Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989
Lánasjóður íslenskra
námsmanna:
Ekki tryggt
að námslán-
in hækki um
6% í janúar
Samstarfsnefhd námsmanna-
hreyfinga hefiir sent bréf til
Svavars Gestssonar, mennta-
málaráðherra, þar sem spurt er,
hvort ekki verði staðið við fyrir-
heit um 6% hækkun námslána í
janúar næstkomandi. Ekki er
gert ráð fyrir þessari hækkun í
drögum að fjárhagsáætlun, sem
kynnt hefur verið í stjórn Lána-
sjóðs íslcnskra námsmanna.
Guðrún Ágústsdóttír, aðstoðar-
maður menntamálaráðherra,
segir að afstaða ráðherra til
hækkunarinnar sé óbreytt, en
ekki verði endanlega tryggt að
af henni verði fyrr en fjárlög
hafi verið samþykkt á næsta
þingi.
Menntamálaráðherra skipaði í
vetur vinnuhóp til að fjalla um
breytingar á námslánunum og voru
niðurstöður hans á þá leið, að
námslán skyldu hækka í þremur
áföngum; um 7,5% í mars, 5% í
september og um 6% í janúar á
næsta ári. Jafnframt ætti að breyta
reglum um frádrátt frá hámarks-
láni, þannig að draga skyldi 50%
tekna umfram framfærslu í sumar-
leyfi frá lánsupphæð í stað 35%
áður. Menntamálaráðherra lýsti
yfir ánægju sinni með þessar tillög-
ur og hækkuðu námslánin um 7,5%
í mars. Samhliða því var tekjutillit-
ið aukið í 50%.
Nú hafa drög að fjárhagsáætlun
Lánasjóðsins verið lögð fram og
er þar ekki gert ráð fyrir janúar-
hækkuninni. Hefur samstarfsnefnd
þeirra námsmannahreyfinga, sem
eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins, sent
ráðherra bréf, þar sem hann er
spurður hvort ekki eigi að standa
við fyrirheit um hækkunina. Þessar
námsmannahreyfingar eru Stúd-
entaráð Háskóla íslands, Samband
íslenskra námsmanna erlendis,
Bandalag íslenskra sérskólanema
og Iðnnemasamband íslands.
Viktor B. Kjartansson, lána-
sjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að þar
sem menntamálaráðherra hefði
gefið vilyrði fyrir janúarhækkun-
inni vildu námsmannahreyfingarn-
ar fá skýringu á því, hvers vegna
ekki væri gert ráð fyrir henni í fjár-
hagsáætluninni. Tekjutillitið hefði
verið aukið í byrjun mars og ef
lánin hækkuðu ekki í janúar myndi
það leiða til þess, að námsmenn,
sem hefðu 300.000 kr. eða meira
í árstekjur, töpuðu á þeim breyting-
um, sem ráðherra hefði komið til
leiðar.
Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra, er erlendis um þessar
mundir, en að sögn aðstoðarmanns
hans, Guðrúnar Agústsdóttur, hef-
ur bréfi námsmannahreyfinganna
nú verið svarað. Guðrún segir, að
afstaða menntamálaráðherra til
janúarhækkunarinnar sé óbreytt;
hann muni gera allt sem í hans
valdi stendur til að af henni verði.
Hins vegar sé það ekki endanlega
tryggt fyrr en Alþingi hafi sam-
þykkt aukið framlag til Lánasjóðs-
ins á fjárlögum fyrir árið 1990.
Opinber heim-
sókn Spán-
arkonungs
JUAN Carlos I, Spánarkonungur
og Sofia drottning Spánar koma
í opinbera heimsókn hingað til
lands í suniar.
Konungshjónin hafa þegið boð
forseta íslands um að koma hingað
í opinbera heimsókn dagana 5.-7.
júlí.
Vatnsból Garðbæ-
inga ekki í hættu
- -segir Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur
FREYSTEINN Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, telur
ekkert benda til að vatnsból Garðbæinga gæti mengast ef til
þess kæmi að sorp yrði urðað í Leirdal í Kópavogi. Fjórar holur
hafa verið boraðar undanfarna tvo daga en önnur dýpri hola var
fyrir.
Orkustofnun boraði fjórar holur í
vatnsstreymi í dalnum.
Morgunblaðið/Þorkell
Leirdal til að kanna grunn-
„Þessar boranir og mælingar á
þeim renna miklum stoðum undir
þá skoðun sem við höfðum í upp-
hafi, að ekki væru verulegar líkur
á að vatn rynni frá Leirdal í átt
að vatnsbóli Garðabæjar," sagði
Freysteinn. Ein af holunum var
boruð í gær og var það gert til
að kanna hvert vatnið rynni ann-
að.
