Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989
Utanríkisþj ónustan:
fastaftilltrúi Islands hjá SÞ
BENEDIKT Gröndal, heimasendi-
herra, hefúr dregið til baka upp-
sögn sína úr utanríksþjónustunni
og mun hann taka við stöðu fasta-
fulltrúa íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum í haust. Þá lætur af því
starfi Hans G. Andersen, sendi-
herra, fyrir aldurs sakir. Bæði
Benedikt og Jón Baldvin Hannib-
alsson, utanríkisráðherra, segjast
ánægðir með þessa niðurstöðu.
„Eg hafði farið þess á leit við
Benedikt Gröndal að hann birti ekki
afsagnarbréf sitt fyrr en mér hefði
gefizt kostur á þvi að ræða við
hann," sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson, utanríkisráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Ég sagði
honum að mér þætti mjög miður að
málið hefði verið gert opinbert með
þessum hætti áður en okkur gafst
kostur I að ræðast við. Tilgangur
fundarmíns með honum fyrir helgi
var sá að fá hann til að hætta við
þá ákvörðún. Þetta varðar fram-
kvæmd á tillögum ráðuneytisins um
breytt' skipulag og starfshætti. Að
VEÐUR
sjálfsögðu hafði ráð verið fyrir því
gert að um leið og hin svokölluðu
heimasendiráð verða lögð niður, að
fela heimasendiherrunum önnur
verkefni.
Úr því sem komið er, er það ekk-
ert launungarmál að ég bauð Bene-
dikt Gröndal starf skrifstofustjóra
alþjóðadeildar ráðuneytisins og þar
með starf staðgengils ráðuneytis-
sijóra. Benedikt hafnaði því enda
hafði hann tjáð mér að hann hefði
ekki hug á að veita forstöðu sendi-
ráði erlendis. Hans G. Andersen,
þjóðréttarfræðingur og sendiherra,
hefur á undanförnum árum gegnt
störfum sem fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum með aðsetur í
New York. Hann lætur af störfum
fyrsta október fyrir aldurs sakir. Það
hafði ekki í skipulagstillögunum enn
verið tekin ákvörðun um það hver
tæki við af honum. Niðurstaða mín
varð því sú, að ég lagði þá tillögu
fyrir Benedikt, að hann tæki við
þessu starfí með skýrskotun til
margvíslegrar reynslu hans fyrr af
starfi á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og til þess góða orðs sem hann
gat sér á sínum tíma þegar hann var
sendiherra í Stokkhólmi og fullltrúi
íslands á ráðstefnunni um svokallað-
ar traustvekjandi aðgerðir í afvopn-
unarmálum í Evrópu. Þrátt fyrir að
Benedikt hefði áður sagt mér að
hann hefði ekki hug á því að veita
forstöðu séndiráði erlendis, tók hann
þetta til skoðunar. Niðurstaðan varð
sú, að hann ákvað að draga uppsögn
sína til baka og taka tilboði um nýtt
starf. Ég tel þetta vel ráðið, þó ég
hafi áður gert ráð fyrir öðru" sagði
Jón Baldvin.
Bendikt Gröndal. sagði í samtali
við Morgunblaðið, að uppsögn hans
hefði verið tilkomin vegna óánægju
hans með verkefnaskort sem heima-
sendiherra, en starfið hefði að mestu
verið lagt niður frá síðustu áramót-
um. „Ég sá ekki hvað við tæki og
undi því illa að vera verklaus og lagði
þess vegna inn afsögn mína. Reglan
er sú, að þegar starf hjá hinum opin-
bera er lagt niður, skal þeim, sem
Heimild: Veðurstofa islands
I DAG Kl.  12.00".  /   'rr      /     /     /     /   (Byggt á veðurspá kl. 16.15 igær)
VEÐURHORFUR I DAG, 20. JUNI
YFIRLIT í GÆR: Vestan- og suðvestanátt á iandinu, hvöss á stöku
stað norðanlands en viðast kaldi eða stinningskaldi. Frá sunnan-
verðum Vestfjörðum. í Mýrdal var skýjað en léttskýjað annars stað-
ar. í sófskininu var 11-16 stiga hiti en nokkru svaíara undir skýja-
breiðum.
SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, sumstaðar allhvöss, og rigning
sunnanlands og vestan en heldur hægari og úrkomulítið norðaust-
an til á landinu. Lægir þó líklega og styttir upp að mestu vestan-
lands undir kvöld. Hiti 10-15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestanátt. Fremur svalt eða vætu-
samt á Suður- og Vesturlandi en léttskýjað og hlýtt að deginum
norðanlands og austán.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestanátt víðast hvar á landinu. Kalt
miðað við árstíma og rigning eða skúrir á Vestur- og Norðurlandi
en þurrt sumstaðar léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandí.
TÁKN:      i	x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-	-J 0  Hitastig: 10 gráður á Celsíus
.	stefnu og fjaðrirnar	•
«f  y Heiðskírt	vindstyrk, heil fjöður	y  Skúrir
	er 2 vindstig.	#
		V El
\Jlk Léttskýjað	/  /  / /  / / / Rigning	==  Þoka
JL	/  /  /	=  Þokumóða
'Wik Hálfskýjaö	* / *	' , ' Súld
^^ Skýjað	/..#/«  Slydda /  *  /	OO  Mistur —\-  Skafrenningur
«W Alskýjað	* # * * Snjókoma #  #  #	VZ  Þrumuveður
*	**	ÉHT
\	*m	*
VEÐUR VÍÐA UM HEIM		
kl. 12:00	igær	að fst. tíma
	hiti	veður
Akurayri	12	skýjað
Reykjavik	8	skýjað
Bergen	21	léttskýjað
Helsinki	20	skýjað
Kaupmannah.	25	lettskýjað
Narssarssuaq	7	rigning og súld
Nuuk	0	þoka
Ösló	26	léttskýjað
Stokkhólmur	23	léttskýjað
Þórshöfn	IZþoka	
Algarve		vantar
Amsterdam	27	léttskýjoð
Barcelona	26	léttskýjað
Berlín	•23	léttskýjað
Chicago	18	þokumóða
Feneyjar		vantar
Frankfurt	28	léttskýjað
Glasgow	27	léttskýjað
Hamborg	25	léttskýjað
Las Palmas	28	léttskýjað
London	28	léttskýjað
Los Angeles	17	hálfskýjað
Lúxemborg	26	léttskýjað
Madríd		vantar
Malaga	27	léttskýjað
Mallorca	28	skýjað
Montroal	17	léttskýjað
New York	22	tnistur
Orlando	23	heiðskírt
Pan's		vantar
Róm	23	þokumóða
Vfn	22	skýjað
Washington	23	mistur
Winnipeg		vantar
Benedíkt Gröndal
það skipar, boðið sambærilegt starf.
Ráðherra fór þá leið og bauð mér
annað starf, en gaf þess engan kost
að hætt yrði við að leggja heima-
sendiráðin niður," sagði Benedikt.
„Þar kom að hann bauð mér stöðu
fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðun-
um að ég ákvað að taka því boði
frekar en að fara á ellilaun. Þessi
staða er mjög frábrugðin annarri
utanríkisþjónustu og ájþessum vett-
vangi þekki ég vel til. Eg gleðst yfir
þessari niðurstöðu úr því sem komið
er, en ég hafði áður óskað þess, að
er ég kæmi heim frá Stokkhólmi,
fengi ég að ljúka starfsferlinum
heima. Svo verður nú ekki, en ég er
sáttur við það eftir efnum og ástæð-
um," sagði Benedikt Gröndal.  "
Hannes Jónsson
Dr. Jakob Jónsson
Dr. Jakob
Jónsson
látinn
LÁTINN er í Reykjavík dr.
Jakob Jónsson prestur,
fræðimaður og rithöfundur.
Jakob fæddist 20. janúar
1904 á Hofi í Álftafirði í Suð-
ur-Múlasýslu, sonur hjon-
anna Jóns Finnssonar prests
þar og kotiu hans Sigríðar
Hansdóttur.
Jakob lauk stúdentsprófi frá
MR 1924 og guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1928. Hann
stundaði framhaldsnám í há-
skólanum í Winnipeg 1934-35,
tók licentiat-próf í guðfræði í
Lundi 1961 og; varð doktor í
guðfræði frá HI 1965 fyrir bók
sína um kímni og skop í Nýja
testamentinu.
