Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989
29
Lánasjóð íslenskra náms-
manna vantar 300 milljónir
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hefur sent Svavari
Gestssyni,     menntamálaráð-
herra, bréf, þar sem sagt er, að
sjóðurinn þurfi að fá aukafjár-
veitingu upp á að minnsta kosti
214 til 244 milljóna króna, tíl
þess að afgreiðsla námslána geti
gengið fyrir sig með eðlilegum
hætti það sem eftir er ársins.
Þá sé ekki tekið tillit til þeirra
breytinga á gengi og verðlagi,
sem gera megi ráð fyrir að verði
frá maímánuði til áramóta. Að
sögn Sigurbjörns Magnússonar,
sljórnarformanns Lánasjóðsins,
má ætla, að aukin fjárþörf sjóðs-
ins á árinu geti alls orðið allt
að 300 miUjónum króna vegna
slíkra breytinga.
í bréfi stjórnar Lánasjóðsins
segir meðal annars, að nýjustu
útreikningar sjóðsins bendi til þess,
að fjárþörf sjóðsins hafi þegar
Þrír varnarliðsmenn stálu 24 fánum 17. júní:
Malið hjá saksókn-
ara til ákvörðunar
ÞRÍR óbreyttir bandarískir hermenn úr varnarliðinu voru hand-
teknir í bO á Reykjanesbraut við Straumsvík að kvðldi þjóðhátíðar-
dagsins og höfðu þeir stolið 17 íslenskum þjóðfánum, einum austur-
þýskum, einum kínverskum og einum tékkneskum ásamt fánum
Garðabæjar, Hafnaiijarðar og Vélsmiðjunnar Héðins. Fánana höfðu
mennirnir, sem eru rösklega tvítugir, skorið niður úr fánastöngum
víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og til að ná erlendu þjóðfánunum
höfðu þeir þurft að fara inn á lóðir sendiráða viðkomandi ríkja. Ríkis-
saksóknari hefiir nú mál mannanna til ákvörðunar. .
Lögreglu í Reykjavík og Hafnar-
firði höfðu borist nokkrar tilkynn-
ingar um atferli mannanna og var
þeirra leitað þegar lögreglumenn
úr Hafnarfirði mættu bíl þeirra á
135 kílómetra hraða á Reykjanes-
brautinni. Hermennirnir reyndust
allir vera ölvaðir og þegar fánarnir
24 fundust í bílnum báru þeir fyrst
að þeir hefðu keypt þá af óþekktum
manni. Þeir voru færðír í fanga-
geymslur í Hafnarfirði en síðar tók
RannsóknaiJögregla ríkisins við
málinu. Þar voru hermennirnir í
yfirheyrslum fram á sunnudags-
kvöld er þeir voru afhentir yfir-
mönnum úr varnarliðinu.
Að sögn Jóns H. Snorrasonar,
deildarstjóra hjá RLR,  er málið
upplýst og hefur verið sent ríkissak-
sóknara til ákvörðunar. Forræði
málsins er í höndum íslenskra yfir-
valda en samkvæmt lagareglum um
starfsmenn varnarliðsins á annað-
hvort að dæma mál þeirra að
íslenskum lögum, sem þjófnaðar-
brot, ölvunarakstur og hraðakstur,
eða samkvæmt herlögum en sam-
kvæmt þeim munu mennirnir eiga
yfir höfði sér 6-12 mánaða fang-
elsi, launamissi, missi þeirra rétt-
inda sem herþjónusta veitir og
brottrekstur frá störfum með van-
sæmd. Bragi Steinarsson vararíkis-
saksóknari vildi ekkert um málið
segja þegar eftir var leitað í gær
og sagði að gögn um málið hefðu
þá ekki borist sér í hendur.
„Miðað við málsatvik var í þessu
tilviki ákveðið að afhenda þá banda-
rísku herlögreglunni, sem hefur þá
í vörslu sinni," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra, í
samtali við Morgunblaðið. „Með
þessi mál er farið í einu og öllu að
íslenskum lögum og réttarvenjum,
en þegar um er að ræða mál án
eftirmála svo sem skaðabótakröfur
eða mjög alvarlega glæpi, er stuðst
við venju um að afhenda varnar-
liðsmenn bandarísku herlögregl-
unni. Aðmírállinn hefur að sjálf-
sögðu rætt málið við mig um leið
og hann kom á framfærí afsökunar-
beiðni sinni.
