Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4=
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAl 1989
23
^J
Reuter
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ræðir við Mauno Koivisto, forseta Finnlands, í gær.
Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Finnlands:
Fríverslun og námsmöguleikar í
Evrópu helstu mál íslendinga
—sagði Jón Baldvin Hannibalsson
um samningaviðræður EFTA og EB
Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞRIGGJA daga opinberri heim-
sókn utanríkisráðherra, Jóns
Baldvins Hannibalssonar, til
Finnlands lauk í gær. Jón Bald-
vin sagði á blaðamannafundi
að mikilvægustu mál Islendinga
í viðræðum Fríverslunarsam-
taka Evrópu (EFTA) og Evr-
ópubandálagsins (EB) yrðu
fríverslun með sjávarafurðir og
heimild handa íslenskum náms-
mönnum til að stunda nám í
öðrum Evrópulöndum. Ut-
anrikisráðherra hefur rætt við
Pertti Paasio, starfebróður sinn
í Finnlandi, og Pertti Salolain-
en, utanríkisviðskiptaráðherra;
í gær átti hann einnig fundi
með Mauno Koivisto, forseta
Finnlands, Kalevi Sorsa þing-
forseta, og Harri Holkeri for-
sætisráðherra.
Samkomulag varð um fríversl-
un með fisk í EFTA á ráðherra-
fundi samtakanna í Ósló fyrr á
árinu. Finnski sjávarútvegsráð-
herrann hefur gefíð í skyn að
hann muni gera sitt til að tefja
fyrir framkvæmd samkomulags-
ins og finnskir sjómenn hafa
gagnrýnt fríverslunina ákaft. Á
fréttamannafundinum sagði ut-
anríkisráðherra hins vegar að
stjórnir ríkjanna tveggja greindi
ekki á í þessum málum.
Aðspurður sagði utanríkisráð-
herra að ákveðið yrði á næsta ári
hvort hvalveiðar íslendinga í at-
vinnuskyni yrðu aftur hafnar en
þá lýkur visindaveiðunum. „Við
vísum á bug áróðri Grænfriðunga
sem halda því fram að að vísindaá-
ætlun okkar stangist á við al-
þjóðlegar samþykktir. Við munum
nota afrakstur vísindaveiðanna til
að að ákveða hvort hvalveiðar
verði hafnar á ný. Það er ekkert
sem gefur til kynna að veiðarnar
stefni stofnunum tveim, sem veitt
er úr, í hættu," sagði ráðherrann.
Á fundinum kom fram að ís-
lendingar hefðu að svo stöddu
ekki ráð á að opna sendiráð í Finn-
landi.
Kjötsala til Evrópubandalagsins:
Getum lært af þessu
hvernig vernda á
eigin framleiðslu
- segir landbúnaðarráðherra
„ÞARNA er á ferðinni tæknileg viðskiptahindrun, og getum víð
íslendingar, og þá sérstaklega viðskiptaráðherra, lært af þessu
hvernig aðrar þjóðir vernda sína eigin framleiðslu og halda utan
um sinn heimamarkað," sagði Steingrimur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, þegar hann var inntur álits á þeirri ákvörðun
Evrópubandalagsins að taka ísland af lista yfir þau lönd sem
heimilt verður að flytja út kjöt tíl bandalagsins, vegna ófullnægj-
andi upplýsinga um eftirlit með því hvort kjötið innihéldi horm-
ónnalyf.
Steingrímur sagði að hann hefði
talið nauðsynlegt að nýta þá mögu-
leika, sem verið hafa á kjötsölu til
Evrópubandalagsins, að svo miklu
leyti sem þær væru íslendingum
hagstæðar, - og einnig með það í
huga að halda opnum möguleikum
á sölu í framtíðinni ef verð þróuð-
ust í hagstæðari átt en verið hefðu.
