Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
120.tbl.77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kína;
Námsmenn blása
lífí í andspyrnuna
Pekinjf. Reuter.
ALLT AÐ 100.000 manns komu saman á Torgi hins himneska friðar
í gær einkum til að virða fyrir sér eftirlíkingu af Frelsisstyttunni
bandarísku. Námsmenn, sem enn hafast við á torginu, höfðu reist stytt-
una til að blása lífi í andófið gegn yfirvöldum. Mótmælin hafa verið
í rénun undanfarna daga eftir að ljóst virtist að harðlínumenn hefðu
yfirhöndina í fiokknum. Handtaka þriggja félaga í ólögleg^im verka-
lýðssamtökum stappaði stálinu í námsmenn og verkamenn í miðborg
Peking. Á miðnætti í Kína voru 20.000 manns eftir á torginu að sögn
iiewters-fréttastofunnar.
í gærmorgun spurðist út að félag-
ar í óháðu verkalýðsfélagi, sem ný-
verið var stofnað í Peking, hefðu
verið handteknir í skjóli nætur.
Skömmu síðar settust námsmenn og
verkamenn að í höfuðstöðvum Pek-
ing-lögreglunnar og færðu sig síðan
yfir í ráðuneyti öryggismáia og
krðfðust  fregna  af hinum  hand-
Míkhaíl Gorbatsjov:
Æðsta ráðið
fái vald til
breytinga á
á stjórnarferi
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovét-
leiðtogi, flutti í gær stefnu-
markandi ræðu á fulltrúaþingi
Sovétríkjanna þar sem hann
brast við gagnrýni sem fram
hefur komið og gerði nánari
grein fyrir framhaldi umbóta-
stefnunnar. Hann lagði til að
ný stjórnarskrá Sovétríkjanna
yrði samþykkt þar sem Æðsta
ráðinu, nýkjörnu löggjafar-
þingi landsins, yrði m.a. heim-
ilað að breyta stjórnkerfi
ríkisins. Gorbatsjóv upplýsti
einnig að á þessu ári rynnu
77,3 miUjarðar rúblna (7,224
billjónir ísl. króna) til hermála
í Sovétríkjunum eða um það
bil 15% af ríkisútgjöldum.
Gorbatsjov sagði að á næstu
tveimur árum yrðu útgjöld skor-
in niður um. samtals 14%. Af
opinberum tölum í Sovétríkjun-
um hefur mátt ráða undanfarin
ár að útgjöldin væru miklu lægri
en Gorbatsjov upplýsti nú eða
20 milljarðar rúblna á ári.
Miklar deilur spunnust á full-
trúaþinginu út af yfirlýsingu
Gorbatsjovs um að fresta yrði
kosningum tit þinga lýðveldanna
á meðan reglur um þær yrðu
endurskoðaðar. Gorbatsjov til-
kynnti að kosningarnar færu
fram að ári en ekki í haust eins
og til stóð. Hann lofaði í ræðu
sinni að endurskoða forréttindi
embættismanna og gaf til kynna
að ráðuneyti þau sem miðstýrt
hafa öllu athafnalífi yrðu fyrr
eða síðar óþörf.
Hörð átök voru á þinginu í
gær milli fyrrum flokksfor-
manns í Georgíu og yfirmanns
hersins í Tíflis um hvor bæri
ábyrgðina á því að beitt var eit-
urgasi gegn mótmælendum þar
í borg 9. apríl með þeim afleið-
ingum að 20 manns létust.
teknu. Síðar um daginn sagði opin-
bera fréttastofan Nýja Kína að 11
manns hefðu verið handteknir fyrir
að efna til óspekta á almannafæri
og væri mál þeirra í rannsókn.
Með því að reisa eftirlíkingu Frels-
isstyttunnar á Torgi hins himneska
friðar vildu námsmenn sýna að and-
ófi gegn stjórnvöldum væri síður en
svo lokið. Námsmenn sögðu tákn-
rænt að í Kína þyrfti gyðja lýðræðis-
ins að halda frelsiskyndlinum á loft
með báðum höndum. í kínverska
sjónvarpinu var aðgerð stúdenta for-
dæmd og gefið í skyn að styttan
yrði rifin niður. Einnig var vitnað í
bréf ónefnds embættismanns þar
sem sagði að námsmenn mættu ekki
gleyma því að þeir væru í Kína en
ekki í Bandaríkjunum.
Reuter
Kínverskir námsmenn ögruðu yfirvöldum i gær með því að reisa
eftirlíkingu af Frelsisstyttunni fyrir framan gríðarstóra mynd af Mao
Tse Tung á Torgi hins himneska friðar í Peking.
Vilja reka Ed-
ward Heath
London. Reuter.
ÝMSIR frammámenn í breska
Ihaldsflokknum kröfðust þess í
gær að Edward Heath, fyrrum
leiðtogi fiokksins og forsætisráð-
herra, yrði rekinn úr flokknum.
Heath hefur lengi gagnrýnt stefnu
Margaretar Thatcher, forsætis-
ráðherra, harkalega, einkum í
málefnum Evrópubandalagsins
(EB), en undanfarna daga hefur
keyrt um þverbak. Á blaðamanna-
fundi í Brussel á mánudag sakaði
hann Thatcher með óbeinum hætti
um „yfirlæti, sérdrægni og
hræsni" og sagði afstöðu hennar
gagnvart EB-samstarfinu. bæði
heimskulega og móðgandi.
