Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLABIÐ PIMMTUDAGDR 15. JÚNÍ 1989
Ráðherrafíindur EFTA:
Við úrskurði á tilteknum svið-
um nægir meirihlutasamþykki
„Samstöðureglan enn meginregla,"
segir Jón Baldvin Hannibalsson
Togarinn Elín Þorbjarnardóttír.
Suðureyri:
>rgunoiaoio/Kooert Schmidt
Innsigli togarans Elínar
Þorbjarnardóttur rofið
Suðureyri.
Sýslumaðurinn á ísafirði hefur
gefið hreppstjóra Suðureyrar-
hrepps leyfi til að rjúfa innsigli
togarans Elínar Þorbjarnardótt-
ur, sem Hlaðsvík gerir út.
Staðgreiðsluskuld hefur verið
greidd að fullu og fer togarinn
væntanlega á veiðar í kvöld. I sam-
tali við Grétar Schmidt, verkstjóra
VEÐUR
hjá Freyju, sagði hann að verið
væri að reyna að fá lánað hráefni
að, til þess að geta unnið fram að
helgi, en togarinn kæmi fljótlega
inn aftur eftir helgina og þá færi
þetta að lagast. Gretar er bjartsýnn
á útlitið framundan og vonast til
að nú fari að rofa til í þessum
málum.         - R. Schmidt
Utanríkisviðskiptaráðherrar
Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) lýstu í gær yfir ánægju
sinni með að hafið væri nýtt skeið
í samskiptum bandalagsins við
Evrópubandalagið (EB). Að sögn
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
utanríkisráðherra, var á fundin-
um, sem haldinn var í Kristíans-
sand í Noregi, gripið til ráðstaf-
ana tíl að styrkja innvíði EFTA,
metnar voru fyrstu niðurstöður
vinnuhópa sem kannað hafa aðild
EFTA-ríkja að hinu fjóreina
frelsi EB, gerð var timaáætlun
um hvenær undirbúningi þess
starfs skuli lokið og komið var
skipulagi á hvernig skera mættí
úr um ágreining innan banda-
lagsins á tílteknum sviðum.
„Á ráðherrafundi EFTA var fyrst
og fremst reynt að meta stöðuna í
undirbúningi EFTA-ríkjanna undir
nýtt  og  skipulagt  samstarf við
/ DAG kl. 12.00:,
/   /   /
/-'.""/¦'  ¦-¦/
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. Jffté i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 15. JUNI
YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavtu er 1.037 rrtb hæð. Um 200 km
suðsuðaustur af Vestmannaeyjum er 1.006 mb lægð sem þokast
norðaustur og grynnist en um 700 km suðaustan af Hvarfi er 997
mb lægð sem þokast norðnorðaustur. Milt verður áfram.
SPÁ: Þykknar upp með austan- og suðaustanátt þegar líður á
daginn, kaldi eða stinningskaldi og rigning við suðurströndina
síðdegis, en hægari og þurrt að mestu annars staðar. Hiti á bilinu
8 til 18 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðlæg átt og lítilsháttar rigning
við norður- og austurströndina og skúrir við strendur sunnan- og
vestanlands. Þurrt í innsveitum. Hiti 9-14 stig.
HORFUR A LAUGARDAG: Suðaustanlæg átt og dálítil súld eða
rigning suðaustanlands en breytileg átt, skýjað og líklega þurrt
vestanlands. Skýjað með köflum norðanlands. Hiti 9-14 stig.