„ Við gefumst ekki upp við þessi
tíðindi, en okkar rök í þessu máli
eru annars vegar að augljóst mál
er að við erum öruggir varðandi
þessa hormóna og hvað önnur
aukaefni snertir, þar sem þau eru
bönnuð hér á landi og alls ekki
notuð í íslenskum landbúnaði, og
hins vegar að það magn sem um
er að ræða .er það lítið að það
ætti frekar að flokkast undir und-
anþágu en almenn útflutnings-
leyfi," sagði Steingrímur.
Að sögn Jóhanns Steinssonar
hjá Búvörudeild Sambandsins hef-
ur ekkert kjöt verið flutt út til
Evrópubandalagsins frá áramótum
1987-88. Haustið 1987 hafí komið
hingað til lands eftirlitsmaður á
vegum  Evrópubandalagsins  og
gert athugasemdir varðandi að-
búnað í þeim þremur slátuf húsum,
sem höfðu sérstök leyfi til útflutn-
ingsins, og voru leyfin afnumin þar
til sérstakar úrbætur hefðu verið
gerðar. Á síðasta ári hefði verið
unnið að breytingum á sláturhús-
inu í Borgarnesi í þeim tilgangi
að uppfylla settar kröfur Evrópu-
bandalagsins, en þeim væri ekki
lokið. Hann segir það hafa verið
áfall þegar heimildin var tekin af
vegna ástands sláturhúsanna, og
hann líti á það sem alvarlegan hlut
ef búið sé að loka að fullu fyrir
útflutningtil Evrópubandalagsins.
Jóhann sagði að heimsmarkaðs-
verð á því kjötmagni, sem um
væri að ræða, væri um það bil 55
milljónir króna, en Búvörudeild
Sambandsins hefði lánast að fá
hærri verð í gegnum þau viðskipt-
asambönd sem náðst hefðu. Hann
sagði að á síðasta ári hefði tekist
að ná nýjum markaði í Finnlandrf*
en þangað voru send 400 tonn í
fyrra og 300 tonn hafa verið send
á þessu ári og meira er í undirbún-
ingi.
ekkjurnar
þarf að borga af þeim og til saman-
burðar hvað hjón þurfa að borga.
1. Eignir metnar á 6 milljónir.
Einstaklingur:     Hjón:
Eingarsk.: 42.000 Eignarsk.: 12.000
Þjóðarbókhl.sk.: Þjððarbókhl.sk.: 0
4.375
Samtals: 46.375    Samtals: 12.000
Eignir metnar á 8 milljónir:
Einstaklingur:     Hjón:
Eignarsk.: 81.000 Eignarsk.: 36.000
Þjóðarbókhl.sk.: 9.375Þj6ðarbókhl.sk.: 0
Samtals: 90.375    Samtals: 36.000
Eignir metnar á 12 milljónir:
Einstaklingur:     Hjón:
Eignarsk.: 189.000  Eignarsk.: 84.000
Þj6ðarbókhl.sk.:    Þjóðarbókhl.sk.: 8.750
19.375     i
Samtals: 208.375   Samtals: 92.750
í engu dæmanna ná hjón því að
borga helming á við einstaklinginn.
Það liggur við að manni þyki fynd-
ið að aðeins útvöldum er gert að
borga Þjóðarbókhlöðuna. Er hægt
að spyrja hvort „borgunarfólk" fái
einhver sérkjör hjá stofnuninni?
Vissulega eru til fasteignir sem
metnar eru undir 4-5 milljónum
króna. Fasteignamat fer t.d. eftir
staðsetningu íbúða sem oftast var
algjörlega tilvijjunarkennd þegar
þær voru upphaflega keyptar og
svo eftir stærð þeirra og ásig-
komulagi. En mestar líkur eru á
því að hjón sem unnið hafa langan
og strangan vinnudag allt sitt líf
hafi komið sér upp 3-5 herbergja
íbúð. Sumir eiga meira að segja hús
að stærri íbúð eftir áratuga sambúð
og alls konar basl eins og gengur.