Freysteinn sagðist vonast til
að ekki þyrfti að bora meira í
dalnum en ef til þess kæmi að
sorp yrði urðað þar yrði sennilega
ekki hjá því komist að bora víðari
holur til þess að fylgjast með
hugsanlegri mengun. Annað væri
ekki verjandi.
Myndu þiggja frest
„Miðað við þessar aðstæður er
ósk heilbrigðisráðherra afskap-
lega eðlileg og mér þykir vænt
um að hann tekur þetta mál alvar-
lega og að hann skuli leggjast á
sveif með okkur," segir Heimir
Pálsson, forseti bæjarstjórnar
Kópavogs,  um ósk Guðmundar
Bjarnasonar heilbrigðisráðherra
til borgarstiórnar Reykjavíkur um
að Kópavogsbæ verði veittur frek-
ari frestur fram yfir 1. júlí til að
urða sorp í Gufunesi.
Heimir sagði að aldrei hefði
hvarflað að bæjaryfirvöldum í
Kópavogi annað en að tryggt yrði
að vera að ekki yrði mengun af
völdum fyrirhugaðrar urðunar
sorps í Leirdal.
Hann sagði aðspurður að ef
borgaryfirvöld í Reykjavík veittu
Kópavogsbæ frekari frest til urð-
unar sorps í Gufunesi vegna óskar
heilbrigðisráðherra þá yrði hann
tvímælalaust þeginn.
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur
ítarlega fjallað um fyrirhuguð
áform Kópavogsbæjar um að urða
sorp í Leirdal.
Ingimundur Sigurpálsson bæj-
arstjóri segir að bæjarstjórnin telji
það fráleitt að heimila losun sorps
í nágrenni vatnsbóla ef nokkur
minnsta hætta er á mengun af
völdum þess.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Ferðakostnaður heima-
sendiherra 5 millj. í fyrra
Harpa Rut Sonjudóttir
Lést í um-
ferðarslysi
STÚLKAN, sem lést í um-
ferðarslysi á mótum Lauga-
vegar og Vitastígs að morgni
sl. fimmtudags, hét Harpa
Rut Sonjudóttir.
Hún var 19 ára gömul, fædd
29. janúar 1970, og bjó á Unn-
arbraut 9 á Seltgarnarnesi.
16 ára stúlka, sem slasaðist
alvarlega, liggur þungt haldin
á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans.
Benedikt Gröndal íhugar tillögu um
annað starf í utanríkisþjónustu
„ÁKVÖRÐUN Benedikts stendur óhðgguð. Hins vegar hefur hann
til umhugsunar tillögur sem ég lagði fram um önnur stðrf innan
utanríkisþjónustunnar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að afloknum lið-
lega 2 '/?. tima fundi hans með Benedikt Gröndal.
Jón Baldvin sagði að í aprílmán-
uði síðastliðnum hefðu verið lagðar
fram róttækar tillögur um skipu-
lagsbreytingar á starfsháttum í
utanríkisþjónustunni er lengi hefðu
verið i smíðum. „Þessar tillögur
er nú verið að framkvæma, þær
fela í sér tilfærslur starfsmanna,
auknar áherslur á forgangsmál
sem og að seglin eru dregin saman
á hefðbundnum sviðum," sagði
ráðherra.
Jón Baldvin sagði, að það hefði
verið ljóst þegar tillögurnar voru
lagðar fram, að þær fælu í sér
verulegar tilfærslur í störfum.
„Það hafði verið í mínum huga um
nokkurt skeið að ræða þær við
Benedikt. Þess vegna var það þeg-
Benedikt Gröndal sendiherra:
Ekkert gerst sem
breytir minni ákvörðun
„ÞETTA var langur fiindur, stóð í liðlega 2 % tíma, enda ekki við
öðru að búast þar sem við höfiim ekki talað saman síðan ráðherra
kom í ráðuneytið," sagði Benedikt Gröndal sendiherra eftir fund
þann sem hann áttí með utanríkisráðherra í gærkvðldi.
Benedikt sagði að margt hefði     að leggja niður embætti heima-
skýrst á fundinum og hann hefði
fengið svör við ýmsum af sínum
spurningum en við það hefðu engar
breytingar orðið á ákvörðun hans
um að biðjast lausnar frá embætti
sendiherra. Hann sagði að ráðherra
hefði tíundað í samtölum við sig
allar þær skipulagsbreytingar sem
hann hygðist hrinda í framkvæmd
í ráðuneytinu en það hefði jafnframt
kömið glöggt fram að ráðherra
héldi fast við þann ásetning sinn
sendiherra.