TÁKN:	s,  Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-	10  Hitastig: 10 gráður á Celsíus
-í  \ Heiðskírt	stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.	X/  Skúrir *
*		V El
\ .Jik Létts'(ýia*	/  /  / / / / / Rigning	==  Þoka
'Qik Hal,skýJað	/ / / * / #	~  Þokumóða ', ' Súld
Askýiað	/ *  / * Slydda / * / * * *	OO  Mistur —L  Skafrenningur
<   \ A,s|<ýiað	* * * * Snjókoma * * *	ÍT  Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 ígær að ísl. tíma
hiti   veður
Akureyri        17  hálfskýjað
Reykjavík_______12  skýjað
Bergen         21  léttskýjað
Helsinki         16  léttskýjað
Kaupmannah.    17  fétlskýjað
Narssarssuaq     8  alskýjað
Nuuk            1   léttskýjað
Ósló           20  hálfskýjað
Stokkhólmur     15  léttskýjað
Þórshdfn_______ISakýjað________
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
Las Palmas
London
Los Angeles
Lúxemborg
Madríd
Malaga
Mallorca
Montreal
New York
Oriando
Paris
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
vantar
25  skýjað
25  léttskýjað
21   hálfskýjað
14  þoka
vantar
25   skýjað
19  háliskýjað
23  skýjað
vantar
27  mistur
16  þokumóða
23  Jéítskýjað
29  léttskýjaö
28  léttskýjað
26  iéttskýjaö
15  skýjað
16  alskýjað
24  léttskýjað
vantar
vantar
22  skýjað
22  skýjað
vantar
EB," sagði Jón Baldvin Hannibals-
son í samtali við Morgunblaðið í
gær. Þáttaskil urðu á leiðtogafund-
inum í Ósló í mars en þá skuld-
bundu EFTA-ríkin sig til þess að
hefja könnunarviðræður við EB um
nánara og skipulagðara samstarf
og aðild að hinu fjóreina frelsi,
þ.e.a.s. frjálsum vöru-, fjármagns-,
þjónustu- og fólksflutningum. Á
fundinum nú var metið starf fjög-
urra starfshópa um þetta efni sem
skiluðu af sér fyrstu skýrslum en
munu ljúka störfum í júlí.
Síðdegis í gær hittu ráðherrarnir
Henning Christophersen, einn af
varaforsetum framkvæmdastjórnar
Evrópubandalagsins. Hann gerði
grein fyrir undirbúningi bandalags-
ins að samstarfinu við EPTA. Að
sögn Jóns Baldvins kom fram á
fundinum að báðir aðilar eru nokk-
uð ánægðir með gang mála og telja
að verkið gangi eftir áætlun.
Eitt þeirra mála sem var á dag-
skrá ráðherrafundarins var efling
EFTA sem samnjngsmiðils aðild-
arríkjanna sex, íslands, Noregs,
Svíþjóðar, Finnlands, Sviss og Aust-
urríkis, og spurningar um vinnu-
brögð innan EFTA og hvernig skera
mætti úr um ágreiningsefni. „Sviss-
lendingar hafa öðrum fremur lagt
á það áherslu að EFTA ætti að
halda áfram að vera samtök sjálf-
stæðra þjóðríkja og hafa samstöðu-
regluna sem grundvallarreglu í
samstarfi þjóðanna," sagði Jón
Baldvin. „Það lá fyrir álitsgerð frá
sérfræðinganefnd um lög og stofn-
anir sem gerði þá tillögu að EFTA
tæki upp þá reglu í skilgreindum
undantekningartilvikum að meiri-
hluti atkvæða gæti ráðið. Niður-
staðan varð sú að árétta að sam-
stöðureglan skuli gilda sem megin-
regla. Hins vegar var samþykkt að
því er varðar úrskurð deilumála að
meirihlutareglan geti gilt í sérstök-
um umsömdum tilvikum. Ef til
dæmis berst kæra frá einstaklingi
eða fyrirtæki innan svæðisins vegna
brots á samþykki EFTA um afnám
ríkisstyrkja þá verður gangur máls-
ins eftirfarandi: í fyrsta lagi fjallar
EFTA-ráðið um kæruna. í öðru lagi
hefur það heimild til að kveða á
um að viðkomandi ríki sé ekki heim-
ilt að veita ríkisstyrki á meðan ver-
ið er að fjalla um kæruna. 1 þriðja
lagi er þessu kærumáli vísað til
sérfræðinganefndar og í íjórða lagi
kveður EFTA-ráðið upp úrskurð á
grundvelli tillagna þaðan sam-
kvæmt meirihlutareglunni. Hér er
ekki verið að taka upp yfirþjóðlega
stofnun innan EFTA heldur er hér
um að ræða dómstól til þess að
skera úr í árgreiningsmálum sem
rísa út af samningsskuldbindingum.
Við íslendingar erum tilbúnir til að
fallast á það enda mörg fordæmi
fyrir því t.d. í sambandi við mann-
réttindadómstól Evrópu."
Ráðgjafarnefnd EFTA hafði í
sínum tillögum sem lágu fyrir fund-
inum einkum lagt áherslu á styrk-
ingu innviða bandalagsins. Sagði
Jón Baldvin að tekið hefði verið til-
lit til þessa að mestu leyti. Til dæm-
is var ákveðið að fjölga starfsliði
EFTA í Genf og Brussel um 15%.