Já, dæmin eru mýmörg og gæti ég
sagt margvíslegar sögur af ekkjum
og þeirra högum. En langflestar
leggja þær áherslu á það að reyna
að búa á heimili sínu svo lengi sem
unnt er og víst er að þessi skattur
var örugglega ekki það sem þær
Þuríður Pálsdóttir
„Nei, við eldra fólk
þurfum að standa vörð
um mannréttindi okk-
ar. Tilhneiging þjóð-
félagsins til að gera
okkur að réttindalaus-
um minnihlutahóp er
alltaf fyrir hendi."
áttu von á í þeirri viðleitni sinni að
reyna að bjarga sér sjálfar og halda
reisn sinni.
Á vordögum lést frænka mín
háöldruð. Það mætti segja mér að
hún hefði álitið þá „vitfirrta" sem
allt í einu skipuðu henni að borga
um hundrað þúsund krónur fyrir
það að búa í því húsi sem hún átti
og vann fyrir sem einstæð móðir,
húsi sem hún hafði búið í og borg-
að fasteignagjöld af í 73 ár! Spurn-
ingin er hvort eignaupptaka af
þessu tagi sé ekki þjófnaður af
verstu tegund, sem sé „lögverndað-
ur þjófhaður". Eftir þennan vetur
er ég ekki hissa á því þótt metorða-
gjarnir tækifærissinnar þvingi fram
slík ólög. En út yfír tekur þegar
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, konan
sem hefur kennt sig við það að
vinna að hagsmunum kvenna skuli
hafa selt öryggi þeirra kynsystra
sinna sem misst hafa maka sína
eða eru einbúar til þess að halda
þingsæti sínu volgu. í viðtali sem
birtist í þekktu tímariti hér fyrir
skömmu, lýsti Aðalheiður því yfír,
að enginn gæti kúgað hana og að
hún tæki ákvarðanir samkvæmt
eigin sannfæringu. Þá vitum við
það. í sama viðtali upphefur hún
slagorðið sitt pólitíska að ekki megi
„níðast á einstaklingi" og féll það
nú fyrir lítið og mun hún þurfa að
fínna sér nýtt slagorð. Þá segir hún
einnig að þeir sem eigi stóreignir
séu borgunarmenn fyrir opinberum
gjöldum og þá eigi  að  „skatt-
leggja". Ég get frætt þessa „stjórn-
málakonu" um það að íbúðarhús-
næði sem fólk hefur búið í árum
saman er ekki „stóreignir". Það er
'afar langt frá því að þeir sem búa
einir eftir í húsnæði sínu, hvort sem
það eru konur eða karlar, séu borg-
unarmenn fyrir því sem dyntóttum
stjórnmálamönnum dettur í hug að
hrifsa af þeim í það og það skiptið.
Auk þess er viðhald eigna ásamt
fasteignagjöldum  ærín  greiðslu-
byrði fyrir langflesta. Það er sorg-
legt að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
skuli hafa átt stóra hlutdeild í því
„skítverki" að gera ekknaskattinn
að veruleika.
Því miður fór lítið fyrir stjórnar-
andstöðunni í þessu máli. Frá
Kvennalistakonum heyrðist fátt
fyrr en þremur dögum fyrir þing-
lausnir að grein birtist í DV eftir
Kristínu Halldófsdóttur.-Virðingarr
verð grein að mörgu leyti, en Ieið-
réttingin sem Kvennalistakonur
komu fram með, var út í hött. En
hún hljóðar svo: „Falli annað hjóna
frá greiðir eftirlifandi maki eignar-
skatt eftir sömu reglum og um hjón
væri að ræða „meðan hann situr
í óskiptu búi" (leturbreyting mín).
Með leyfí að spyrja, hvers í ósköp-
unum eiga þær ekkjur og þeir ekkl-
ar að gjalda sem hafa leyst þá þraut
að gera upp bú sitt? Halda Kvenna-
listakonur að það fólk eigi auðveld-
ara með að inna þessar greiðslur
af hendi? Ég hélt satt að segja að
konurnar sem sátu löngum stund-
um yfir kaffibollunum á Hótel Vík
hefðu notað tímann betur við að
brjóta til mergjar þjóðfélagslega
stöðu konunnar, einnig eftir að hún
er komin úr barneign.