Bandarísk stjórnvöld hafa komið
á framfæri afsökunarbeiðni við
íslensk stjórnvöld og hin þrjú er-
Iendu sendiráð, sem urðu fyrir þeirri
óvirðingu að fánar þeirra voru
skornir niður. íslenska uíanríkis-
ráðuneytið hefur komið því á fram-
færi ásamt velvirðingarbeiðni af
okkar hálfu. Að venju greiðir
íslenzka ríkið kostnað, sem af þessu
kann að hljótast," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson.
aukist um kr. 244.000.000 umfram
þá upphæð, sem gert er ráð fyrir
í fjárlögum ársins og sé þá ekki
tekið tillit til þeirra gengis- og
verðlagsbreytinga, sem gera megi
ráð fyrir að verði frá maí og til
áramóta; Af þessum 244 milljónum
séu 143 milljónir vegna sérstakra
hækkana á námslánum 1. mars
og 1. september og um 101 milljón
króna vegna verðlags- og gengis-
breytinga umfram forsendur fjár-
laga.
í bréfinu segir ennfremur, að
þessar ætluðu hækkanir miðist við
gengis- og framfærsluvísitölur í
maí og þar sé ekki reiknað með
hækkun útlána vegna frekari
gengisbreytinga eða hækkunar
framfærsluvísitölu það sem eftir
er ársins. Ekki sé heldur gert ráð
fyrir því að hækkun hlutfalls tekju-
skerðingar úr 35% í 50% dragi úr
útlánum sjóðsins, þar sem gert sé
ráð fyrir lægri sumartekjum náms-
manna^ heldur en áður var reiknað
með. Áætlað sé, að 15% lækkun
rauntekna þurrki út sparnaðar-
áhrif hækkaðrar tekjuskerðingar.
í lok bréfs stjórnar Lánasjóðsins
til menntamálaráðherra kemur
fram, að þar sem nokkuð óvíst sé
hverjar verði sumartekjur náms-
manna og hverjar gengis- og verð-
lagsbreytingar verði til áramóta,
þá verði að taka áætlun um fjár-
þörf sjóðsins til endurskoðunar í
september. Engu að síður sé ljóst,
að sjóðurinn verði í það minnsta
að fá 214 til 244 milljóna króna
aukafjárveitngu til að afgreiðsla
iyimslána geti gengið fyrir sig með
eðlilegum hætti það sem eftir er
ársins.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna:
Oska fiindar með for-
sætisráðherra Frakka
AÐ frumkvæði Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráð-
herra og starfssystur hans fi*á
Svíþjóð, Anitu Gradin, hafa ut-
anrikisráðherrar Norðurland-
anna óskað fiindar með forsætis-
ráðherra Frakka, Rocard. Fund-
arins er óskað vegna þess, að á
síðari hluta þessa árs fara Frakk-
ar með forystu innan EB, en við
íslendingar stýrum EFTA á sama
tíma. Fundarins er óskað í þess-
ari viku í Stokkhólmi meðan þing
Alþjóðasanibands     jafiiaðar-
manna stendur yfír. Jón Baldvin
Hannibalsson silur þingið, sem
hófst í gær.
Morgunblaðið innti Jón Baldvin
Hannibalsson eftir tildrögum þessa
fundar: „Á fundi ráðherra utanrík-
isviðskipta í Kristiansand fyrir
skömmu kom það til tals milli mín
og Anitu Gradin, utanríkisvið-
skiptaráðherra Svía, að það bæri
vel í veiði að nota tækifærið á þingi
Alþjóðasámbands jafnaðarmanna í
Stokkhólmi í þessari viku til að
reyna að fá sérstakan fund með
utanríkisráðherrum Ndrðurlanda-
þjóðanna og forsætisráðherra
Frakklands," sagði Jón Baldvin „en
hann hefur boðað þátttöku sína í
þingstörfum. Ástæðan fyrir þessu
er sú, að íslendingar gegna for-
mennsku í Efta á síðari hluta þessa
árs og á sama tíma veitir Frakkland
Fifí ffliYntM. Ua. bað, befar ritt
nokkur óvissa hvort franska ríkis-
stjórnin muni setja samskipti og
samninga við EFTA í forgangsröð
á þessu tímabili. Eftir þessum fundi
er þess vegna sérstaklega óskað til
þess að fá tækifæri til að ræða við
franska forsætisráðherrann beint
um hina pólitísku stefnumótun
Frakka á formmennskutímabilinu
og hvers við getum vænzt um fram-
vindu samningamála milli EB og
EFTA."
