herlögum til að koma
í veg fyrir að hersveitir hliðhollar
Zhao Ziyang réðust inn í Peking.
Færeyjar:
Reuter
Mótmæli pólskra stúdenta
Stúdentar í Háskólanum í Varsjá, þar sem þessi mynd var tek-
in, og víðar í Póllandi hafa efnt til setuverkfalls vegna þess að
dómstóll í landinu hafnaði lögleiðingu námsmannasamtakanna
NZS. Það var hluti af samkomulagi verkalýðsfélagsins Samstöðu
við stjórnvöld, sem gert var fyrir skemmstu, að NZS yrði lög-
leitt en yfirvöld bera því við að námsmennirnir haldi í þann
rétt að mega efna til verkfalla og því sé ekki hægt að lögleiða
samtök þeirra.
Stjórnin
völt í sessi
Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
SEINT á miðvikudagskvöld voru
færeyskir þingmenn sendir heim
af aukafundi Lögþingsins er í Ijós
kom að stjórnarflokkarnir fjórir
gátu ekki komið sér saman um
umfangsmiklar aðgerðir í skatta-
og tollamálum. Stjórn Jogvans
Sundsteins úr Fólkafiokknum
hugðist leggja fram tillögur sínar
í Lögþinginu en Sjálfstýriflokk-
urínn og Krístilegi þjóðarflokk-
urínn neituðu að samþykkja nýj-
ar álögur á skattgreiðendur; sá
fyrrnefndi vill skera niður opin-
ber útgjöld.
Fjórði stjórnarflokkurinn, Þjóð-
veldisflokkurinn, sem ræður emb-
ætti fjármálaráðherra, tekur ekki
lengur þátt í viðræðum stjórnar-
flokkanna. Ætlun stjórnvalda er að
afla 150-200 milljóna d.kr. (1.100-
1.500 milljóna ísl.kr.) í ríkissjóð og
skal verja fénu til að styrkja hráefn-
issjóð sjávarútvegsins sem sagður
er í miklum kröggum. Hækkun
tekjuskatts er ein af tekjuöflynar-
leiðum stjórnarinnar.
Stjórnin er nú að vinna að tillög-
um um róttækar breytingar á skipu-
lagi atvinnugreinarinnar, m.a. verði
fiskverð látið fylgja breytingum á
markaðsverði í meiri mæli en áður.
Jafnframt ákveði stjórnvöld verð-
bætur sem hráefnissjóðurinn hefur
greitt til að tryggja sjómönnum og
útgerðarmönnum lágmarksverð á
ýmsum fisktegundum.
Fulltrúaþing Sovétríkjanna kýs Gorbatsjov í embætti forseta:
Flokkshollurmeirihluti
leyfir ekki mótframboð
Sovétleiðtoginn verst fímlega harðri gagnrýni
Moskvu. Reuter og Daily Telegraph.
Fulltrúaþing Sovétríkjanna
valdi Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðal-
ritara sovéska kommúnistaflokks-
ins, í nýtt embætti forseta í gær
eins og búist hafði verið við. Hinni
nýju vegsemd fylgja mun meiri  I
Sprengingin í orrustuskipinu Iowa:
Athygli beinist að ástar-
sambandi tveggja sjóliða
Washington. Reuter.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
NBC heldur því fram að opinber
rannsóknarnemd teh'i mögulegt
að ástarsamband tveggja sjóliða
hafi átt þátt í sprengingunni í
orrustuskipinu Iowa í síðasta
mánuði. 47 manns létu lífið er
fallbyssuturn sprakk í loft upp.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið hefur hvorki viljað neita né
játa fréttinni en segir ljóst að glæp-
samlegt athæfi komi þarna við
sögu og sprengingin sé ekki af
völdum gallaðs púðurs eins og talið
var.
NBC segir að hugsanlegt sé tal-
ið að Clayton Hartwig, 24 ára gam-
all fallbyssuliði er var eitt fórnar-
lambanna, hafi framið sjálfsvíg eða
verið myrtur. Hann er sagður hafa
átt í ástarsambandi við mann úr
áhöfninni en snurða hafi hlaupið á
þráðinn fyrir hálfu ári þegar elsk-
huginn kvæntist. Ættingjar Hart-
wigs segja hann hafa tekið það
mjög nærri sér. Elskhuginn var
eini erfingi 100 þúsund Banda-
ríkjadala (5,7 milljóna ísl.kr.)
líftryggingar Hartwigs en neitar
öllum sakargiftum.
völd en forseti Sovétrikjanna hef-
ur haft hingað til en því embætti
hefur Gorbatsjov einmitt gegnt.
Gorbatsjov hlaut stuðning 2.123
þingmanna í leynilegri kosningu
en 87 voru á móti. Komið höfðu
fram tillögur um tvo aðra fram-
bjóðendur. Margir stungu upp á
Borís Jeltsín, fyrrverandi flokks-
formanni í Moskvu og áköfum
umbótasinna, en hann gaf ekki
kost á sér. Það gerði Alexander
Obelenskíj, 46 ára gamall verk-
fræðingur frá Múrmansk, hins
vegar en þingið hafnaði framboði
hans í atkvæðagreiðslu með 1.415
atkvæðum gegn 689. Þykir sú nið-
urstaða gefa nokkra hugmynd um
styrkleikahlutföll róttækra um-
bótasinna og flokkshollra þing-
manna.
Andrei Sakharov, eðlisfræðingur
og einn kunnasti andófsmaður í Sov-
étríkjunum, hélt fyrstu þingræðuna
eftir að formlegri setningu var lokið
og krafðist þess að fulltrúaþingið
fengi aukin völd. Hugmynd stjórn-
valda er sú að þingið kjósi 500 manna
Æðsta ráð úr sínum hópi til að ann-
ast löggjöf.
Þinghaldið einkenndist af opin-
skárri umræðu áður en gengið var
til kosninga um nýjan forseta og
mátti Gorbatsjov sitja undir þungu
ámæli. „Getur það talist rétt að beita
hernum til að refsa eigin þjóð?"
spurði þingkona frá Eistlandi. „Er
það rétt að þér hafi verið reist sveita-
setur á Krímskaga?" spurði annar
þingmaður frá Leníngrad og sá þriðji
líkti leiðtoganum við Napóleon „sem
tók of mikið mark á viðhlæjendum
og eiginkonu sinni". Margir við-
staddra tóku andköf þegar slíkar og
þvílíkar athugsemdir komu fram sem
kostað hefðu menn fangabúðavist
fyrir nokkrum árum. Eftir tveggja
stunda heitar umræður þar sem
margir höfðu snúist Gorbatsjov til
varnar tók hann sjálfur til máls og
viðurkenndi að við framkvæmd um-
bótastefnunnar hefðu mörg mistök
verið gerð sem koma hefði mátt í
veg fyrir. Síðan bætti hann því við
að það sem væri að gerast í þingsaln-
um sýndi að perestrojka sækti í sig
veðrið og hlaut drynjandi lófatak að
launum.
Sjá „Róttækir . . " á bls. 20,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44