„Niðurstaðan af þessum fundi er
engin í sjálfu sér. Hvort hún er
endanleg eða ekki veit ég ekki, Ég
veit ekki hvort ráðherra á eftir að
leika einhverjum nýjum leik. Ég
veit því ekki hvað verður, því eftir
þennan fund hefur engin grundvall-
arbreyting orðið þótt við höfum
hreinsað andrúmsloftið og ræðst
hreinskilnislega við," sagði Bene-
dikt Gröndal að lokum.
ar mér barst uppsagnarbréf hans
inn á fund í Noregi, að ég óskaði
sérstaklega eftir því, að hann léti
málið liggja í þagnargildi þar til
við gætum rætt saman og birti það
ekki fjölmiðlum. Tilgangur fundar
okkar var náttúrlega sá, að fá fyrri
ákvörðun hans breytt," sagði Jón
Baldvin.
„í sambandi við þetta mál vil
ég taka fram eftirfarandi," sagði
ráðherra: „Það er ákvörðun Al-
þingis í sambandi við afgreiðslu
fjárlaga hvernig fjárveitingu til
utanríkisþjónustu sem og annarra
er hagað. Sjálfir lögðum við fram
á síðastliðnu hausti veigamiklar
sparnaðartillögur. Þar á meðal að
stöðva ferðalög heimasendiherra
til Asíuríkja. Jafnframt settum við
af stað athugun um sameiningu
lögreglustjóraembættis Keflavíkur
og Keflavíkurflugvallar. Niður-
stöður þeirra athugana liggja fyrir
núna, þar er gert ráð fyrir veru-
legri fækkun starfsmanna og um-
talsverðum sparnaði. í þriðja lagi
var gerð tillaga um að draga úr
launaútgjöldum um 4%. Það fól í
sér að draga mjög úr yfirvinnu-
greiðslum. Þetta hefur verið fram-
kvæmt hér í ráðuneytinu, þannig
að yfirmenn á hverju sviði eru
gerðir ábyrgir fyrir því að ráðu-
neytið fari ekki fram úr ákveðnum
kvóta vegna yfirvinnugreiðslna."
Jón Baldvin sagði þetta ekki
hafa verið vinsælar ráðstafanir í
sínu ráðuneyti, enda gætu þær
þýtt verulega kjaraskerðingu fyrir
starfsmenn og gætu jafngilt kaup-
lækkun upp á tugi þúsunda hjá
þeim sem mesta yfirvinnu hefðu
haft.
„Það  er ráðherrans  að  móta
stefnu varðandi starfshætti og
skipulag ráðuneytisins, það er hinn
pólitíski ráðherra sem ber ábyrgð
á því að framkvæma fyrirmæli
fjárlaga, ef einstakir starfsmenn
eru óánægðir með það þá er það
auðvitað þeirra mál, " sagði ut-
anríkisráðherra. Ráðherra benti á
að aðhald, aðgerðir og sparnaður
í fyrirtækjum úti í þjóðfélaginu
væru í dag síður en svo nýjar af
nálinni. Hið opinbera ætti að gera
eins og ganga á undan með góðu
fordæmi einkum í þeirri stöðu sem
nú ríkti í ríkisfjármálum.
Utanríkisráðherra sagði, að á
fundinum með Benedikt hefði kom-
ið á daginn, að enginn ágreiningur
væri með þeim tveimur um að
æskilegt væri að stofna viðskipta-
sendiráð í Japan sem nú væri okk-
ar fímmta stærsta viðskiptaland.
„En það verður ekki gert af skynd-
ingu," sagði ráðherra og bætti við,
„að undirbúningur að slíku hefði
staðið frá síðastliðnu hausti." Að-
spurður um gagnrýni þá sem kem-
ur fram í bréfí Benedikts Gröndals
um . utanríkisráðherra sagði Jón
Baldvin: „Það er mín ákvörðun og
ég ber ábyrgð á því að hafa lagt
til niðurskurð ferðalaga sem á
síðastliðnu ári námu 5 milljónum
króna."
Aðspurður hvort sendiherra
hefði með því að birta lausnar-
beiðnibréf sitt opinberlega fyrir-
gert frekari rétti sínum sem starfs-
maður utanríkisþjónstunnar sagði
ráðherra: „Ég hef boðað breyting-
ar. Það er ekki hlutverk embættis-
manna að gagnrýna þær, hins veg-
ar er hverjum manni frjálst að
hafna þeim og þá að segja af sér,
ef þeir telja að þeir geti ekki við
þær búið. Það voru mér viss von-
brigði, að Benedikt skyldi birta
þetta bréf áður en ég fékk tæki-
færi að ræða við hann."
Ráðherra sagðist á fundinum
með Benedikt í gær hafa lagt fram
tillögu um annað starf handa Bene-
dikt innan utanríkisþjónustunnar
sem hann hefði nú til skoðunar.
_
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60