BIRTING, félag jafiiaðar- og lýð-
ræðissinna, var stofiiað í
Reykjavík á sunnudag. Birting
er aðildarfélag að Alþýðubanda-
laginu. Kosin var sjö manná
stjórn á stomfimdinum og skiptir
hún sjálf með sér verkum. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er talið víst að Kjartan Val-
garðsson verði kjörinn formaður
félagsins.
Drög að tveimur ályktunum voru
lögð fram á fundinum, en þeim var
vísað til stjórnar til frekari úr-
vinnslu. í ályktanadrögunum er
annars vegar fjallað almennt um
stjórnmál á íslandi og í umheimin-
um, segir í frétt frá Birtingu. Þar
er markaðshyggju og forsjárstefnu
vísað á bug, en haldið fram frjáls-
lyndri vinstristefnu sem eina svar-
m .vifl, mMmmaómsuíL.
Nýtt Alþýðubanda-
lagsfélag í Reykjavík
tímans. Hins vegar er lýst ánægju
með markmið ríkisstjórnarinnar, en
hún jafnframt gagnrýnd fyrir verk-
lag og vinnubrögð á ýmsum sviðum,
og lögð áhersla á að á þeim vett-
vangi verði farið að undirbúa rót-
tækar umbætur í stjórnkerfi og
efnahagslífi.
í lögum félagsins segir að mark-
mið þess sé að efla hreyfingu vinstri
manna í íslensku samfélagi með því
að stuðla að umræðu um framtíð-
arverkefni þeirra, auka samstarf
frjálslyndra vinstri manna og taka
þátt í landsstjórnar- og sveitar-
stjórnarmálum.
í stjórn Birtingar voru kosin Árni
Páll Árnason, Hrafn Jökulsson,
Kjartan Valgarðsson, Margrét S.
Björnsdóttir, Mörður Árnason,
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og
. SMttl; ^ÍS^rbjörnsdót^______
Brynja Benediktsdóttír, forsetí
Bandalags íslenskra listamanna.
Bandalag íslenskra
listamanna:
Brynja Bene-
diktsdóttír
kjörin forseti
BRYNJA Benediktsdóttír leikari
og leikstjóri var kjörinn forsetí
Bandalags íslenskra listamanna
tíl næstu tveggja ára á aðalfiindi
bandalagsins síðastliðinn föstu-
dag.
Níu félög listamanna eiga aðild
að Bandalagi íslenskra listamanna
og er stjórn þess skipuð fulltrúum
þeirra. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar
verður 9. ágúst og mun hún þá
skipta með sér verkum.
Brynja Benediktsdóttir tekur við
embætti forseta Bandalags
íslenskra listamanna af Arnóri Ben-
ónýssyni, sem gegnt hefur því í tvö
ár.
AUGLYSING
um umferðartakmarkanir vegna her-
æfinga á varnarsvæðum á Reykjanesi
Vegna heræfinga vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
sem fram fara dagana 20. júní til 28. júní nk., skv.
bókun bandarískra heryfirvalda til utanríkisráðuneytis-
ins þann 30. ágúst 1988, er öll umferð og dvöl, ann-
arra en þátttakenda á heræfingunum, bönnuð á varn-
arsvæðum á Reykjanesi, skv. lögum nr. 33, 1954,
sbr. lög nr. 110, 1951, lög nr. 60, 1943, lög nr. 34,
1964 og lög nr. 76, 1982, frá kl. 01.00, þann 20. júní
1989 til kl. 24.00 þann 28. júní 1989.
Undanþegin banni þessu er:
a)  Umferð starfsmanna til og frá vinnu á Keflavíkur-
flugvelli.
b)  Umferð um þjóðvegi gegnum varnarsvæðin, þ.e.
leiðir til Hafna, Sandgerðis og Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar, ásamt tengibrautum til Njarðvíkur og
Keflavíkur.
Mörk varnarsvæða eru sýnd á meðfylgjandi upp-
drætti. Sérstaklega skal athygli vakin á að varnar-
svæðin ná allt að stórstraumsfjöruborði frá Ósabotn-
um að Stafnesi.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli.
33«
Helguvík
S-Sfí..-  --'A'vW   -  -^
¦¦ Keflavík
í yrm

»^,Njarðvík
Mt^:¦'¦ ¦¦%-&^& ty^^v^C: i
%£lK ¦¦¦  ''v- ¦ ''i > ¦>¦¦ '\^"W-^:"^:''"';'
i <í "¦'r«r •     i   '¦¦•  ¦ ' ".' ; ~~x r y^r..\ .,  í •
Hafnir  ^fif^ff1-.
m:
-'¦. \%1
¦?%&
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68