Vonarglæta birtist í frétt í Morg-
unblaðinu þann 19. maí þar sem
þingmenn    Sjálfstæðisflokksins
komu með breytingartillögu sem
gerði ráð fyrir því að eftirlifandi
maki gæti fengið eignarskatt sinn
reiknáðan eins og hjá hjónum væri.
Á elleftu stundu gátu þeir troðið inn
tillögu sem felur í sér þá breytingu
að við álagningu eignarskatts skuli
skipta eignarskattstofni eftiriifandi
maka sem situr í óskiptu búi og
reikna eignarskatt hans eins og hjá
hjónum væri næstu fimm ár eftir
lát maka (leturbreytingar mínar).
Þar með voru þeir komnir með
hugmyndir  Kvennalistans  inn  í
myndina um óskipta búið og lengri
tíma en fimm ár fengu þeir ekki
samþykktan. Því ber að fagna að
einhverjir koma til með að njóta
góðs af þessu, og víst er betra en
ekkert að gefa  fólki  umþóttun-
artíma og frið meðan versta áfallið
eftir makamissi líður hjá. En þessi
breytingartillaga felur í sér ein-
dæma óréttlæti,  þar sem engin
ástæða er til að ætla að það fólk
sem lifað hefur makamissi lengur
en fimm ár og hefur skipt búi sé á
nokkurn hátt betur í stakk búið til
að greiða þessi gjöld. Þar að auki
stuðlar hún að fjárhagslegu ósjálf-
stæði eftirlifahdi 'maka serh ér
beinlínis hegnt fyrir það að reyna
að standa á eigin fótum sem er í
mörgum tilfellum forsenda sjálfs-
virðingar eldra fólks.
Meðan læknavísindin vinna stöð-
ugt að því að fleira fólk nái þeim
lífaldri sem skaparinn úthlutaði
okkur, og fólk er hvatt til að gæta
vel heilsu sinnar og viðhalda sem
best líkamskröftum sínum, vinmuj^
ríkið og samfélagið að því mark-
visst að svipta það almennum
mannréttindum. Eignir eru skatt-
lagðar á nýjan leik, sem þýðir í
raun að eldra fólk þarf að byrja
að borga fasteign sína aftur. Reglur
lífeyrissjóða kveða á um að fella
niður gjöld til eftirlifandi maka ef
hann hyggst hefja sambúð að nýju,
sem þýðir í raun að fólk er dæmti
til einveru, því að hver heilvita
maður veit að í nútímaþjóðfélagi
getur enginn fullorðinn þegn séð
fyrir öðrum. í sjónvarpi er sjaldnast
efni fyrir eldra fólk, sem er þó e.t.v.
fjölmennasti hópur áhorfenda. Úti-
loka á eldra fólk frá því að taka
húsnæðislán, sem áreiðanlega eng-
inn eldri þegn gerir nema brýna
nauðsyn beri til, og svo má lengi
teh'a. Nei, við eldra fólk þurfum að
standa vörð um mannréttindi okk-
ar. Tilhneiging þjóðfélagsins til að
gera okkur að réttindalausum
minnihlutahóp er alltaf fyrir hendi.
Við sem erum komin á efri ár erum
það vegna þess að við höfum dvalið
nokkrum árum lengur á jörðinni en
sumir aðrir og þar af leiðandi unn-
ið þeim mun meir að uppbyggingu
þjóðfélagsins. Hlédrægni og þögn
eldra fólks þarf að rjúfa, við þurfum
sjálf að standa á rétti okkar. Lág-
markskrafa hlýtur að vera að hafa
leyfi til að búa óáreitt á sínu eigin
heimili svo lengi sem fólk treystir
sér til. Það takmark hlýtur að vera
endanlega farsælast fyrir þjóðar-
búið og sjálfsögð mannréttindi eldra
fólks.
Höfundurersöngkonaogyfír-  '
kenaari við Söngskólann i
Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44