Morgunblaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI 1989 19 Fjórðungsmót hestamanna á Iðavöllum: * A annað hundrað hross mæta til leiks Á morgun hefst á Iðavöllum á Héraði fjórðungsmót austfirskra hesta- manna og stendur það fram á sunnudag 2. júlí. Mótshaldið verður með hefðbundnu sniði þ.e. kynbótasýningar, gæðingakeppni fúllorð- inna og unglinga, kappreiðar, töltkeppni og ræktunarhópssýningar. Morgunblaðið/Einar Falur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heiisar hér William J. Crowe forseta bandaríska herráðs- ins, en til hægri er Davíð Oddsson, sem var gestgjafi Crowes í móttöku í Höfða í gær. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin á mótssvæðinu Iðavöll- um sem er í eigu hestamannafélags- ins Freyfaxa. Hafa verið byggð ný hús svo sem snyrtiaðstaða og stjórnstöð og endurbætur gerðar á bæði völlum og tjaldstæðum. Mikil áhersla hefur verið lögð á að sem best fari um bæði menn og hesta meðan á mótinu stendur. Um fimmtíu gæðingar verða sýndir í A- og B-fiokki og þrjátíu og tveir unglingar munu keppa í Heimsókn Crowes aðmíráls, formanns bandaríska herráðsins: Ræddi afvopnun í höfun- um við utanríkisráðherra WILLIAM J. Crowe, formaður bandaríska herráðsins, kom hingað til lands í gær og átti viðræður við íslenska ráðamenn. Ræddi hann meðal annars við Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, og embættismenn utanríkisráðuneytisins og var takmörkun vígbúnaðar í höfúnum sérstaklega til umræðu, en íslendingar lögðu, sem kunnugt er, firam tillögu um þau mál á síðasta ráð- herrafúndi Atlantshafsbandalagsins. Þá ræddi hann einnig við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra. Crowe er hingað kominn frá Sovétríkjunum, þar sem hann var i boði þarlendra stjórnvalda. Aðmírállinn skýrði á fundum með embættismönnum utanríkisráðu- neytisins frá viðhorfum sínum og skoðunum, á þróun þeirri, sem nú á sér stað í Sovétríkjunum. „Á fundi okkar, sem fram fór í Viðey, ræddum við að auki nokkur mál, sem varða samskipti íslands og Bandaríkjanna — fyrst og fremst samskiptin við varnarliðið — æfingar varaliðsins, sem fram hafa farið hér að undanförnu, varaflugvallarmálið og síðast en ekki síst fékk ég tækifæri til þess að gera rækilegri grein fyrir hug- myndum og skoðunum okkar Is- lendinga á traustvekjandi aðgerð- um og vígbúnaðareftirliti og af- vopnun í höfunum,“ sagði Jón Baldvin. „Um það ræddum við rækilega og skiptumst á skoðunum og röksemdum, þannig að ég tel að sá þáttur viðræðnanna hafi ver- ið mjög gagnlegur." Crowe kvaðst ánægður með heimsókn sína og fund sinn með Jóni Baldvini. „Öryggissamstarf Bandaríkjanna og íslands er mjög mikilvægt fyrir bæði löndin og Atlantshafsbandalagið og ég er þakklátur fyrir að fá að ráðfæra mig við ráðamenn þessarar lykil- þjóðar NATO hér á landi.“ Crowe var spurður um viðræður hans og utanríkisráðherra um tak- mörkun víbúnaðar í höfunum. „Ég ræddi þau mál við utanríkis- ráðherra íslands, auk þess sem við forsætisráðherrann eyddum nokkrum orðum í hana. Við skipt- umst á skoðunum og ég mun vissu- lega koma þeim til skila í Was- hington." Aðmírállinn var einnig spurður hvort þess væru einhver merki að Sovétflotinn væri a_ð færa athafna- svæði sitt norðar í íshafið og sagð- ist hann ekki geta séð að svo væri. „Við höfum orðið varir við að þeir hafi dregið úr umsvifum .sínum víðs vegar í heiminum og haldi sig nær heimahöfnum en áður, en ég get ekki sagt að þess hafi orðið Snæfellsnes: Sláttur loksins hafinn í Miklaholtshreppi Borg, Miklaholtshreppi. SLÁTTUR hófst í Miklaholts- hreppi mánudaginn 26. júní. Bóndinn í Miklaholti, Guðbjart- ur Alexandersson, hóf þá slátt. Þar er komin þokkaleg slægja. Allan sinn heyskap verkar hann í rúllur með ágætum árangri. Sl. sumar fékk hann sér pökkunarvél sem klæðir rúllur í plastfilmu. Joseph Pirro látinn Joseph Pirro, yfirmaður með- ferðardeildar Freeport sjúkra- hússins á Long Island, lést á Frumsýning hjá Fantasíu Áhugaleikhópurinn Fantasía frumsýnir annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, nýtt íslenskt verk eft- ir meðlimi hópsins. Verkið heitir „Ég býð þér von sem lifir“. Verkið er í leikgerð Kára Hall- dórs, sem einnig leikstýrir verkinu. Alda Arnardóttir hefur séð um raddþjálfun og fleira. Fantasía hefur nú efri hæð Skeif- unnar 3c í Reykjavík á leigu, ásamt Sót-hópnum, Veðurleikhúsinu og Frú Emilíu. mánudag, 66 ára að aldri. í starfi sínu hjá Freeport Hosp- ital sinnti Joseph Pirro yflr 600 íslendingum, bæði með fyrirlestra- haldi og einkaráðgjöf. Fyrstu sjúklingarnir, sem útskrifuðust af Freeport spítalanum, buðu Pirro hingað til lands á vordögum 1976 til fyrirlestrahalds. Pirro heimsótti ísland nánast á hverju ári. Hann var mikill hvata- maður að stofnun SÁÁ og studdi þá stofnun með ráðgjöf ævinlega þegar til hans var leitað. Julia Pirro, eiginkona hans, var oftast með í för þangað til hún lést árið 1984. í lok apríl sl. tók Joseph Pirro þátt í vorferð Freep- ortklúbbsins að Munaðarnesi. Joseph Pirro var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu af forseta íslands, dr. Kristj- áni Eldjám, árið 1978 fyrir starf að áfengismálum fyrir íslendinga. Fóður sem er verkað á þennan hátt og tekst vel verkun á er hrein- asta lostæti fyrir allan búpening. Undanfarna daga hefur verið norðlæg átt, sæmilega hlýtt að deginum en um nætur hefur hitinn farið niður í 1-2 stig. Grasvöxtur er mjög hægur og fyrirsjáanlegt er að sláttur al- mennt hefst ekki fyrr en um síðari hluta júlímánaðar. Nokkuð hefur verið um að tófur hafi verið á hlaupum hér og þar, nokkrar hafa verið skotnar. Gren til fjalla eru sum ennþá undir snjó. Ný greni hafa fundist en engin dýr verið þar unnin. - Páll vart á þessum slóðum.“ Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra sagði að viðræður þeirra Crowes hefðu staðið yfir í hálfan annan tíma og að mestu snúist um afvopnunarmál og tak- mörkun vígbúnaðar í höfunum. „Við gerðum Crowe grein fyrir til- löguflutningi okkar á ráðherra- fundi NATO og afgreiðslu þess máls þar — að við hefðum sæst á að draga tillöguna til baka að svo stöddu og jafnframt ritað fram- kvæmdastjóra NATO bréf, þar sem við áskildum okkur allan rétt til þess að fylgja því máli eftir.“ Jón Baldvin kvaðst hafa útskýrt helstu rök íslendinga, sem væru þau, að íslendingar byggðu af- komu sína á auðlindum hafsins og mættu ekki til þess hugsa að verða fyrir einhverju umhverfisslysi vegna umferðar kjarnorkuknúinna kafbáta. Utanríkisráðherra sagði það glögglega sýna muninn á Atlants- hafsbandalaginu og Varsjárbanda- laginu að Bandaríkjamenn væru ófusir til þess að fara út í tvíhliða viðræður við Sovétmenn um flot- ann. íslendingar legðu áherslu á að NATO lýsti sig reiðubúið til þess að kanna þessar tillögur og ef niðurstöður yrðu þær að af- vopnun samrýmdist öryggishags- munum Vesturlanda, þá væri það okkar tillaga að taka upp gagn- kvæmar viðræður. Og það er nýtt í málinu að slíkar ránnsóknir eru framkvæmdar, þótt hljótt fari.