Jakob varð aðstoðarprestur
föður síns á Djúpavogi og prest-
ur á Norðfirði 1929-35. Hann
þjónaði sem prestur íslenskra
safnaða vestanhafs 1935-40 og
í HallgrímsprestaRalli " í
Reykjavík 1941-1974. Hann
kenndi við barnaskóla, mennta-
skóla og guðfræðideild háskól-
ans og samdi fjölda rita og
bóka.
Eftirlifandi eiginkona Jakobs
er Þóra Einarsdóttir.
Vítavert athæfi
- segir utanríkisráðherra um ummæli
Hannesar Jónssonar heimasendiherra
Utanríkisráðherra     kallaði
Hannes Jónsson, heimasendi-
herra, á sinn fund í gærmorgun
vegna ummæla hans á þá leið að
ráðgjafar utanríkisráðherra væru
fúskarar.
„Án þess að skýra fra samtali
okkar í smáatriðum, var niðurstaða
þess sú, að ég krafðist þess að sendi-
herrann bæðist velvirðingar á þess-
um ummælum þar sem þau væru
óviðurkvæmileg og samræmdust
ekki skyldum hans sem sendiherra,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anrfkisráðherra, f samtali við Morg-
unblaðið. „Auk þess sagðist ég von-
ast til þess að því mætti treysta að
framkoma af þessu tagi endurtæki
sig ekki. Honum var tjáð að hann
fengi formlega áminningu frá ráðu-
neytisstjóra vegna þessara ummæla
og hana hefur hann þegar fengið.
Utanríksráðherra er auðvitað
ábyrgur fyrir þeim tillögum um
skipulagsbreytingar á utanríkísþjón-
ustunni, sem kynntar hafa verið. Þær
hafa verið í undirbúningi í hálft ár,
þar hefur víða verið leitað fanga og
áður en þær voru birtar voru haldnar
um þær sérstakir fundir með ráðu-
neytisstjóra og skrifstofustjórum að-
alskrifstofa ráðuneytisins auk þess
sem skýrslan hefur verið send öllum
starfsmönnum utanríkisþjónustunn-
ar og þar með gefinn kostur á því
að fá athugasemdir og tillögur frá
fólkinu og ýmsir þeirra hafa notfært
sér það. Það, sem ekki er ásættan-
legt, er að einstakir embættismenn
sem, sem eiga að framfylgja stefnu
ráðherra og ríkisstjórnar, skuli vekj-
ast upp í fjölmiðlum með órökstudd-
an skæting um stefnu ráðuneytisins
í mikilvægum málum og grafa þann-
ig undan trausti almennings og ann-
arra, sem málið varðar, eins og til
dæmis erlend ríki. Þetta er með öllu
óviðunandi, ósæmilegt og vítavert
athæfi af hálfu sendiherra.
Til skýringar má nefna eftirfar-
andi dæmi: Ef utanríkisráðherra birt-
ir eða boðar nýjar tillögur á sviði
utanríksmála, til dæmis um afvopn-
unarmál, má öllum ljóst vera að
sendiherra utanríkisþjónustunnar,
sem kæmi fram í fjölmiðlum og kall-
aði ráðgjafa ráðherrans fúskara eða
tillögurnar byggðar á fáfræði, væri
óhæfur til að vinna að framgangi
þeirra mála. Þess hlyti að verða
krafizt að slíkur maður segði.af sér.
Þegar um er að ræða tillögur, sem
varða skipulagsbreytingar, gegnir
sama máli. Sendiherrar eru ráðnir
með sérstökum skilmálum, sem fela
í sér að þeir kunna að vera sendir
til starfa á vettvangi sendiráða er-
lendis eða færðir til i starfi í sam-
ræmi við ákvarðanir yfirmanna
sinna. Þegar um er að ræða skipu-
lagsbreytingar, fela þær að sjálf-
sögðu í sér að verði störf lögð niður,
eiga menn kost á öðrum störfum.
Telji þeir hins vegar slíkar tillögur
óásættanlegar og vilji ekki una þeim,
eiga þeir að sjálfsögðu þann kost,
að segja af sér og ávinna sér þannig
rétt til að gagnrýna þær opinber-
lega," sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
Ekki náðist í Hannes Jónsson
sendiherra eftir fund hans með ut-
anríkisráðherra.
»
r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68