Því var einnig lýst yfir að leið-
togafundir skyldu haldnir oftar en
verið hefur. „Það var mat manna
að atburðarásin væri svo hröð í
EFTA að það myndi koma að því
á seinni hluta ársins að taka veiga-
miklar pólitískar ákvarðanir um
skuldbindingar, sem ríkisstjórnir
verða að standa klárar á þegar
komið er fram í september eða byrj-
un október," sagði utanríkisráð-
herra.
Að sögn Jóns Baldvins þarf til
dæmis að svara þeirri spurningu
hvort EFTA-ríkin séu reiðubúin að
taka að fullu og öllu upp reglur EB
í innflytjendamálum eða hvort þau
vilji setja skilyrði um aðild að_ sam-
komulagi þar að lútandi. „Á það
má benda að innan EB hafa einstök
ríki sett skilyrði eins og Portúgal
og Lúxemborg. Við getum gert ráð
fyrir því að einstök EFTA-ríki muni
setja fyrirvara á þessu sviði. ísland
myndi væntanlega hafa hliðsjón af
þeim fyrirvörum sem t.d. Lúxem-
borg hefur gert," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson að lokum.
Millilent í Glasgow
mínútna
vegna sjö
SEINKUN á seinkun ofan varð til
þess, að DC - 8 þota Flugleiða í
leiguflugi til Spánar síðastliðið
þriðjudagskvöld varð að milli-
lenda í Glasgow og bíða þar á
þriðju klukkustund eftir' nýrri
áhöfn. Seinkanirnar urðu til þess,
að vinnutimi áhafharinnar hefði
farið um það bil sjii mínútur fram
yfir siimiiingsbundinn vinnutíma í
einni ferð, ef flogið hefði verið í
einum áfanga frá Malaga á Spáni
til Keflavíkur. Hámarksvinnutím-
inn í einni ferð er niu klukkustund-
ir á þessum llug-véliini, og að öllu
eðlilegu hefði átt að vera hægt að
fara þessa leið innan þess tíma.
Upphaflega átti önnur hinna nýju
Boeing 737 - 400 flugvéla að fara
þetta leiguflug. Á þeim flugvélum
er hámarksvinnutíminn styttri, eða
átta klukkustundir, og því þarf að
millilenda í Glasgow til að skipta um
áhafnir þegar farið er í Ieiguflug til
Spánar. Þar sem hinar nýju þotur
höfðu verið kyrrsettar, var ákveðið
að farið yrði á DC - 8.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins seinkaði brottför í byrjun
um eina klukkustund vegna kyrr-
setningar Boeing vélanna. Þegar far-
þegarnir, sem voru sólarlandafarar
í hópferð, komu til Keflavíkur var
tilkynnt um 45 mínútna seinkun að
auki og að þeim tíma liðnum varð
enn nokkur töf. Eftir að um borð í
flugvélina var komið, þurfti enn að
bíða í um 45 mínútur, „... sem okkur
var sagt að væri vegna hægagangs
flugumferðarstjóra," sagði einn far-
þeganna í samtali við Morgunblaðið.
Þá þegar var orðið tæpt að ná allri
ferðinni innan hámarksvinnutíma
áhafnarinnar.
Flogið var til Alicante og þaðan
til Malaga á Spáni og á báðum stöð-
um gekk afgreiðsla flugvélarinnar
hratt og snurðulaust. Farþegum til
íslands, sem komu í vélina á Spáni,
var tilkynnt að flogið yrði í einum
áfanga til Keflavíkur, þrátt fyrir að
fyrirsjáanlega yrði farið um 7 mínút-
ur fram yfir hámarksvinnutímann.
Eftir um hálfs annars klukkutíma
flug var hins vegar tilkynnt að milli-
lent yrði í Glasgow og skipt um
áhöfn. Gaf flugstjórinn þá skýringu
að fyrirmæli hefðu borist þar að lút-
andi. í Glasgow var aðeins varaáhöfn
á Boeing flugvél, en engin á DC - 8.
Þurftu farþegarnir, rúmlega hundrað
manns, að bíða hálfa þriðju klukku-
stund í flugstöðinni á meðan sérstök
flugvél kom með áhöfn.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúí
Flugleiða, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að eftir því sem hann
kæmist næst hefði áhöfn flugvélar-
innar ákveðið að fljúga ekki heim,
til fara ekki fram yfir vakttímann
og því hafí verið sjálfgert að lenda
í Glasgow. Ekki hefðu komið fyrir-
mæli um það frá íslandi fyrr en Ijóst
hefði verið að áhöfnin var ekki tilbú-
in til að fljúga heim.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64