“ Utanríkisráðherra sagði að þessu máli þyrfti að hreyfa frekar við Bandarikjastjóm áður en það yrði tekið fyrir á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. „Tíminn vinnur með okkur í þessu máli.“ tveimur aldursflokkum. Rúmlega þtjátíu keppendur eru skráðir í tölt- keppnina og eru þar á meðal marg- ir af bestu tölturum landsins. Á fjórða tug kynbótahrossa em skráð til leiks og er þar á meðal stóðhesturinn Flosi frá Brunnum sem nú verður sýndur með afkvæm- um en sjálfur hefur Flosi vakið at- hygli fyrir mikla hæfileika. Þá verða þijár hryssur sýndar með afkvæm- um, þær Bára og Ör, báðar frá Ketilsstöðum og Ljónslöpp frá Skorrastað. Tveir fjögurra vetra stóðhestar verða sýndir sem ein- staklingar, þeir Bjartur frá Egils- stöðum og Dofri frá Höfn. Hryssur sem einstaklingar verða rúmlega tuttugu talsins og tveir ræktunar- hópar verðar sýndir, annar frá Ket- ilsstöðum á Völlum og hinn frá Jaðri í Suðursveit. Dagskráin hefst eins og áður segir á morgun klukkan tíu með dómum á kynbótahryssum. Dómar á B-flokki gæðinga hefst svo klukk- an 13 og unglingar í yngri flokki mæta til dóms klukkan 18. For- keppni í tölti hefst svo um klukkan 20. Á föstudag hefst dagskráin klukkan 9 með dómum á stóðhest- um og klukkan 10 mæta til leiks unglingar í eldri flokki og A-flokkur gæðinga byrjar klukkan 13. Kapp- reiðar hefjast klukkan 16 og um kvöldið verður sölusýning þar sem mótsgestum verður boðið upp á austfirsk gæðahross. Dagskrá föstudags endar svo með dansleik. Á laugardag byijar dagskráin klukkan 9.30 með kappreiðum og á hádegi verður mótið sett og að þvi loknu verða gæðingar í A- og B- og unglingaflokkum kynntir. Og þá koma öll kynbótahrossin fram ásamt ræktunarhópum og síðast er svo_ úrslit í töltkeppninni. Á sunnudag hefst dagskráin með með kaþpreiðum og að þeim loknum verða kynbótahross sýnd og dómar opinberaðir. Síðast eru svo úrslit í gæðingakeppninni og áætlað er að mótinu ljúki um klukkan hálf sjö. Á RÁÐSTEFNU Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra og La- andssambandsins Þroskaþjálpar, sem nýlega var haldin, var sam- þykkt ályktun um að skora á stjórnvöld að setja þegar á fót starfshóp til steftiumörkunar varðandi heimaþjónustu fatlaðra, og tryggja að hagsmunasamtök fatlaðra eigi þar fúlltrúa. í ályktuninni segir að Ijóst sé að stórlega skorti á lagalegan grund- Sjálfsbjörg og Þroskahjálp: Starfshópur verði stofiiaður tun heimaþjónustu fatlaðra völl heimaþjónustu við fatlaða, en Alþingi hafi í vor tryggt öldruðum rétt til slíkrar þjónustu. Brýna nauðsyn beri því til að hefja nú þegar undirbúning að því að sett verði löggjöf, sem tryggi fötluðum nauðsynlega liðveislu. Með því væri þeim gert möguiegt að lifa sjálf- stæðu lífi á eigin heimili og annars staðar þar sem þeir lifa og starfa. (Úr fréttatilkynningu). TOSHIBA OG TATUNG sjónvarpstæki 14-15-20-21-22 25 og 28“ skermar. Tæknilega fullkomin tæki í öllum verðflokkum. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍM116996. Lalð 4 stoppar vM dymar L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.