Heath sagði í gær að sérstök deild
flokksvélar íhaldsmanna, er annaðist
óþverrabrögð, reyndi að bregða fæti
fytir sig með því að banna flokks-
deildum að bjóða sér að halda ræður
á fundum félaganna. Er formaður
flokksins, Peter Brook, vísaði þessu
á bug kallaði Heath hann lygara.
Loks má geta þess að Heath hefur
sakað Thatcher um að efna til deilna
við yfirstjórn EB til að beina athygl-
inni frá innanlandserfiðleikum
stjórnar sinnar. Er Thatcher var
spurð álits á ummælum Heaths sagði
hún: „Við vitum öll hvernig Ted er."
Kosningar til Evrópuþingsins fara
fram í júní og á íhaldsflokkurinn í
vök að verjast ef marka má skoðana-
kannanir.
Bandalagið hefur slegið
tvær flugur í einu höggi
- sagði George Bush Bandaríkjafor-
seti að loknum leiðtogafiindi NATO
Brussel og París. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti var að vonum kampakátur þegar
hann svaraði spurningum fréttamanna að loknum leiðtogafundi aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins á hádegi í gær. Tillögur stjórnar hans
í afvopnunarmálum höfðu verið samþykktar af öðrum aðildarríkjum
NATO og samkomulag náðst um framtíðarstefnu bandalagsins í varn-
ar- og afvopnunarmálum. „Við höfum slegið tvær fiugur í einu höggi,"
sagði forsetinn og lagði áherslu á að fundurinn væri ekki persónuleg-
ur sig^ir fyrir sig heldur fyrir bandalagið allt. Viðbrögð Sovétmanna
við niðurstöðu leiðtogafimdar NATO voru jákvæð. Edúard Shevardn-
adze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fagnaði tillögum Bush, sem
lagðar voru fram á leiðtogafundinum í Brussel, og sagði þær „yfirveg-
að skref í rétta átt". Hann sagði þó að erfitt gæti reynst að ná sam-
komulagi í Vínarviðræðunum um takmörkun hefðbundins herafia á
6-12 mánuðum eins og Bandaríkjamenn binda vonir við.
Leiðtogar NATO-ríkja voru án-
3ir með niðurstöðu fundarins,
sem stóð í tvo daga, ekki síst vegna
þess að á fundi utanríkisráðherra
bandalagsins, sem stóð langt fram
eftir aðfaranótt þriðjudags, fannst
málamiðlun í afstöðunni til end-
urnýjunar skammdrægra flauga í
Evrópu. Einnig var sameinast um
frumkvæði Bandaríkjastjórnar í tak-
mörkun hefðbundinna vopna og
ítrekað að stefna bandalagsins um
sveigjanleg viðbrögð á átakatímum
væri í fullu gildi og að um fyrirsjáan-
lega framtíð þyrfti bandalagið að
reiða sig á fælingarmátt bæði hefð-
bundinna vopna og kjarnorkuvopna.
Einnig var lögð rík áhersla á að
samkomulag um fækkun hefðbund-
inna vopna og hermanna þjónaði
öryggishagsmunum aðildarríkja
bandalagsins. „Niðurstaðan var af-
bragðs afmælisgjöf," sagði Helmut
Kohl, kanslari VesturTÞýskalands,
en leiðtogafundurinn var haldinn til
að minnast 40 ára afmælis Atlants-
hafsbandalagsins.
Undanfarna mánuði hefur ágrein-
ingur Vestur-Þýskalands annars
vegar og Bandaríkjanna og Bret-
lands hins vegar um endurnýjun
skammdrægra kjarnaflauga stefnt
einingu bandalagsins í hættu. í
skýrslu um heildarstefnu bandalags-
ins í afvopnunarmálum, sem var nið-
urstaða fundarins í Brussel, segir
að aðeins verði samið um fækkun
hluta skammdrægra eldflauga í Evr-
ópu og ekki fyrr en hafin verði fram-
kvæmd samnings um niðurskurð
George Bush Bandaríkjaforseti gefur ljósmyndurum heimspressunn-
ar til kynna að allt sé í góðu lagi við komuna til Bonn í Vestur-
Þýskalandi í gær. Þangað hélt Bush í opinbera heimsókn að loknum
leiðtogafundi NATO í Brussel.                                *
hefðbundins herafla í Evrópu. Ein-
staka vestur-þýskir embættismenn
túlkuðu orðalagið þannig að „þriðja
núll-lausnin", uppræting skamm-
drægra flauga á landi, væri þar með
ekki útilokuð. Fréttamenn báru
þessa afstöðu undir Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, að loknum leiðtogafundinum
í gær. „Þeir geta spriklað eins og
þeir vilja en eftir stendur það sem
þeir skrifuðu undir," sagði Thatcher.
í samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins sagði Steingrimur Her-
mannsson forsætisráðherra að ekki
væri vafamál að fundurinn hefði
farið betur en áhorfðist og að George
Bush hefði með frumkvæði sínu
höggvið á hnútinn. Sömuleiðis hefði
vinna utanríkisráðherranna verið
ákaflega mikilvæg og báðir aðilar
gefið eftir. Kvaðst Steingrímur sam-
mála Margaret Thatcher um að eft-
ir orðanna hhoðan væri ekki gefið
undir fótinn með núll-lausn en aftur
á móti talað um fækkun, en það
gætu Vestur-Þjóðverjar sætt sig við.
Sjá fréttir af leiðtogafundinum
á bls. 22 og forystugrein á
miðopnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52